Morgunblaðið - 06.07.2020, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 2020
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar
„Skálann fann ég árið 2007 þegar ég
var að vinna að mati að umhverfis-
áhrifum og ég tilkynnti um hann. Þá
var þetta reyndar bara „meintur
skáli“ – það er svona varnagli sem
maður hefur,“ segir Bjarni F. Ein-
arsson fornleifafræðingur í samtali
við Morgunblaðið, um fund skála og
fleiri húsa á Stöðvarfirði sem Morg-
unblaðið hefur fjallað um áður, en
Bjarni hefur allar götur síðan 2015
verið við uppgröft menjanna eystra
að sumarlagi og þótt öll kurl séu
kannski ekki komin til grafar fjölgar
þeim nú óðum.
Gæti breytt kenningum
Bjarni segir rannsóknina hafa haf-
ist með sérstæðum hætti. „Heima-
menn höfðu samband við mig og
höfðu skaffað smá fjármagn sem
dugði til þess að taka skurð sem ég
gerði þarna um haustið og kom þá
niður á tvö hús. Neðst í skurðinum
tók ég viðarkolasýni sem ég sendi í
greiningu til Bandaríkjanna og þá
kemur þessi hái aldur,“ segist Bjarna
frá.
Silfur og perlur
Hann segir eldri skálann líklega
frá því rétt eftir 800, sem eðlilega
muni breyta viðteknum hugmyndum
um hvenær Ísland hafi verið numið.
Auk þess segir Bjarni æ fleiri muni
hafa komið upp úr kafinu síðustu
sumur, en honum veittist ofan á fé frá
Fjarðabyggð veglegur styrkur úr
fornminjasjóði, mjög hár á íslenskan
mælikvarða, auk þess sem Fjarðaál,
Alcoa, hafi lagt fé til rannsóknarinnar
og enn fremur Áhugahópur um forn-
leifarannsóknir í Stöð.
Hefur Bjarni síðan þá notað sum-
urin í að rannsaka þessa fornu byggð
ásamt hópi fornleifafræðinga og nem-
enda. „Þetta er bæði og, ég er yfirleitt
með tvo til þrjá nemendur, annað-
hvort íslenska eða erlenda, sem eru
þá í námi og fá einingar fyrir. Eins er
ég með erlenda sérfræðinga sem
koma í mislangan tíma til að rann-
saka og er kominn í samstarf við fleiri
aðila við greiningu á sýnum, til dæmis
Náttúruminjasafnið,“ segir Bjarni,
sem sjálfur rekur fyrirtækið Forn-
leifafræðistofuna.
En hvaða munir eru það þá helst
sem Bjarni og hans fólk hafa fundið á
Stöðvarfirði?
„Við höfum fundið silfurmuni, 31
minnir mig, og flestar perlur sem
fundist hafa í skálum á Íslandi, 148
eru þær núna. Þarna eru líka blýgrip-
ir og einn gullgripur, þótt lítill sé, og
margir snældusnúðar og fjöldi brýna.
Það sem mér finnst þó einna merki-
legast eru jaspisar, glerhallar og tinn-
ur,“ segir fornleifafræðingurinn.
Hallast að Norður-Noregi
Segir hann alla steinana hafa verið
notaða sem áhöld til að skera, skrapa
eða hefla. Einum gripaflokki kann
Bjarni þó engar skýringar á, sem eru
skífur úr ýmsum steintegundum.
„Þessar skífur eru slegnar hringinn
og mynda næstum hringlaga form.
Tilgáta mín er sú að þetta séu tappar
í skinnsekki eða maga til að geyma
fljótandi efni, svo sem blóð eða lýsi.“
Hvaða fólk telur Bjarni þá hafa
verið á ferð um Austfjörðu svo
snemma, allt að árinu 800?
