Morgunblaðið - 12.06.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.06.2020, Blaðsíða 12
Búferlafl utningar frá Íslandi 2000 til 2020* Þúsundir aðfl uttra umfram brottfl utta Íslenskir Erlendir 2000 62 1.652 2001 -472 1.440 2002 -1.020 745 2003 -613 480 2004 -438 968 2005 118 3.742 2006 -280 5.535 2007 -167 5.299 2008 -477 1.621 2009 -2.466 -2.369 2010 -1.703 -431 2011 -1.311 -93 2012 -936 617 2013 -36 1.634 2014 -760 1.873 2015 -1.265 2.716 2016 -146 4.215 2017 352 7.888 2018 -65 6.621 2019 -180 5.020 2020* -40 1.450 +6 +5 +4 +3 +2 +1 0 -1 -2 -3 -4 ’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 ’19 ’20 Samtals Íslenskir Erlendir 2000-20 -11.843 50.623 2005-08 -806 16.197 2009-11 -5.480 -2.893 2012-20 -3.076 32.034 2015-20 -1.344 27.910 Íslenskir ríkisborgarar Erlendir ríkisborgarar Milljónir ferðamanna 2013-2020 8.240 *Til og með 31. mars 2020 (fyrstu 3 mánuðir ársins) Fyrstu 3 mán. 2020 Heimild: Hagstofa Íslands 0,8 ? 2,3 2,2 2,0 grein uppi hagvextinum og hins veg- ar þrýstast launin í greininni upp, sem leiðir til þess að hún verður fyrir skakkaföllum. Sú þróun var hafin í fyrra og hefði haldið áfram í ár ef ekki hefði verið fyrir faraldurinn,“ segir Gylfi og bendir á aðra mótsögn. Fara í lægra launuð störf Þótt það lífgi upp á samfélagið að fá hingað erlent vinnuafl geti það skapað stéttskipt samfélag ef hingað koma fyrst og fremst innflytjendur sem fara í lægra launuð störf. „Svo myndast spenna í þjóðfélag- inu milli láglaunahóps í þessari stóru og mikilvægu atvinnugrein og meðaltekjuhópa í landinu. Láglauna- hópurinn hefur það ekki eins gott og aðrir íbúar landsins. Þannig eru innri mótsagnir í þessu öllu saman sem voru farnar að valda erfiðleikum í ferðaþjónustu,“ segir Gylfi. Ásamt launaliðnum hafi skapast spenna vegna gengisþróunar. Gjaldeyris- kaup hafi haldið genginu niðri fram til ársins 2016 og byggt upp mikinn gjaldeyrisforða. Um leið hafi ferða- þjónustan notið góðs af lægra gengi. „Síðan þegar gjaldeyriskaupunum var hætt fór krónan upp úr öllu valdi. Launin fóru líka upp úr öllu valdi svo þessi grein var komin í vandræði. Hvað á þá að gera? Það gengur ekki til langframa að kaupa gjaldeyri til að halda krónunni niðri. Þá verður að auka innflutninginn en sparnaður hefur hins vegar verið mikill síðustu ár. Áður hefði innflutningur aukist samhliða styrkingu krónunnar en það gerðist ekki núna. Fyrirhyggjuleysi í vexti Það háir líka þessari grein að bor- ið hefur á fyrirhyggjuleysi hjá stjórnvöldum. Tökum dæmi. Ef stjórnvöld búast við 1,5 milljónum ferðamanna á Geysi mætti ætla að þau byrjuðu á því að hafa vegina í lagi að Gullfossi og Geysi, tryggja að þjóðvegirnir og öll aðstaða sé í lagi og til fyrirmyndar,“ segir Gylfi og spyr hvort ekki sé rétt að takmarka fjölda erlendra ferðamanna. „Hver segir að allir sem vilji eigi að geta fengið lendingarleyfi í Kefla- vík? Fyrirkomulagið er til dæmis þannig víða annars staðar að leyfin eru gefin út í kvótum sem ganga kaupum og sölum milli flugfélaga. Með því að takmarka leyfin mætti tryggja að ferðamönnum fjölgi ekki nema um vissa tölu á ári svo fjöldinn fari ekki yfir þolmörk,“ segir Gylfi. Móta þarf langtímastefnu En ber að stefna að sem mestri fjölgun ferðamanna? Gylfi segir hætt við að ef ferða- þjónustan verði gerð