Morgunblaðið - 06.07.2020, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 2020
✝ Sigurður Hilm-ar Guðjónsson
(Siggi í Báru) fædd-
ist í Sæbóli Sand-
gerði 2. ágúst 1939.
Hann lést 26. maí
2020 á sjúkrahúsi í
Torrevieja á Spáni.
Kjörforeldrar
Sigurðar voru
hjónin Guðjón
Hansson, f. 15. nóv.
1909, d. 11. feb.
1994, og Ingveldur Einarsdóttir,
f. 15. okt. 1912, d. 3. júl. 1979.
Siggi kvæntist hinn 28. mars
1964 eftirlifandi eiginkonu
sinni, Sæunni H.B. Guðmunds-
dóttur kjólameistara. Börn
þeirra eru: 1) Guðjón Ingi, f. 19.
apríl 1961, börn hans eru: Jóna
Björk, f. 1980, móðir hennar er
Gyða Viðarsdóttir, Axel Rúnar
(stjúpsonur), f. 1981, Níels, f.
1984, og Guðjón Janus, f. 1987,
móðir þeirra er Ósk Elísdóttir.
2) Gunnhildur Ása, f. 26. apríl
1962, gift Geir Sigurðssyni,
börn hennar eru: Sigurður
Hilmar, f. 1981, Sæunn Sigríður,
f. 1982, Kamilla Ösp, f. 1989,
Karen Eir, f. 1983, faðir þeirra
er Guðjón Reynisson, og Þórl-
indur, f. 1999, faðir hans var Jó-
hann Þórlindsson. 3) Sævar, f.
Siggi unni tónlist og var t.d.
formaður Lúðrasveitar Sand-
gerðis árin 1960-1969. Síðustu
árin spilaði hann með Harm-
onikkufélagi Selfoss. Siggi var
virkur félagi í Lionsklúbbi
Sandgerðis alla tíð frá árinu
1967. Hann vann að endurvakn-
ingu björgunarsveitarinnar Sig-
urvonar og var formaður henn-
ar frá 1964-1989. Hann var í
stjórn SVFÍ í 27 ár.
Siggi var í byggingarnefnd
Miðneshrepps frá 1962-1966,
hann var svo byggingarfulltrúi
þar frá 1968-1985. Hann sat í
bæjarstjórn Sandgerðis í eitt
kjörtímabil og gegndi mörgum
trúnaðarstörfum fyrir bæj-
arfélagið. Hann starfaði hjá ÍAV
frá 1985 til aldamóta og vann
þar við mælingar og sem yf-
irmaður steypu- og ein-
ingastöðvar. Eftir það vann
hann hjá Keflavíkurverktökum
til 2003. Hann teiknaði og
byggði mörg íbúðarhús og sum-
arhús ásamt því að teikna björg-
unarskýli sem hann gaf björg-
unarsveitum og byggð voru víða
um land. Hann byggði margar
flóknar byggingar, m.a. Ytri-
Njarðvíkurkirkju.
Siggi var áhugamaður um
varðveislu gamalla muna og
smíðaði t.d. líkön af gömlum
húsum sem mörg hver eru horf-
in.
Sigurður verður jarðsunginn
frá Sandgerðiskirkju (Safn-
aðarheimilinu í Sandgerði) í
dag, 6. júlí 2020, klukkan 13.
25. mars 1963, gift-
ur Erlu Sigurjóns-
dóttur, börn þeirra
eru: Elva Kristín, f.
1991, Telma Lind,
f. 1994, og Sædís
Björg, f. 1996. 4)
Sigurður, f. 25.
mars 1963, giftur
Jónu Bryndísi Páls-
dóttur, börn þeirra
eru: Ingveldur, f.
1982, Eydís, f. 1985,
og Bjarni, f. 1985.
Langafabörn Sigga í Báru
eru orðin 28.
