Morgunblaðið - 24.06.2020, Blaðsíða 6
hönnuð eins og mig til að skreyta eitthvað,“ segir
hún og brosir. „Það er mun farsælla að hafa
hönnuðinn með frá upphafi og sem hluta af ferl-
inu. Víða erlendis og í stórum fyrirtækjum er í
auknum mæli farið að bæta hönnun og skapandi
áherslum inn með hönnunarstjórum og fram-
kvæmdastjórum með starfsheitið CCO, eða
Chief Creative Officer.
Það þarf ekki bara þekkingu til að hanna og
skapa hluti, það þarf einnig góða þekkingu til að
kaupa hönnun og skapandi vinnu.“
Spurð að því hvort slíkir stjórnendur séu ekki
til staðar í stóru íslensku tæknifyrirtækjunum
eins og Marel og Össuri, segir Halla að svo sé
vissulega. „Gott íslenskt dæmi er Bláa lónið. Með
framsýni og af stórhug var fjárfest í góðri hönn-
un og arkitektúr strax í upphafi sem er kjarna-
þáttur í uppbyggingu fyrirtækisins og starfsemi
og um leið lykilatriði í viðskiptalegri velgengni
félagsins. Með alvöru fjárfestingu skapast þekk-
ing og sérhæfing sem hefur leitt til þess að við
eigum nú fjölmörg góð dæmi um uppbyggingu
hér á landi þar sem baðmenning, arkitektúr og
náttúra mætast í heitum laugum og upplifun sem
landsmenn og ferðafólk nýtur góðs af. Íslenskir
arkitektar og hönnuðir hafa þar náð framúrskar-
andi árangri á alþjóðlegum mælikvarða.“
Ýmis föst verkefni á hverju ári
Hönnunarmiðstöð rekur ýmis föst verkefni á
hverju ári. Þau helstu eru Hönnunarverðlaun Ís-
lands, sem veitt eru á haustin, hönnunarsjóður
sem úthlutar styrkjum 3-4 sinnum á ári, HA-
tímaritið sem hefur komið út tvisvar á ári og
HönnunarMars sem er viðamikil hátíð haldin í
marsmánuði ár hvert. Vegna kórónuveiru-
faraldursins var ákveðið að fresta Hönnunar-
Mars 2020 fram í júní, en fyrsti dagur hátíðar-
innar er í dag. Viðburðir á hátíðinni bera keim af
því að enn eru í gangi takmarkanir vegna
kórónuveirufaraldursins. HönnunarMars lýkur
28. júní.
„HönnunarMars er verkefni sem við stofn-
uðum til strax í upphafi, og hefur reynst mjög
gagnlegt tæki til að ná árangri sem Hönnunar-
miðstöð var ætlað samkvæmt samningi við
stjórnvöld. Á HönnunarMars náum við að virkja
og beina athygli að íslenskri hönnun, arkitektúr
og fyrirtækjum á sviðinu. Íslenskir og erlendir
fjölmiðlar beina sjónum sínum að því sem er að
gerast og fagfólk, áhrifavaldar, almenningur og
fyrirtæki sækja sér þangað innblástur.“
Halla segir að vegna kórónuveirunnar hafi
þurft að hætta við alla stóra viðburði eins og De-
signTalks og DesignMatch og Design Diplo-
Halla Helgadóttir hefur staðið vaktina í brúnni
sem framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar
Íslands frá upphafi, eða frá því miðstöðin var
stofnuð árið 2008. Í síðustu viku var nýtt nafn
miðstöðvarinnar, Miðstöð hönnunar og arkitekt-
úrs, kynnt og um leið nýtt einkenni og nýjar
áherslur.
Hlutverk Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs
er einfalt: Að efla hönnun og arkitektúr á Ís-
landi. Halla brennur fyrir starfið og segir í sam-
tali við ViðskiptaMoggann að enn sé nokkuð
langt í land að skilningur á starfi og verðmæta-
sköpun hönnuða verði eins og í nágrannalönd-
unum, hvort sem litið er til hins opinbera eða
einkafyrirtækja.
„Miðstöð hönnunar og arkitektúrs er hreyfiafl
þar sem ólíkir hópar hönnuða og arkitekta mæt-
ast og áherslur eru jafnt á verkefni einstakra
hönnuða, hönnunarfyrirtæki svo sem auglýs-
inga- og arkitektastofur og fyrirtæki sem byggja
starfsemi sína á hönnun. Þannig má segja að
sviðið sem við vinnum með sé breitt, enda er
miðstöðin studd af bæði mennta- og menningar-
málaráðuneyti og iðnaðar- og nýsköpunarráðu-
neyti,“ segir Halla. „Ég hef alltaf verið mjög
stolt af þessu fyrirkomulagi hér á Íslandi, að
tengja á milli lista og viðskipta með þessum
hætti.“
Veltan um 150 milljónir á ári
Opinbert rekstrarframlag til miðstöðvarinnar
er 55 milljónir króna á ári, en samanlögð velta
miðstöðvarinnar hefur verið nálægt 150 millj-
ónum króna undanfarin ár. Sértekjur koma í
gegnum ýmis verkefni frá styrktaraðilum og
vegna fjölbreytilegra verkefna eins og Hönn-
unarMars, HA-tímaritsins, ráðgjafar og þjón-
ustu.
