Morgunblaðið - 06.07.2020, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 2020
VIÐTAL
Guðrún Vala Elísdóttir
Borgarnesi
Hjónin Noémie og Caryl Chaverot
eru búsett skammt frá Borgarnesi
ásamt börnum sínum þremur. Þau
koma frá Lyon í Frakklandi og eru
bæði frönsk. Nýlega festu þau kaup
á einbýlishúsi á jörðinni Ánabrekku
þar sem þau búa og ætla að ala
börnin sín upp í íslenskri náttúru og
sveitasælu.
Það var alltaf upphaflegi tilgang-
urinn, en þau hjón höfðu hugsað sér
að finna réttan stað til að búa á utan
Frakklands. Þau höfðu velt nokkr-
um möguleikum fyrir sér en eftir
Íslandsferð í júní 2014 gátu þau
ekki hugsað sér annað land til að
búa á.
Ísland alveg einstakt
,,Já, við komum fyrst hingað í frí
og ferðuðumst hringinn í kringum
landið. Börnin okkar þrjú; Camille,
Timoté og Lénoa, sem þá voru sex,
þriggja og eins árs, voru í pössun
heima hjá ættingjum. Við upplifðum
Ísland sem alveg sérstakt og ein-
stakt land. Íslendingar, náttúran,
jöklarnir, eldfjöllin og lítil mengun,
allt hafði þetta áhrif á okkur. Okkur
finnst samspil manns og náttúru
hér vera þannig að það er bæði
virðing og umhyggja gagnvart nátt-
úrunni en samt ákveðið varnarleysi.
Hér er líka einhver mennska sem
ekki er annars staðar, alla vega ekki
lengur í Frakklandi. Sem dæmi má
nefna að í þessari ferð stoppuðum
við bílinn einu sinni, einhvers staðar
fyrir norðan og vorum bara að
borða nestið okkar. Allt í einu var
bankað á bílrúðuna, okkur brá eðli-
lega en þetta var þá bara vingjarn-
legur Íslendingur að spyrja hvort
ekki væri allt í lagi hjá okkur,“ seg-
ir Noémie, nokkurn veginn alveg á
íslensku sem hún vill helst tala.
Henni finnst reyndar íslenskan vera
mjög erfið en segir það hjálpa að
hún hafi ekki verið góð í ensku fyrir
og reyni þess vegna alltaf að tala ís-
lensku frekar. Börnin tala nú þegar
reiprennandi íslensku, Caryl smá-
vegis, en hundurinn Domino skilur
eiginlega bara frönsku.
Þekktu engan
Caryl tekur undir orð Noémie
hvað varðar uppeldi barnanna og
segir að þau vilji ala börnin sín upp
þar sem þau geti verið frjáls, örugg,
sjálfstæð og orðið góðar mann-
eskjur í jákvæðu umhverfi. „Þetta
var góð ákvörðun en auðvitað velt-
um við vöngum yfir því hvort okkur
myndi takast að flytja til Íslands.
Við þekktum engan hér en ákváðum
að koma aftur hingað í apríl 2015 til
þess að svipast um eftir vinnu og
undirbúa okkur fyrir flutninga hing-
að.“
Þau hjónin voru 10 daga á land-
inu í þessari ferð, mest í Reykjavík
en einnig á Akureyri og heimsóttu
þau mörg fyrirtæki með ferilskrána
hans Caryl og óskuðu eftir starfi.
Caryl, sem er menntaður verkfræð-
ingur, langaði að fá starf hjá orku-
fyrirtæki og hefur sérstakan áhuga
á hitaveitum. Því miður fundu þau
enga vinnu í þessari ferð og sneru
aftur heim til Frakklands.
Kynna íslenskt handverk
Noémie er menntuð í markaðs-
samskiptum og eftir Íslandsferðina
stofnaði hún vefverslun (www.ice-
landed.com) sem selur íslenskt
handverk. Þar fyrir utan hefur hún
rekið franska stefnumótasíðu sem
gaf ágætlega í aðra hönd áður fyrr,
en núna segir hún ekki mikið að
græða á vefnum.
„Áður fyrr greiddi fólk skráning-
argjald en núna keyrum við mest á
auglýsingum. Þetta er alls ekki nóg
til að geta lifað af þessu. Hins vegar
hafði ég gaman af því að koma ís-
lensku handverki áfram í Frakk-
landi og er enn að.“
Eftir þessa seinni Íslandsferð
þeirra sáu þau að þetta gengi ekki
upp. Eina ráðið væri að flytja til Ís-
lands og ráðast í þetta. Noémie
flaug með börnin hingað en Caryl
kom skömmu áður á bílnum með
Norrænu haustið 2015.
„Við byrjuðum á að búa á hót-
elum í tvær vikur, í Keflavík og
Reykjavík, en svo fengum við leigt
sumarhús í Hafnarskógi og Caryl
fékk vinnu í garðyrkjustöðinni Sól-
byrgi í Borgarfirði. Þá fórum við að
leita að skóla og leikskóla fyrir
börnin, sem reyndar tóku þessum
aðstæðum mjög vel, en við fengum
að vita að skólarnir í Borgarnesi
gætu ekki tekið við þeim af því að
það væri annað sveitarfélag hinum
megin við brúna. Svo fengum við
upplýsingar um að gott væri að
vera á Hvanneyri, þar væri bæði
skóli og leikskóli og allt í göngufæri
þannig að við fengum leigt húsnæði
þar. Í nóvember var allt komið í röð
og reglu,“ segir Noémie og brosir
ánægð. En þau langaði í meiri sveit
og fengu síðar leigt á Mófells-
stöðum í Skorradal og þá hafði bor-
der collie-hvolpurinn Domino bæst
við fjölskylduna. Caryl fékk vinnu
sem verkfræðingur hjá Loftorku
(nú Steypustöðinni) og Noémie fór
að vinna við frístund barna í skól-
anum á Hvanneyri.
