Morgunblaðið - 12.06.2020, Blaðsíða 32
Farandgalleríið Sælir Kælir hefur tekið sér bólfestu í
anddyri Gerðarsafns og verður þar til og með 14. júní.
Sælir Kælir er listamannarekið gallerí í gömlum ísskáp.
Sýningarrýmin eru tvö; kælirinn og frystirinn. Verk sem
sýnd eru í Sæli Kæli þurfa að standast þær aðstæður
sem verða til annaðhvort í frysti eða kæli. Verkefnið er
hluti af Skapandi sumarstörfum í Kópavogi, en að því
standa myndlistarmaðurinn Atli Pálsson og hönnuður-
inn Kamilla Henriau.
Sælir Kælir í anddyri Gerðarsafns
FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 164. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Valsmenn ætla sér að kvitta fyrir vonbrigði síðasta árs
og endurheimta Íslandsmeistaratitilinn. Hjá Breiðabliki
er silfur ekki ásættanlegt í ár. Getur uppskrift Rúnars
Kristinssonar virkað hjá KR annað árið í röð? Eru FH-
ingar vanmetnastir af betri liðum deildarinnar? Geta
Stjarnan og Víkingur ógnað hinum fjórum? Fjallað er
um liðin sex sem spáð er að verði í efri hluta Íslands-
móts karla í fótbolta í ár. »26-27
Eru þetta meistaraefnin sex?
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Undanfarna daga hefur Sigurður
Einarsson tannsmiður unnið við að
útbúa lítið verkstæði í bílskúrnum
heima hjá sér í Krókavaði 6 í
Reykjavík. „Ég er við góða heilsu
og á meðan eftirspurn er eftir þjón-
ustu minni held ég áfram,“ segir
meistarinn, sem hefur starfað við
fagið síðan 1959 og komið að tann-
smíði ásamt starfsfélögum sínum
fyrir um 10.000 manns á undan-
förnum tæplega 62 árum.
Örn Bjartmars Pétursson tann-
læknir byrjaði með tannsmíðaverk-
stæðið á 6. hæð í Morgunblaðshöll-
inni við Aðalstræti 1958 og réð sama
ár Bandaríkjamanninn Donald
Martin tannsmið, sem fékk nafnið
Marteinn Jónsson eftir að hann
varð ríkisborgari. 1959 tók hann
Sigurð sem nema og ári síðar Eyjólf
G. Jónsson. „Við unnum saman þar
til Örn dó 2001 og síðan skildu leiðir
okkar Marteins fyrir um áratug,“
segir Sigurður. „Í áratugi var þetta
öflugasta tannsmíðaverkstæði
landsins með þremur og stundum
fjórum starfandi tannsmiðum. Örn
var einstakur í sinni röð varðandi
afkastagetu og dugnað og umfangið
var gríðarlega mikið.“
Tannsmíðaverkstæðið var flutt í
Sólheima 1979 og var þar þangað til
Örn féll frá, en þá fluttu Sigurður
og Marteinn starfsemina í Ármúla
38.
Aldur afstæður
„Þar var ég til nýliðinna mánaða-
móta lengst af með einn starfsmann
í einu eftir að Marteinn hætti.“ Á
meðal um 10.000 viðskiptavina hafa
verið margir þjóðþekktir menn og
sumir með sérþarfir, að sögn Sig-
urðar. „Ég hef kynnst mörgu
skemmtilegu fólki í starfinu og er
hreykinn af dagsverkinu.“
Margt hefur breyst síðan Sig-
urður byrjaði í faginu. „Þetta var
miklu meira handverk áður en tölv-
urnar komu til skjalanna en ég tók
þá ákvörðun að fara ekki inn í tölvu-
öldina heldur halda mig við hand-
verkið og það hefur sýnt sig að þörf
er fyrir það án þess að ég sé að gera
lítið úr yngri tannsmiðum, sem not-
færa sér tölvutæknina, enda er flott
fólk í þessu fagi.“
Þegar Sigurður var 16 ára var
hann óviss hvert skyldi stefna.
Móðir hans sá þá auglýsingu þar
sem óskað var eftir nema í tann-
smíði. „Ég sótti um, Örn réð mig til
reynslu og hér er ég enn,“ segir
Sigurður. „Ég byrjaði 11. nóvember
1959, á svokölluðum friðardegi, og
nokkrum dögum síðar átti ég af-
mæli en þorði ekki að segja frá því.“
Hann bætir við að þá hafi þéringar
tíðkast. „Örn bauð mér ekki dús
fyrr en svolítið var liðið á árið 1960.
Svo gafst hann upp á þéringum,
sagði að fólk hefði ekki verið al-
mennilega að sér í þéringum.“
Sigurður verður 78 ára í haust og er
ekkert á þeim buxunum að hætta að
vinna. „Allar þessar reglur um
starfslok eru alveg út úr kú því al-
mennt heilsufar hefur tekið stór-
stígum framförum, aldursviðmið er
skekkja.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tannsmiður Sigurður Einarsson hefur útbúið lítið verkstæði í bílskúrnum og heldur áfram hér eftir sem hingað til.
Handverk í hávegum haft
Sigurður Einarsson hefur unnið við tannsmíði í rúm 60 ár