Finnland, Svíþjóð og Danmörk eru lönd sem
þekkt eru alþjóðlega fyrir hönnun sem er mik-
ilvægur hluti af atvinnulífi. Halla vill að Ísland
skipi sér á bekk með þeim. Hún segir að Norð-
menn séu einnig farnir að gera sig gildandi á
þessu sviði. Þeir leggi mikla áherslu á hönnun og
líti á hana sem drifkraft í nýsköpun. „Hönnun er
í eðli sínu nýskapandi enda vinna hönnuðir við að
leysa mál. Hönnuðir nálgast verkefni oftast út
frá notandanum, og beina sjónum að notkun,
nálgun, þægindum og ekki síst fagurfræði. Því
fyrr sem hönnuður kemur að verkefni þeim mun
verðmætari getur vinna hans orðið.“
Halla þekkir vel sem hönnuður að vera fengin
seint inn í verkefni, þar sem viðskiptavinir
reyndu að leysa verkefnið sem mest sjálfir til að
spara vinnu hönnuðarins. „Svo var kallað í
macy. „Það verða 80 sýningar á HönnunarMars
og 100 viðburðir, flestir í miðbæ Reykjavíkur, en
við munum taka mið af fjöldatakmörkunum
vegna veirunnar. Það verður gaman að prófa að
halda þennan viðburð þegar það er sumar og
vonandi sól. Það er oft kalt í mars og stundum
slæmt veður.“
Verkefnin sem eru til sýnis á HönnunarMars
eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Nýsköpun,
sjálfbærni og verkefni sem snúast um ástandið í
heiminum eru áberandi að sögn Höllu, og allar
greinar hönnunar njóta sín, hvort sem það er
fatahönnun, arkitektúr, grafísk hönnun, vöru-
hönnun eða annað. Sýnendur eru um 300 talsins.
Halla segir að hönnunargeirinn og skapandi
greinar almennt séu eins og margir aðrir geirar
að verða fyrir miklu áfalli vegna kórónuveir-
unnar. Um 70% einyrkja og fyrirtækja sem eru í
baklandi Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs
hafi fundið fyrir verulegum samdrætti, skv.
könnun sem gerð var í apríl.
Þegar kemur að skapandi greinum þá segir
Halla að margir átti sig ekki á tengingunni á
milli sköpunar og hönnunar og viðskipta- og at-
vinnulífs. „Hönnuðir og arkitektar eru að sjálf-
sögðu hluti af atvinnulífi enda starfar fjöldi
hönnuða í eigin rekstri og sumir byggja upp
fyrirtæki í hörðu samkeppnisumhverfi, aðrir
starfa í fyrirtækjum og hjá hinu opinbera.
Margir eiga það sameiginlegt að hafa meiri
áhuga á því sem þeir fást við en fénu sem þeir
afla, en það þýðir ekki að fólk hafi ekki áhuga á
því að efnast. Sjálf er ég menntaður grafískur
hönnuður með mikla reynslu úr atvinnulífi, enda
stofnaði ég og átti hlut í auglýsingastofu í tutt-
ugu ár þar sem ég starfaði fyrir fjölda fyrirtækja
og kynntist fjölbreytilegum hliðum íslensk at-
vinnulífs.“
Sterk í hefðbundnum hönnunargreinum
Hönnunargreinar á Íslandi eru mun stærri en
flestir gera sér grein fyrir, eins og Halla út-
skýrir. Hún varpar niðurstöðum norrænnar
rannsóknar upp á skjáinn á Apple-fartölvu sinni
(nordicdesignresource.com) og bendir blaða-
manni á tölfræði yfir fjölda og greinar hönnunar
í hinum ólíku norrænu löndum. „Þarna kemur
skýrt fram að á Íslandi starfa hlutfallslega jafn-
margir hönnuðir og annars staðar á Norður-
löndum eða 4.500 manns sem eru um 2% starf-
andi fólks. En það kemur líka fram að á Íslandi
erum við sterk í mörgum hefðbundum hönn-
unargreinum svo sem grafískri hönnun og upp-
lýsingahönnun. En við erum aðeins eftir á í nýj-
um greinum hönnunar svo sem, upplifunar-
hönnun, notendadrifinni þjónustuhönnun og
Stolt af
tengslum
lista og
viðskipta
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Tengsl hönnunar og viðskipta og atvinnulífs eru sterk, enda getur hönnun
verið ein lykilforsenda þess að vara nái hylli á markaðnum. Halla Helga-
dóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, segir að
enn sé nokkuð langt í land að skilningur á starfi og verðmætasköpun
hönnuða verði eins og í nágrannalöndunum.
”
Það sést mjög skýrt nú á
tímum Covid-19 hvað við
erum gjörn á að velja hefð-
bundnar leiðir og lausnir
sem oft eru úreltar og ólík-
legar til árangurs.
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2020VIÐTAL