Leist vel á Ánabrekku
Til að fullkomna íslenska draum-
inn langaði þau að byggja sér hús,
sem Caryl teiknaði og var hann bú-
inn að semja um sanngjarnt verð á
einingum frá Loftorku. Þau fóru að
leita sér að lóð eða landsspildu og
vildu helst vera áfram í Skorradaln-
um eða nálægt skólanum á Hvann-
eyri. Hins vegar var erfitt að finna
stað í sveit með auðveldu aðgengi
að veitum, s.s. rafmagni og vatni.
Þess vegna fylgdust þau með fram-
boði á fasteignum og auglýsingum
til að skoða hvað væri til sölu. Þeg-
ar þau sáu húsið að Ánabrekku
ákváðu þau að fara að skoða.
„Við vissum að þetta væri gamalt
hús og mjög stórt, en gömul hús
hafa sál,“ segir Noémie, „og okkur
leist vel á umhverfið, landslagið og
allt í kring. Þetta eru alls 324 fer-
metrar með kjallara, en pabbi minn
keypti með okkur og á herbergi í
kjallaranum.“
Þau segja bæði að þeim líði betur
hér, Ísland sé gott land fyrir börn.
„Hér er hugsað vel um börn, þau
voru ánægð á Hvanneyri og nú taka
þau þátt í sumarfjöri í Borgarnesi.
Eins hafa allir verið mjög hjálplegir
eins og til dæmis fyrsta veturinn,
þegar kennarar við skólann á
Hvanneyri söfnuðu saman vetrar-
fatnaði fyrir börnin okkar, enda
leist þeim ekki á hvað þau áttu fyr-
ir,“ segir Caryl og bætir við að al-
mennt séu Íslendingar mjög vin-
gjarnlegir.
Vindurinn kom á óvart
Spurð hvort eitthvað hafi komið á
óvart stendur ekki á svari:
„Já, vindurinn, við vissum að hér
gæti orðið kalt, en ekki að vindurinn
gæti orðið svona sterkur. Við kom-
umst að því á heldur óskemmtilegan
hátt fyrsta veturinn, en eldri dreng-
urinn okkar, hann Camille, rak
augabrún í borðshorn og það
sprakk fyrir. Við sáum að það þyrfti
að sauma svo við rukum með hann
suður til Reykjavíkur á bráða-
móttökuna, og auðvitað með hin
börnin tvö líka því við þekktum eng-
an til að biðja að passa fyrir okkur.
Ferðin í bæinn tók þrjár klukku-
stundir því það var blindbylur í
Leirársveitinni og þegar við vorum
komin í bæinn með drenginn alblóð-
ugan, fréttum við að búið væri að
loka leiðinni svo við kæmumst ekki
strax aftur heim. Daginn eftir vor-
um við spurð hvers vegna við hefð-
um ekki farið á heilsugæslustöðina í
Borgarnesi, en svarið var einfalt,
við vissum ekki af henni. Svona get-
ur gerst hjá innflytjendum vegna
upplýsingaskorts. Núna erum við
búin að læra að skoða vef Vega-
gerðarinnar fyrir færð og veður, og
eins vedur.is,“ segja þau hjónin.
Þurfa að læra á margt
„Það hefur reyndar ekkert stuðað
okkur hér, við vissum auðvitað að
margt yrði ólíkt en kannski ekki
mjög ólíkt svona menningarlega.
Manni líður stundum eins og maður
sé aftur orðinn barn að læra á lífið,
það þarf að læra á margt, hvað á að
gera, hvernig hlutir virka, læra að
tala, alls konar skráningar, skatt-
urinn, skólamál og þess háttar sem
maður þarf að skilja,“ segir
Noémie.
Eitt finnst þeim þó áberandi ólíkt
með Íslandi og Frakklandi en það
er vöruúrval.
„Hér er erfitt að finna margar
vörur og vörutegundir en á móti
koma mikil gæði eins og sérstaklega
fiskurinn og lambakjötið,“ segir
Noémie, og Caryl bætir við að þau
hafi smakkað þorramat sem þeim
fannst ekki mjög góður. Þau njóta
þess að ferðast um landið og halda
úti blogginu www.islande-zou.fr þar
sem þau segja frá Íslands-
ævintýrum fjölskyldunnar, en það
hefur vakið athygli bæði útvarps-
og sjónvarpsstöðva í Frakklandi.
Að lokum segjast þau stefna á að
koma upp hænsnahúsi, gróðurhúsi
og matjurtagarði í Ánabrekku og
halda áfram að njóta þeirra forrétt-
inda að búa á Íslandi.
Gætu hvergi annars staðar búið
Frönsk fjölskylda hefur komið sér vel fyrir skammt frá Borgarnesi Komu fyrst hingað í frí
Vilja ala börnin upp í íslenskri náttúru Reka m.a. vefverslun og franska stefnumótasíðu
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Fjölskylda Caryl og Noémie ásamt börnunum Camille, 11 ára, Timoté,
8 ára, og Lénoa, 6 ára. Hundurinn Domino fékkst til að sitja fyrir um stund.
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma