Morgunblaðið - 24.06.2020, Side 2

Morgunblaðið - 24.06.2020, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2020FRÉTTIR Mesta lækkun VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) BRIM -1,15% 38,60 Mesta hækkun ICEAIR +12,43% 1,99 S&P 500 NASDAQ +2,35% 10.176,37 +0,93% 3.144,2 -1,54% 6.320,12 FTSE 100 NIKKEI 225 24.12.‘19 24.12.‘1923.7.‘20 1.400 1.598,0 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 43,38 +0,87% 22.549,05 20 40 1.800 23.6.‘20 1.814,0 60 67,2 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) Samkvæmt lauslegri samantekt Jak- obs Einars Jakobssonar, veitinga- manns á Jómfrúnni við Lækjargötu, og stjórnarmanns í Samtökum ferða- þjónustunnar, hefur nú þrjátíu veit- ingastöðum í miðborg Reykjavíkur og nágrenni verið lokað á síðustu vik- um og mánuðum. Ástæðan er ýmist gjaldþrot, eða óvissa vegna áhrifa kórónu- veirufaraldursins. Jakob segir í samtali við Við- skiptaMoggann að listinn yfir fyrirtækin hafi lengst mikið í þessum mánuði, en fyrr í júní var sagt frá því á vefnum Veit- ingageirinn.is að átján veitinga- stöðum hefði verið lokað. Þann lista tók Jakob einnig saman. „Veitingarekstur er í raun ósjálf- bær sem sakir standa. Sum tómu rýmanna eru þó að fyllast á ný, og ný- ir rekstraraðilar komnir þar að. Bjartsýni er að aukast á ný.“ Kemur ekki á óvart Jakob segir aðspurður að þessi fjöldi veitingastaða sem sé hættur komi sér ekki á óvart. Erlendir ferða- menn hafi horfið eins og dögg fyrir sólu þegar veiran fór að geisa. „Ég bjóst samt við því í vor að fleiri veit- ingastaðir yrðu búnir að opna aftur um þetta leyti en raunin hefur orðið.“ Birgjar sem þjónusta veitinga- húsin eru einnig að hugsa sinn gang að sögn Jakobs. „Ég veit um birgja sem eru að íhuga að hætta að þjón- usta 101 vegna þess að þeir ná ekki lengur samlegðaráhrifum.“ Jakob segir að erfitt sé að bera saman rekstrargrundvöll staða eins og Jómfrúarinnar, sem hefur lengi haft traustan innlendan viðskipta- vinahóp, og veitingastaða sem hafa reitt sig að stórum hluta á viðskipti frá erlendum ferðamönnum. „Jóm- frúin er með 25 ára sögu, og stendur traustum fótum á innanlandsmarkaði. Ég get því ekki kvartað persónulega.“ Hann segir að það hjálpi einnig að með fækkun staða minnki sam- keppnin. „Við erum búin að vera í grænum tölum á Jómfrúnni frá því 4. maí, þegar samkomubannið var fært úr 20 manns í 50. Þá sáum við okkur stætt á að opna að nýju. Síðan þá hefur þetta verið góður rekstur.“ Áskoranir í rekstrinum Áskoranir séu þó í rekstrinum, einkum út af miklum verðhækkunum á aðföngum, sem og hækkunum á launum og launatengdum gjöldum. „Við reynum að komast hjá því að færa hækkanirnar út í verðið hjá okkur. Nú sem aldrei fyrr er þörf á því að halda vel á spöðunum í rekstr- inum.“ Önnur breyta er veðrið að sögn Jakobs. „Veðrið í sumar hefur verið gott. Ég vona að þetta verði bara eins og sumarið í fyrra, sem var mjög veðursælt.“ Að endingu segist Jakob vona að fólki líti til borgarinnar þegar kemur að ferðalögum innanlands. „Ég held að borgarferð í miðborgina sé eitt- hvað sem menn ættu að skoða.“ Þrjátíu veitingastaðir lokaðir Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á veit- ingageirann miðsvæðis í Reykjavík, og óvissa ríkir um framhaldið. 