Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2020, Side 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2020, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.6. 2020 F ulltrúar í borgarstjórn Reykjavíkur og bæjarstjórninni þar á undan voru lengi 15 talsins. Vinstri meirihlutinn sem tók við í fyrsta sinn 1978 hafði sem sína stefnu að fjölga borgarfulltrúum í 21. Sú breyting tók gildi í byrjun kjör- tímabilsins á eftir, vorið 1982. En þá höfðu Sjálfstæð- ismenn óvænt unnið meirihluta á ný, bæði atkvæða og fulltrúa. Þeir höfðu haft í stefnu sinni að fækka bæri borgarfulltrúum á ný í 15, enda haldlítil rök fyrir fjölg- uninni. En þetta fyrsta kjörtímabil nýs meirihluta þeirra voru borgarfulltrúarnir 21 og Sjálfstæðismenn með 12 þeirra og minnihlutinn 9. Fjölgunin hafði ekki verið vinsæl á meðal borgarbúa sem keyptu ekki kröfuna um nauðsyn þess. Mest hafði því verið beitt fyrir vagninn að íbúum hefði fjölgað verulega og því yrði að fjölga fulltrúum þeirra. Gæluverkefni gufaði upp … Hinn nýi meirihluti Sjálfstæðismanna samþykkti strax í upphafi stjórnartíðar sinnar að fækka skyldi borgar- fulltrúum á ný í 15, en fækkunin gat ekki tekið gildi fyrr en í byrjun nýs kjörtímabils. Meirihluti Sjálfstæð- ismanna jók fylgi sitt nokkuð í kosningunum 1986 og bætti svo sannarlega um betur í lok kjörtímabilsins. Þá fengu þeir 60,4 prósent atkvæðanna og 10 borgar- fulltrúa af 15 og aðeins hagfelldari skipting atkvæða hefði gefið þeim 11 fulltrúa. Þegar R-listinn náði meiri- hluta vorið 1994 var hann ekki með fjölgun borgarfull- trúa á sinni dagskrá. Hann hefur sjálfsagt skynjað það vel í kosningunum 1982 að fjölgun fulltrúa mæltist heldur illa fyrir. … og gufaði niður aftur En síðar komu til aðrir flokkar og menn sem beittu sér fyrir því að borgarfulltrúum yrði fjölgað í 23. Það hefur farið heldur illa, eins og ýmsir óttuðust. Sú gjörð hefur ekki tryggt að einstakir hlutar borg- arinnar hafi nú talsmenn í borgarstjórn umfram það sem áður tíðkaðist, nema síður sé. Það var þó ein af mörgum fátæklegum röksemdum fyrir útþenslunni. Önnur var sú að eftirlitshlutverk borgarfulltrúanna myndi skerpast. Það urðu hrópleg öfugmæli. Stjórnun borgarinnar hefur aldrei verið í eins miklum ólestri og nú. Flestar fréttir sem úr Ráðhúsinu berast eru um mistök, óreiðu, spillingu, einelti, fjármálalegt klúður og lóðabrask og borgarstjórinn, sem jafnan varpar frá sér allri ábyrgð, stórri sem smárri, lætur embættis- menn komast upp með að svara ekki spurningum um alvarlega hluti mánuðum saman! Vinnubrögðin aldrei lakari Eftirlitshlutverk borgarfulltrúanna 23 hefur misst all- an mátt og þvælst er fyrir þeim í hverju skrefi sem þeir reyna að taka. Hitt sem hefur hins vegar gerst er að borgarbúar vita enn síður en áður hverjir það eru sem eiga að vera sérstakir trúnaðarmenn þeirra í Ráðhúsinu. Kannski ná þeir ekki að leggja allan þennan hóp á minnið. Og síst og seint verður því haldið fram að vinnu- brögðin hafi batnað í yfirstjórn borgarinnar, sem á ár- um fyrr þótti til fyrirmyndar fyrir önnur sveitarfélög og auðvitað fyrir ríkisreksturinn. Þá var fyrirspurnum frá borgarfulltrúum svarað að bragði og því hægt að ræða spurningar og svör opin- berlega í borgarstjórn skömmu eftir að þær höfðu bor- ist á skrifstofu borgarstjóra. Nú er öllu drepið á dreif með algjörlega