Morgunblaðið - 29.06.2020, Side 1
Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir
Kjalarnes Á slysstað í gærdag.
Tveir létust í árekstri bifhjóls og
húsbíls á Vesturlandsvegi á Kjalar-
nesi, norðan Grundarhverfis, laust
eftir kl. 15 í gær. Þeir sem létust
voru ökumaður og farþegi á bifhjól-
inu, en ökutækin voru að koma sitt
úr hvorri áttinni. Annað bifhjól kom
aðvífandi þegar áreksturinn varð og
missti ökumaðurinn stjórn á hjólinu
og féll af því. Hann var fluttur á
Landspítala til aðhlynningar.
Lögreglan og rannsóknarnefnd
samgönguslysa kanna tildrög slyss-
ins. Aðstæður á vegi eru til skoðunar
en nýtt slitlag var á veginum á slys-
stað og glerhált. Enginn grunur er
um hraðakstur eða að ógætilega hafi
verið farið í aðdraganda slyssins.
Vegurinn um Kjalarnes var lok-
aður í nokkrar klukkustundir eftir
slysið og umferð beint um Kjósar-
skarð. Fjöldahjálparstöð var í Klé-
bergsskóla. sbs@mbl.is
Tveir létust
Banaslys á Kjalar-
nesi síðdegis í gær
Úrslit forsetakjörs
Heildarúrslit á landinu öllu
89,4%
7,6% 3,0%
Guðmundur
Franklín
Jónsson
Guðni Th.
Jóhannesson
Auðir og
ógildir
kjörseðlar
7,8%
af gildum
atkvæðum
92,2%
af gildum
atkvæðum
Guðni Th. Jóhannesson var endur-
kjörinn forseti Íslands með yfir-
gnæfandi meirihluta atkvæða í for-
setakosningum sem haldnar voru á
laugardag. Alls voru Guðna greidd
150.913 atkvæði, eða 89,4%. Guð-
mundur Franklín Jónsson hlaut
12.797 atkvæði eða 7,6%. Fylgi
Guðna var yfir 90% gildra atkvæða í
öllum kjördæmum landsins, sex tals-
ins. Kjörsókn var 66,9%, en 168.821
greiddi atkvæði. Þar af voru auð og
ógild atkvæði 5.111 eða 3,0%; 4.043
auð og 1.068 ógild. Á kjörskrá voru
alls 252.267.
Fyrstu tölur í forsetakjörinu sem
bárust laust eftir klukkan 22 voru í
samræmi við niðurstöður skoðana-
kannana að undanförnu. Heildar-
myndin breyttist lítið með fleiri töl-
um og forskot Guðna jókst
afdráttarlaust. Síðustu tölur komu
um kl. 7 á sunnudagsmorgun.
Forseti sé ekki pólitískur
Guðni segist í samtali við Morgun-
blaðið þakklátur fyrir mikinn stuðn-
ing í kosningunum. Hve góð kjör-
sókn var hafi komið sér á óvart af
ýmsum ástæðum. Hvað viðvíkur um-
ræðum um stöðu forsetaembættisins
í aðdraganda kjörsins segir Guðni
augljóst af úrslitunum að Íslending-
ar vilji ekki að forseti láti til sín taka
á hinu pólitíska sviði.
„Ég vil óska forsetanum til ham-
ingju með þennan afgerandi sigur.
Mikill meirihluti landsmanna er
ánægður með störf Guðna og Elizu
og hvernig þau hafa haldið á málum í
sinni tíð. Þetta er afgerandi stuðn-
ingur,“ segir Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reed töluðu við fjölmiðla á Grand Hóteli eftir að fyrstu tölur í forsetakosningunum bárust.
Endurkjörinn forseti
með afgerandi stuðningi
Guðni Th. Jóhannesson fékk 89,4% greiddra atkvæða en 92,2% gildra atkvæða
MHlaut næstmestan »4
M Á N U D A G U R 2 9. J Ú N Í 2 0 2 0
Stofnað 1913 151. tölublað 108. árgangur
LEIKA SAMAN
Á FIÐLU
OG GÍTAR
HRÁ
YFIRFÆRSLA
ÚR ENSKU
STÓRLIÐ BERA
VÍURNAR Í
MEISTARANN
NÝTT SKILTI Í FLUGSTÖÐINNI 11 VANN ÞÝSKA TITILINN 26GEFA ÚT PLÖTU 29
A
ct
av
is
91
10
13
Omeprazol
Actavis
20mg, 14 og 28 stk.
Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til
skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis
(t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu
lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á
fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á
umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins.
Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á
frekari upplýsingum um áhættu og auka-
verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á
www.serlyfjaskra.is