Siggi lauk unglingaprófi úr
Sandgerðisskóla. Ævistörf hans
og áhugamál voru fjölbreytt og
fór hann snemma að vinna á
síld, reknetum og fleiru. Hann
var í Knattspyrnufélaginu Reyni
og fór með þeim í fyrstu keppn-
isferð til Færeyja. Úr þessari
ferð átti hann kærar minningar
og vini. Árin 19601964 stundaði
hann nám í húsasmíði í Iðnskól-
anum í Reykjavík og var í læri
hjá Þórarni Ólafssyni í Keflavík.
Hann lauk sveinsprófi árið 1964.
Árið 1965 stofnaði Siggi Hús
og innréttingar hf. í Sandgerði
ásamt Ólafi Gunnlaugssyni og
Eðvald Bóassyni. Hann var í
prófnefnd húsasmiða í 20 ár.
Síminn hringdi og mér var til-
kynnt að faðir minn þyrfti
skyndilega að leggjast undir
hættulega skurðaðgerð sem gæti
farið á báða vegu. Mér var brugð-
ið því hann hafði alltaf verið svo
hraustur og hvergi kennt sér
meins. Því var ég viss um að þessi
aðgerð færi nú vel. Það var því
erfitt að trúa því þegar að fréttin
barst um að hann hefði ekki lifað
aðgerðina af.
Pabbi var ástríkur faðir, vildi
öllum vel, hann var ósérhlífinn
við að hjálpa öðrum og gefa góð
ráð. Hann var mikill viskubrunn-
ur og góður kennari, það var allt-
af hægt að leita til hans með ýmis
vandamál, hann gat alltaf fundið
lausn á málunum.
Pabbi vann mikið og var mikið
í félagsmálum, en hann hafði alla
tíð tíma fyrir okkur systkinin
þegar við þörfnuðumst þess. Með
honum voru uppeldisárin ljúf og
árin sem komu þar á eftir enn
ljúfari. Hann gaf okkur systkin-
unum gott veganesti inn í fram-
tíðina og við munum búa að þeim
alla tíð. Hann kenndi okkur að
meta tónslistina og tónlistin sem
fylgdi honum alla tíð var svo
töfrandi, yndisleg og gefandi.
Margar bernskuminningar eru
um þegar fólk var að koma heim
með hljóðfæri sín og fá að spila
undir með honum og svo sungu
móðir mín og systir raddað undir.
Við ferðuðumst mikið saman
um landið, hvort sem var um há-
lendið eða með ströndum þess.
Við ferðuðumst einnig mikið er-
lendis og mínar skemmtilegustu
ferðaminningar eru með foreldr-
um mínum. Við unnum einnig
mikið saman, hann kenndi mér að
smíða og snemma treysti hann
mér fyrir vandasömum smíða-
verkefnum, sem var ómetanlegt.
Við áttum mörg sameiginleg
áhugamál sem ég hefði svo mikið
viljað stunda áfram með honum,
en fráfall hans undirstrikar
hversu dýrmætt það er að njóta
líðandi stundar og gefa okkur
meiri tíma fyrir okkur sjálf.
Pabbi fór alltaf sínar eigin leið-
ir og ruddi í burt mótbárum um
að eitt og annað væri ekki hægt.
Hann sýndi aftur og aftur fram á
að með útsjómarsemi og sam-
heldni var hægt að gera stórvirki
og þannig vannst hvert þrekvirk-
ið á fætur öðru. Hann var
óhræddur við að framkvæma það
sem hann ætlaði sér og tókst það
vel. Hann langaði t.d að eignast
skútu og sigla henni til Græn-
lands, þá bara smíðaði hann sér
skútu (40 fet), því miður varð
aldrei úr því að hann færi á henni
til Grænlands, en skútan var
mikil listasmíði og sigldi afar vel.
