Morgunblaðið - 06.07.2020, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 06.07.2020, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 2020 TWIN LIGHT RÚLLUGARDÍNA Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum alnabaer.is Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is „Frá því í aprílbyrjun hafa hollensk lögregluyfirvöld haft rauntíma- aðgang að meira en 20 milljónum skilaboða sem gengið hafa milli af- brotamanna,“ segir Thérèse Ari- aans, upplýsingafulltrúi hollenska ríkislögreglustjórans, í samtali við Morgunblaðið, innt eftir umfangi EncroChat-málsins svokallaða, eins stærsta fíkniefnamáls sem evrópsk lögregluyfirvöld hafa glímt við. Eins og greint var frá í Morg- unblaðinu á laugardag urðu vatna- skil í rannsókn Evrópulögreglunn- ar Europol og samstarfsembætta lögreglu í Bretlandi, Frakklandi, Hollandi og víðar þegar tækni- mönnum frönsku lögreglunnar auðnaðist að brjóta sér leið inn í EncroChat-símkerfið og gerast þar fluga á vegg, en notendur þess höfðu fram að því talið kerfið óhler- anlegt og skipulögðu þar fíkniefna- viðskipti, manndráp og mansal eins og um hverja aðra matvöruverslun væri að ræða. Aðgerðin 26Lemont „Þetta jafngilti því nánast að vera á fundum með þessum mönn- um,“ segir Ariaans um hleranirnar sem urðu til þess að hollenska lög- reglan hefur nú handtekið rúmlega 100 manns auk þess að leggja hald á átta tonn af kókaíni, 1.200 kíló- grömm af metamfetamíni, 20 millj- ónir evra (3,1 milljarð króna) og tugi skotvopna. Þá fann lögregla og gerði óvirkar 19 fíkniefnaverk- smiðjur og komst á snoðir um ráða- brugg um fjölda manndrápa. „Hollenska lögreglan rak ásamt þeirri frönsku sameiginlega aðgerð sem kallaðist 26Lemont, en að henni komu auðvitað fleiri. Í 26Le- mont var megináherslan á að kom- ast inn í EncroChat-kerfið. Þarna erum við ekki einvörðungu að tala um samtöl sem snúast um afbrot innan Hollands, heldur um alla Evrópu. Lögregluyfirvöld voru að hlusta á og lesa skilaboð sem sner- ust um leigumorð [e. contract kill- ings] og sumt af þessu var hrein- lega langt umfram það sem við hefðum getað ímyndað okkur að væri að gerast,“ segir Ariaans. Hundruð rannsakenda Hún segir lögreglu hafa rekist á fjölda fólks í EncroChat-boðskipta- kerfinu sem vel hafi verið vitað fyr- ir að væri á refilstigu, en auk þess hafi fjöldi nýrra og áður óþekktra afbrotamanna komið fyrir sjónir sem kallað hafi á mikla rannsókn- arvinnu, engu síður en í Bretlandi þar sem hátt í 800 manns hafa nú verið handteknir í ljósi hlerunar- gagnanna. „Efnahagsbrotadeild hollensku lögreglunnar hefur komið að rann- sókn málsins auk greinenda frá Royal Netherlands Marechaussee [svokölluð KMar, eins konar her- og öryggislögregla í Hollandi] og lögregluembætta um allt land, mörg hundruð manns þegar allt er talið. Það sem nýttist okkur einna mest var þessi blinda trú á þetta fjarskiptakerfi, menn voru ekkert að tala undir rós þarna heldur létu allt flakka,“ segir Ariaans. Einu skrefi á undan þeim Þar með hafi lögreglu verið kleift að kortleggja að sumu leyti áður óþekkta hluta hollenskra undir- heima, stjórnendur, tölur og vinnu- aðferðir. „Þarna gafst okkur færi á að vera einu skrefi á undan þeim, sem breytti öllu.