óboðlegum hætti. Nú er svo annað komið til sem er með öðrum brag en var. Æðstu yfirmenn borgarinnar eru iðulega í dæma- lausum eltingarleik við borgarfulltrúa, sem eiga að gegna ríkulegu eftirlitshlutverki samkvæmt sveitar- stjórnarlögum. Er það ótrúlegt upplit. Stundum fer best á að flýta sér ekki Það er gömul saga og ný, að ekki eru allar breytingar til bóta og þá kannski síst þær sem knúnar eru áfram af tilbúningi sem nauðsynlegt sé að apa eftir og fylgja því sem talið er vera tíska. Það fer ekki framhjá neinum að völd kjörinna full- trúa þjóðarinnar fara ört minnkandi. Þrýst er á það að starfsmenn stjórnarráðsins og lausbeislaðra ríkis- stofnana með útbólginn fjárhag eða hópar með ónota- legan klíkubrag og ábyrgðarlausir með öllu eigi að hafa öll eiginleg völd í krafti þess að þar fari „óhlut- drægir“ fagmenn. Því fer þó fjarri að hald sé í þeirri gefnu fullyrðingu og að það hafi alls staðar farið vel og eru dæmin um hið gagnstæða óþægilega mörg. Og þegar flokkarnir taka að tíðka að senda reynslu- lítið fólk inn í ráðuneytin þá heldur þróunin áfram og á enn meiri ferð. Stundarhagsmunir stjórna för Þeir fræðimenn sem til er leitað um svör varðandi þessa óeðlilegu þróun stjórnsýslulegunnar eru gjarn- an sjálfir uppnumdir yfir eigin fræðimennsku og óvænta ábyrgðarlausa valdi og leggja því flestir öll sín lóð á þá hlið. Í framhaldinu sjást þeir svo sjálfir kall- aðir til æ víðar. Og iðulega gerist það einnig að þeir sem eru súrir yf- ir því að sitja í stjórnarandstöðu eru með málatilbún- ing á þingi og í opinberri umræðu um að sitjandi ráð- herrar hafi tekið ákvörðun sem þeir hafi í raun ekki verið búnir að fá fullnægjandi heimild fyrir hjá ráðu- neytisstjórum, skrifstofustjórum og öðrum yfirmönn- um sínum innanhúss. Miklu nær væri að stjórnarandstæðingar litu á sig sem fulltrúa almennings en ekki kerfisins og hefðu þann metnað og framsýni að finna að því að ráðherrar fylgdu ekki eftir og færu fram samkvæmt því lýðræð- islega umboði sem þeir þó hefðu. Þeir myndu með svo ærlegum málatilbúnaði senda þau skilaboð til kjós- enda að þeir myndu sjálfir aldrei gerast undirtyllur í eigin húsi en axla það vald sem þeim væri réttilega fengið. Í þessu sambandi er ekki átt við núverandi stjórnar- andstöðu sérstaklega heldur almennt og er þá horft til margra dæma frá liðnum árum. Lýðræði stórt orð með ósýnilegra vægi En allt er þetta hluti af annarri staðreynd, sem sagt þeirri, að hið lýðræðislega vald er orðið mjög veiklað og áhugi kjósenda á því brölti öllu minnkar því sífellt. Innlent lagasetningarvald fer þverrandi þar sem meg- inhluti þess á ekki bara rót, heldur nú orðið einnig leggi og blöð, frá andlýðræðislegasta valdabatteríi ver- aldar, í Brussel. Þar eru gerðar stórbreytingar á lagaumhverfi lands- manna og það svo innleitt hér með öllu óathugað, gjarnan lokið í formi þingsályktunartillagna sem fá miklu veikari afgreiðslu í þinginu en lög skulu fá. Og þar með verður hinn almennt þröngi aðgangur forseta að lagasetningu samstundis enginn, sem hlýtur að kalla á ítarlega umræðu þótt vera megi að þetta henti forseta vel. Ekki síst þegar svonefndir „evrópufræðingar“, sem oftast hafa farið á lengri eða styttri námskeið hjá Þegar gera á betur en vel, þá fer oft verr en illa Reykjavíkurbréf19.06.20

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.