Pabbi hafði mikinn áhuga á
björgunarmálum og ungur að ár-
um tók hann við formennsku
björgunarsveitarinnar Sigurvon-
ar og með hans forystu og hjálp
góðra björgunarseitarmanna
sem höfðu trú á honum og með
aðstoð sjómanna sjálfra, varð
björgunarsveitin ein besta og
fullkomnasta sjóbjörgunarsveitin
á landinu, björgunarsveit sem
bjargað hefur mörgum mannslíf-
um. Pabbi átti stóran þátt í til-
komu björgunarbáta og skipa
Slysavarnafélagsins sem í dag
eru staðsett í flestum sjávar-
byggðum. Hann talaði einnig
mikið fyrir björgunarþyrlum í
hvern landsfjórðung og upp-
byggingu forvarna í björgunar-
málum fyrir sjómenn. Það var á
brattann að sækja, í þessum mál-
um en með seiglunni urðu margir
sigrar.
Elsku pabbi, ég hef fylgt þér í
57 ár og á með þér svo margar
ómetanlegar minningar sem ekki
er hægt að telja upp hér, en
minningarnar um þig munu lifa.
Ég bið guð almáttugan að leiða
þig í ljós sitt og umvefja þig ást
og kærleika. Það er gott til þess
að vita að þegar minn tími kem-
ur, þá ert þú til staðar til að taka
á móti mér.
Sigurður Sigurðsson.
Elsku pabbi minn,
það er svo erfitt að kyngja því
að við fáum ekki að sjá þig aftur.
Þú sem varst svo hress og kátur.
Mikið eigum við eftir að sakna
þín. Á milli okkar ríkti einstakt
samband og ég gat leitað til þín
með allt hvort sem það voru ást-
armál, landflutningar, húsakaup,
vinnutengt eða fjölskyldutengt –
þú áttir ráð við öllu! Þér fannst
ekkert sem mér datt í hug vit-
laust og gafst þér alltaf tíma til að
setjast niður með mér og gefa
mér ráð. Eins ef ég var í fram-
kvæmdum þá varst þú alltaf
mættur að hjálpa, smíða eða gera
við gróðurhús, innrétta búð eða
gera eitthvað heima hjá mér, þá
komstu með verkfærin þín og ég
er þér svo þakklát.
Þú elskaðir að vera með okkur
fjölskyldunni þinni og við elskuð-
um að vera með þér. Alls staðar
varstu hrókur alls fagnaðar og
dróst upp harmonikkuna við
hvert tækifæri. Þú stofnaðir með
mér, bræðrunum og vinum okkar
marga dúetta, kvartetta og kóra
enda varstu svo ótrúlega flinkur
að útsetja, radda og stjórna. Svo
varstu með eindæmum handlag-
inn, það lék einhvern veginn allt í
höndunum á þér hvort sem það
var venjuleg skrift (en þú hafðir
þá fallegustu rithönd sem ég hef
séð), skrautskrift, húsasmíði,
módelsmíði, hönnun eða hvað
sem var og ekki klikkaði heldur
stærðfræðin ef eitthvað þurfti að
reikna út. Þú varst svo mikil fyr-
irmynd okkar allra og deildir
kunnáttu þinni til okkar barna,
barnabarna og víðar, það voru
t.d. ekki fáir smiðirnir sem lærðu
hjá þér og eru það allt afburða-
smiðir í dag. Þú varst besti pabbi
og tengdapabbi sem hægt er að
hugsa sér. Ég er svo ánægð að
hafa gefið þér alnafna sem ber
nafn þitt með stolti, já börnin
duttu í lukkupottinn að fá þig
sem afa og langafa.
Við vorum búin að plana hell-
ing sem við áttum eftir að gera
saman, sérstaklega í tengslum
við Spán þar sem við vorum búin
að kaupa okkur íbúðir í sama
kjarna en nú verður þú bara með
okkur í hjartanu. Ég er og verð
alltaf þakklát fyrir að hafa átt þig
elsku pabbi minn og sendi þér
faðmlag í draumalandið.
Þótt sólin nú skíni á grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem blý.
