Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2020, Side 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2020, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.6. 2020 LESBÓK HERBERGI „Netflix sagði nei,“ svaraði Tommy Wiseau aðdá- anda á Twitter í liðinni viku. Tilefnið var að myndin Disaster Artist, sem fjallar um gerð myndar Wiseaus, The Room, er væntanleg á streymisveituna og vildi aðdáandinn fá The Room þangað líka. Má ætla að Wiseau hafi boðið Netflix að taka myndina til sýningar en menn þar á bæ neitað öllu slíku. The Room er oft talin besta lélega mynd kvikmyndasög- unnar. Þar fór Wiseau með aðalhlutverkið, leikstjórn og sá um fjármögnun. Myndin hefur eignast stóran aðdáendahóp síðan hún kom út árið 2003 og hefur frægð hennar aðeins aukist eftir að James Franco lék Wiseau í áðurnefndri Dis- aster Artist. Aðdáendur þurfa þó ekki að örvænta, hægt er að nálgast myndina á DVD og BluRay á heimasíðu Wiseaus, á Amazon og fleiri stöðum. Herbergið kemur ekki Tommy Wiseau er ávallt nettur. AFP TÓNLIST Ed O’Brien, gítarleikari Radio- head, segir ekki loku fyrir það skotið að hljómsveitin geri nýja plötu saman. „Það mun pottþétt gerast,“ segir hann. Í nýlegu viðtali við Guitar World segir hann að hljómsveitarmeðlimirnir viti ekki hvenær af nýrri plötu verður. „Ég er viss um að það verður önnur plata. Hvenær það verð- ur hef ég ekki hugmynd um,“ segir O’Brien en síðasta plata sveitarinnar, A Moon Shaped Pool, kom út árið 2016. Í apríl sagði O’Brien frá því að hljómsveitin hygðist fara í tón- leikaferðalag á næsta ári en þau plön gætu farið úr skorðum vegna kórónuveirunnar. Radiohead mun gefa út plötu Ed O’Brien segir að ný plata muni koma. AFP Jordan á mótmælafundi um daginn. Hollywood ráði svarta MÓTMÆLI Leikarinn Michael B. Jordan kallaði eftir því á mót- mælafundi um síðustu helgi að Hollywood réði fleira svart fólk til vinnu. Jordan, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Adonis Creed í samnefndri kvikmynd, fylgdi þar með í spor leikarans Johns Boyega sem hefur látið í sér heyra á mótmælum í Bretlandi. Í ræðu sinni spurði Jordan hvar ákall um að fleiri svartir væru ráðnir til starfa væri. Framleiða ætti efni „leitt af svörtum fram- kvæmdarstjórum og svörtum ráð- gjöfum. Er verið að halda niðri sagnalist okkar líka?“ Í hinni frábæru mynd Hringa-dróttinssaga: Hilmir snýr heimmá heyra öskur sem er ansi kunnuglegt. Í árás Svörtu ridd- aranna, er fljúga um á ógurlegum skrímslum, á riddara Gondor-ríkis grípur eitt skrímslanna einn riddara Gondor. Þegar honum er sleppt og hann fellur til jarðar og dauða síns lætur hann frá sér einkar skondið öskur: „Aaaaaúúú.“ Öskrið minnir á öskur sem storm- sveitarmaður í upprunalegu Star Wars-myndinni gefur frá sér. Eru þau Logi geimgengill og Leia prins- essa á flótta undan hermönnum Veldisins í Dauðastjörnunni. Í bar- áttunni skýtur Logi einn þeirra sem fellur þá til dauða síns. Á leiðinni niður gefur hann frá sér nákvæm- lega sama öskur og riddarinn í Hringadróttinssögu. Líkindin eru of mikil og öskrið of asnalegt til að um tilviljun geti verið að ræða. 70 ára gamalt öskur Í eftirvinnslu kvikmynda þarf að taka upp ýmis hljóð sem koma fram í myndinni. Stundum er það vegna þess að hljóð eins og fótatak heyrist ekki nægilega vel í upprunalegu hljóðupptökunni. Stundum er það vegna þess að hljóðið í upptökunni er allt annað en það sem leikstjórinn og hljóðmaðurinn vilja ná fram. Alls kyns kúnstir eru notaðar til að ná Riddarar Gondor sækja fram í Hringa- dróttinssögu. Öskrið sem fór um heiminn Frægasta öskur kvikmyndasögunnar var tekið upp fyrir kvikmynd í upphafi 6. áratugarins. Nokkrir hljóðhönnuðir tóku ástfóstri við öskrið, sem hefur verið notað í yfir 400 kvikmyndum og þáttum. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Sheb Wooley er maðurinn á bak við frægasta öskur kvikmyndasögunnar. fram hversdagslegum hljóðum. Stundum þarf að taka upp öskur karaktera myndarinnar í hljóðveri. Það var gert fyrir myndina Distant Drums sem kom út árið 1951. Í myndinni er hermaður bitinn og dreginn á bólakaf af krókódíl í síki sem hópur hermanna gengur í gegn- um. Til að leika öskrið sem hermað- urinn gefur frá sér var fenginn leik- ari sem tók upp sex öskur fyrir atriðið. Það fimmta var notað í atrið- ið en það fjórða og sjötta annars staðar í myndinni. Á næstu árum var upptakan notuð í fjölda mynda Warner Bros. sem framleiddi Distant Drums. Í einni þeirra, The Charge at Feather Ri- ver, er fimmta öskrið notað þegar karakterinn Private Wilhelm (óbreyttur Vilhjálmur) fær ör í lær- ið. Tóku ástfóstri við öskrið Ben Burtt og félagar hans í kvik- myndadeild Suður-Kaliforníu- háskóla tóku eftir því að öskrið var notað í mynd eftir mynd og höfðu gaman af. Þegar Burtt fékk starf sem hljóðhönnuður í upprunalegu Star Wars-myndinni, sem kom út 1977, gafst honum kostur á að nýta sér hljóðupptökur fjölda kvik- myndastúíóa. Hann fann upptökuna úr Distant Drums og skýrði hana „Wilhelm“ eða Vilhjálmur eftir óbreyttum Vilhjálmi í The Carge at Feather River. Því er öskrið, raunar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.