Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2020, Side 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2020, Side 12
BÖRN Í VANDA 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.6. 2020 L andspítalinn/BUGL neitar ákveðnum hópi barna um full- nægjandi hjálp ár hvert. Börn sem eru í svipaðri stöðu og dóttir mín; með svipaðan vanda, van- virkni, kvíða og þunglyndi. Ár hvert bætast 15 til 20 börn við þennan hóp. Það er vitað að án viðeigandi aðstoðar muni þau lenda á örorku út lífið. Þessi börn eru með góða greind og sum afburðagreind. Þetta þýðir að á hverju ári myndast framtíð- arskuld á ríkissjóð upp á 3 til 4 milljarða – það eru örorkubætur fyrir lífstíð sem þessi börn munu þurfa í framtíðinni – bara vegna þess að Landspítalinn telur það ekki vera í sínum verkahring að hjálpa þeim. Á 10 árum mun þessi skammsýni yfirmanna Landspítalans kosta ríkið – framtíðarskuld – 30 til 40 millj- arða, því bara á 10 árum eru þetta 150 til 200 börn.“ Þetta segir móðir fimmtán ára stúlku á ein- hverfurófi sem rætt var við hér í blaðinu í tveimur greinum í upphafi síðasta mánaðar. Stúlkan glímir við mikið þunglyndi, og er með ódæmigerða einhverfu. Í greinunum segir móðir stúlkuna ekki fá nægjanlega hjálp, hvorki frá sveitarfélaginu né heilbrigðiskerf- inu, þ.e. BUGL. Af tillitsemi við dóttur sína hefur hún ekki komið fram undir nafni og er ekki breyting þar á nú. Hún segir kerfin vinna markvisst að því að koma sér undan því að veita þá hjálp sem dóttir hennar þurfi. Þrjár og hálf milljón í fundi Móðirin spyr sig í hvað peningarnir fara. „Ekki fara þeir í barnið mitt. Ég hef farið á um það bil 50 fundi síðustu 19 mánuði, svokallaða teymisfundi, þar sem kerfin með hinum og þessum fagaðilum mæta. Þangað koma læknar, sálfræðingar, hjúkrunarfræðingar, félagsfræðingar, skólastjóri, kennarar, og svo framvegis, allir á fullum launum og sumir í yfirvinnu,“ segir hún. Hún segir að þegar foreldrar biðji um meðferð eða aðstoð sé þeim vísað annað þar sem fundin sé ástæða til að halda enn fleiri fundi. Móðirin hefur lauslega áætlað kostnaðinn við alla þessa fundi og það sem þeim fylgi. „Á hverjum fundi eru margir fagaðilar, að með- altali um 6 manns á hverjum fundi, og sumir koma á leigubílum á fundina. Gefum okkur að tímakaupið sé að meðaltali 10.000 krónur fyrir fagfólkið. 10.000 krónur sinnum 6 manns plús 10.000 krónur í akstur – þá er kostnaðurinn um 70.000 krónur fyrir hvern fund. Fyrir 50 fundi gera það 3.500.000 krónur. Á sama tíma er barnið mitt búið að bíða 19 mánuði hjá BUGL eftir einum tíma hjá talmeinafræðingi og jafnlengi eftir tíma hjá sérhæfðum sálfræð- ingi.“ Þarna sé illa farið með peningana að hennar mati. „Þessar 3.500.000 krónur hefðu átt að fara í meðferð fyrir barnið mitt en ekki þetta fundablaður.“ „Þetta er alveg vonlaust“ Móðirin getur ekki verið á vinnumarkaði vegna dóttur sinnar og getur því ekki séð henni fyrir viðeigandi meðferð. „Ég á ekki rétt á neinu á meðan, ekki atvinnuleysisbótum eða neinu, þannig að það er bara ein fyrirvinna á heimilinu. Þess vegna höfum við ekki efni á að kaupa dýra tíma fyrir barnið mitt.“ Jafnvel þótt dóttir hennar fái of litla þjón- ustu hefur móðurinni verið tjáð að hún fái meira en önnur börn. „Landspítalinn/BUGL segir að þau hafi ekki fjármagn og það sem dóttir mín fái sé miklu meira en flestir aðrir krakkar fá.“ Eins og móðirin benti á í fyrri greinni hér í blaðinu er það að vera á einhverfurófi skil- greint sem fötlun og því sé það á ábyrgð sveit- arfélaganna að sinna börnum á einhverfurófi „Sum sveitarfélög eru með úrræði fyrir þenn- an hóp en þau úrræði bjóðast ekki börnum frá öðrum sveitarfélögum. Hvert sveitarfélag er með sína stefnu þannig að það sitja ekki allir við sama borð. Það er skrítið að ríkið setji þetta svona upp því það er ríkið sem mun sitja uppi með kostnaðinn vegna mistakanna.“ Móðurinni var gefið ráð í upphafi ferlisins sem hófst er dóttir hennar lokaði sig af vegna þunglyndis og sjálfsvígshugsana og þurfti á hjálp að halda „Þetta var foreldri sem hefur þurft að ganga í gegnum svipaða hluti og ég, 10 árum fyrr. Sú var búin að missa heilsuna vegna álagsins. Hún sagði við mig: „Þetta er alveg vonlaust. Ég barðist og barðist en náði engu fram. Kerfið stendur gegnheilt gegn því að veita hjálpina.“ Ég trúði þessu ekki, mér fannst þetta of ótrúlegt. En hún hafði alveg hárrétt fyrir sér því eftir 19 mánaða baráttu mína stendur lítið eftir.“ Forgangsröðunin skýr Í sumar fær dóttirin nánast enga meðferð. „Frá Landspítalanum/BUGL fær hún heilar þrjár klukkustundir í listmeðferð, eina klukku- stund í iðjuþjálfun og það var að detta inn ein klukkustund hjá talmeinafræðingi eftir 19 mánaða bið. Samtals 5 klukkustundir yfir allt sumarið.“ Á sama tíma og barnið fær nánast enga meðferð er peningunum eytt í annað hjá Land- spítalanum, að sögn móðurinnar. „Í síðustu viku beið ég fyrir utan BUGL 15 til 20 börn bætast á hverju ári í hóp þeirra sem glíma við vanvirkni, kvíða og þunglyndi en fá ekki hjálp við hæfi, að sögn móðurinnar. Colorbox Hvert fara peningarnir? Móðir barns á einhverfurófi spyr sig hvert peningarnir hjá Landspítalanum fara. „Ekki fara þeir í barnið mitt,“ segir hún. Hún segir að á hverju ári myndist 3 til 4 milljarða framtíðarskuld fyrir ríkissjóð því börn með kvíða og þunglyndi fá ekki meðferð við hæfi. Á meðan dóttir hennar fær ekki hjálp við hæfi hafa þrjár og hálf milljón farið í fundahöld. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is ’Hún sagði við mig: „Þetta eralveg vonlaust. Ég barðist ogbarðist en náði engu fram. Kerfiðstendur gegnheilt gegn því að veita hjálpina.“ Ég trúði þessu ekki, mér fannst þetta of ótrúlegt. En hún hafði alveg hárrétt fyrir sér því eftir 19 mánaða baráttu mína stendur lítið eftir.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.