Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2020, Side 10
drógu á eftir sér púlku með öllum vistum til tíu
daga ferðar.
„Við drógum á eftir okkur um 45-50 kíló og
ég kunni eiginlega ekki að ganga á gönguskíð-
um áður,“ segir hún og hlær.
„Ég hef alveg labbað á fjöll en ekki á göngu-
skíðum. Þetta var flest mjög nýtt fyrir mér.
Ég fór á námskeið með Vilborgu Örnu og lærði
að setja upp vetrartjaldbúðir. Og þótt það sé
núna sumar er alls konar veður á Vatnajökli,“
segir Heiða og segist ætla að nýta sér reynsl-
una í framtíðinni.
„Ég hef mjög mikinn áhuga á að tengja
þessa reynslu við snjóbrettasportið. Ganga á
það sem kallast „split board“ upp fjöll, en það
er eins konar fjallaskíði brettafólksins. Síðast-
liðin ár hef ég verið að bæta því meira og meira
við mína brettaiðkun, og sú reynsla nýttist
mér vel í leiðangrinum.“
Þetta er full vinna
Snjódrífurnar lögðu af stað í leiðangurinn
þann 6. júní.
„Það komu tveir „monster“-trukkar og sóttu
okkur við Jökulheima og keyrðu okkur upp á
jökulinn og svo var lagt af stað,“ segir Heiða
og útskýrir að hópurinn hafi gengið um átta til
tíu tíma á dag.
„Fyrsta daginn var ágætisveður en á öðrum
degi fengum við rosa bleytu á okkur. Þegar við
vorum að tjalda var rok og slydda og allt
blautt. Það gerir hlutina miklu erfiðari. Við
þurftum svo að bíða af okkur veðrið í hálfan
sólarhring. Ég var aldrei neitt stressuð í ferð-
inni en það komu stundir, eins og þennan dag,
sem maður þurfti aðeins að harka af sér,“ segir
hún en segist jafnframt alltaf hafa litið á þetta
sem verkefni sem hún ætlaði að klára og það
með gleðina og jákvæðnina í fyrirrúmi.
„Það þurfti að vera góð samvinna í hópnum
og mjög skýr verkaskipting, sérstaklega hvað
varðar tjaldfélaga sinn. Það var búið að ræða
það allt saman og við meira að segja hittum
sálfræðing til að ræða hvaða kostum góður
tjaldfélagi þyrfti búa yfir,“ segir hún og segir
hana og Önnu Siggu tjaldfélaga sinn hafa náð
að vinna ákaflega vel saman.
„Það þýðir ekkert að pirra sig á neinu. Mað-
ur vaknar á morgnana, hitar vatn, útbýr nesti,
borðar morgunmat og allir þurfa að vinna
hratt. Það er enginn að drekka kaffi og halla
sér aftur í rólegheitunum. Svo er pakkað á
púlkuna og lagt af stað. Þetta er full vinna,“
segir hún og útskýrir að vaknað hafi verið milli
fimm og sex á morgnana og lagt í hann.
„Þetta er prógramm allan sólarhringinn.“
Litlu hlutirnir mest krefjandi
Allir dagar eftir þennan erfiða blauta dag voru
góðir og veðrið frábært nánast alla daga eftir
það.
„Útsýnið var dásamlegt og við vorum ótrú-
lega heppnar með veður. Leiðangurstjórarnir,
Vilborg Arna og Brynhildur Ólafsdóttir, voru
frábærar. Við treystum þeim hundrað prósent
og hópurinn var mjög samheldinn. Það var
enginn stærri en verkefnið. Þetta er magnaður
hópur,“ segir Heiða og er greinilegt að á milli
kvennanna hafi myndast strengur sem mun
aldrei slitna.
„Við þurftum bara alltaf að halda áfram,
sama hvað. Skórnir okkar voru blautir allan
tímann. Á hverjum morgni þurftum við að fara
í rennblauta skóna og jafnvel með hælsæri,“
segir hún.
Heiða segir sumar konur hafi lent í því að
bólgna upp því bæði reynir mikið á húðina að
vera í sólinni uppi á jökli og eins geti safnast
fyrir bjúgur þegar ekki er drukkinn nógur
vökvi.
„Við lentum margar í því að brenna á vör-
unum og vöknuðum þá eins og við hefðum
fengið fyllingu í varir um nóttina,“ segir hún.
Heiða segist hafa komist að því hversu mik-
ilvægt það sé í svona ferð að huga að litlu hlut-
unum, eins og að bera á sig sólarvörn og huga
að sárum á fótum.
„Maður þarf að hugsa svo vel um sjálfan sig
til að komast í gegnum svona verkefni,“ segir
hún og segir einnig hafa reynt á samvinnu og
samkennd.