Því burt varst þú kölluð á örskammri
stundu,
í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga
og góða,
svo gestrisin, einlæg og hlý.
En örlög þín ráðin – mig setur
hljóða,
við hittumst ei framar á ný.
Megi algóður Guð þína sálu nú
geyma,
gæta að sorgmæddum, græða djúp
sár.
Þó komin sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Sigríður Hörn Lárusdóttir)
Þín dóttir,
Gunnhildur Ása.
Elsku elsku afi minn, núna
þegar ég skrifa þetta þá er ég að
horfa á ljósmynd af okkur saman
í London. Í þessari ferð vorum
við bara tveir og við kynnumst
annarri hlið hvor á öðrum. Í raun
vorum við ekki afi og barnabarn í
þessari ferð heldur tveir vinir.
Þessi ljósmynd gerir svo mikið
fyrir mig, hún gerir mig svo stolt-
an af því að heita Sigurður Hilm-
ar, hún gerir mig svo stoltan af
því að hafa átt þig sem afa og hún
gerir mig svo stoltan af því að ég
hafi líka getað kennt þér ýmis-
legt. Eitt sem ég sagði þér aldrei
úr ferðinni var hversu nálægt því
ég var að gefast upp á hjólabátn-
um og það eftir nokkrar mínútur.
Ég náði aldrei almennilegum
takti og alltaf þegar ég leit á þig
þá blést þú ekki úr nös. Eftir tíu
mínútur var ég að fara að gráta
ég var svo þreyttur. En sem bet-
ur fer þá allt í einu datt ég í takt
við þig og vatnið og þetta var
ekkert mál eftir það og áttum við
yndislegar klukkustundir á vatn-
inu. Ég var að vísu eins og karfi
ég sólbrann svo illa, en það var
allt þess virði.
Í gegnum tíðina þá hefur þú
verið frábær afi og gert allt sem
afar eiga að gera og meira til. Ég
var lánsamur að fá að flytja inn til
þín og ömmu sem unglingur og
það mótaði mig mikið. Ég er ekki
viss um að ég hafi nokkurn tím-
ann þakkað þér fyrir það að taka
mig inn á heimilið ykkar en von-
andi sýndi ég það í verki. Að eiga
afa sem kennir manni eins mikið
og þú gerðir er ómetanlegt og
yrði það allt of löng upptalning að
lista það upp hér. Ef það er eitt
sem ég hins vegar vona að ég geti
gert eins og þú þá er það að
knúsa fólk jafn hlýtt og innilega
og þú gerðir alltaf.
Að deyja er hluti af lífinu, en
að sætta sig við dauðann er eitt-
hvað sem ekki er hægt að kenna
og hver og einn þarf að tækla á
sinn hátt. Það er rosalega erfitt
að hugsa til þess að ég muni ekki
hitta þig aftur þegar ég kem upp
í Bárugerði, það er erfitt að
hugsa til þess að símanúmerið
þitt mun ekki birtast aftur á skjá-
inn hjá mér og svekkjandi að
geta ekki fengið fleiri góð ráð hjá
þér eða rætt um tíðarandann við
þig. Ég á samt skemmtilegustu
minningu sem hægt er að hugsa
sér, síðast þegar við hittumst þá
varstu á leið til Spánar og ég fékk
þitt hlýja afa-knús og koss á
kinnina sem ég finn enn þá fyrir.
Sú tilfinning mun aldrei hverfa,
ég elska þig elsku, elsku afi minn
og viltu skila kveðju til Jenna afa
fyrir mig.
Sigurður Hilmar
Guðjónsson.
Elsku afi, nú er komið að
kveðjustundinni þótt ég hefði
viljað hafa þig lengur hér hjá
okkur og eiga með þér fleiri sam-
verustundir. Þó að stundir okkar
hafi verið margar í gegnum árin
þá hefði ég viljað hafa þær fleiri,
því öll sækjumst við í það sem er
gott og jákvætt. Þú hefur alltaf
verið eitt af því jákvæða og góða í
mínu lífi.
