Morgunblaðið - 29.06.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2020
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
GLÁMUR
DVERGARNIR R
Dvergurinn Glámur
er 35 cm á hæð,
vegur 65 kg og er með
innsteypta festingu fyrir 2“ rör
Öflugur skiltasteinn
fyrir umferðarskilti
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
Sir Jeremy Farrar, fyrrverandi pró-
fessor í hitabeltissjúkdómum við Ox-
ford-háskólann í Bretlandi og núver-
andi forstöðumaður Wellcome
Trust-rannsóknarsjóðsins, segir
bresk stjórnvöld dansa á hnífsegg
hvað þær tilslakanir varðar sem
Boris Johnson forsætisráðherra
kynnti í síðustu viku varðandi opn-
anir öldur- og annarra veitingahúsa
4. júlí.
Bendir Farrar á að nú þegar, viku
fyrir ráðgerða opnun, rjúki smittöl-
fræði í Bretlandi upp og veruleg
ástæða sé til að óttast að heimsveld-
ið forna verði annarri smitbylgju
kórónuveirunnar að bráð.
Meðvituð um áhættuna
Priti Patel, innanríkisráðherra
Bretlands, segir í samtali við breska
ríkisútvarpið BBC, að þjóðin neyðist
til að vera meðvituð um þá áhættu,
að kórónuveiran skelli á landinu á ný
af fullum krafti og nefnir borgina
Leicester sem dæmi um byggðarlag
sem sérstaklega illa hafi orðið úti.
Sir Farrar, sem enn fremur á sæti
í SAGE-ráðgjafahópnum (Scientific
Advisory Group for Emergencies) í
Bretlandi, býr sig undir hið versta,
eins og hann greindi frá í viðtals-
þætti Andrew Marr sem breska rík-
isútvarpið BBC hýsir.
Staðan viðkvæm
„Við erum á hnífsegg, staðan er
gríðarlega viðkvæm núna, ekki síst
hvað England snertir, ég óttast
mjög að við eigum eftir að upplifa
fjölda nýrra tilfella næstu vikur,“
sagði Farrar í þætti Marr.
Bresku ríkin feta ólíkar slóðir
hvað snertir opnun vinnustaða,
Skotar opna bjórgarða sína og veit-
ingastaði utanhúss 6. júlí en innan-
hússveitingastaði 15. júlí á meðan
öldurhús Norður-Írlands opna dyr
sínar 3. júlí.
Óljóst í Wales
Í Wales hefur hins vegar engin
ákvörðun verið tekin um opnun veit-
ingastaða í kjölfar kórónuveiru-
faraldursins, en stjórnvöld þar hafa
þó lýst því yfir að þau eigi í við-
ræðum við veitingageirann um
„stýrða opnun“ sem ekki er þó nánar
getið um hvernig verði framkvæmd.
Patel innanríkisráðherra segir,
innt eftir skoðun sinni á spádómum
Jeremy Farrar, að ekkert kæmi
breskri þjóð og hagkerfi verr en ný
bylgja kórónuveirusmits og aðgerðir
ríkisstjórnarinnar til að sporna við
slíku séu hvort tveggja „raunsæjar
og ábyrgar“.
AFP
Lundúnir Camden-götumarkaðurinn iðaði af lífi í gær.
Uggandi um tilslakanir
Segir bresk stjórnvöld tefla í tvísýnu hvað opnanir veitingastaða snertir
Engin ákvörðun verið tekin um veitingastaði í Wales Ekkert verra en ný bylgja
Tveir eru látnir og fjórir særðir eft-
ir skotárás í Walmart-verslun í Red
Bluff í Kaliforníu síðdegis á laug-
ardag, um 14.000 íbúa bæ 210 kíló-
metra norðan við borgina Sacra-
mento þar í ríkinu. Árásarmaðurinn
ók bifreið sinni að sögn vitna fjóra
hringi um bílastæði verslunarinnar
áður en hann ók á vegg hússins þar
sem bifreiðin nam staðar.
Steig árásarmaðurinn þá út, hóf
skothríð með hálfsjálfvirkum riffli
og varð 45 ára gömlum starfsmanni
verslunarinnar að aldurtila áður en
lögreglumenn komu á vettvang og
skutu manninn til bana. Starfsfólki
verslunarinnar varð felmt við og
læsti sig inni í herbergi í starfs-
mannaaðstöðu þar til lögregla hafði
tryggt öryggi á vettvangi.
„Við syrgjum innilega í kjölfar
þessa hörmulega atburðar,“ segir í
yfirlýsingu sem smásölurisinn
bandaríski sendi frá sér um helgina
þar sem enn fremur kom fram að
stjórnendur aðstoðuðu lögregluyfir-
völd í Tehama-sýslu við rannsókn
málsins, en lögreglan á staðnum
nýtur einnig liðsinnis bandarísku
alríkislögreglunnar FBI við rann-
sóknina.
Embætti lögreglustjórans í Te-
hama-sýslu sendi frá sér yfirlýsingu
um atburðinn þar sem fram kom að
árásarmaðurinn hefði verið 31 árs
gamall fyrrverandi starfsmaður
verslunarinnar.
