Morgunblaðið - 06.07.2020, Side 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 2020
www.flugger.is
Facade Beton er
gæðamálning
fyrir stein
Nú hefur nokkuð
verið rætt síðustu
daga um akstur öku-
tækja á Laugaveg-
inum. Nánar tiltekið
þeim hluta Laugaveg-
arins sem er lokaður
bílaumferð, nema til
vöruflutninga fyrir
klukkan 11. Í sjálfu
sér er alveg vel raun-
hæft að prufa og láta
reyna á að hafa þarna göngugötu
og sjá hvernig gengur, en engu að
síður sé ég hérna ástæðu til að
hnippa í borgaryfirvöld og gagn-
rýna örlítið útfærslu hugmynd-
arinnar.
Einu sinni var ég að ræða við vél-
stjórann í fiskvinnslu sem ég starf-
aði áður við, og hann sagði mér frá
því þegar hann var að rífast við eig-
anda vinnslunnar. Hann hafði þá
verið að smíða tæki sem eigand-
anum fannst of flókið í notkun. Vél-
stjórinn svaraði því að það væri í
raun einfalt að nota tækið, allt sem
þyrfti væri bara aðeins að hugsa.
Þá svaraði eigandinn að vélstjórinn
væri á launum til að hugsa, en ekki
verkamennirnir. Því skyldi hanna
tækið fíflhelt svo að hvaða auli sem
er gæti notað það.
Það sama á við um umferðar-
merkingar. Glöggir menn hafa ef-
laust tekið eftir því að á sumum
umferðarljósum í Reykjavík eru
torkennileg ljós við hliðina á um-
ferðarljósunum. Þau eru hvít og eru
S, lárétt lína og lóðrétt lína. Nú
kynni einhver að spyrja: af hverju
eru þau ekki bara rauð-gul-græn
ljós með S í stað hrings? Til að fyr-
irbyggja misskilning og til að eng-
inn fari af stað í óðagoti sem ekki á
að keyra.
Sé keyrt frá Mörkinni og farið út
frá hringtorginu við Suðurlands-
braut og að Miklubraut eru sérstök
ljós sem vísa til hægri fyrir akrein-
ina sem liggur að Miklubraut til að
keyra hana í austurátt. Þau ljós eru
alltaf logandi og alltaf græn. Hvers
vegna? kynni einhver að spyrja.
Það er til þess að bílar sem eiga að
beygja til hægri ruglist örugglega
ekki og stoppi við rauð ljós sem eru
ætluð bílum sem ætla að keyra
beint áfram. Eins ljós eru sjáanleg
við gömlu Hringbraut.
Hvernig stendur á þessu, að
keyrandi fólk geti ekki stöðvað bif-
reiðina og hugsað um hlutina og
fundið út rökréttustu
niðurstöðu? Fólk er oft
að keyra í mikilli um-
ferð og margir eru
gjarnir á að liggja á
flautunni, sem er und-
arlegur ósiður sem ég
hef aldrei skilið. Fólk
verður oft pirrað og
stressað í umferðinni.
Því er ekki hægt að
ætlast til þess að það
geti hugsað mikið
meðan það keyrir og
því er auðveldast að láta það keyra
samkvæmt pavlóvískri aðferðafræði
með skýrum og einföldum merk-
ingum.
Þegar keyrt er miðsvæðis í
Reykjavík eru götur oft þröngar,
mikið um gangandi og hjólandi veg-
farendur (svo ekki sé minnst á bé-
vítans skutlurnar). Athygli flestra
ökumanna er við að leita að bíla-
stæðum. Menn sjá einstefnur iðu-
lega strax þar sem þar eru nokkur
áberandi einkenni sem gefa til
kynna að einstefna sé á ferð, t.d.
þröng einbreið gata með alla bílana
vísandi í sömu átt … slíkt sér mað-
ur áður en maður tekur eftir skilt-
inu.
Að þessu upptöldu hlýtur hver
heilvita maður að sjá að það að hafa
Laugaveginn opinn en „loka“ hon-
um með skilti er engan veginn nógu
fíflhelt og því ekki fullnægjandi ráð-
stöfun. Þess í stað væri hægt að fá
hlið sem opnast á réttum tíma, eða
hlið sem er alltaf lokað en hægt að
opna með sérstöku korti (eða appi í
símanum, ekki ósvipað og Leggja).
