SÍBS blaðið - feb. 2020, Blaðsíða 20

SÍBS blaðið - feb. 2020, Blaðsíða 20
20 SÍBS-blaðið ózons hefur einnig verið tengdur við meiri líkur á lungnabólgu og dauðsföllum vegna lungnabólgu (18). ÍSLENSKAR RANNSÓKNIR Umferðartengd loftmengun Tvær íslenskar rannsóknir hafa verið gerðar á sambandinu milli loftmengunar og notkunar lyfja, annarsvegar astmalyfja og hinsvegar hjartalyfja. Þær rannsóknarniðurstöður sýndu samband milli loftmengunar í Reykjavík og úttekta lyfja við astma og úttekta lyfja við hjartaöng (42,43). Þegar þriggja daga meðaltal svifryks og H2S jókst í Reykjavík þá jukust astmalyfjaúttektir um 1% og 2% þremur til fimm dögum eftir að aukningin í loftmengunarefnunum átti sér stað. Í seinni rannsókninni mátti sjá að úttektir lyfja við hjartaöng jukust í kjölfar hækkunar á NO2 í Reykjavík en sjá mátti 14% hækkun í hjartalyfjaúttektum sama dag og loftmengunarefnin hækkuðu. Daginn eftir var hækkunin í hjartalyfjaúttektum 10% í kjölfar hækkunar á NO2. Ekki hefur fundist samband milli umferðar- tengdra loftmengunarefna og dauðsfalla í Reykjavík (44). Áhrif brennisteinsvetnis (H2S) Sambandið milli H2S í Reykjavík og heilsufarsbrests hefur verið rannsakað í tveimur rannsóknum frá árunum 2014 og 2016 en á höfuðborgarsvæðinu má rekja H2S mengunar til jarðvarmavirkjana í nágrenni borgarinnar (44,45). Fyrri rann- sóknin leiddi í ljós samband milli H2S mengunar í Reykjavík og dauðsfalla meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins. Þegar 24ra stunda styrkur H2S jókst lítillega í borginni þá mátti sjá fjölgun á dánartíðni einum og tveimur sólarhringum seinna upp að rúmum 5% yfir sumarmánuðina (maí til október). Einnig mátti sjá að sambandið var sterkara meðal karlmanna og eldri ein- staklinga (80 ára og eldri). Seinni rannsóknin leiddi í ljós sam- band milli H2S í Reykjavík og koma og innlagna á Landspítala Háskólasjúkrahús vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Rannsóknin sýndi að ef 24ra stunda styrkur H2S fór yfir lyktarmörkin (7 µg/m3 – heilsuverndarmörkin eru 50 µg/m3) í Reykjavík þá fjölgaði innlögnum vegna hjartasjúkdóma allt að fjórum dögum seinna upp að 5%. Þegar að sambandið var skoðað nánar, þá kom í ljós að karlmenn voru viðkvæmari en konur og eldri einstaklingar viðkvæmari en þeir yngri (72 ára og yngri) (45). Báðar þessar rannsóknir finna sterkt samband milli H2S og heilsufarsbrest og sýna að sumir hópar eru ef til vill viðkvæm- ari en aðrir fyrir áhrifum H2S á heilsu. Þessar rannsóknir, íslensku sem erlendu, á mögulegum heilsufarslegum áhrifum H2S eiga það sameiginlegt að það er tekið sérstaklega fram að aðeins fáar rannsóknir hafa verið gerðar á sambandinu og niðurstöður rannsóknanna eru ekki samhljóma. Því er nauðsynlegt að rannsaka sambandið frekar til að geta komist að niðurstöðu um hvort orsakasamband sé að ræða eða ekki. Samantekt Loftmengun er hættuleg heilsu manna, einkum þeirra sem þjást af sjúkdómum í öndunarfærum og hjarta- og æðakerfi. Loftmengun dregur úr lífsgæðum og lífslíkum manna. Hægt er að fylgjast með loftgæðum á Íslandi á www.loftgæði.is. Heimildaskrá fylgir í greinasafni á sibs.is einu loftmengunarefni. Ef styrkur brennisteinsdíoxíðs í and- rúmslofti er mikill, finna sjúklingar meira fyrir andþyngslum og mæði og geta þurft að leita læknishjálpar (26,38). Að auki getur innöndun á SO2 leitt til versnandi einkenna hjarta- og æðasjúkdóma (3–5). Köfnunarefnisoxíð (NOx): Köfnunarefnisoxíð (NOx) er sam- heiti yfir köfnunarefnissamböndin NO2 (köfnunarefnisdíoxíð) og NO (köfnunarefnisoxíð). Köfnunarefnisdíoxíð er rauðbrún gastegund með sæta lykt og eitrað í mjög háum styrk. Köfn- unarefnisoxíð getur hvarfast við ósón (O3) og breyst úr NO í NO2 samkvæmt formúlunni: NO + O3 → NO2 + O2. Köfnunarefnisdíoxíð er ertandi fyrir öndunarfæri og eykur áhættu á öndunarfærasýkingum. Langtíma útsetning getur stuðlað að astma (39). Einnig hafa rannsóknir á áhrifum NO2 sýnt að aukin útsetning efnisins geti leitt til versnandi ein- kenni hjarta- og æðasjúkdóma (5,38) og svifryksmengun á sama tíma eykur þessi áhrif enn meira. Langvarandi útsetning á NO2 hefur verið tengt við hærri dánartíðni vegna heilablóð- falla og almennt hærri tíðni innlagna og dánartíðni (3,4). Aukinn styrkur niturdíoxíðs hefur einnig verið tengdur við meiri líkur á lungnabólgu, efri loftvegasýkingu utan sjúkra- húsa og dauðsföllum vegna lungnabólgu (15,18,40) as well as air pollutant data including ozone (O3. Óson (O3): Ljósblá gastegund og lyktar líkt og klór. Við yfir- borð Íslands er náttúrlegur styrkur O3 í meðallagi samanborið við önnur Evrópuríki en styrkur efnisins hækkar eftir því sem farið er hærra yfir sjávarmál. Aftur á móti getur O3 einnig hvarfast við köfnunarefnisoxíð og breyst úr O3 í O2 og þannig lækkar styrkur efnisins (sjá efnahvarf lýst að framan). Þetta efnahvarf gerist einna helst nálægt umferðargötum þar sem losun á NO á sér stað. Óson hefur áhrif á öndunarfæri en útsetning fyrir ósoni hefur verið tengt við astma, berkjubólgu, hjarta og æðasjúk- dóma og einnig ótímabær dauðsföll (26,41). Aukinn styrkur Brennisteinsdíoxíð var eitt helsta loftmengunarefnið sem losnaði úr eldgosinu í Holuhrauni.

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.