Morgunblaðið - 06.07.2020, Qupperneq 12
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Það markaði tímamót þegar Alþingi
samþykkti lög um stuðning við ný-
sköpunarfyrirtæki nr. 152/2009.
Bankakerfið hafði hrunið, djúp
kreppa var í atvinnulífinu og stjórn-
völd brugðust við með því að greiða
leið nýsköpunar með því að heimila
fyrirtækjum að draga hluta rann-
sóknar- og þróunarkostnaðar frá
tekjuskatti. Tvö ný bráðabirgða-
ákvæði víkka heimildir laganna með
því bæði að hækka það hlutfall út-
lagðs kostnaðar sem draga má frá
skatti, og eins því að hækka þá upp-
hæð sem nota má til útreiknings á
frádrættinum. Áður mátti draga frá
allt að 20% af rannsóknar- og þróun-
arkostnaði en verður núna 25% í til-
viki stórra fyrirtækja og 35% í tilviki
lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
Hækkar hámark kostnaðar til út-
reiknings upp í 1.100 milljónir króna
en var áður allt að 900 milljónir.
Haraldur Ingi Birgisson, meðeig-
andi og sérfræðingur hjá skatta- og
lögfræðiráðgjöf Deloitte, segir fjár-
hæðarmörkin hafa verið hækkuð í
skrefum frá setningu laganna en nú
sé í fyrsta skipti verið að hækka frá-
dráttarhlutfallið. Gilda bráðabirgða-
ákvæðin aðeins fyrir árin 2020 og
2021 og eru hluti af stærri aðgerða-
pakka sem ætlað er að örva hagkerfið
og vega upp á móti því tjóni sem
hlaust af kórónuveirufaraldrinum.
„Með þessu er skattalegt umhverfi
nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi orðið
tiltölulega samkeppnishæft við okkar
helstu nágrannalönd en til viðbótar
við breytingarnar á lögum 152/2009
má nefna þætti á borð við viðbótar-
skattafrádrátt vegna fjárfestingar
einstaklinga í nýsköpunar-
fyrirtækjum, skattaafslátt fyrir er-
lenda sérfræðinga sem koma til
starfa hér á landi, rýmri fjárfesting-
arheimildir fyrir lífeyrissjóði, hvata-
sjóðinn Kríu og nýsamþykkt mót-
framlagslán vegna fjárfestinga í
nýsköpunarfyrirtækjum.“
Segir Haraldur að fátt skorti í
þennan úrræðapakka nema þá helst
sk. einkaleyfa-box (e. patent box) þar
sem einkaleyfadrifnar tekjur eru
skattlagðar í mun lægra hlutfalli en
tekjur fyrirtækja almennt, og tíðkast
t.d. í löndum eins og Bretlandi og Ír-
landi. Í Danmörku er einnig fyrir
hendi ákveðið úrræði sem felur í sér
endurgreiðslu uppsafnaðs taps ný-
sköpunarfyrirtækja vegna rann-
sóknar og þróunar, að ákveðnum
skilyrðum uppfylltum.
Kallar á skýra ferla og viðmið
Um sértækt úrræði er að ræða, og
heimild til frádráttar frá tekjuskatti
m.a. háð því að Rannís staðfesti að
verkefni teljist til rannsóknar og þró-
unar, og séu því frádráttarbær að
hluta til eða í heild. Eitthvert um-
stang og óvissa fylgir örvunar-
aðgerðum stjórnvalda en Haraldur
segir að heilt á litið virðist fram-
kvæmd laganna tiltölulega skilvirk.
„Eðlilegt væri kannski að fyrir-
tækjum væri veitt heimild til n.k.
sjálfsmats á því hvort verkefni þeirra
falla að ramma laganna, en lögin voru
lengi tiltölulega óljós um hvaða verk-
efni gætu í reynd flokkast sem rann-
sóknar- og þróunarstarf. Var síðar
bætt úr því með reglulgerð þar sem
gerð var tilraun til að skilgreina hvað
teldist rannsóknar- og þróunarverk-
efni, og eins talið upp með neikvæð-
um formerkjum hvað teldist ekki
falla þar undir,“ segir Haraldur.
„Rannís hefur verið að reyna að fóta
sig í þessu verkefni og m.a. í sumum
tilvikum hafnað tilteknum verkþátt-
um en samþykkt aðra, og hefur þetta
því verið lærdómskúrfa á báða bóga.“
Haraldur bendir á að reglur EES
kalli á skýra ferla og viðmið. „Það
væri fyrirtækjum ekki endilega til
gagns ef framkvæmdin væri mjög
opin því þá er hætt við að ESA myndi
þykja lögin brjóta í bága við reglur
um ríkisaðstoð, sem myndi kalla á
endurgreiðslu skattafrádráttarins.“
Spurður hvort útspil eins og ríf-
legri frádráttarheimildir vegna ný-
sköpunar og tengd úrræði séu skil-
virk leið til að örva hagkerfið segir
Haraldur að Ísland standi frammi
fyrir því að kapphlaup eigi sér stað á
meðal þjóða um uppbyggingu hug-
vitsdrifinnar starfsemi. „Með aðgerð-
um sínum eru stjórnvöld að nota hnit-
miðað verkfæri til að hvetja til
uppbyggingar slíkrar starfsemi sem
síðan mun leiða til þess að fjölbreytt
sérfræðiþekking byggist upp í at-
vinnulífinu og ber ávöxt víða. Við höf-
um séð það hjá rótgrónum öflugum
nýsköpunarfyrirtækjum að út úr
þeim hafa sprottið fjölmörg ný fyrir-
tæki og með því að einblína á þetta
svið atvinnulífsins er verið að skapa
góðar forsendur fyrir frekari verð-
mætasköpun og aukningu gjaldeyris-
tekna.“
Svigrúm til að ganga lengra
Agla Eir Vilhjálmsdóttir lögfræð-
ingur Viðskiptaráðs tekur í sama
streng og segir áherslu á nýsköpun
skilvirka leið til að örva hagkerfið.
