Morgunblaðið - 12.06.2020, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2020
Bionette
ofnæmisljós
Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220 Hafnarfjörður | www.wh.is
Bionette ofnæmisljós er byltingakennd
vara semnotar ljósmeðferð
(phototherapy) til að draga úr
einkennumofnæmiskvefs (heymæðis)
af völdum frjókorna, dýra, ryks/
rykmaura og annarra loftborinna
ofnæmisvaka.
FÆST Í NÆSTA APÓTEKI
Vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Sími 555 3100 www.donna.is
Honeywell
gæða lofthreinsitæki
Hreint loft - betri heilsa
Loftmengun er hættuleg heilsu og
lífsgæðum. Honeywell lofthreinsitæki
eru góð viðmyglu-gróum, bakteríum,
frjókornum, svifryki, lykt og fjarlægir
allt að 99,97% af ofnæmisvaldandi
efnum.
Verð kr.
21.220
Verð kr.
59.100
Verð kr.
37.560Verð kr.
16.890
Fleira stendur þó til á svæðinu.
„Deiliskipulag gerir einnig ráð fyrir
útsýnispalli sem stendur út fyrir
sjóvarnargarðinn,“ segir Sigurborg
Ósk og bendir á að einnig verði
komið fyrir öðrum stiga við sjó-
varnargarðinn til að bæta aðgengi
fólks að sandfjöru sem finna má
vestan við skolpdælustöð borgar-
innar.
Til að huga að auknu öryggi
þeirra sem þvera vilja Eiðsgranda
segir Sigurborg Ósk stefnt að alls
sex ljósastýrðum gönguþverunum.
Í viðtali við Morgunblaðið í gær
sagðist sérfræðingur í umferðar-
öryggismálum hafa áhyggjur af því
ef bifreið yrði óvart ekið á eina af
grjóthrúgunum. Sagði hann slysa-
hættu stafa af þeim, bæði fyrir öku-
menn og gangandi, og nefndi dæmi
um alvarlegt slys við Gullinbrú þeg-
ar bifreið var ekið á sambærilega
mön. Spurð út í þessar áhyggjur
svarar Sigurborg Ósk: „Þá lækkum
við bara hraðann. Við getum ekki
látið umhverfi taka mið af verstu
mögulegu hegðun ökumanns.“
Grænt svæði undir grjóthrúgur
Um svæðið segir í deiliskipulagi:
„Strandlengjan við Eiðsgranda-
Ánanaust er eitt stærsta græna
svæðið í Vesturbæ Reykjavíkur.“
Vigdís Hauksdóttir, borgarfull-
trúi Miðflokksins, segir ljóst að
framkvæmdin sé liður í að fækka
grænum svæðum í Reykjavík.
„Hvar er græna Reykjavík sem
þetta fólk þykist standa fyrir? Fyrir
þeim er græna Reykjavík steypa,
möl og grjót. Verður það sem sagt
stefnan núna þegar borgin þarf að
spara viðhald og slátt að sturta nið-
ur malarbingjum?“ segir Vigdís.
Þá bendir hún á að Eiðsgrandi sé
skilgreindur sem þjóðvegur í byggð
og Seltirningum mikilvægur. Nú sé
þegar búið að þrengja að umferð um
Geirsgötu og stefnt á frekari göngu-
þveranir á Eiðsgranda og hugsan-
lega lækkun á hámarkshraða.
„Hvernig borgin getur tekið allan
rétt af Seltirningum og þrengt í sí-
fellu að ferðavenjum þeirra, ég bara
skil það ekki,“ segir Vigdís.
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti
Sjálfstæðisflokksins, tekur í svip-
aðan streng. Um sé að ræða eina
stóra hraðahindrun á Eiðsgranda.
„Kannski er ekki langt í tollahliðið
sem fyrrverandi borgarstjóri boðaði
á sínum tíma,“ segir hann.
Hrúgurnar tengjast strandgarði
Grjóthólarnir við Eiðsgranda liður í að minnka viðhaldsþörf og grasslátt, að sögn borgarfulltrúa
Pírata Eitt stærsta græna svæði Vesturbæjar Vilja enn fleiri ljósastýrðar gönguþveranir
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Umdeilt Þetta er einn af mörgum grjóthaugum sem búið er að sturta á grassvæði við Eiðsgranda í Reykjavík.
