Morgunblaðið - 29.06.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.06.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2020 Litirnir eru fjölmargir og hægt að fá sérblandaða hjá okkur. HÁGÆÐA VIÐARVÖRN FRÁ SLIPPFÉLAGINU Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga Sími 588 8000 slippfelagid.is 70 ára Ína er frá Seldal í Norðfirði en býr í Nes- kaupstað. Hún er stúd- ent frá Flensborg og er með leiðsögupróf fyrir Austurland. Ína vann lengst af sem bókari og hefur sinnt ýmsum fé- lagsmálastörfum. Hún var einn af stofn- endum Ferðafélags Fjarðamanna og for- maður þess fyrstu 13 árin og er núna í stjórn Ljóðaunnenda á Austurlandi. Maki: Víglundur Sævar Gunnarsson, f. 1947, fyrrverandi vinnuvélastjóri. Dætur: Sigrún Víglundsdóttir, f. 1968, og Dagbjört Víglundsdóttir, f. 1976. Barna- börnin eru fimm. Foreldrar: Gísli Friðriksson, f. 1909, d. 1998, og Sigrún Dagbjartsdóttir, f. 1918, d. 2011. Þau voru bændur í Seldal. Ína Dagbjört Gísladóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Vertu bjartsýnn og láttu vol annarra engin áhrif á þig hafa. Njóttu þess að vera í sambandi við annað fólk en forðastu mik- ilvægar ákvarðanir og skuldbindingar. 20. apríl - 20. maí  Naut Þegar þú heldur þig við upphaflega áætlun verður einhver fúll. Vertu raunsær í rómantíkinni í kvöld og ástarsamband bíður handan við hornið. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú heldur inni í þér tilfinningunni sem þarf að komast út. Hafðu enga eftirsjá því þú munt fljótt finna frelsi og frið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert ekki viss hvort þú eigir að efast um vissa hugmynd eða styðja hana. Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú tekur ákvarðanir sem kunna að varða fjármuni annarra. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Óvæntar uppákomur í ástalífinu halda því fersku og lifandi. Allt hefur sinn tíma og það þýðir ekkert að reyna að ýta á eftir hlutunum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Félagslíf þitt stendur í miklum blóma þessa dagana. Láttu það ekki reita þig til reiði, heldur sýndu þolinmæði. 23. sept. - 22. okt.  Vog Óvænt tækifæri mun bjóðast þér og það ríður á miklu að þú kunnir að bregðast rétt við. Reyndu að fá sem mest út úr um- skiptunum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Stundum finnst þér eins og verk þín þjóni öðrum meira en þér. Taktu þér því góðan tíma áður en þú heldur áfram. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Notfærðu þér þann hæfileika þinn að vera fundvís á missmíðir. En allt er í heiminum hverfult og þú þarft að taka til hendinni aftur 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú gætir lent í deilum um skipt- ingu á sameiginlegri ábyrgð eða eignum í þessum mánuði. En gættu þess að velja þér ekki takmark bara af því að það virðist nán- ast ómögulegt. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Samræður við samstarfsmenn eru árangursríkar í dag. Fólk og aðstæður verða í lagi ef þú ákveður að einblína ekki á gallana. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hikar ekki við að taka málstað annarra og færð tækifæri til þess að láta í þér heyra í dag. Horfðu á hlutina úr fjar- lægð og gerðu svo áætlun. 