Morgunblaðið - 24.06.2020, Síða 1

Morgunblaðið - 24.06.2020, Síða 1
FJÁRMAGN FYLGI EINSTAKLINGNUMFJÁRTÆKNIRISI FELLUR unnur eiga þátt í bragðgæðum sérútgáfu Lagavulin. 8 Wirecard-hneykslið gæti haft slæmar afleiðingar fyrir fjártækni- fyrirtæki í Þýskalandi og víðar. 10 V SKIPTA 11 Sérrít Ása Jóhannesdóttir hjá Stoð myndi gjarnan vilja sjá að í heilbrigðisþjónustu væri Íslend- ingum gefið meira frelsi til að velja. MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2020 Endurskoðun | Skattur | Ráðgjöf Ernst & Young ehf. Borgartúni 30, 105 Reykjavík ey.is Alþjóðleg þekking - persónuleg þjónusta Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. Reiðubúnir að auka framleiðsluna Heildarendurskoðun á rekstrarforsendum ál- versins í Straumsvík var slegið á frest vegna út- breiðslu kórónuveirunnar en í upphafi árs var gert ráð fyrir að þeirri vinnu myndi ljúka á fyrri hluta ársins. Samkvæmt heimildum Viðskipta- Moggans liggur ekki fyrir hvenær endurskoð- unarvinnunni lýkur en að nokkuð annað hljóð sé komið í strokkinn hjá stjórnendum og eig- endum félagsins en í apríl síðastliðnum þegar uppi voru hugmyndir um að loka álverinu í allt að 24 mánuði meðan heimsmarkaður með ál- afurðir næði eðlilegu jafnvægi. Meðal þess sem stjórnendur Rio Tinto hafa kallað eftir er endurmat á raforkusamningi fyrirtækisins við Landsvirkjun frá árinu 2010 sem þeir segja afar óhagfelldan og eina meginorsök þess að fyrir- tækið hefur verið rekið með botnlausu tapi síð- ustu ár. Árið 2019 nam tap af rekstri verksmiðj- unnar 13,6 milljörðum króna og ári fyrr stóð tapið í 5 milljörðum. Í fyrstu gengu skeytasend- ingar milli aðila vegna kröfu Rio Tinto og sagði forstjóri Landsvirkjunar í samtali við Morgun- blaðið að raforkusamningurinn væri ekki ástæða þrenginga álversins. Þegar harðna fór á dalnum vegna kórónuveirunnar breyttist hljóð- ið nokkuð í viðræðuaðilum og heimildir Við- skiptaMoggans herma að fyrir tilstilli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, sem fer með eignarhlut ríkisins í Landsvirkjun, hafi við- ræður komist á rekspöl og nokkrir samn- ingafundir verið haldnir. Aðrar heimildir herma að tilboð og gagntilboð hafi gengið milli aðila án þess að endanleg niðurstaða hafi fengist í málið. Rio Tinto hefur dregið talsvert úr raforku- kaupum á árinu og samhliða því dregið úr fram- leiðslu sinni. Greint var frá því í Morgunblaðinu í lok janúar að kostnaður Landsvirkjunar vegna þessa samdráttar gæti numið 20 milljónum doll- ara á árinu, jafnvirði 2,8 milljarða króna. Nú hefur Rio Tinto lýst sig reiðubúið að auka fram- leiðsluna á ný, jafnvel þótt heimsmarkaðsverð á áli haldist enn mjög lágt. Hefur fyrirtækið látið gera við biluð ker, koma þeim fyrir á svoköll- uðum básum en straumi er þó enn hleypt fram hjá þeim. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Rio Tinto í Straumsvík er tilbúið til að auka álframleiðslu sína að nýju sem ekki hefur verið á fullum afköstum síðustu mánuði. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Álverið í Straumsvík hefur verið rekið með mjög miklu tapi á síðustu árum og staðan er enn þröng. EUR/ISK 24.12.‘19 23.6.‘20 155 150 145 140 135 130 135,45 156,45 Úrvalsvísitalan 2.200 2.100 2.000 1.900 1.800 1.700 1.600 27.12.‘19 23.6.‘20 2.132,26 2.123,72 Hönnunargreinar á Íslandi eru mun stærri en flestir gera sér grein fyrir, segir Halla Helgadóttir, fram- kvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkítektúrs, í ítarlegu samtali við ViðskiptaMoggann. Hún segir að samkvæmt nýlegri norrænni rannsókn starfi hlutfalls- lega jafnmargir hönnuðir á Íslandi og annars staðar á Norðurlöndunum eða 4.500 manns sem eru um 2% starf- andi fólks. Halla segir að í rannsókn- inni komi líka fram að Íslendingar séu sterkir í mörgum hefðbundum hönnunargreinum svo sem grafískri hönnun og upplýsingahönnun. „En við erum aðeins eftir á í nýjum grein- um hönnunar svo sem upplifunar- hönnun, notendadrifinni þjón- ustuhönnun og stefnumótandi hönnun (e. DesignThinking) sem eru helstu vaxtargreinar hönnunar í dag í heiminum,“ segir Halla. HönnunarMars hefst í dag Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, sem áður hét Hönnunarmiðstöð Ís- lands, rekur ýmis föst verkefni á hverju ári. Þau helstu eru Hönn- unarverðlaun Íslands, sem veitt eru á haustin, hönnunarsjóður sem út- hlutar styrkjum 3-4 sinnum á ári, HA-tímaritið sem hefur komið út tvisvar á ári og HönnunarMars sem er viðamikil hátíð haldin í marsmán- uði ár hvert. Halla segir að vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið ákveðið að fresta HönnunarMars 2020 fram í júní, en fyrsti dagur há- tíðarinnar er í dag. Viðburðir á hátíð- inni bera keim af því að enn eru í gangi takmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins. 4.500 hönnuðir eru starfandi á Íslandi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Halla Helgadóttir segir Íslendinga eftir á í nýjum greinum hönnunar. Hlutfallslega jafn margir hönnuðir eru á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum. 6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.