Morgunblaðið - 24.06.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.06.2020, Blaðsíða 12
AFGREIÐSLUTÍMI Mán.–fös. 10–18 | Lau. 11–16 www.betrabak.is HÄSTENS VERSLUN Faxafeni 5, Reykjavík 588 8477 VERTU VAKANDI Í FYRSTA SKIPTI Á ÆVINNI Þegar þú vaknar í rúmi frá Hästens munt þú skilja virði þess að ná fullkomnum nætursvefni. Rúmin eru framleidd með einstöku samspili handverks og hráefna þar sem hvergi eru gerðar málamiðlanir í gæðum náttúrulegra efna eða tíma við óþreytandi handverkið. Þú sérð það ekki en þú munt fi nna fyrir því. Allan sólarhringinn. Heimsæktu Hästens í Faxafeni eða pantaðu vörulistann á hastens.com. VIÐSKIPTA Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. VIÐSKIPTI Á MBL.IS Bjóða upp á „Costco-vörur“ … Vefsíða Play í loftið Velta Spaðans rúmlega milljón … Sýna Icelandair áhuga Kristjánsbakarí segir öllum upp Mest lesið í vikunni INNHERJI RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON SKOÐUN Í fyrra voru fluttar til landsins 85.117 flöskur af kampavíni að því er fram kemur í árlegri kampavínsvísitölu sem Arnar Sigurðsson víninnflytj- andi hjá Santé tekur saman. Bendir hann á að með innflutningnum hafi met fyrra árs, þegar 71.961 flaska var flutt til landsins, verið slegið með af- gerandi hætti. „Þetta er ríflega 18% aukning frá fyrra ári en það ár nam aukningin frá árinu 2017 rúmum 8%.“ Hefur innflutningurinn verið í nær stöðugum vexti frá árinu 2010 að undanskildu árinu 2014 þegar hann dróst eilítið saman frá fyrra ári. Mikið dró úr innflutningi í banka- hruninu. Tæplega 68 þúsund flöskur voru fluttar inn 2007 en salan hrundi á árunum sem á eftir komu og náði algjöru lágmarki 2010 þegar aðeins 18.108 flöskur voru fluttar til lands- ins. Samkvæmt tölunum sem Arnar vinnur upp úr útflutningsskýrslum í Frakklandi nam verðmæti vínsins sem flutt var til landsins í fyrra 1,9 milljónum evra, jafnvirði tæplega 300 milljóna króna á núverandi gengi. Of- an á það bætist svo flutningskostn- aður, áfengisgjald og virðisauka- skattur. Áfengisgjald á hverja 750 ml kampavínsflösku nemur 923 krónum. Tekjur ríkissjóðs af gjaldinu vegna innflutnings síðasta árs hefur því numið 78,6 milljónum króna. Arnar segir líkur á að innflutningur kampa- víns muni dragast eitthvað saman í ár. „Við eigum eftir að sjá hvernig árið þróast. Við sjáum hins vegar að stóru framleiðendurnir úti eru að draga úr framleiðslunni og nemur samdráttur- inn allt að 30% milli ára,“ segir Arnar. 68 44 22 18 23 24 27 26 35 44 66 72 85Þúsundir flaskna Innfluttar kampavínsflöskur 2007-2019 80 60 40 20 0 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 Heimild: Santé 85 þús. flöskur til landsins 2019 Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Innflutningur á kampavíni tók talsverðan kipp á síð- asta ári og fjölgaði inn- fluttum flöskum um 18,3%. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Þúsundir einstaklinga og lögaðilahafa nú óumbeðið fengið það hlutverk að fjármagna starfsemi Icelandair Group. Það gerir sá hóp- ur fólks sem pantað hefur átt flug á síðustu mánuðum sem fellt hefur verið niður af alkunnum ástæðum. Stór hluti þeirra sem Icelandair hef- ur leitað til hefur fallist á að þiggja „inneign“ í stað flugfargjaldsins sem engri þjónustu skilaði. Hlaðast þær inneignir nú upp sem skuld í bókum félagsins og ljóst að það mun þurfa að fljúga með þúsundir farþega til og frá landinu á komandi misserum án þess að hljóta frekari greiðslu fyrir. Það verður mögulega léttvægt fyrir félagið meðan eftirspurn helst veik en mun reyna meira á þegar sætanýting tekur að aukast á nýjan leik. Hins vegar hafa þúsundir farþegakrafið félagið um endur- greiðslu, sem þeir eiga skýlausan rétt til. Nemur endurgreiðslukrafan milljörðum króna nú þegar. Sam- kvæmt lögum ber félaginu að endur- greiða miðaverðið að fullu innan sjö daga frá því að krafan þar um er lögð fram. Fáir hafa fengið endurgreitt fráIcelandair frá því um miðjan mars. Félagið segir ósatt þegar það heldur því fram að álag á skrif- stofum félagsins valdi töfunum. Hið rétta er að sviðnir viðskiptavinirnir eru látnir fjármagna félagið. Það er hins vegar ekki þeirra hlutverk. Er félag sem svona gengur fram á vetur setjandi? Á vetur setjandi? Það þurfti félagshagfræðilegagreiningu til þess að fá það út að Borgarlína myndi einhvern tíma borga sig. Allar aðrar hag- fræðilegar greiningar myndu að sjálfsögðu benda til að línan sú verði botnlaus hít sem skattgreið- endur muni moka í af veikum mætti. Þar mun aldrei sjást til botns og stjórnmálamennirnir sem ýttu málinu úr vör þrátt fyrir varnaðarorð munu heldur aldrei komast til botns í því af hverju fé- lagshagfræðilega greiningin gekk ekki upp. Dellan í kringum þessa risa-framkvæmd kristallast ágæt- lega í yfirlýsingum forsvarsmanns verkefnastofu Borgarlínu sem í Morgunblaðinu í gær fullyrti að uppbygging línunnar myndi leiða til rekstrarhagræðis. Það birtist m.a. í því að á háannatímum í dag þyrfti að kalla út aukavagna sem ekki þyrfti í nýja kerfinu því af- kastagetan yrði öllum stundum svo yfirgengilega mikil. Verk- efnastjórinn gleymdi að minnast þess að utan háannatímanna sem standa í klukkustund tvívegis á dag, er vögnunum eldspúandi ekið að mestu tómum um borgarlandið. Annað atriði sem félagshag-fræðilega greiningin gengur út frá er að með stórauknum af- köstum muni farþegum kerfisins fjölga óumræðilega. Í félagshag- fræðinni haldast lögmál framboðs og eftirspurnar illa saman og þar er öllu snúið á hvolf. Sá sem fylgir mælistikum hennar flytur meira inn af vöru ef hún selst ekki – enda eykur framboðið eftir- spurnina. Sá hinn sami hefur eflaust kok- gleypt hugmyndir þáverandi fé- lagsmálaráðherra sem benti á að ef 10 verktakar sem kæmu að hús- byggingu myndu hver og einn gefa 1% afslátt af vinnu sinni, þá myndi húsnæðisverð í einni svipan lækka um 10%. Eitt er víst að Borgarlínanverður mikið nýtt af félags- hagfræðingum, verkefnastjórum og fyrrverandi félagsmálaráðherr- um. Aðrir Íslendingar, nær og fjær, munu bara moka ofan í skuldaholuna við enda línunnar. Öllu má snúa á haus Viðskiptavinum Arion banka býðst nú að leggja sparnað sinn inn á vistvæna inn- lánsreikninga. Arion býður vistvæn innlán 1 2 3 4 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.