Morgunblaðið - 06.07.2020, Síða 8

Morgunblaðið - 06.07.2020, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 2020 Óðinn Viðskiptablaðsins ræddiskattheimtu í liðinni viku og þá hættu sem stafar af því þegar ein- stök dægurmál verða til þess að stjórnmálamenn tapa áttum og heimta ofurskatta á tilteknum sviðum eða á tiltekinn hóp sem sætir gagnrýni af einhverjum ástæðum.    Óðinn nefnirfranska lexíu um þetta þegar sósí- alistinn „François Hollande, fyrrver- andi forseti Frakka, setti árið 2012 á 75% hátekjuskatt á alla þá sem höfðu meira en eina milljón evra (um 135 milljónir króna) í laun á ári. Stjórnlagadóm- stóll landsins lækkaði álagningu skattsins í 50%, þar sem hann legðist misjafnlega á fólk eftir fjölskyldu- aðstæðum, en jafnframt leiddu skoð- anakannanir í ljós að almenningur var honum andstæður og þótti hann jafnast eignaupptöku, sem myndi hafa aðrar og verri afleiðingar en að var stefnt.“    Óðinn bendir á að ofurskatturinnfranski hafi aðeins skilað broti af þeim tekjum í ríkissjóð sem gert hafi verið ráð fyrir. Þess vegna hafi verið horfið frá þessum hátekju- skatti og það hafi verið þáverandi fjármálaráðherra, núverandi for- seti, Emmanuel Macron, sem hafi staðið fyrir því og lýst skattinum með orðunum „Kúba án sólskins- ins“.    Þessi vanhugsaði ofurskattur vareinn af nöglunum í pólitíska lík- kistu Hollandes. Um leið hjálpaði af- nám hans Macron, sem kemur ekki á óvart því almenningur vill ekki of- urskatta heldur almenna lága skatta sem allir geta búið sæmilega við. François Hollande Enginn kýs „Kúbu án sólskinsins“ STAKSTEINAR Emmanuel Macron Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ R GUNA GÓÐAR I Grísk þjóðlagatónlist og í bland við íslenska klassík fékk að njóta sín í Skálholtskirkju í gær þegar hljóm- sveitin Kimi steig á svið í sunnu- dagsmessu. Hljómsveitina skipa Jónas Ásgeirsson harmonikkuleik- ari, Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir söngkona og Katerina Anagnos- tidou slagverksleikari, en þau kynntust í Kaupmannahöfn þar sem þau hafa lagt stund á tónlistarnám. Sveitin er á Íslandi í sumar og held- ur tvenna tónleika í Skálholti á föstudag og sunnudag. Því næst liggur leiðin norður í land, á Siglu- fjörð, Akureyri og Dalvík, áður en hljómsveitin kemur til Reykjavíkur og heldur tónleika í Dómkirkjunni. Þótt tónlistin sé ekki trúarleg segir Jónas að gaman sé að spila í kirkjum. „Þetta er öðruvísi rými og því fylgir mikill helgibragur og allt annar hljómburður,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. „Það hefur áhrif á tónleikana.“ Kimi leikur aðallega samtíma- tónlist en á tónleikunum sem fyrir- hugaðir eru í Skálholti mun sveitin spila frumsamin verk sem unnin eru með tónskáldunum Gunnari Karel Mássyni og Þórönnu Björns- dóttur. Tónaflóð í Skálholti Morgunblaðið/hj Tónlist Kimi í Skálholtskirkju í gær. Við altarið stendur vígslubiskupinn. Alexander Kristjánsson alexander@mbl.is Aldrei hefur reynt á lögmæti smálána fyrir dómi. Þetta segir Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur ver- ið með smálán til skoðunar frá árinu 2013 og segist aldrei hafa rekist á dóm þar sem smálánafyrirtæki fer með kröfu á hendur lántaka. Að sögn Vilhjálms er ástæða þess sú að fyrir- tækin treysti ekki eigin málstað nægilega til að höfða mál. „Að mínu viti er verið að beita lántakendur of- beldi, sem hafa ekki forsendur til að vita hvað þeir eru að gera,“ segir Vil- hjálmur. Hann segir að smálánafyrirtæki komist upp með starfsemi sína á með- an aðstandendur koma lántakendum, sem lenda í vandræðum, til bjargar. „Aðstandendur eiga ekki að leysa fólk ur prísundinni,“ segir Vilhjálmur, heldur eigi að láta á það reyna hvort smálánafyrirtæki fari með málin fyrir dóm. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist undan- farnar vikur hafa verið með mál nokk- urra smálántaka til skoðunar, en hann vekur athygli á málinu í færslu á Facebook. Nú þegar hægst hafi um hjá honum, eftir að þingstörfum lauk, geti hann lagst almennilega yfir mál í samstarfi við Vilhjálm. „Þetta eru svo vond mál af því þetta lánafyrirkomulag er að misnota bágindi fólks,“ segir Ásmundur. Á liðnum þingvetri lögðu þingmenn Samfylkingarinnar fram frumvarp sem ætlað var að koma böndum á starfsemi smálánafyrirtækja, en það hlaut ekki afgreiðslu. Ásmundur seg- ist ekki geta svarað því til hvaða að- gerða löggjafinn ætti að grípa, en skoða þurfi allar hliðar málsins vand- lega áður en ákvörðun er tekin. „Aldrei reynt á lögmæti smálána“  Þingmaður segir smálánafyrirkomulagið nota sér bágindi lántaka

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.