Morgunblaðið - 06.07.2020, Síða 1

Morgunblaðið - 06.07.2020, Síða 1
M Á N U D A G U R 6. J Ú L Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  157. tölublað  108. árgangur  KEPPA UM NÝSKÖPUNAR- FYRIRTÆKI FYRSTA LIÐIÐ FRÁ ÁRINU 2008 FRÆÐSLA MIKIL- VÆGUR ÞÁTTUR Í ÞJÓÐGARÐINUM REKNIR AF VELLI 26 VATNAJÖKULL 10VIÐSKIPTI 12 Ljósmynd/Bjarni F. Einarsson Minjar Eldri skálinn á Stöðvarfirði gæti verið forn útstöð frá Norður-Noregi.  Bjarni F. Einarsson fornleifa- fræðingur og hans fólk hafa verið við uppgröft á Stöðvarfirði í fimm ár og rannsakað þar hús og gripi sem Bjarni fann árið 2007. Bjarni segir æ fleira koma í ljós, en fjöldi gripa hefur fundist við rannsóknina auk húsa og telur Bjarni eldri skál- ann, sem talinn er frá því um 800, vera útstöð frá Norður-Noregi það- an sem fólk hafi ferðast og haft sumardvöl á Íslandi og nýtt sér auð- lindir sjávarins, fisk, hval og sel. Fréttirnar af nýju landi hafi svo farið um Skandinavíu og fólk komið þaðan til Íslands í leit að betra lífi, ekki bara á flótta undan Haraldi hárfagra. »6 Eldri skálinn á Stöðvarfirði talinn frá því um 800 Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Við höfum ekki lagt mat á hversu stór hluti krafnanna kann að tapast. Það má hins vegar búast við því að það tapist einhverjir peningar,“ seg- ir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri, spurður um svokall- aðan ferðaábyrgðasjóð. Ferðamála- stofu hefur verið falið að reka sjóð- inn, en úr honum eiga ferðaskrifstofur að geta sótt um lán til að endurgreiða viðskiptavinum pakkaferðir sem niður féllu af óvið- ráðanlegum aðstæðum. Eiga endur- greiðslurnar við fyrir ferðir sem áætlaðar voru á tímabilinu 12. mars til 31. júlí en fella þurfti niður vegna faraldurs. Eftirlit með nýtingu lánanna Verði heimild sjóðsins nýtt til fulls er ráðgert að umfang lánanna verði um 4,5 milljarðar króna. Að sögn Skarphéðins ná lögin til 15-20 þús- und ferða, en engin veð liggja að baki lánunum. Verði ferðaskrifstofur, er nýtt hafa úrræðið, gjaldþrota á ferðaábyrgðasjóður kröfu í trygg- ingar fyrirtækjanna. Ljóst er að þrátt fyrir það kunna fjármunir að tapast enda stendur ferðaþjónustan hér á landi nú höllum fæti. „Ferðaþjónustan stendur mjög illa þannig að það má búast við að eitthvað tapist. Það verður þó haft eftirlit með því að lánið skili sér til neytenda, til að tryggt sé að það verði ekki notað í eitthvað annað,“ segir Skarphéðinn og bætir við að umrædd ferðaþjónustufyrirtæki þurfi að uppfylla lágmarksviðmið um ríkisstyrki til að geta fengið lán úr sjóðnum. Ekki sé ljóst hversu mörg fyrirtæki falli þar undir. Spurð um málið segir Þórdís Kol- brún R. Gylfadóttir ferðamálaráð- herra að lánin feli í sér vissa áhættu eins og önnur lán sem veitt séu í ríkjandi ástandi. Þó eigi ferða- ábyrgðasjóður kröfu í tryggingafé viðkomandi ferðaskrifstofa. „Ég myndi ekki segja að um víkj- andi lán sé að ræða þótt þetta séu ekki veðlán. Í lögunum er kveðið á um að sjóðurinn öðlist kröfu í trygg- ingafé ferðaskrifstofu og í tilviki gjaldþrotaskipta kröfu samkvæmt 112. gr. gjaldþrotaskiptalaga. Vissu- lega er þó einhver áhætta fólgin í þessum lánum eins og öllum lánum sem veitt eru núna í því ástandi sem hefur skapast vegna veirunnar.“ Ríkissjóður geti tapað fjár- munum vegna ferðalána  Reiknað með 4,5 milljörðum til íslenskra ferðaskrifstofa  15-20 þúsund ferðir „Ég stend enn í fæturna,“ segir Dóra Ólafsdóttir, sem fagnar 108 afmæli sínu í dag. Hún er elsti núlifandi Íslendingurinn, fædd 6. júlí árið 1912 í Sigtúnum á Kljáströnd í Grýtubakkahreppi, næstelst átta barna þeirra hjóna Ólafs Gunnars- sonar útgerðarmanns og Önnu Maríu Vigfús- dóttur húsfreyju. Dóra á eina systur á lífi, Þóru Soffíu, 89 ára, sem býr í Reykjavík. Dóra dvelur á hjúkrunarheimilinu Skjóli og þangað kom Dav- íð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, færandi hendi um helgina með blómvönd til Dóru og til- kynnti henni jafnframt að hér eftir fengi hún Moggann frítt. Hún er elsti áskrifandi blaðsins og hefur verið dyggur lesandi til fjölda ára. Hún les mikið, bæði bækur og blöð, og fylgist vel með þjóðmálum. „Ég var einmitt að lesa Staksteina þegar þið komuð, og mér líkaði það vel,“ sagði Dóra við Davíð. Alls eru nú 60 Íslendingar 100 ára og eldri, og hafa aldrei verið fleiri, að sögn Jónasar Ragn- arssonar, sem sér um vefinn Langlífi. »4 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Dóra Ólafsdóttir 108 ára í dag, elst Íslendinga  Kjarasamn- ingar leik- og grunnskólakenn- ara og Sambands íslenskra sveitar- félaga hafa nú verið lausir í rúmt ár. Dag- legir fundir eru milli samninga- nefnda, en Þor- gerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, segir allt kapp lagt á að ljúka viðræðum fyrir haustið. Óvenjulegt sé að fundað sé um hásumar, en það skýrist af óvenjulegum aðstæðum í samfélag- inu. »2 Allt kapp lagt á að semja fyrir haustið Þorgerður Laufey Diðriksdóttir  Vilhjálmur Bjarnason, fyrr- verandi þing- maður Sjálfstæð- isflokksins, segir að aldrei hafi reynt á lögmæti smálána fyrir dómi. Hann hvet- ur fólk til að greiða ekki smá- lánaskuldir ætt- ingja heldur láta á það reyna hvort fyrirtæki treysti sér til að sækja mál, en það efast hann um. Laga- breytingar þurfi ekki til, enda eigi núverandi löggjöf að taka á lánum þar sem lánveitandi nýtir sér neyð og bágindi lántaka. Að mati Vil- hjálms eru smálántakendur, sem ekki hafi forsendur til að vita hvað þeir eru að gera, beittir ofbeldi. »8 Aldrei hafi reynt á lögmæti smálána Vilhjálmur Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.