“ Þessi yfirburðastaða varði þó auðvitað ekki að eilífu, stjórnendur EncroChat áttuðu sig um síðir á því að löggæslustofnanir hefðu náð að brjóta sér leið inn í helgustu vé skipulagðrar glæpastarfsemi í Evr- ópu og hlera þar hvert orð. Um miðjan júní voru þau boð látin út ganga að kerfið væri hlerað og allir notendur beðnir að losa sig við sím- ana hið fyrsta. „Þar með lauk okk- ar hlustun,“ segir Ariaans. Upplýs- ingarnar sem fengust hafi þó verið laganna vörðum ómetanlegar eins og tölfræði yfir handtökur, fíkni- efni og reiðufé í EncroChat-málinu sýnir án tvímæla. AFP Tímamótamál John Lucas saksóknari og Jannine van den Berg lögreglustjóri greina frá málinu á fimmtudaginn. Umfram ímyndunaraflið  EncroChat-hlerunin eins og að sitja fundi glæpamanna  „Langt umfram það sem við hefðum getað ímyndað okkur“  Einu skrefi á undan í krafti gagnanna Lögreglan á Englandi segir það borna von, að ölvaðir borgarbúar, sem nú flykkjast á öldurhúsin eftir að þau voru opnuð á ný um helgina, muni gæta þess að halda þeirri fjarlægð, sem ætlað sé að draga úr líkum á að kórónuveiran smitist manna á milli. Sagði John Apter, formaður Landssambands lögreglumanna Englands og Wales, í samtali við breska ríkisútvarpið BBC, að lög- regla hefði átt í höggi við „allsnakið fólk, glatt drukkið fólk, reitt drukkið fólk, fólk í slagsmálum og enn fleiri reiða og ölvaða“ í Southampton einni þar sem hann gengur vaktir. „Andfélagsleg hegðun“ Í Soho-hverfinu í London fögnuðu bargestir nýfengnu veitingafrelsi eft- ir ársfjórðungslokun eins og enginn væri morgundagurinn og sveif óminnishegrinn þar að líkindum yfir mörgu vatninu, enda fóru myndir víða um samfélagsmiðla, sem sýndu Lund- únabúa fagna á götum úti allt þar til snemma í gærmorgun. Í Devon og Cornwall bárust lög- reglu meira en eitt þúsund tilkynn- ingar sem langflestar tengdust ölvun og í Norður-Nottinghamskíri ákváðu eigendur nokkurra kráa að loka dyr- um sínum töluvert fyrr en áætlað var í kjölfar þess að gestir höfðu sýnt af sér „áfengistengda andfélagslega hegðun“. Engin stórmál komu þó upp við gleði helgarinnar í London og kvaðst Matt Hancock heilbrigðisráðherra, í samtali við Sky News, ánægður með helgina. „Okkur til mikillar gleði urð- um við ekki vitni að neinu í gærkvöldi [laugardagskvöld] af því sem við höfð- um óttast. Einhverjir hegðuðu sér eins og bjánar, en meirihlutinn sýndi stillingu,“ sagði ráðherra. Fólkið allsnakið, glatt og reitt  Fagnað vítt um breska heimsveldið AFP Skál Lundúnabúar ræða landsins gagn og nauðsynjar í Soho um helgina. Írski hjólreiðakappinn Joe Barr, sem orðinn er 61 árs gamall, bætti sitt eigið heimsmet um helgina þeg- ar hann hjólaði leiðina Malin- Mizen-Malin, frá nyrsta til syðsta odda Írlands og til baka, alls 1.188 kílómetra, á 44 klukkustundum og 15 mínútum. Barr lagði af stað á föstudaginn og reyndist, þegar hann kom í mark í gær, hafa bætt eldra met sitt frá nóvember 2017 um fjórar klukkustundir og 15 mín- útur þrátt fyrir að aðstæður hefðu ekki verið hinar fýsilegustu, lemj- andi rigning og rok. „Fyrstu 200 mílurnar sá ég ekki einu sinni veginn,“ sagðist Barr frá í samtali við stuðningsmannasíðuna Team Joe Barr á Facebook, sem fjallar um afrek hans á álfáknum. ÍRLAND Ljósmynd/Team Joe Barr Barr bætti eigið heimsmet um helgina. Hjólaði 1.200 kíló- metra um helgina Að minnsta kosti 166 eru látnir í óeirðum í Oromia-héraðinu í Eþíópíu, sem brutust út í kjöl- far vígs tónlistar- mannsins þar- lenda, Hachalu Hundessa, á mánudaginn fyr- ir viku. Hundessa var dýrkaður nánast sem hálfguð í Oromia og er enn ekki ljóst hvað varð til þess að hann var myrtur, en áður hafði hann greint frá því að sér hefðu borist þrjár líflátshótanir. Yrkisefni Hundessa snerust mik- ið til um mannréttindi íbúa Oromia, Oromo-fólksins svokallaða, og urðu sum verka hans baráttusöngvar í bylgju mótmæla árið 2018. EÞÍÓPÍA 166 látnir í kjölfar vígs tónlistarmanns Minning Íbúar Oromia minnast tónskálds síns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.