1995-2000, sat í Verðlagsnefnd bú- vara 1998-2006 fyrir hönd mjólk- uriðnaðarins, nefndarmaður í Mark- aðsnefnd mjólkuriðnaðarins maður stjórnar 1993-2007, stjórn- armaður Víking brugg hf. á Akureyri 1995-1997, stjórnarmaður Rannsóknarstofu mjólkuriðnaðarins H ólmgeir Karlsson er fæddur 29. júní 1960 á Dvergsstöðum í Eyjafjarðarsveit og ólst þar upp hjá for- eldrum sínum og bræðrum en á Dvergsstöðum var rekið kúabú. Hólmgeir gekk í Hrafnagilsskóla og tók landspróf þaðan 1976 og stúd- entspróf frá Menntaskólanum á Ak- ureyri 1980. Hann lauk meistara- námi í mjólkurverkfræði frá Landbúnaðarháskólanum á Ási í Noregi 1986 og MBA námi í við- skiptum og stjórnun frá University of Liverpool í fjarnámi 2008. „Ég er af bændum kominn og hef alltaf unnið með og fyrir bændur,“ segir Hólmgeir um starfsferilinn. Eftir nám í Noregi starfaði hann í mjólkuriðnaðinum í rúm 20 ár, sem framleiðslustjóri og síðan mjólkur- samlagsstjóri hjá Mjólkursamlagi KEA og síðar við vöruþróun og markaðssetningu hjá Norðurmjólk. „Hæst ber þar þróun á nýrri tækni við skyrframleiðslu sem lagði grunn- inn að þróun og markaðssetningu á KEA skyrinu og skyldum afurðum sem komu í kjölfarið.“ Fyrir þá vinnu hlaut Hólmgeir ásamt sam- starfsfólki sínu fjölda verðlauna bæði á sýningum erlendis og einnig Fjöreggið, hin virtu verðlaun Næringarfræðafélags Íslands. Hólmgeir var einnig stundakennari við Háskólann á Akureyri 1992-1993. Frá 2007 hefur Hólmgeir verið framkvæmdastjóri Bústólpa á Akur- eyri sem rekur fóðurverksmiðju sem framleiðir kjarnfóður fyrir landbún- aðinn. „Það er gríðarlega skemmti- legt starf þar sem mikil uppbygging hefur átt sér stað á fyrirtækinu á þessum tíma.“ Hólmgeir var 1998-2006 og 2014- 2018 í sveitarstjórn Eyjafjarð- arsveitar, þar af oddviti 1998-2006. Hann hefur einnig setið í fjölda nefnda; skólanefnd, skipulagsnefnd, barnaverndarnefnd og fleira. „Ég átti heima á Dvergsstöðum í langan tíma eftir að foreldrar mínir fluttu á mölina en ég flutti til Akureyrar fyr- ir tveimur árum.“ Hólmgeir var stjórnarmaður í Tæknifélagi mjólk- uriðnaðarins 1990-2007, þar af for- 2000-2007 og stjórnarmaður í NMR, Nordisk Meieriteknisk Råd, 2000- 2007, þar af forseti ráðsins 2001- 2004. Hann hefur skrifað fjölda greina um landbúnað, landbún- aðartengd málefni og samfélagsleg mál. „Líf mitt helgast mjög af ástríðu fyrir vinnu og samveru með fjöl- skyldu. Synirnir Kári og Karl hafa að mestu búið og alist upp hjá mér og hafa þeir alla tíð verið mínir bestu félagar í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur. Ljósmyndun er áhuga- mál sem hefur fylgt mér allt frá ung- lingsárum. Hef reyndar plön um að halda ljósmyndasýningu á afmæl- isdaginn fyrir fjölskyldu og vini, 60 bestu myndirnar. Svo hef ég alltaf haft mikinn áhuga á samfélaginu.“ Fjölskylda Synir Hólmgeirs með fyrrverandi sambýliskonu hans, Sólveigu Klöru Káradóttur, f. 6.2. 1971, hjúkr- Hólmgeir Karlsson, framkvæmdastjóri Bústólpa ehf. á Akureyri – 60 ára Feðgarnir Hólmgeir ásamt sonum sínum, Kára og Karli, sem ólust að mestu upp hjá honum. Alltaf unnið með og fyrir bændur Framkvæmdastjórinn Hólmgeir hefur stýrt Bústólpa frá 2007. 50 ára Atli er frá Tálknafirði en býr í Hafnarfirði. Hann er vélstjóri að mennt frá Vélskóla Íslands og er framkvæmdastjóri og annar stofnenda og meðeigandi þjónustu- og framleiðslufyr- irtækisins Kæling ehf. Maki: Gréta Guðmundsdóttir, f. 1970, tækniteiknari hjá Kælingu. Börn: Steinunn Arna Atladóttir, f. 1994, og Egill Örn Atlason, f. 1998. Foreldrar: Jón Halldór Gíslason, f.1943, vélstjóri og vann störf tengd sjávar- útvegi, og Margrét Sigurðardóttir, f. 1946, fyrrverandi stuðningsfulltrúi í Grunnskóla Grindavíkur. Þau eru búsett í Grindavík. Atli Steinn Jónsson Til hamingju með daginn Reykjavík Baldur Týr Aronsson fæddist 29. júní 2019 kl. 20.19 í Reykjavík og á því eins árs afmæli í dag. Hann var 50 cm að lengd og vó 13 merk- ur. Foreldrar hans eru Karitas Ósk Björg- vinsdóttir og Aron Björn Kristinsson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.