Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2020, Page 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2020, Page 12
Perla er orðin níu ára en égfékk hana sem kettling fráKattholti,“ segir eigandinn, Kristín Anna Erlingsdóttir. Perla býr nú á Akranesi hjá móður Kristínar, Þóru Gunnarsdóttur. „Hún er rosaleg frekja, mjög ákveðinn köttur. Hún kemur inn með ánamaðka, laufblöð og ýmis- legt dót. Hún kemur oft inn með sogrör líka. En hún er hrædd við mýs. Hún sá mús í vetur og hljóp inn eins og fætur toguðu,“ segir Kristín og segir Perlu líka hrædda við fugla. „Hún er lítið viðkvæmt hjarta. Hún fer ekkert mikið út en aðeins út í garðana hér í kring.“ Hún er plokkari Þegar Perla fer út eru dyrnar skildar eftir opnar og því greið leið fyrir hana að bera draslið inn. „Hún er plokkari. Henni finnst sogrörin skemmtilegust og leikur sér með þau. Svo elskar hún að vefja sig inn í dagblöð. Ég get aldrei lesið blaðið í friði,“ segir Þóra. Kristín segir köttinn gjarnan vilja vera skítugan og virðist elska smurolíu. „Hún nuddar sér upp við skítug stígvél og fer undir bíla og kemur heim öll í smurolíu,“ segir hún. „Hún er mjög skemmtileg en þolir ekki börn,“ segir Kristín. „Hún er bara frekjudós.“ segir Þóra. „Þegar mamma er í tölvunni setur hún loppuna á höndina á henni og reynir að draga hana til sín. Þá vill hún fá klór. Ef hún fær ekki það sem hún vill nartar hún í hana. Hún kann engin mörk. Stundum bítur hún aðeins of fast.“ PERLA Perla er plokkari og ber inn alls kyns drasl. Frekjudós og hrædd við mýs GÆLUDÝR 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.6. 2020 Gæðavörur í umhverfisvænum umbúðum Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com Hollt, bragðgott og þægilegt Vegan - Keto - Pascaterian - Glutenlaust Sölustaðir: Hagkaup, Nettó, Heilsuhúsin, Fjarðarkaup, Melabúðin, Fiskkompaní, Frú Lauga, Brauðhúsið og Matarbúr Kaju á Akranesi Hún heitir Lúna Katrín og hann Júníor, kallaðurJúnsi,“ segir Margrét Sif Sigurðardóttir, semer mikil kisukona og vinnur í sjálfboðavinnu hjá Villikisum. „Hann er tíu ára en hún eins árs. Hún er bara kett- lingurinn hans; þau knúsast og kyssast og hann þvær henni. Hann hatar allar aðrar kisur,“ segir hún. Lúna er eins og hundur „Júnsi er algjör fýlupoki og mjög móðgunargjarn. Hann er eldri herramaður en er stundum með kettlingalæti með henni en hættir um leið og hann áttar sig á því að hann á ekki að haga sér svona,“ segir hún og hlær. „Lúna er hundur. Hún hagar sér alveg eins og hund- ur. Hún vill bara vera hjá okkur og ekki vera ein úti. Þau eru bæði mikil kelidýr, en bara á sínum for- sendum.“ Rúmteppin á heimilinu Lúna er ansi uppátækjasöm. Eitthvað er hún ósátt við að hafa rúmteppi á rúmum heimilisins. „Lúna nær í heilu rúmteppin og flytur þau á milli her- bergja. Bara síðast í gær var teppi hér á gólfinu á gang- inum. Stundum finn ég ekki rúmteppið og þá er það inni í stofu eða undir rúmi. Þetta eru teppi af stórum rúm- um. Það er alveg vesen fyrir hana að draga þetta á milli herbergja. Um daginn vildi hún endilega setja rúmtepp- ið undir rúm.“ LÚNA KATRÍN OG JÚNÍOR Lúna Katrín er alltaf mikið að stússast í að færa risastór rúmteppi á milli herbergja. Júnsi er eldri herramaður og frekar fýlugjarn. Dregur rúmteppi um allt hús Hún heitir Ísey, kölluð Ísa, oger af Abyssinian-tegund,“segir Sigurbjörg Eva Sig- urðardóttir. „Ég fékk hana hjá mömmu, sem ræktar þessa tegund. Ísa er ástsjúk í mig og vill alltaf vera hjá mér. Hún sefur uppi í hjá mér. Hún er mjög ör og mikill sérviskupúki,“ segir hún. „Hún ber heim alls konar hluti, að- allega rusl. Fyrir tveimur árum var hátíð hér á Selfossi og það var götu- grill hér við hliðina. Það fóru svo allir í brekkusönginn og þegar við komum heim um miðnætti var allt drekk- hlaðið hér grilluðum kótilettum, úti um allt hús. Þá hafði fólk skilið þetta eftir og hún náð í þær, eina af ann- arri.“ Rusl, sundskýlur og sokkar „Í fyrra var hún mikið að koma með samstæða sokka. Hún kom yfirleitt með einn og svo stuttu síðar með hinn. Ég þvoði þá svo og sendi snapp á nágrannana til að finna eigendur sokkanna. Einu sinni kom hún með tvær sundskýlur. Hún hafði farið inn hjá nágrönnunum og náð í þær. Hún kemur svo með þetta inn um gluggann en við reynum að stoppa hana af þegar við sjáum hana koma inn með rusl. Þetta er mest pappír, einnota hanskar og blöðrur,“ segir hún. „Það versta sem hún hefur komið með, og ég var í vafa um hvort ég ætti að segja frá, var notaður smokkur. Ég gat sem betur fer fjarlægt hann áður en börnin vöknuðu. Þetta var ógeðslegt.“ Reynir hún að stela mat frá ykkur? „Já, Kentucky. Það er uppáhaldið hennar,“ segir Sigurbjörg. „Svo þolir hún ekki hinn köttinn hér. Hann er fyrir neðan hennar virð- ingu, enda venjulegur húsköttur.“ Kattafótspor úti um allt Sigurbjörg segir köttinn eitt sinn hafa stigið í málningu og hlaupið svo um allt hús. „Hún hljóp beinustu leið ofan í málningarfötuna og svo út um allt ÍSEY Stal grilluðum kótilettum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.