Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2020, Side 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2020, Side 28
Grínistinn og uppistandarinnDave Chappelle gaf frásér hálftíma langan uppi- standsþátt á YouTube fyrir síðustu helgi. Netflix sá um útgáfuna enda streymisveitan gefið út uppistands- þætti hans síðan hann fór að gefa þá út á ný árið 2017. Þátturinn sem hann gaf út um daginn er þó heldur frábrugðinn þeim sem fólk á að venjast frá Chappelle. Í fyrsta lagi var hann tekinn upp aðeins sex dögum fyrir útgáfuna og því í miðjum heimsfar- aldri sem enn hefur mikil áhrif á daglegt líf í Bandaríkjunum. Oftast er tekið upp í stórum sal áhorfenda en nú sátu þeir sem á horfðu utandyra í sætum með hæfi- legu millibili. „Þetta er skrítið,“ sagði Chappelle við grímuklædda áhorfendur. Hann kom þar með fram í fyrsta sinn í þrjá mánuði. Það sem sker uppistandið úr enn frekar er að það átti aldrei að vera fyndið fyrir utan einn og einn brandara hér og þar. Chappelle tók fyrir það sem hefur verið á allra vörum í Bandaríkjunum síðustu vikur, allt frá dauða George Floyds af hendi lögreglumanns í lok maí, lögregluofbeldi og kerfislæga mis- munun gagnvart svörtum í landinu. Ekkert heilagt David Chappelle fluttist til New York-borgar til að elta drauminn um að verða grínisti eftir að hann útskrifaðist úr menntaskóla 1991. Hann hóf uppistandsferilinn í Apollo-tónleikahúsinu í Harlem og var eitt sinn púaður út af sviðinu. Hann lét það ekki á sig fá og gekk fljótlega betur. Hann kom fram í spjallþáttum og og lék minni hlut- verk í kvikmyndum. Chappelle skrifaði, ásamt öðrum, handrit að og lék í myndinni Half Baked sem kom út árið 1998. Það var síðan árið 2003 sem sketsaþátturinn Chappelle’s Show fór í loftið á Comedy Central. Fyrstu tvær þáttaraðirnar nutu mikilla vinsælda. Chappelle var ekkert heilagt. Hann grínaðist með ýmsa þætti í bandaríkskri menn- ingu; staðalímyndir kynþátta, stjórnmál o.fl. Sketsar þar sem hann gerir grín að tónlistarmann- inum Rick James vöktu mikla lukku meðal áhorfenda og varð „Ég er Rick James, tík“ ódauðleg setning. Þá túlkaði Chappelle tónlistar- manninn Prince eftirminnilega í þáttunum. Var Prince sjálfur svo hrifinn að hann notaði mynd af Chappelle sem Prince á umslag smáskífu sinnar, Breakfast Can Wait. Í viðtali í spjallþætti Jimmy Fallons mátti ætla á Chappelle að Prince hafi notað myndina án leyf- is. „Þú gerir grín að Prince í skets og hann setur þig á plötuumslagið sitt. Hvað á ég að gera, kæra hann fyrir að nota mynd af mér, klædd- an sem hann? Ég er skák og mát þarna.“ Gekk frá milljörðum Þrátt fyrir vinsældir þáttanna vildi Chappelle frekar einbeita sér að uppistandi sínu og kvartaði undan tímaleysi vegna anna við þættina. Þriðja þáttaröðin átti að fara í sýn- ingar í lok maí 2005 en fyrr í mán- uðinum hætti hann skyndilega vinnu við þáttaröðina og fór í frí til Suður-Afríku. Kom þetta eins og þruma úr heiðskíru lofti fyrir bæði framleiðendur þáttanna og aðdá- endur þeirra. Sagði Chappelle þættina hafa farið í átt sem honum líkaði ekki. Með því að hætta í þáttunum gekk Chappelle frá 50 milljóna dala (3,3 milljarða króna á þáver- andi gengi) samningi sínum við Comedy Central. Á næstu árum „Þetta er í dag“ Dave Chappelle er af mörgum talinn einn besti, ef ekki sá besti, grínisti sögunnar. Honum er ekkert heilagt í gríninu og hann veigrar sér ekki við að tala alvarlega um málefni sem þarfnast umfjöllunar. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Prince notaði Chappelle á umslag smáskífu sinnar, Breakfast Can Wait. 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.6. 2020 LESBÓK SETNINGAR „Haldið í rassana ykkar,“ („Hold on to yo- ur butts“) sagði karakter Samuel L. Jackson eftir- minnilega í fyrstu Jurassic Park-myndinni frá árinu 1993. Handritshöfundur myndarinnar, David Koepp, hefur nú ljóstrað upp um uppruna setningarinnar sem lifir enn meðal aðdáenda myndanna. Hann segir í viðtali við Collider að setningin sé komin frá leikstjóra Back to the Future, Robert Zemeckis. Koepp og Zemeckis unnu saman að annarri mynd sem var á lokastigum fram- leiðslu þegar hann vann að handritinu að Jurassic Park. Hópur sem vann að myndinni horfði saman á senur og þegar ljósin voru slökkt sagði Zemeckis: „Haldið í rass- ana ykkar.“ Koepp var fljótur að átta sig og skrifaði setninguna um leið inn í handritið. „Haldið í rassana“ Samuel L. Jackson í hlut- verki sínu. Universal Pictures VERÐLAUN Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel verður kynnir Emmy-verðlaunahátíðarinnar þetta árið. Hátíðin verður haldin með breyttu sniði í ár vegna kór- ónuveirufaraldursins en óvíst er nákvæmlega hversu miklar breytingar verða. Hátíðin heiðrar það besta sem fram kemur í bandarísku sjónvarpi á ári hverju og ráðgert er að hún verði haldin hinn 20. september í ár. Kimmel er ekki ókunnugur kynnastarfinu en hann var kynnir hátíðarinnar árin 2012 og 2016 og Óskarsins árin 2017 og 2018. „Ég veit ekki hvar eða hvernig og ekki einu sinni af hverju við ætlum að gera þetta, en ég mun vera kynnir!“ sagði Kimmel á Twitter. Kimmel kynnir á ný Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kimmel kynnir. AFP Wayans Jr. var inn og út úr þáttunum. Hætti, kom aft- ur og hætti svo BROTTFARIR Gamanþættirnir New Girl hafa verið einkar vinsælir á Netflix hér á landi síðan þeir komu aftur á streymisveituna fyrr á árinu. Margir hafa eflaust velt fyrir sér afhverju karakterinn Coach, sem Damon Wayans Jr. leikur, birt- ist í fyrsta þætti en svo ekki söguna meir fyrr en í þriðju þáttaröð. Wa- yans hverfur svo aftur í lok fjórðu seríu en á nokkrar gestainnkomur í þremur síðustu þáttaröðunum. Í fyrri brottför sinni þurfti Wayans að halda áfram leik sínum í þátt- unum Happy Endings en í þeirri seinni ákvað hann einfaldlega að endurnýja samning sinn ekki. Veiðivefur í samstarfi við

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.