SÍBS blaðið - feb. 2020, Blaðsíða 10

SÍBS blaðið - feb. 2020, Blaðsíða 10
10 SÍBS-blaðið Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur, formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands Hver man ekki eftir sögunni um Barbapapa þar sem Barbapapafjölskyldan gekk með súrefnisgrímur af því að mengunin í umhverfinu þeirra var orðin svo mikil. Á sínum tíma var þetta ekki svo hugvekjandi en í dag mætti segja að höfundarnir þau Annette Tison og Talus Taylor hafi búið yfir ein- hverskonar forspá um það sem verða vildi. Umræður um marg- þættan umhverfisvanda, jafnvel á Íslandi, hefur ekki farið fram hjá neinum og er málið mjög umfangsmikið. Oft á tíðum er umræðan mjög heit og tengingar gerðar við öfga í veðurfari og aðrar náttúruham- farir. Mengunin í dag er þó ekkert glænýtt fyrirbæri, á síðustu öld og fyrr var mikil mengun í mörgum iðnvæddum borgum þar sem notast var við kol við ýmiss konar iðnað og við að hita upp híbýli fólks. Sú mengun var veruleg en sem betur fer náðist að sporna gegn henni með tækninýjungum, hitaveitu og rafmagni. Að undanförnu hafa kannanir sýnt að margir á Íslandi trúa því ekki að hlýnun jarðar sé af mannavöldum og á sama tíma er nokkur hópur fólks farinn að þjást af svokölluðum umhverfiskvíða. Er staðan virkilega orðin svona alvarleg? Margir segja – já! Margir trúa – já! Aðrir vilja draga úr. Hverju eigum við almenningur að trúa? Það sem mestu máli skiptir er hins vegar að við nýtum okkur þá þekkingu og möguleika sem við höfum til að snúa við blaðinu og gera það sem í okkar valdi stendur til að snúa málum til betri vegar. Byrjum á áramótunum Umræða í fjölmiðlum um mengun af völdum flugelda og teng- ingu við aukningu á svifryki á höfuðborgarsvæðinu og í öðru þéttbýli fer á flug strax eftir jólastressið og sú umræða hefur verið eins nú síðastliðin ár. Þessi mengun er ekki ástættanleg eins og kom fram í erindi Þrastar Þorsteinssonar prófessors á Læknadögum í janúar. Margir hafa skoðun á málinu og mikið er talað um hvaða möguleika við höfum en svo náum við ekki að taka skrefið af alvöru og gera eitthvað róttækt. Þessar umræður eru að mestu uppbyggilegar og rætt er um flugeldana, sölu þeirra og hvað gæti komið í staðinn. Aðstæður á gamlárskvöld eru þó töluvert háðar veðri og vindum. Ef það er stilla og kalt hlýst af meiri mengun samanborið við ef það er rok og rigning, munurinn er þó minni en af er látið. Umhverfisstofnun hefur gripið til þess ráðs að auka til muna upplýsingaflæðið og spá fyrir um mengun og var það áberandi fyrir tvenn síðustu áramót. Rætt hefur verið að setja upp sérstök skotsvæði þar sem flugeldum er skotið upp og að velja þá svæði sem eru tiltölulega opin og ekki inni í þéttum hverfum það er ágæt hugmynd sem mætti prófa til reynslu. Það er að minnsta kosti ekki lausn að segja þeim sem eiga við öndunarfærasjúkdóma að stríða að fara burt úr borginni, eins og sumir hafa sagt, það er virðingarleysi við náungann. Flestir með öndunarfærasjúkdóma halda sig inni við og auka lyfjanotkun því þeir hafa lært af reynslunni, þessir einstaklinga leita ekkert endilega læknis og því fréttum við ekki af þeirra vanlíðan. Við eigum öll að geta fagnað ára- mótunum í sátt og samlyndi. Hins vegar þurfum við að taka af skarið með markvissum og langvarandi aðgerðum til að ástand eins og skapaðist ára- mótin 2017/2018 eigi sér ekki aftur stað. Þá leituðu 15 manns á bráðamóttöku Landspítala vegna öndunarörðugleika enda mengunin sú mesta sem mælst hefur í Reykjavík, 4.000 µg/ m3 á klst. en til viðmiðunar þá náði styrkurinn 2.000 µg/ m3 á 10 mínútna kafla árið 2010 vegna gossins í Eyjafjallajökli. Hefur fólk gefist upp á að kvarta? Við hjá AO heyrum því miður ekki mikið frá okkar félags- mönnum, mögulega eru þeir búnir að gefast upp á því að kvarta og kveina. Þó berast stundum fyrirspurnir um staði þar sem hægt er að ganga innandyra sem getur skipt verulegu máli þegar kuldinn og hálkan er sem verst. Þá kom í ljós að Egilshöll í Grafarvogi og Fífan í Kópavogi eru opin á tilteknum tímum sem eldra fólk, fólk með öndunarfærasjúk- dóma og aðrir sem vilja geta nýtt sér og sloppið við kulda, hálku og léleg loftgæði. Þessi valkostur þarf þó einnig að vera til staðar á öðrum árstímum vegna þess að þegar frjókornin fara að gera vart við sig þá geta sumir ekki verið úti við án þess að fá heiftarleg ofnæmisviðbrögð og eftirköst sem geta varað svo dögum skiptir. Astmasjúklingar finna fyrir menguninni Töluverð mengun skapast í kjölfarið á þurrkatíð, vegna vinds sem þyrlar upp ryki og tjöru af götum og stígum og vegna þess að ekki var ráðist í að sópa og þrífa götur og gangstéttar tímanlega. Skýring sem gjarnan er gefin er að tækin sem notuð eru virki ekki í frosti! Ástandið verður oft einnig slæmt í Reykjavík í miklum stillum og kulda þegar vindurinn nær ekki að hreyfa við loftinu og menguninni. Þá er það helst mengunin frá bílaumferðinni sem við finnum hvað mest fyrir undir þessum kringumstæðum. Mín reynsla sem einstaklings með áreynsluastma er eins og reynsla margra með annars konar astma. Versnun á ast- maeinkennum verður með aukinni mengun, það eykur mæði og hæsi, ýtir undir þreytutilfinningu, eykur lyfjanotkun, eykur líkur á veikindum og skerðir lífsgæði. Staðan nú er þó ekki sú allra versta sem getur komið upp, því auðvitað er mengun af völdum eldgosa á landinu eitthvað sem við höfum fundið fyrir og vitum hvernig fer með fólk og dýr. Allir finna fyrir henni, ekki bara sjúklingar. Undirritaðri þótti reyndar sérstakt í Eyjafjallagosinu hvað áhuginn frá erlendum fréttamiðlum var mikill gagnvart stöðu mála og mun meiri en af hálfu íslenskra fjölmiðla. Mikilvægt er að það sé Var Barbapapa forspár um um hverfismál? Grein

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.