að aðalatvinnu- grein landsins verði Ísland um leið gert að láglaunalandi. Heppilegra sé að gera langtímaáætlanir „þannig að kraftar einkafjármagnsins fari í að skapa betri störf“. „Þá fá fleiri betri störf að lokinni skólagöngu og flytjast síður til út- landa. Svíar gerðu þetta á níunda áratugnum þegar stór iðnaður, á borð við skógrækt og stáliðnað, stóð ekki lengur undir lífskjörunum og bjuggu til umhverfi svo að þekking- arfyrirtæki og hátæknifyrirtæki gætu þrifist. Þetta var einnig gert í Danmörku og Finnlandi. Það er gott að hafa ferðaþjónustu. Hún er góð búbót, einkum í sveitum landsins, en ekki góð sem leiðandi at- vinnugrein,“ segir Gylfi. Ferðaþjónusta í nýju ljósi Morgunblaðið/Árni Sæberg Skemmtiferðaskip í Sundahöfn Ferðamönnum fjölgaði mikið 2012-2019.  Prófessor í hagfræði segir mótsagnir ferðaþjónustunnar hafa afhjúpast  Ekki sé æskilegt að stefna að mikilli fjölgun ferðamanna umfram fyrri ár BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, telur það ekki æskilegt markmið að stefna að mik- illi fjölgun erlendra ferðamanna þeg- ar ferðalög aukast á ný eftir kórónu- veirufaraldurinn. Þvert á móti sé rétt að staldra við og gera langtíma- áætlanir. „Ferðaþjónust- an var gríðarleg- ur búhnykkur síðustu árin og hefur aflað mikils gjaldeyris. Gjald- eyrisstaða lands- ins hefur snar- batnað og hefur aldrei verið betri. Það er líka já- kvætt við þessa grein að tekjurnar hafa dreifst yfir þjóðfélagið miklu meira en segjum tekjur af sjávar- útvegi. En mótsögnin í greininni er að hún byggist á lágum launakostn- aði og keppir við önnur lönd í ferða- þjónustu þar sem laun eru lægri,“ segir Gylfi og rökstyður mál sitt. Launin þau hæstu í OECD „Samkvæmt OECD voru meðal- laun á Íslandi árið 2018 þau hæstu í OECD-ríkjunum. Lífskjörin eru óvíða betri og launin eru mjög há. Þegar grein sem byggist á því að halda launakostnaði í hófi fer að vaxa mikið í hálaunalandi skapast tog- streita. Greinin vex með því að ráða til starfa á ári hverju fjölda aðfluttra starfsmanna sem felur í sér aðflutn- ing fólks frá löndum sem eru yfirleitt með lægri laun. Þá myndast sú mót- sögn að fólkið kemur hingað af því að launakjör í ferðaþjónustu eru betri en kjörin í heimalandinu en launin eru hins vegar að jafnaði lág í sam- anburði við laun í öðrum greinum hér innanlands. Þá myndast spenna á vinnumarkaði sem braust út fyrir rúmu ári. Þá var samið um hóflega launahækkun, fasta krónutöluhækk- un upp á 17 þúsund, sem fór mjög illa með þessa grein. Það má til dæmis ætla að rekstrargrundvöllur margra veitingastaða í miðborginni hafi brostið með þessari hækkun, en hann var veikur fyrir. Þarna er komin fram innri mót- sögn. Annars vegar heldur láglauna- Gylfi Zoega 12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2020 Garðatorg 6 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is Musse & cloud Sila 12.990 kr. ● Langflest þeirra félaga sem skráð eru á aðallista Kauphallar Íslands lækkuðu í viðskiptum gærdagsins. Mest var lækk- un bréfa Sýnar þar sem bréfin lækkuðu um tæp 4,8% í 9,9 milljóna króna við- skiptum. Þá lækkuðu bréf Marel um rúm 4,6% í ríflega 600 milljóna króna við- skiptum. Fasteignafélagið Reitir lækkaði þá um 3% í ríflega 58 milljóna króna við- skiptum. Þá lækkuðu bréf Eikar fast- eignafélags