„Ein lenti í því að fá afar slæmt hælsæri sem
var í raun eins og annars og þriðja stigs bruni.
Ég skil varla hvernig hún komst í gegnum
þetta en við hjálpuðumst allar að ef einhver
átti erfiðan dag. Ég fékk sjálf líka mjög slæmt
hælsæri á leiðinni og átti erfitt með að klára
gönguna þann daginn,“ segir hún.
„Litlu hlutirnir voru í raun mest krefjandi;
ekki gangan sjálf. Mesta kvíðaefni dagsins var
að fara í blautu skóna sína.“
Það var grátið
Snjódrífurnar komu niður af jöklinum á mánu-
daginn var og voru að vonum glaðar með af-
rekið.
„Það var mjög tilfinningaþrungin stund þeg-
ar við komum niður að jökulröndinni.“
Hvernig leið ykkur? Var grátið?
„Já, það var grátið,“ segir Heiða og segir að
í raun hafi síðasti sólarhringur ferðarinnar
verið hlaðinn ólýsanlegum tilfinningum.
„Síðasta daginn gengum við upp að Goða-
hnjúk og útsýnið þaðan var geggjað. Við höfð-
um þá verið að brasa upp erfiða brekku og
komum svo á toppinn þar sem við horfðum yfir
jökla og fjöll. Þetta var töfrandi stund og allt
svo fallegt. Við áttum svo eftir að renna okkur
niður langa brekku sem er erfitt með púlkuna.
Það var endalaus fegurð í kringum okkur og
svo stórkostlegt að vera þarna með þessum
konum. Ég fór nokkrum sinnum að gráta
þennan dag. Það var bland af spennufalli,
þakklæti, náttúrufegurð og það að hafa klárað
þetta,“ segir hún og tekur undir með blaða-
manni að það sé afrek að klára svona leiðang-
ur.
„Það er afrek. Fyrir nokkrum árum hefði
mig aldrei grunað að ég færi í svona leiðangur.
Ég er stolt af því að vera hluti af þessu verk-
efni. Þetta er persónulegur sigur fyrir okkur
allar en við vorum fyrst og fremst að fara með
Sirrý. Sýn hennar á lífið, kaldhæðni húmorinn
hennar, orkan og æðruleysið kom okkur yfir
þennan jökul,“ segir hún.
„Við erum líka stoltar að vera fyrirmyndir
fyrir aðra.“
Eftir tíu daga af þurrmat og fjallafæði var
óneitanlega spenna hjá konunum að komast í
betri mat.
„Mig langaði svo í kók og ferska ávexti. Bíl-
stjórinn sem sótti okkur kom með kók, sóda-
vatn, bláber og Nóa-konfekt. Við hámuðum í
okkur í bílnum,“ segir hún og hlær.
Værir þú til í einhvern daginn að fara aftur í
svona ferð?
„Já, ég var eiginlega tilbúin í morgun að fara
aftur tilbaka.“
Ljósmyndir/Heiða Birgisdóttir
Á hverjum degi var tjaldbúðum slegið upp og lagst til hvílu eftir langa daga.
Heiða þurfti að bera vel á sig sólarvörn því
húðin brennur auðveldlega uppi á jökli.
Versta við ferðina var að fara í blauta skó á
hverjum morgni, jafnvel með sár á fótum.
’ Ég er stolt af því að verahluti af þessu verkefni. Þettaer persónulegur sigur fyrir okkurallar en við vorum fyrst og
fremst að fara með Sirrý. Sýn
hennar á lífið, kaldhæðni húm-
orinn hennar, orkan og æðruleys-
ið kom okkur yfir þennan jökul.
Snjódrífurnar drógu á
eftir sér um 50 kílóa
púlku. Þær gengu um
átta til tíu tíma á dag og
oft yfir erfitt landslag.
Flesta dag skein sólin sem gerði lífið léttara fyrir
Snjódrífurnar. Útsýnið var oft stórkostlegt.
G. Sirrý Ágústsdóttir hefur ýtt úr vör
átaki um útivist og hreyfingu sem ber
heitið Lífskraftur og er tilgangurinn að
safna áheitum fyrir félögin Kraft, félag
ungs fólks sem greinst hefur með
krabbamein, og Líf, styrktarfélag
kvennadeildar Landspítalans.
Hægt er að styðja við Lífskraft með
því að senda SMS í símanúmerið 1900:
LIF1000 fyrir 1.000 kr.
LIF3000 fyrir 3.000 kr.
LIF5000 fyrir 5.000 kr.
LIF10000 fyrir 10.000 kr.
Einnig er hægt að leggja inn á reikn-
ing 1161-26-9900, kt. 501219-0290, eða
með AUR appinu í síma 789 4010.
Lífskraftur
til góðs
VIÐTAL
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.6. 2020