Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2020, Qupperneq 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2020, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.6. 2020 S íðustu vikur buðu ekki upp á notalega birtingarmynd víða hvar. Af litlum neista...... Eins og endranær þurfti aðeins lítinn neista til að kveikja mikið bál. Lögregluofbeldi náðist á mynd, lifandi mynd og barst hún út á ógnarhraða. Hún fékk ekki þetta ógnarflug eingöngu vegna þess að þar beitti lögreglumaður borgara ofbeldi og aðrir höfðust ekki að. Tvennt þurfti til þess. Það var hvítur lögreglu- maður, sem náðist á mynd, og lá með hné sitt á hálsi blökkumanns. Það „tak“ hafði hann í tæpar 10 mínútur eða allt þar til þess að þolandinn hafði augljóslega misst mátt. Það var meira en það. Hann var ekki leng- ur lífs. Nokkrum mínútum áður hafði hann heyrst segja: „Ég næ ekki andanum.“ Flestum sem sáu þessa mynd á ljósvakamiðlum hlaut að vera illa brugðið, enda hreinn óhugnaður. Þolandinn var stór og sterklegur, hundrað kílóa maður og 193 sentímetrar á hæð. Tölurnar komu fram síðar, en myndin benti til að þolandinn væri vel að manni. Það á svo sem ekki að skipta máli, en það gaf til kynna að bragðið sem beitt var hlyti að vera hættulegt og ganga nærri manni fyrst það gat bugað og gert út af við svo burðugan mann svo fljótt. En þess utan hafði hann verið járnaður og engir öryggishagsmunir gátu kallað á þessi ósköp. Hlutverkin skiptu máli Sjálfsagt vita allir og viðurkenna flestir að hefði þol- andinn verið hvítur hefði ekki orðið mikil frétt úr mál- inu og enn síður heimsfrétt. Og allur þorrinn viður- kennir líka að það þurfi ekki að sæta undrum þótt sú sé staðreyndin. Atvikið og myndin, sem náðist af því, sem betur fer, varð tákngervingur þess veruleika sem margir eru sannfærðir um að sé enn til staðar í heim- inum og einkum þó þegar horft sé til Bandaríkjanna. Demókrötum í Bandaríkjunum hefur tekist að festa sig í sessi sem flokkurinn sem er vinur bandarískra blökkumanna. Sumir segja reyndar flokkinn telja sig „eiga“ blökkumenn. Joe Biden forsetaframbjóðandi ýtti und- ir þá skrítnu mynd þegar hann sagði í sjónvarpsviðtali á dögunum að „sá blökkumaður sem ekki kysi demó- krata í kosningum væri ekki blökkumaður!“ Þetta mæltist að sjálfsögðu ekki vel fyrir og hefur Biden nú beðist afsökunar á þessum umælum sínum og eru þau því komin í stóran sarp annarra ummæla sem búið var að biðjast afsökunar á. Kláraði Abe þetta ekki? Þeir sem utan Bandaríkjanna búa hafa skiljanlega dálítið einfaldaða mynd af þróun réttindamála blökku- manna. Stóri atburðurinn og sá sem getið er mest um í sögubókum er borgarastyrjöldin (þrælastríðið) sem þó stóð ekki síst um það hvort Bandaríkin héldu áfram í þeirri heillegu stjórnskipulegu mynd sem var þá. Demókrataflokkurinn kemur ekki endilega vel frá þeim þættinum. Fyrsti forseti Bandaríkjanna sem telst til demókrata var Thomas Jefferson, efnaður plantekrueigandi og þrælahaldari. Hann er enn í miklu áliti, enda gáfum prýddur og hafði drjúga að- komu að mikilvægustu yfirlýsingunum í upphafi hins nýja sjálfstæða ríkis. Fyrsti forsetinn sem kom úr röðum Repúblikana- flokksins var Abraham Lincoln og þarf ekki að