Þegar ég hugsa til baka um all-
ar þær minningar sem ég er svo
heppin að eiga um þig, þá fyllist
ég svo miklu þakklæti að hafa átt
svo yndislegan afa. Það eru for-
réttindi að hafa fengið að alast
upp í næsta húsi við þig og ömmu
og getað skottast yfir til ykkar
hvenær sem er.
Að fara yfir til ykkar á að-
fangadagskvöld eftir að hafa opn-
að allar gjafirnar var alltaf svo
gaman. Jólaboðin þar sem við
krakkarnir fengum að njóta okk-
ar með ýmsum uppátækjum, eins
og að halda tónleika fyrir ykkur
fullorðna fólkið og spila með ykk-
ur langt fram á nótt. Mínar uppá-
halds minningar eru þó úr sum-
arbústaðnum. Að koma í
heimsókn til ykkar ömmu í bú-
staðinn hefur alltaf verið ævin-
týri út af fyrir sig. Einn ævin-
týraheimur sem innihélt fullt af
leikjum, harmónikkuspili, söng
og góðum félagsskap. Þú og
amma hafið alltaf boðið okkur
velkomin með opinn faðminn og
gefið ykkur tíma til að spjalla og
gefa ykkur að okkur. Einnig
varst þú alltaf til í leik og sprell
með okkur þegar við barnabörn-
in vorum krakkar og ekki minnk-
aði það eftir að við urðum full-
orðin. Mér er mjög minnisstæð
ferðin okkar saman til Noregs
sumarið 2018. Sú ferð einkennd-
ist af skemmtun og hlátri frá
upphafi til enda, með fjallgöng-
um, vísnagerð og afa„gilli“. Afa-
„gill“ var eitt af því allra besta og
munum við systurnar sakna þess
að geta ekki sest hjá þér og óskað
eftir „gilli“. Þessi samvera með
ykkur ömmu hefur skipt mig svo
miklu máli að ég hef sjálf lagt
mikla áherslu á að gefa mér alltaf
tíma til að leika við börnin mín og
nýta hvert tækifæri til að hafa
gaman.
Elsku afi, þú átt stóran sess í
hjarta mér og mun ég varðveita
hann vel og halda minningunni
um þig á lofti. Þín verður sárt
saknað.
Er vorið hlær og fagrar grundir gróa
og geislar himins leika’ um hæð og
mó,
er syngur „dírrin dí“ í lofti lóa
og ljóssins englar dansa um strönd og
sjó.
Við komum, elsku afi, til að kveðja
með ástarþökk og bænarljóð á vör.
Þín æðsta sæla var að gefa og gleðja,
og góðir englar voru í þinni för.
(H.P.)
Ingveldur Sigurðardóttir.
Þegar ég hugsa um þig, elsku
afi, þá sé ég þig fyrir mér með op-
inn arminn, með stút á munni og
svo tekur þú þéttingsfast utan
um mig og faðmar mig lengi.
Þetta voru bestu faðmlögin. Ég
elskaði líka alltaf rakspíralyktina
sem fylgdi mér restina af deg-
inum, afalyktin, besta lykt í
heimi. Ef ég fann hana einhvers
staðar fékk ég oft „flashback“ í
sumarbústaðinn því þar angaði
afalyktin alltaf þegar ég kom í
heimsókn.