Borgarfulltrúi Pírata vonast til að sjá strandgróður taka við sér í hrúgunum sem þá kallist betur á við fjöruna.
SVIÐSLJÓS
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Veðurfar hefur verið mikið vanda-
mál á þessu svæði. Það er mikið
grjót sem gengur þarna á land á
hverju ári og svo hefur gras verið að
fjúka. Það voru til að mynda settar
niður þarna nýjar grasþökur sem
fuku nokkrum dögum seinna. Vegna
þessa þurfum við að hafa umhverfið
þannig að það taki mið af aðstæðum,
verði meira tengt sjónum og fjör-
unni,“ segir Sigurborg Ósk Haralds-
dóttir, borgarfulltrúi Pírata og for-
maður skipulags- og samgönguráðs,
í samtali við Morgunblaðið.
Vísar hún í máli sínu til stórra
grjóthrúgna sem búið er að sturta á
grasblett við Eiðsgranda í Reykja-
vík, mörgum íbúum þar til ama.
Greint hefur verið frá þeirri athygli
sem hrúgurnar hafa fengið undan-
farið, óánægju íbúa og furðu
borgarfulltrúa á framkvæmdinni.
Boðar útsýnispall og þveranir
Aðspurð segir Sigurborg Ósk
borgina vera að búa til eins konar
„strandgarð“ við Eiðsgranda og
muni grjóthrúgurnar gegna lykil-
hlutverki þegar komi að því að
rækta upp strandplöntur á borð við
melgresi, sæhvönn, fjörukál, blálilju
og baldursbrá. Þá muni hrúgurnar
skapa svæði sem krefjist minni um-
hirðu og sem þurfi ekki grasslátt.
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Að mati kunnáttumanna kostar ekki
undir 80 til 100 milljónum króna að
gera bátinn Blátind VE 21 sjókláran
að nýju. Þetta kom fram á fundi
framkvæmda- og hafnarráðs Vest-
mannaeyja fyrr í vikunni. Báturinn
sökk við bryggju á staðnum í óveðri
um miðjan febrúar. Fram kom enn
fremur á fundinum að það kostaði
líklega um 50 milljónir króna að
koma bátnum í sýningarhæft
ástand. Rætt hefur verið um að gera
hann annaðhvort sýningarhæfan
eða gera hann upp fullkomlega.
Kostnaður við að koma Blátindi á
þurrt eftir óveðrið nam tæpum níu
milljónum króna,
Blátindur var smíðaður í Eyjum
1947 af Gunnari Marel Jónssyni og
var samfellt í útgerð til ársins 1992.
Hann var endurgerður að frum-
kvæði áhugamannafélags um endur-
byggingu vélbátsins sem stofnað var
árið 2000 og afhenti bátinn menn-
ingarmálanefnd Vestmannaeyja til
varðveislu á sjómannadaginn 2001.
Bátnum var komið fyrir við Skans-
inn 2018. Hann er friðaður sam-
kvæmt lögum um menningarminjar.
Blátindur þykir dæmigerður fyrir
þá báta sem smíðaðir voru í Vest-
mannaeyjum á fyrri hluta síðustu
aldar og voru notaðir til sjósóknar á
vetrarvertíðum og á sumarsíld-
veiðum. Fram kemur í fornbáta-
skrá, sem nýlega var gefin út, að
þegar Blátindi var hleypt af stokk-
unum hafi hann verið meðal stærstu
og glæsilegustu fiskiskipa í Vest-
mannaeyjum.
Báturinn var gerður út frá Vest-
mannaeyjum til ársins 1959 en þá
var hann seldur burt og gerður út
frá ýmsum verstöðvum vestanlands
og norðan. Þá var Blátindur notaður
sem varðskip í Faxaflóa sumrin
1950 og 1951 og var þá búinn fall-
byssu.
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Blátindur VE Báturinn losnaði úr lægi sínu við Skansinn í Vestmannaeyjum í miklu óveðri um miðjan febrúar og
flaut inn í höfnina. Skipverjar á Lóðsinum komu honum að bryggju en þar sökk hann. Hann var síðan tekinn upp.
Allt að 100 milljónir að
gera Blátind sjókláran
Var á meðal stærstu og glæsilegustu fiskiskipa í Eyjum