hafa mörg orð um afrek hans í þágu undirokaðra. Það voru aðallega hvítir Bandaríkjamenn sem börð- ust í mörg ár til úrslita um þrælahaldið og sundrungu ríkisins af þeim sökum. Mannfall varð gífurlegt. (Mörg hundruð þúsund manns féllu. Íbúafjöldinn var þá 31 milljón. Margfalda má dánartöluna með 10 til að fá hlutfall af íbúafjölda nú). Hin betri öfl, Norðurríkjamenn undir forystu Lincolns, höfðu betur. Mikið búið en samt allt eftir Hinn mikilvægi frumréttur blökkumanna var fenginn og samheldni fylkjanna tryggð. En það þýddi ekki að þeir sem voru nú lausir við hlekki þrælsins stæðu þar með jafnfætis öðrum löndum sínum. Því fór fjarri. Þeir voru loks komnir úr hópi húsdýranna, en þeim hafði ekki verið hleypt inn í samfélag mannanna. Margvísleg lög og óskrifaðar hömlur lögðu áfram steina í götu þeirra. Aðstöðu svartra Bandaríkja- manna svipaði ótrúlega lengi enn helst til þess sem var í Suður-Afríku, þar til sjónarmið Nelsons Mandela sigruðu loksins þar. Það tók nærri öld eftir styrjöldina ógurlegu að breyta þessari stöðu til batnaðar og voru skrefin lengst af fá í rétta átt og ekki heldur þar áttu demó- kratar sögu sem þeir geta verið mjög stoltir af. Það var í raun ekki fyrr en með lagasetningar- frumkvæði og dugnaði demókratans Lyndon B. John- son, sem áhrifamikils þingmanns og síðar forseta, sem sá skjöldur varð hreinni en verið hafði. Enginn einn maður hafði þó jafnmikil áhrif og Martin Luther King til að knýja á um breytingar með óþreytandi baráttu sinni, og stuðningsmanna sinna, að mestu ofbeldislausri, sem var ekki auðvelt að tryggja um svo heit mál og svo hans einstæða ræðusnilld sem enn lifir í minni manna. King fékk sömu örlög og hinn ræðusnillingurinn, Lincoln, hafði mætt einni öld áður. Hann féll fyrir byssukúlu ofstækismanns. Staðan enn mótdræg – deilt er um hvers vegna Staða samfélags blökkumanna er enn mun veikari en flestra annarra vestra. Hvorugum flokkanna tveggja verður alfarið um það kennt. Repúblikanar gagnrýna andstæðingana fyrir að leitast við að halda blökku- mönnum í hlutverki fórnarlambsins og vilja bæta úr því með bótum, styrkjum og sérreglum um að þeir þurfi ekki að lúta sömu skilyrðum og hinir hóparnir til að fá framgang í æðri skólum og þar fram eftir götum. Með öðrum orðum vilji þeir tryggja að þessi mikilvægi kjósendahópur þeirra verði áfram upp á stjórnmála- mennina kominn. Repúblikanar eru sennilega einnig að hugsa út frá hinu sama með öfugum formerkjum. Þeir telja sig sjá að þegar blökkumenn taki að gera það gott efnahags- lega fjölgi þeim úr þeirra hópi sem kjósi repúblikana. Ekki skal þó hér lagður dómur á þessa útleggingu. Mótmælin urðu annað Atburðirnir fyrir vestan breyttust undrafljótt úr sjálf- sögðum mótmælafundum í múgæsingu, uppþot og skemmdarverk. Demókrataflokkurinn leitaðist við að skipuleggja umfangsmikil mótmæli sem beindust að Hvíta húsinu í von um að það gagnaðist í kosningunum. Var þá af ásetningi horft framhjá því að skipulag og yfir- stjórn lögreglu er í höndum einstakra fylkja og þó ekki síst borgarstjóra einstakra borga, en ekki forsetans. Óheiðarleg umræða lagar aldrei nokkurn hlut Reykjavíkurbréf12.06.20

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.