Þær eru svo minnisstæðar
heimsóknirnar til ykkar ömmu,
bæði í Báru og í bústaðinn. Þar
eru margar af mínum bestu
æskuminningum. Heimsóknirnar
í bústaðinn um páskana og á
sumrin, og í Báru um jólin og
áramótin. Ég man einu sinni ein
áramótin þegar ég var unglingur,
þá fékk ég tvo bjóra frá afa og
ömmu. Ég var greinilega eitt-
hvað fljót að drekka þá og það
var gert dálítið grín að því. Þá
settist afi niður við hliðina á mér
og sagði: „Þegar maður er að
drekka þá verður maður alltaf að
fara varlega, maður vill ekki
drekka of mikið og vera sér til
skammar og öðrum til leiðinda.“
Þetta var ein af mörgum ráðlegg-
ingum sem ég fékk frá afa, en
þessi setning hefur alltaf setið
fast á bak við eyrað og hef ég allt-
af reynt að fara eftir henni (þótt
mér hafi stundum mistekist að
standa við það).
Ég mun aldrei gleyma hlátr-
inum þínum og ég heyri oft í hon-
um í huganum. Þú hlóst alltaf að
mér ef ég var að reyna að vera
fyndin og þú hefur alltaf stutt
mig í því sem ég geri. Þú virtist
alltaf vera stoltur af mér, sama
hvað ég var að gera. Þú sýndir
mér og fjölskyldu minni alltaf svo
mikinn áhuga og fékkst mig til að
finna fyrir stolti. Ég sakna þín
svo mikið afi, þú áttir aldrei að
fara svona snöggt. Þú áttir að sjá
mig útskrifast úr hjúkrunarfræð-
inni og fagna áfanganum með
mér. En þú munt alltaf lifa í
hjarta mínu og þótt þú sést ekki
með mér í persónu þá vil ég trúa
því að þú sért með mér í anda.
Eydís Sigurðardóttir.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
Þín vinartryggð var traust og föst
og tengd því sanna og góða,
og djúpa hjartahlýju og ást
þú hafðir fram að bjóða.
Og hjá þér oft var heillastund,
við hryggð varst aldrei kenndur.
Þú komst með gleðigull í mund
og gafst á báðar hendur.
Svo, vinur kæri, vertu sæll,
nú vegir skilja að sinni.
Þín gæta máttug verndarvöld
á vegferð nýrri þinni.
Með heitu, bljúgu þeli þér
ég þakka kynninguna,
um göfugan og góðan dreng
ég geymi minninguna.
(Höf. ók.)
Við systkinin þökkum Sigga
samfylgdina með okkur í öll þessi
ár og biðjum góðan Guð að gefa
þér elsku Sæa og fjölskyldunni
styrk í sorginni
Kolbrún, Svanhvít,
Herbert, Jóna, Guðmundur,
Óskar og Dagbjört.
Svo óvænt og án fyrirvara ert
þú fallinn frá kæri vinur og fé-
lagi. Við höfum átt samleið allt
frá barnæsku, tengdir fjölskyldu-
böndum og mikill samgangur á
milli fjölskyldna okkar í æsku. Þú
varst eins og segull, til þín í Báru-
gerði sótti ég í leik. Það eru
ógleymanlegar minningarnar
sem streyma fram, ég man bílana
sem við smíðuðum og lékum með
í malargryfjunni fyrir ofan Báru-
gerði, flugvélina sem við smíðuð-
um og settum upp á hól, hreyfill-
inn var spaði úr vindmyllu og
fauk út í loftið í rokinu, hænsn-
anetið sem var gluggi á stjórn-
klefa „flugvélarinnar“ bjargaði
okkur þar. Við smíðuðum báta og
kajaka og sigldum á Bæjarsker-
stjörninni, man daginn sem
Sigurður Hilmar
Guðjónsson
✝
Ástkærir foreldrar okkar, tengdaforeldrar, amma, afi, systkini,
frændi, frænka og vinir,
FINNUR EINARSSON
og
JÓHANNA SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR
létust 28. júní.
Útför þeirra fer fram frá Lindakirkju fimmtudaginn 9. júlí
klukkan 13..
Heiðrún Finnsdóttir Þórður Matthíasson
Eysteinn Finnsson
Sigrún Júlía Finnsdóttir
Sigurður Fannar Finnsson
Aþena Katrín Þórðardóttir
Matthías Tristan Þórðarson