Ef einhver ákvörðun er með öllu
óframfylgjanleg er sú ákvörðun
auðvitað óþarfi. Svo virðist sem
borgaryfirvöld hafi stólað á að lög-
reglan skuli framfylgja lokuninni en
tvennt mælir með því að borgar-
yfirvöld komi upp færanlegu hliði. í
fyrsta lagi er lögreglan fjársvelt og
hefur ekki mannskap/fjármuni í
þetta verkefni. Í öðru lagi er lok-
anlegt hlið miklu ódýrari kostur en
að hafa lögreglumann í nánast
fastri vinnu við að sekta ökumenn á
Laugaveginum.
Eftir Arngrím
Stefánsson
» Leiðbeiningar til að
draga úr akstri öku-
tækja á Laugaveginum.
Arngrímur Stefánsson
Höfundur er guðfræðingur með
meirapróf.
Þerneyjarsund er
ein af 15 kauphöfnum
á Íslandi sem reglu-
lega var siglt til á síð-
miðöldum. Af þessum
15 höfnum eru aðeins
fjórar sem ekki hefur
verið raskað að meira
eða minna leyti með
framkvæmdum á 20.
öld. Ef áætlanir
Reykjavíkurborgar
um að koma fyrir iðnaðarsvæði í
Þerneyjarsundi komast á koppinn
verða aðeins þrjár síðmiðaldahafnir
eftir þar sem hægt er að virða fyrir
sér umhverfið eins og það var þegar
verslun stóð þar með blóma. Á
mörgum af þessum stöðum sjást lít-
il ummerki um verslunina og það á
við um Þerneyjarsund. Þar eru ekki
mannvirkjaleifar sýnilegar á yf-
irborði sem ótvírætt er hægt að
tengja við miðaldakauphöfnina og á
þeirri forsendu byggir fyrirætlun
Reykjavíkurborgar: að úr því að
ekki sé ætlunin í fyrstu umferð að
raska tilteknum sýnilegum mann-
virkjaleifum þá sé skynsamlegt að
leggja svæðið undir iðnaðarlóð. Að
vísu hafa engar rannsóknir farið
fram til að skera úr um hvort þær
mannvirkjaleifar sem gætu tengst
kauphöfninni geri það – og meðan
svo er ekki verður þessi niðurstaða
borgaryfirvalda að teljast ótraust.
En það er skeytingarleysi þeirra
um gildi landslagsins sem er ekki
síður áhyggjuefni. Það er raunar
landlægur sá skilningur að svo
fremi að torf- og grjóthleðslum sé
ekki raskað sé í fínu lagi að byggja
þétt upp að þeim – eða skafa frá
þeim allt umhverfið. Sorglegt dæmi,
sem blasir við þeim sem keyra fram
hjá álverinu i Straumsvík, er í Kap-
elluhrauni þar sem kapellurústin
trónir eins og krækiber í helvíti upp
á jarðvegsstalli sem er það eina sem
eftir er af hrauninu á margra hekt-
ara svæði. Gildi minjastaða liggur
ekki eingöngu í byggingaleifunum
sem slíkum heldur í samhengi
þeirra við umhverfi sitt og þeirri
merkingu sem landslagið sjálft get-
ur haft. Það er augljóst með stað
eins og Þerneyjarsund að minja-
staðurinn er allt svæðið, bæði á sjó
og á landi, þar sem
skipin voru bundin á
legunni, þar sem varn-
ingi var skipað á land,
þar sem vörur voru
geymdar, þar sem
kaupmenn, áhafnir og
farþegar höfðust við,
þar sem viðgerðir og
viðskipti fóru fram. Á
þeim öldum sem Þern-
eyjarsund var kaup-
höfn hefur þessi starf-
semi örugglega ekki
verið bundin við sama
blettinn. Kauphöfnin er allt sundið
og landið sitthvoru megin við það.
Með því að afmarka iðnaðarlóð inni
á miðju þessu svæði er landslags-
heildin eyðilögð.
Hér er reyndar meira í húfi en
menningarsaga Þerneyjarsunds –
jafneinstök og hún er. Sundið er nú
fjarri alfaraleiðum og fáir koma þar.
En þetta mun breytast þegar
Sundabraut verður byggð. Þá verð-
ur sundið á þröskuldi borgarinnar
og útsýnið af brautinni út á sundin
verður magnað – nema það verði í
millitíðinni búið að koma þar upp
iðnaðarsvæði til að fanga athyglina.
Útsýni er lífsgæði. Það vita verk-
takar sem byggja háhýsi meðfram
ströndum borgarinnar og það veit
fólkið sem kaupir íbúðirnar í þeim á
uppsprengdu verði. Það vita hins
vegar ekki sveitarfélög sem láta
staðfastlega eins og ákvarðanir um
landnotkun sé hægt að taka með því
að horfa á hvern byggingarreit fyrir
sig, óháð umhverfi sínu eða áhrifum
framkvæmdanna á það.
