SÍBS blaðið - feb. 2020, Blaðsíða 14

SÍBS blaðið - feb. 2020, Blaðsíða 14
14 SÍBS-blaðið 4. mynd. Dagssveiflur í klukkustundastyrk köfnunarefnisdíoxíðs á Íslandi árið 2017. 3. mynd. 10 mínútna mælingar á styrk brennisteinsdíoxíðs á Höfn í Hornafirði frá nóvember 2014 til 27. febrúar 2015. tæplega 3.400 µg/m3 en vert er að nefna að heilsuverndarmörk SO2 fyrir klukkustundameðaltal eru 350 µg/m3. Köfnunarefnissambönd (NOx) NOx efni myndast við bruna, m.a. í vélum, og einnig í iðnaðar- ferlum og er helsta uppsprettan útblástur bíla, eins og með svifrykið. Stundum má sjá brúna slikju köfnunarefnisoxíða yfir Reykjavík á kyrrum vetrardögum. Síðustu ár hafa fjölda skipta NOx yfir heilsuverndarmörkum sólarhrings (75 µg/m3) verið að aukast á höfuðborgarsvæðinu en það má einkum rekja til veður- fars sem ýtir undir hærri styrk efnisins (hægur vindur, þurrt og kalt). Almennt er hærri styrkur NOx yfir vetrar mánuðina, þ.e. meiri á haustin og veturna miðað við sumrin. Ákveðnir hópar fólks geta orðið fyrir mikilli mengun tímabundið, t.d. fólk sem bíður við hópferðabíla sem eru hafðir í gangi, starfsmenn kyrrstæðra vinnuvéla (t.d. körfubíla) sem eru í gangi á sama stað allan daginn og fleiri við slíkar aðstæður. Úr köfnunar efnis- díoxíði myndast einnig fíngerðar nítratagnir (PM2.5). Köfnunarefnisdíoxíð getur hvarfast við vatn og myndað saltpéturssýru (HNO3). Þannig skolast það úr andrúmsloftinu, svipað og brenni- steinssýra, og getur valdið svokölluðu súru regni. Þegar dags sveiflur í klukkustundastyrk NO2 ársins 2017 eru skoðaðar á 4. mynd, má sjá að styrkur efnisins á öllum mælistöðvum í þéttbýli fylgir svipuðum ferli. Styrkur NO2 er lægstur um klukkan 4-6 á morgnanna og fer svo hækkandi eftir því sem morgunumferðin eykst. Snemma morguns er aukin umferð bifreiða um stórar umferðargötur og umferð er ein helsta uppspretta NO2 í borgum. Brennisteinsvetni (H2S) Dæmi gerðar náttúrulegar uppsprettur brennisteins- vetnis eru hverir, eldfjöll og mýrarsvæði, en losun frá iðnaði tengist m.a. jarðvarmavirkjunum og skolp- hreinsistöðvum. Styrkur H2S getur orðið hár í nálægð við jarðvarma virkjanir en veðurfar hefur mikil áhrif á hversu langt efnið berst frá virkjununum og í hvaða styrk. Hvera lykt er vel þekkt á Íslandi og hefur mengun af völdum brennisteinsvetnis gætt í einhverjum mæli frá fyrstu tíð. Hellisheiðarvirkjun var gangsett í september 2006 en mælingar á H2S á Grensásvegi (25km frá upp- sprettunni) hófust í febrúar sama ár. Þetta var gert til að gefa upplýsingar um styrk H2S á höfuðborgarsvæð- inu fyrir gangsetningu virkjunarinnar. Á 5. mynd má

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.