„Öll efnismenningin sem við finn-
um, húsagerðin og gripatýpurnar eru
dæmigerðar fyrir Skandinavíu, eink-
um þó Norður-Noreg og það er það
sem ég hallast mest að,“ segir Bjarni
og á erfitt með að dylja áhuga fræði-
mannsins.
„Yngri skálinn er hinn eiginlegi
landnámsskáli, sá eldri er líklega út-
stöð frá Noregi sem hefur verið árs-
tíðabundin búseta fólks sem nýtti sér
auðlindir svæðisins í einhverja ára-
tugi. Fiskur, hvalur, selur og hugsan-
lega mýrarrauði, ég hef ekki fengið
það staðfest enn þá, en það er mýrar-
rauði í eldra húsinu. Fólkið sem var
þarna tók ekki bara með sér vörur út
heldur líka upplýsingar um nýja land-
ið og þær dreifast svo um Skandinav-
íu, það var ekki bara fólk sem var að
flýja Harald hárfagra sem flutti frá
Noregi, fjöldi fólks fór líka bara í leit
að betra lífi.“
Ekki bara að flýja Harald hárfagra
Eldri skálinn líklega frá því upp úr árinu 800 Silfurmunir og snældusnúðar Útstöð frá Noregi
Ljósmynd/Bjarni F. Einarsson
Margt býr í þokunni Frá uppgreftri Bjarna og teymis hans á Stöðvarfirði, hugsanlegri útstöð frá Norður-Noregi.
Fjölmenni var í Búðardal í gær þeg-
ar Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra opnaði Vínlandssetrið þar
formlega. Setrið er í gömlu húsi við
höfnina í kauptúninu. Á efri hæð
þess er sýning þar sem með mynd-
verkum tíu íslenskra listamanna og
margtyngdri hljóðleiðsögn er rakin
saga af landafundum norrænna
manna á landnámsöld, fundi Græn-
lands og Vínlands hins góða. Dal-
irnir tengjast sögunni þannig, að frá
Eiríksstöðum í Haukadal var Eirík-
ur rauði sem árið 1000 hélt í vestur
og fann Grænland. Þaðan fór seinna
sonur hans, Leifur heppni, og fann
Ameríku fyrstur norræna manna.
Upplifun af sýningu Vínlandsset-
ursins á að líkjast því að gengið sé í
gegnum leikhús. Hugmyndafræð-
ingurinn þar er Kjartan Ragnarsson
leikhúsmaður sem með Sigríði Mar-
gréti Guðmundsdóttir stendur að
Landnámssetrinu í Borgarnesi.
„Hugmyndin að þessari sýningu
er frábær og söguefnið – landa-
fundir norrænna manna – hefur
lengi heillað,“ sagði Katrín Jak-
obsdóttir í ræðu sinni og bætti við
að nálgunin á söguefnið væri að
sínu mati mjög áhugaverð.
sbs@mbl.is
Vínlandssetrið í
Búðardal opnað
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Landafundir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra opnaði Vínlandssetrið formlega; flutti ávarp og klippti á borða.
Landafundir í vestri í brennidepli
Feðgarnir Kristinn Sigmundsson og
Jóhann Kristinsson söngvarar koma
í fyrsta sinn fram saman á opnunar-
tónleikum Reykholtshátíðar, sem
haldnir verða föstudagskvöldið 24.
júlí. Dagskrá hátíðarinnar, sem
stendur frá föstudegi til sunnudags,
var kynnt í gær. Hátíðin saman-
stendur af fernum tónleikum með
fjölbreyttri efnisskrá, auk fyrirlest-
urs í Snorrastofu, en Þór Magnús-
son, fyrrverandi þjóðminjavörður,
heldur þar erindi um merka gripi úr
kirkjum Borgarfjarðar.
Morgunblaðið/Golli
Snorrastofa Reykholtshátíð verður hald-
in í 25. sinn helgina 24. til 26. júlí.
Feðgar koma fram
saman í fyrsta sinn