Það eru margfaldar ástæður til
að spilla ekki Þerneyjarsundi. Þar
er einstakt menningarlandslag og
með tilkomu Sundabrautar munu
þúsundir á degi hverjum getað not-
ið þar útsýnis sem lyftir andanum
og gleður hjörtun. Það eru meiri og
mikilvægari verðmæti en sú starf-
semi sem nú á að hola niður í sund-
inu.
Hvers virði er landslag?
Eftir Orra Vé-
steinsson
Orri Vésteinsson
» „Það eru margfaldar
ástæður til að spilla
ekki Þerneyjarsundi.“
Höfundur er prófessor í forn-
leifafræði við Háskóla Íslands.
orri@hi.is
Það var skiljanlega
átakanlegt að koma að
slysinu á Kjalarnesinu
á dögunum þar sem
tveir létust og einn
slasaðist alvarlega.
Biðin á slysstað eftir
hjálparaðilum, björg-
unarsveit, lögreglu,
slökkviliði, sjúkrabílum
og þyrlunni, var sann-
arlega ekki auðveld.
Maður fann sig eitt-
hvað svo smáan og van-
máttugan og geta svo
lítið gert annað en gert
krossmark og farið
með örvæntingarfulla
bæn.
Hugur minn og bæn-
ir hafa síðustu daga
verið hjá og fyrir hin-
um látnu, fjölskyldu
þeirra og vinum. Einn-
ig hinum slasaða, öllu
hans fólki og félögun-
um í vélhjólaklúbbnum
þeirra. Þá er hugur minn ekki síður
hjá ökumanni húsbílsins sem hjólin
runnu fyrir og bara öllum sem upp-
lifðu þennan harmleik eða að slysinu
komu.
„Jesús minn!“ hrópaði kona sem
var á svæðinu. Tek ég undir með
henni. Það er líklega það eina sem
hægt er að hrópa við svona aðstæður.
Sjúkrabíll endaði út í móa
Einnig var skelfilegt að upplifa
einn af sjúkrabílunum sem á svæðið
komu geta ekki stansað á þessum
umrædda sleipa vegarkafla og skaut-
aði hann út fyrir veg og endaði úti í
móa. Mildi að ekki fór verr í því til-
felli. Ég hélt að bíllinn myndi velta.
Það var aðeins fyrir hæfni bílstjóra
sjúkrabílsins að hann valt ekki eða
skall á slökkvibíl, lögreglubíl eða hjól-
um eða bara fólki sem á svæðinu var.
Eftir að hafa skransað
hressilega og runnið á
vegarkaflanum í stutta
stund tók bílstjórinn
greinilega þá réttu
ákvörðun að stýra bíln-
um á hárréttu augna-
bliki bara út fyrir veg
þar sem hann stöðvaðist
loks úti í móa.
Það er svo
þungt að missa
Það er svo þungt að
missa. Tilveran er skek-
in á svo yfirþyrmandi
hátt. Angist fyllir hug-
ann. Örvæntingin og
umkomuleysið verður
algjört. Tómarúmið
hellist yfir og tilgangs-
leysið virðist blasa við.
Það er svo sárt að
sakna en það er gott að
gráta. Tárin eru dýr-
mætar daggir, perlur úr
lind minninganna.
Minninga sem tjá kær-
leika og ást, vænt-
umþykju og þakklæti
fyrir liðna tíma. Minninga sem þú
ýmist einn eða ein átt eða þið saman
sem fjölskylda eða vinahópur. Minn-
ingar sem enginn getur afmáð eða frá
þér eða ykkur tekið.
Tárin mýkja og tárin styrkja. Í
þeim speglast fegurð minninganna.
Gráttu, „því að sælir eru sorgbitnir
því að þeir munu huggaðir verða“. Og
sælir eru þeir sem eiga von á Kristi í
hjarta því að þeir munu lífið erfa og
eignast framtíð bjarta.
Ævin getur sannarlega verið stutt
og endað snögglega en lífið er langt.
Það lifir. Höldum í vonina. Stöndum
saman í bæn og samhug.
Með hlýrri friðar-, samstöðu- og
kærleikskveðju.
Lifi lífið!
Slysin gera ekki
boð á undan sér
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
Sigurbjörn Þorkelsson
»Maður fann
sig eitthvað
svo smáan og
vanmáttugan
og geta svo lítið
gert annað en
gert krossmark
og farið með
örvæntingar-
fulla bæn.
Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur
og aðdáandi lífsins.
Fíflheldar
merkingar
Allt um sjávarútveg