Ekki sé ljóst að svo stöddu hvort
árásarmaðurinn hafi þekkt fórnar-
lömb árásarinnar og sagði Phil
Johnston aðstoðarlögreglustjóri
einnig að óljóst væri hvort árásin
tengdist annarri skotárás sem einn-
ig var gerð á laugardag í bænum
Shingletown, skammt frá Red Bluff.
Mannskæð skot-
árás í Walmart
Árásarmaðurinn áður starfsmaður
AFP
Skotárás Fyrrverandi starfsmaður
Walmart lagði til atlögu.
Andrzej Duda, sitjandi forseti Pól-
lands, og Rafal Trzakowski,
borgarstjóri Varsjár og miðjusinni,
munu eigast við í annarri umferð
forsetakosninga Póllands, ef marka
má útgönguspár gærkvöldsins.
Duda, sem leiðir stjórnarflokkinn
Íhaldssöm lög og réttlæti, sigraði í
fyrstu umferð forsetakosninganna í
gær.
Skoðanakannanir benda til þess
að Duda sigri Trzakowski, með
41,8% atkvæða gegn 30,4%.
Önnur umferð kosninganna fer
fram 12. júlí en upphaflega átti að
ganga til kosninga í maí. Þeim var
hins vegar frestað vegna kórónu-
veirufaraldursins.
PÓLLAND
AFP
Rafal Trzakowski og Andrzej Duda.
Stefnir í slag milli
Trzakowski og Duda
Fjöldi kórónuveirutilfella í heim-
inum er nú kominn yfir tíu milljónir
ef marka má tölur frá Johns Hopk-
ins-sjúkrahúsinu, sem gefnar voru
út um helgina. Yfir 500.000 manns
hafa fallið í valinn af völdum veir-
unnar og er ástandið einna verst í
Bandaríkjunum sem sætt hafa
miklu bakslagi í sóttarmálum, ekki
síst ríkin Arizona, Flórída og Tex-
as, svo sem greint hefur verið frá
um helgina.
Síðustu sex daga hefur ein millj-
ón nýrra smittilfella greinst í heim-
inum og nálgast tala látinna í
Bandaríkjunum nú 130.000, en í
Brasilíu hafa 1,3 milljónir smitast
og 57.000 voru þar sagðir látnir nú
um helgina. Frá kínversku höfuð-
borginni Peking berast einnig
fréttir af fjölda nýrra kórónuveiru-
smita og í Leicester í Bretlandi er
talað um nýja holskeflu.
FARALDUR VEIRUNNAR
Meira en tíu millj-
ónir hafa smitast
Boeing-flugvélaverksmiðjurnar sjá
nú fram á langþráðar prófanir 737
Max-farþegavélar sinnar sem kyrr-
sett var í fyrra eftir tvö skæð flug-
slys sem kostuðu alls 346 mannslíf.
Í dag er ráðgert að hefja þriggja
daga tilraunaflug vélanna, en þar
með er björninn þó langt í frá unn-
inn. Jafnvel þótt tilraunaflugið skili
jákvæðum niðurstöðum eiga Bo-
eing-verksmiðjurnar yfir höfði sér
margra mánaða öryggiskannanir.
Boeing, 103 ára gamall framleið-
andi farþegaflugvéla, sætti hreinni
úlfakreppu eftir flugslysin tvö í
fyrra sem urðu með innan við fimm
mánaða millibili og kostuðu mörg
hundruð mannslíf. Aðstandendur
þeirra sem létust í slysunum
þyngdu verksmiðjunum ekki síður
með hópmálsóknum, svo ekki sé
minnst á ótal spurningar, hvort
tveggja í garð Boeing og Flug-
umferðareftirlits Bandaríkjanna,
FAA, sem mörgum hverjum verður
líkast til aldrei svarað.
MCAS-hugbúnaðurinn svonefndi,
helsti blóraböggull slysanna í fyrra,
sem ætlað er að koma í veg fyrir að
farþegaþotur Boeing ofrísi, verður
að sögn breska ríkisútvarpsins
BBC þungamiðja þeirra prófana
sem fram fara næstu viku og hefur
ríkisútvarpið það eftir stjórnendum
Boeing-verksmiðjanna að miklar
vonir séu bundnar við nýjustu hug-
búnaðaruppfærslu MCAS-
búnaðarins.
Bandaríska flugumferðareftirlitið
staðfesti í gær við þingið að það
hefði lagt blessun sína yfir for-
sendur þeirra prófana sem 737
Max-þoturnar munu sæta í vikunni,
en tók þó sérstaklega fram að já-
kvæðar niðurstöður prófa þýddu
ekki að 737 Max-þotunum yrði
heimilað að flytja farþega á nýjan
leik, rannsakendur hefðu komist á
snoðir um fjölda annara öryggis-
atriða sem leiða þyrfti til lykta áður
en þotunum yrði leyft að flytja lif-
andi farþega á ný.
Boeing 737-vélarnar reyndar í vikunni
MCAS-búnaðurinn þungamiðja próf-
ana Vélarnar kostuðu 346 líf í fyrra
AFP
Umdeildar 737-vélar í Washington.