um 2,7% í ríflega 21 millj- ónar króna viðskiptum. Hlutabréf tveggja félaga stóðu í stað, Heimvalla og Origo. Aðeins tvö fyrirtæki hækkuðu í við- skiptunum. Annað var Kvika, sem hækk- aði um ríflega 6% í tæplega 41 milljónar króna viðskiptum. Icelandair hækkaði hins vegar mest eða um 5,3% í ríflega 9 milljóna króna viðskiptum. Flest félögin lækkuðu í Kauphöll Íslands 12. júní 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 132.22 Sterlingspund 168.64 Kanadadalur 98.69 Dönsk króna 20.163 Norsk króna 14.271 Sænsk króna 14.399 Svissn. franki 139.74 Japanskt jen 1.2311 SDR 183.34 Evra 150.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 182.1873 Hrávöruverð Gull 1717.65 ($/únsa) Ál 1613.5 ($/tonn) LME Hráolía 40.72 ($/fatið) Brent ● Tæknivefmiðillinn Northstack, sem er í eigu Kristins Árna Lár Hróbjartssonar, velti liðlega 5,8 millj- ónum króna í fyrra. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikn- ingi fyrirtækisins. Miðillinn heldur reglulega úti um- fjöllun um helstu málefni sem tengjast íslenskri tækni- og nýsköpun. Hafa umsvif vefsins vaxið mjög frá árinu 2018, þegar veltan nam einungis 442 þúsund krónum. Rekstrargjöld í fyrra námu 2,9 millj- ónum og hækkuðu um ríflega 700 þús- und krónur frá fyrra ári. Að teknu tilliti til fjármagnsgjalda og tekjuskatts nam hagnaður félagsins 2,7 milljónum króna. Eignir Northstack námu 4,6 milljónum króna í árslok 2019 og höfðu vaxið um ríf- lega 3 milljónir á árinu. Eigið fé félagsins var 3,1 milljón og skammtímaskuldir 1,4 milljónir. Northstack velti 5,8 milljónum króna í fyrra Kristinn Árni Lár Hróbjartsson Baldur Arnarson baldura@mbl.is Kjartan Hallgeirsson, formaður Fé- lags fasteignasala, segir boðuð hlut- deildarlán stjórnvalda fagnaðarefni. Með þeim verði stutt við kaup fyrstu kaupenda á íbúðum. Hins vegar sé umfang aðgerðanna takmarkað. Að sama skapi verði áhrifin á markaðinn óveruleg. Rætt sé um að lánin verði veitt til kaupa á 400 íbúðum á ári, sem sé lítið brot af markaðnum. Af þeim sökum muni lánin hafa óveruleg áhrif á verðþróun. „Það eru vonbrigði að lánin skuli takmarkast við 400 lán á ári. Jafn- framt mun há- mark á kaupverði íbúða takmarka svigrúm einstak- linga á höfuð- borgarsvæðinu til að geta nýtt sér úrræðið. Ég ótt- ast að lítill hluti lánanna muni nýtast á stærsta markaðssvæðinu. Hins vegar ætti hámarkið ekki að vera takmarkandi úti á landi. Þar eru margar eignir í boði á þessu verði,“ segir Kjartan. Undanfarna mánuði hefur komið fram í samtölum Morgunblaðsins við fasteignasala og fjárfesta að beðið hafi verið eftir hlutdeildarlánunum. Þá meðal annars til að sjá hver áhrif- in á fasteignaverð gætu orðið. Jákvætt að óvissan sé að baki Kjartan segir aðspurður vissulega jákvætt að óvissunni hafi verið aflétt. Óvissan geti meðal annars haft áhrif á áform verktaka. Til stendur að bjóða hlutdeildar- lán í 10 ár, eða til kaupa á alls 4.000 íbúðum. Það eru til dæmis ellefu sinnum fleiri íbúðir en á RÚV-reitn- um og tæplega sexfalt fleiri íbúðir en á Hlíðarendareitnum. Nánar er fjallað um málið á síðu 10 í Morgunblaðinu í dag. Hlutdeildarlán munu hafa óveruleg áhrif á verðþróun Kjartan Hallgeirsson  Formaður Félags fasteignasala segir umfangið takmarkað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.