Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2020, Side 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2020, Side 8
Kisur sem fara á kostum Morgunblaðið heimsótti ellefu ketti sem allir eiga það sameiginlegt að vera uppátækja- samir og sniðugir. Einn veiðir mýs á hverri nóttu, annar stelur kótilettum, þriðji sækir póstinn. Hver köttur hefur sinn sérstaka per- sónuleika. Sumir eru fýlupokar og manna- fælur en aðrir eru sprelligosar og kelidýr. Texti og ljósmyndir Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is. Kisur Leó og Móna eru systkini, um sex ára göm-ul. Ég fékk þau fimm mánaða gömul. Þaðstóð til að fá einn en þeir voru auglýstir saman og fyrri eigandi vildi láta þau saman. Við sjáum alls ekki eftir því, því þau hafa félagsskap hvort af öðru. Þau eru oftast góðir vinir. Hann ræður, en hún getur verið stríðin og er stundum að bregða honum. Það er smá púki í henni,“ seg- ir Helga Björnsdóttir. „Þau eru bæði miklir karakterar og spjalla mjög mikið, bæði hvort við annað og alla sem koma. Þau eru mjög málglöð,“ segir Helga. „Leó er uppátækjasamari. Hann byrjaði á því fyrir um fjórum árum að sækja póstinn í lúguna en það er misjafnt hvert hann fer með hann; stundum til okkar og stundum inn á bað. Hann situr lengi og horfir á póstinn áður en hann grípur hann og kemur með hann. Við sjáum yf- irleitt póstinn einhvers staðar í íbúðinni þegar við komum á fætur en hann er ekki mikið fyrir að láta njósna um sig. Ég náði myndbandi af honum að ná í póstinn um daginn,“ segir hún. Fara út í bandi Helga segir þau systkini blöndu af venjulegum húsketti og norskum skógarketti og eru þau í þyngri kantinum. „Þau eru í aðhaldi núna og ég er með nýja matardalla sem lesa örmerkið þeirra. Þau geta þá ekki opnað dallana hvort hjá öðru,“ segir hún. „Þetta eru innikisur en þær fá að fara út í bandi, út á gras fyrir utan. Stundum förum við með þau í smá göngutúr, en þau eru vör um sig,“ segir hún. „Þau eru klár. Leó getur til dæmis opnað gluggann en ég er með krækjur, annars myndi hann kannski stinga af. Svo þegar hann er svangur sest hann niður og tyggur, gerir þannig hljóð. Þá vill hann mat.“ LEÓ OG MÓNA Leó, til vinstri, er uppá- tækjasamur og nær iðulega í póstinn fyrir eigendur sína. Pósturinn Leó GÆLUDÝR 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.6. 2020 Músabaninn Lexy er sex ára. Eig-andi hennar, Sól Hilmarsdóttir,fékk hana á Kattakaffihúsinu í fyrra. „Hún svaf alltaf í leðurjakkanum mínum og þá vissi ég að ég yrði að fá hana. Hún var fyrst með systur sinni Nölu en þeim kom ekkert sérstaklega vel saman hérna. Lexy svaf bara uppi á hillu þannig að Nala fékk nýtt heimili,“ segir Sól og segir Lexy mikla kelirófu sem vilji sofa uppi í rúmi hjá sér. Mýs á hverri nóttu „Lexy er mjög fyndin. Hún er eins og kett- lingur þótt hún sé sex ára og hún ætti bara að eiga heima í fjósi eða hesthúsi. Hún kem- ur inn með mýs nánast á hverri einustu nóttu. Aðallega lifandi. Hún sleppir þeim inni í herberginu mínu svo ég geti veitt þær. Henni finnst langskemmtilegast að horfa á mig veiða þær,“ segir hún og segist nýlega hafa sett lista undir eldhúsinnréttingu og rúm til þess að þurfa ekki að finna dauðar mýs þar undir. „Þegar ég færði kommóðuna um daginn var risastór dauður þröstur þar undir. Ég hef ekki hugmynd um hvað hann var búinn að vera þar lengi. Hann hefur drepist úr hræðslu þarna undir. En þetta er bara annar fuglinn sem hún nær í,“ segir hún. Var ekkert farið að lykta? „Jú, það er nefnilega málið. Það var komin einhver rotnunarlykt. Ég tók ísskápinn í gegn og allt og skildi ekki hvaðan lyktin kæmi. En svo fann ég þröstinn.“ Svo mikið skaðræði Greinilegt er að mýs eru aðaláhugamál Lexy. „Það var músarhola í garðinum og hún tæmdi hana. Hún tók bara heilu fjölskyld- una. Svo held ég að hún hafi tæmt aðra holu hér á móti. Hún er hægt og rólega að tæma allt hverfið, þannig að vonandi verða engar mýs eftir í vetur,“ segir Sól og hlær. „Hún kemur alltaf með þær lifandi og ég sleppi þeim svo bara. Klukkan fjögur á næt- urnar. Ég ríf þær með viskustykki úr kjaft- inum á henni. Eins blíðlega og ég get,“ segir hún. „Þetta er stanslaust. Ég hef ekki tölu á hve margar mýs hún hefur komið með inn.“ Hvað er versta tilvikið sem þú hefur lent í? „Um daginn kom hún með lítinn mús- arunga og át hann fyrir framan mig, í þrem- ur bitum. Hún skildi ekkert eftir nema skott- ið og magann,“ segir hún. „Einu sinni kom hún með mús og ég fann hana hlaupa yfir fótinn á mér og svo upp nátt- buxurnar. Ég hef aldrei öskrað jafn mikið. Þetta er líf mitt. Ég að veiða mýs á næturnar. Hún er svo mikið skaðræði,“ segir hún. „Svo buffar hún alla fresskettina í hverf- inu þótt þeir séu tvöfalt stærri en hún.“ Lexy er mikil veiðikló og færir eiganda sínum mýs nánast á hverri nóttu. Tæmir hverfið af músum LEXY

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.