1 4 7 8 11 13 6 1415 17 18 19 16 9 10 2 20 22 24 25 26 27 27 29 30 23 3 5 12 21 1. Lækjarbrekka, Bankastræti 2 2. Jamie Oliver, Pósthússtræti 11 3. Karolina, Pósthússtræti 9 4. Marina á Icelandair hótel, Mýrargötu 14-16 5. Geiri Smart á Icelandair hótel, Hverfisgötu 30 6. Icelandic Streetfood (Þrír staðir, einhverjir hafa opnað aftur), Lækjargötu 8 7. Icelandic deli, Lækjargötu 4 8. Hressó, Austurstræti 20 9. Burro, Veltusundi 1 10. Pablo, Veltusundi 1 11. Bergsson, Templarasundi 3 12. Messinn (Lækjargata og Grandi), Grandagarði 8 13. Bryggjan brugghús (Barion búið að opna), Grandagarði 8 14. Café Paris (Duck and Rose búið að opna), Austurstræti 14 15. Fiskmarkaðurinn, Aðalstræti 12 16. Sæmundur í spari á Kex hostel, Skúlagötu 28 17. Skólabrú, Pósthússtræti 17 18. Gandhi (Er að flytja sig annað), Pósthússtræti 17 19. Downtown Café, Laugavegi 51 20. Kaffihúsið í Máli og menningu, Laugavegi 18 21. Harry’s (opna aftur í dag), Laugavegi 84 22. Old Iceland, Laugavegi 72 23. Geysir Bistro Laugavegi, Laugavegi 96 24. Osteria Emiliana Lasagna, Hlemmi mathöll 25. Eldsmiðjan Laugavegi, Laugavegi 81 26. Gummi Ben, Tryggvagötu 22 27. Grillið, Hagatorgi 1 28. Fish and Chips, Tryggvagötu 11 29. Dill – bara opið einn dag í viku, Laugavegi 59 30. Hard Rock – bara opið á kvöldin, Lækjargötu 2a Veitingastaðir í 101 Reykjavík og nágrenni sem eru lokaðir vegna gjaldþrots eða óvissu Jakob Einar Jakobsson FJÁRMÖGNUN Viðskiptabankarnir hafa á síðustu mánuðum stóraukið útlán sín til heimila í landinu þar sem íbúðar- húsnæði er lagt að veði. Hafa um- svifin aukist samhliða lækkandi vöxtum og hafa heimilin í landinu nýtt sér þá breyttu stöðu, bæði við fasteignakaup og einnig endur- fjármögnun eldri lána. Útlánavöxt- urinn náði nýjum hæðum í maí- mánuði þegar ný útlán bankanna að teknu tilliti til upp- og umfram- greiðslna námu tæpum 22,3 millj- örðum króna. Jukust útlánin um 9,5 milljarða frá aprílmánuði þegar þau námu 12,8 milljörðum tæpum. Það sem af er ári hafa bankarnir lánað, umfram upp- og umfram- greiðslur til húsnæðiskaupa eða endurfjármögnunar, ríflega 66,7 milljarða króna. Yfir sama tímabil í fyrra (fyrstu fimm mánuði ársins) námu útlánin 50,7 milljörðum króna. Óverðtryggt allsráðandi Þegar litið er til undirflokka þeirra lána sem bankarnir veita með veði í íbúðarhúsnæði kemur glögg- lega í ljós að neytendur leita að lang- stærstum hluta í óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum. Ný útlán af þeirri tegund námu 27,4 millj- örðum í maímánuði. Upp- og um- framgreiðslur óverðtryggðra lána með föstum vöxtum námu 3,4 millj- örðum og jukust frá fyrri mánuði. Raunar hafa uppgreiðslur slíkra lána numið hærri fjárhæð en nýjar lántökur allt frá því í júní 2019. Ný verðtryggð lán með breytilegum vöxtum voru 427 milljónir króna. Hins vegar voru uppgreiðslur verð- tryggðra lána með föstum vöxtum 2,2 milljarðar króna umfram nýtekin lán. Lána sem aldrei fyrr með veði í húsnæði Morgunblaðið/Eggert Verðtryggðu lánin virðast á algjöru undanhaldi á íslenska markaðnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.