„Það hefur sýnt sig að skýrt samband
er á milli efnahagslegrar velsældar
og fjárfestingar í rannsóknum og þró-
un. Að efla stuðning við nýsköpun
fjölgar störfum, eykur útflutning,
styrkir hagkerfið og skilar því sam-
félagslegum ávinningi til lengri tíma
litið.“
Viðskiptaráð er í meginatriðum
ánægt með aðgerðir stjórnvalda og
telur þær til þess fallnar að auka drif-
kraft og viðspyrnu atvinnulífsins eftir
kórónuveirufaraldurinn. Hvað snýr
að því að draga rannsóknar- og þró-
unarkostnað frá tekjuskatti segir
Agla að ganga hefði mátt lengra.
„Það svigrúm sem ríkið hefur til
stuðnings við nýsköpun samkvæmt
EES-samningnum hefur ekki verið
nýtt til fulls og t.d. óhætt að hækka
það hlutfall kostnaðar sem lítil fyrir-
tæki fá að draga frá skatti. Eins er
svigrúm til að hækka töluvert þá há-
marksupphæð sem nota má til út-
reiknings frádráttar.“
Þá þykir Öglu tilefni til að gera ráð-
stöfunina varanlega en eins og er
gildir hún bara í tvö ár. „Að mati Við-
skiptaráðs er mikilvægt að stjórnvöld
noti þessi tvö ár til að móta varan-
legan ramma og munu sömu rök um
að skapa samkeppnishæft umhverfi
fyrir nýsköpunarrekstur á Íslandi
áfram eiga við eftir tvö ár.“
AFP
Hugvit Brosandi ítalskt vélmenni gerir jafnvægiskúnstir. Ríki heims keppast við að skapa nýsköpunarfyrirtækjum
hagfelld rekstrarskilyrði og veðja á að það skili þeim meiri útflutningstekjum og störfum til lengri tíma litið.
Hækka frádrátt vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar
Haraldur Ingi
Birgisson
Agla Eir
Vilhjálmsdóttir
„Umhverfið orðið tiltölu-
lega samkeppnishæft“
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 2020
FRÁBÆR
TILBOÐ
Verð frá
990 ISK
HAPPY HOUR
15 to 18.00
VEGAN- OG GRÆNMETISRET
TIR
Í B
OÐ
I
Hádegistilboð kr. 990 - 1.990
Kl. 11:00 - 14:30
Kvöldtilboð kr. 1.990 - 2.990
Kl. 18:00 - 21:00
B A N K A S T RÆ T I 7 A | 1 0 1 R E Y K J AV Í K | ( + 3 5 4 ) 5 6 2 - 3 2 3 2 | S O L O N . I S
Í fjölda ára hefur verið tap á kjarna-
starfsemi þýska fjártæknifyrirtæk-
isins Wirecard í Evrópu og á Banda-
ríkjamarkaði. Er þetta niðurstaða
endurskoðunarfyrirtæksins KPMG
sem fengið var til að rýna í rekstur
félagsins seint á næsta ári, en málinu
var haldið leyndu að sögn FT. Sam-
kvæmt ársreikningum sem voru
endurskoðaðir af EY var hagnaðar-
hlutfall rekstrar hjá Wirecard um
22% á árunum 2016 til 2018 og tvö-
faldaðist leiðréttur rekstrarhagnað-
ur á sama tíma. Er núna að koma í
ljós að þessi hagnaður virðist að
mestu leyti hafa verið uppspuni en
eins og Morgunblaðið hefur fjallað
um beitti Wirecard bókhaldsbrellum
og skjalafalsi til að láta líta út fyrir
að mikill hagnaður væri af ört vax-
andi umsvifum félagsins í Asíu.
Vonir stóðu til að finna mætti
kaupendur að greiðslumiðlunarþjón-
ustu og kortaútgáfu Wirecard á
Vesturlöndum og þannig bæta a.m.k.
brot af því tjóni sem hluthafar Wire-
card hafa orðið fyrir, en ef sá hluti
starfseminnar hefur verið rekinn
með vaxandi tapi verður þeim mun
flóknara að finna kaupanda. Þá vinn-
ur tíminn ekki með stjórnendum
þrotabús Wirecard enda líklegt að
mörg fyrirtæki sem hafa reitt sig á
lausnir þessa fyrrum óskabarns
þýska fjármálageirans vilji ólm færa
viðskipti sín annað. ai@mbl.is
AFP
Vonbrigði Lítið virðist til af eignum í búinu sem sköpuðu einhvern hagnað.
Tap varð á kjarna-
starfsemi Wirecard
Minnkar söluvirði þrotabúsins