Morgunblaðið - 06.07.2020, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.07.2020, Blaðsíða 9
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Hitaveita Orkuöryggi á Akureyri eykst til mikilla muna með lögninni nýju. „Orkuöflun og afhendingaröryggi hitaveitunnar verður traustara með þessum framkvæmdum,“ segir Ant- on Benjamínsson verkefnisstjóri hjá Norðurorku. Á vegum fyrirtækisins er nú unnið að uppsetningu nýrrar aðveituæðar frá Hjalteyri inn til Akureyrar. Verkið er tekið í áföng- um og eftir því sem fram vindur er nýja lögnin tengd við þá sem fyrir er. Sú flytur um 160 l/sek af heitu vatni, en með viðbótinni verður flutningsgetan ríflega þreföld miðað við hvað nú er. Lögnin er að nálgast Skjaldarvík, skammt norðan við Akureyri, og fer á leiðinni þangað meðal annars undir ósa Hörgár. Mikil þörf er fyrir meira af heitu vatni á Akureyri, jafnhliða uppbygg- ingu og íbúafjölgun þar. Borholur á Hjalteyri leysa úr þeim vanda, en fram undan er að þar verði smíðuð ný dælustöð, loftskilja og annar til- heyrandi búnaður. Það er verkefni næsta árs en öll nýja Hjalteyrar- lögnin til Akureyrar, sem verður alls um 20 kílómetrar, verður fullgerð eftir um tvö ár. „Til þessa hefur heitt vatn fyrir Akureyri að mestu verið sótt að Laugalandi í Eyjafjarðarsveit. Það svæði skilar hins vegar ekki nægu vatni í dag og notkun á því þarf að stýra og vera í jafnvægi svo jafn- vægið raskist ekki til lengri tíma,“ segir Anton. sbs@mbl.is Sækja meira heitt vatn frá Hjalteyri FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 2020 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Vonir eru bundnar við að vegur nýsköpunar fari vaxandi og nýsköpun verði aukinn aflvaki í at- vinnulífinu. Nýjustu samanburðarkannanir benda til að svo gæti orðið. Ísland er nú talið standa sig vel í nýsköpun að því er fram kemur í umfjöllun Hugverkastofu á vefsíðu stofnunar- innar, því samkvæmt Evrópsku stigatöflunni um nýsköpun á árinu 2020, sem birt var nýlega, er Ísland í tólfta sæti af 37 löndum sem samanburð- urinn nær til. Fram kemur að nýsköpun hér á landi var yfir meðaltali í fyrra samanborið við ríki innan Evr- ópusambandsins og staða Íslands sem nýsköp- unarlands er sögð sterk. Frammistaða Íslands fór dvínandi á árunum eftir 2012 Þróunin hér á landi hefur þó ekki öll verið upp á við því frammistaða Íslands hefur dvínað þegar litið er yfir lengra tímabil eða frá 2012 samanbor- ið við ESB-lönd. Aðrar Norðurlandaþjóðir standa Íslandi framar því Svíþjóð, Finnland og Danmörk eru í öðru til fjórða sæti á evrópsku stigatöflunni og Noregur er í níunda sæti. Ef litið er á einstaka mælikvarða um hug- verkaeignir innan ríkjanna lendir Ísland undir meðaltalinu meðal Evrópusambandslanda en þá er sjónum beint að fjölda alþjóðlegra einkaleyfa- umsókna, vörumerkjaumsókna og hönnunar- umsókna. Efla á drifkraftinn í nýsköpun hér á landi með stofnun sameiginlegs þróunarfélags sem Brim og Akraneskaupstaður hafa komið á fót og fyrir- huguðu rannsóknar- og nýsköpunarsetri sem kynnt var fyrir helgi. Hugverkaréttindi eru lykilþáttur í allri ný- sköpun og kom fram í skýrslu Hugverkastofu Evrópusambandsins og Evrópsku einkaleyfa- stofunnar í fyrra að íslensk fyrirtæki sem leggja mikið upp úr hugverkaréttindum stæðu undir 39,6% af vergri landsframleiðslu og sköpuðu 29,2% allra starfa hér á landi. Jón Gunnarsson, samskiptastjóri Hugverka- stofu, greinir frá þessu í nýútkominni ársskýrslu stofunnar. Jón bendir á að í rannsókninni komi einnig fram að íslensk fyrirtæki sem leggja mik- ið upp úr hugverkaréttindum standa undir rúm- lega 50 þúsund störfum hér á landi. Stærstur hluti þeirra er fyrirtæki sem leggja mikið upp úr vörumerkjum. „Skýrslan sýnir einnig að hug- verkaiðnaður greiðir umtalsvert hærri laun en annar iðnaður. Fyrirtæki sem nýta sér hug- verkaréttindi í miklum mæli greiða að meðaltali 47% hærri laun en önnur fyrirtæki. Talan er enn hærri hjá fyrirtækjum sem nýta sér einkaleyfi í miklum mæli en þau greiða að meðaltali 72% hærri laun,“ segir Jón í grein í ársskýrslunni. Tölur um stöðu Íslands leiða í ljós að hlutfall atvinnugreina sem leggja mikið upp úr hug- verkaréttindim til atvinnu er hlutfallslega hið sama hér á landi og að jafnaði í löndum Evrópu- sambandsins. Novartis AG á flest einkaleyfin Umsóknum íslenskra aðila um skráningu hugverka fækkaði þó á seinasta ári. Þannig fækkaði t.a.m. vörkumerkjaumsóknum ís- lenskra aðila um 26% á milli ára á sama tíma og umsóknum erlendra aðila fjölgaði um 2%. Um seinustu áramót voru skráð vörumerki hér á landi um 60.500 talsins en þar af voru 7.500 í eigu íslenskra aðila. 8.400 einkaleyfi voru skráð hér á landi um seinustu áramót og voru aðeins 85 þeirra í eigu íslenskra aðila. Þegar kemur að skráningum á hönnun er hlutdeild Íslendinga öllu betri en af 960 skráðum hönnunar- hugverkum á Íslandi um áramótin voru 135 í eigu íslenskra aðila. Alls voru 8.423 einkaleyfi í gildi á Íslandi um sl. áramót og það fyrirtæki sem átti flest er svissneska lyfjafyrirtækið Novartis AG sem er með alls 146 einkaleyfi hér á landi. Sterk staða í nýsköpunarstiganum  Ísland er í tólfta sæti á meðal 37 þjóða í nýjum samanburði á stöðu nýsköpunar á árinu 2020  Fyrirtæki sem leggja mikið upp úr hugverkaréttindum standa undir rúmlega 50 þúsund störfum Morgunblaðið/Styrmir Kári Nýsköpun og rannsóknir Ísland er talið standa sig vel skv. nýjum samanburði. Klippt og beygt fyrirminni og stærri verk ÍSHELLU 1 | HAFNARFIRÐI | S. 534 1500 | KAMBSTAL.IS Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.