Morgunblaðið - 06.07.2020, Síða 21

Morgunblaðið - 06.07.2020, Síða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 2020 Tryggur, hundurinn minn, hvolfdi kajaknum og ég faldi mig hundvotur, meðan fötin þornuðu á mér, svo okkur yrði ekki bann- að að leika okkur við tjörnina. Alla okkar skólagöngu í barna- og unglingaskólanum sátum við saman, fengum áhuga á tónlist, keyptum okkur munnhörpur og spiluðum í fyrsta sinn saman ásamt Bjössa Marons á stúkuf- undi. Seinna keyptum við okkur báðir orgel og síðan harmonikk- ur. Við áttum samleið í tónlist- inni, spiluðum saman í lúðrasveit og hljómsveitinni Steríó, seinna á skemmtunum þar sem ég söng og spilaði á gítar og þú, Siggi, spil- aðir undir á harmonikkuna þína. Líf okkar var samtvinnað alla tíð, við unnum saman, byggðum upp fyrirtæki saman og vorum virkir félagar í Björgunarsveit- inni og Lionsklúbbi Sandgerðis. Báðir byggðum við okkur sum- arhús í Vaðneslandi, áttum þar ógleymanlegar stundir með fjöl- skyldum okkar og vinum. Að hafa átt þig sem vin og fé- laga hefur auðgað líf mitt og fyrir það þakka ég. Við Jórunn og fjölskylda send- um ykkur, elsku Sæja, Ingi, Ása, Siggi, Sævar og fjölskyldur, hug- heilar samúðarkveðjur. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. (Bubbi Morthens) Ólafur Gunnlaugsson. Frá því að mér barst sú harmafregn að Siggi í Báru væri allur hafa sótt að gamlar minn- ingar og leiftur frá þeim tíma sem ég var meðlimur í stórfjöl- skyldu þeirra Sæu. Bárugerði varð mitt annað heimili þar sem ég kom reglulega með Ásu allt frá árinu 1978. Þegar ég tók sam- an við Guðjón Inga elsta soninn á heimilinu þá með barn í fartesk- inu tóku þau hjónin honum eins og sínu eigin barnabarni. Eitt sinn var verið var að ræða fjölda barnabarna þeirra hjóna og sá sem talaði undanskildi drenginn í tölunni. Siggi brást hart við og áveðinn í bragði ítrekaði hann að hann væri barnabarn hans ekki síður en hinir krakkarnir og það skyldi telja hann með í öllum til- vikum. Það væri ekki blóðið í æð- um manna sem ákvarðaði fjöl- skyldubönd. Þetta voru ekki orðin tóm hjá honum og alla tíð komu þau hjónin eins fram við Axel og hina krakkana og hann og hans fjölskylda hefur notið sömu ástúðar og alúðar og yngri synir mínir og þeirra fjölskyldur. Ég var samferða þessari góðu fjölskyldu í 20 ár og sem betur fer hefur okkur auðnast að halda góðu sambandi þó að leiðir okkar Inga skildu. Á þessum árum var Siggi bók- staflega á kafi í björgunarsveit- armálum. Hann vann að þeim eins og öðrum verkefnum sínum af mikilli ástríðu og elju. Okkur hinum þótti stundum nóg um að ekki væri rætt um neitt annað og í einni sumarbústaðarferðinni var lagt blátt bann við að nefna Slysavarnafélagið á nafn. Hann gekkst inn á það eins og aðrir og það var glatt á hjalla eins og allt- af í bústaðnum. Bannið var þó mjög íþyngjandi og það leið ekki á löngu að hann fór að vísa til málefnisins með skelmissvip og blik í auga og hvísla „þetta sem má ekki nefna“. Í bústaðinn sem var á þessum tíma sennilega um 25 fermetrar flykktumst við allar helgar og í fríum, systkinin fjög- ur, makar og barnabörnin eftir því sem þeim fjölgaði. Oft var þröngt á þingi en alltaf glatt á hjalla, mikið spilað, bæði á spil og hljóðfæri og sungið. Siggi var mikill fjölskyldumað- ur og vildi helst hafa öll börnin sín og afkomendur í kringum sig sem óhjákvæmilega skapaði Sæu mikla vinnu. Hann elskaði að spila á harmonikkuna með börn- unum sínum sem öll eru tónlist- armenn af Guðs náð. Hann var líka góður sögumaður og flinkur að setja hversdagslega atburði í spaugilegt samhengi. Hann tók sér gjarnan langan tíma til að segja söguna og ef Sæa reyndi að skjóta inn orði til að skýra betur atburðarrásina eða leiðrétta ef hann fór ekki rétt með að hennar mati þá þagði hann um stund og blés og orðin „er ég að segja þessa sögu eða þú?“ heyrðust þá gjarnan. Saman ferðuðust þau hjónin um heimin, sigldu á skútu á Miðjarðarhafinu, spiluðu golf og undu sér vel saman. Erfiðar þrautir lífsins leystu þau í sam- einingu og fylgdust bæði vel með sístækkandi barnabarnahópnum og Siggi lagði sig eftir því að veita athygli styrkleikum hvers og eins. Við minnumst Sigga í Báru með virðingu og ást, þökkum honum samfylgdina og sendum Sæu, systkinunum frá Bárugerði og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Ósk, Axel, Níels, Janus og fjölskyldur. Í dag verður kvaddur frá Sandgerðiskirkju góður vinur minn. Sigurður H. Guðjónsson sem lést á Spáni 26. maí. Siggi í Báru eins og hann var alltaf kall- aður var mikill félagsmálamaður en mín kynni hófust við Sigga er hann endurræsti björgunarsveit- ina Sigurvon sem hafði verið í lægð í nokkur ár, er Siggi tók við björgunarsveitini hóaði hann saman ungum og duglegum mönnum til starfa. Aðalvandamál hinnar endurreistu sveitar var húsnæðisleysi en fengin var að- staða í Samkomuhúsinu, þar sem böll voru haldin til fjáröflunar. Fljótlega kom í ljós að gólfið var illa farið og var þá farið í að lag- færa gólfið og er því var lokið og gólfið sem nýtt var Sigurvon rek- in úr húsinu. Þá tók Siggi sig til og teiknaði 520 fermetra hús við Strandgötu, af því voru 130 fer- metrar undir slökkvistöð. Sumir sögðu að nú væri Siggi orðinn vit- laus, björgunarsveitin gæti aldrei byggt þetta hús, en Siggi talaði kjark í menn. Í einu stórviðri lögðust öll steypumót á hliðina, en fall er fararheill og var meiri kraftur settur í bygginguna enda hvatti Siggi menn til dáða en hann var bæði byggingameistari og hönnuður. Það tókst að ljúka við húsið og var það formlega vígt á 50 ára afmæli SVFÍ. Þessi bygging vakti athygli manna og komu margir landsbyggðarmenn að skoða og voru varanleg hús byggð víða. Siggi teiknaði mörg hús af öllum stærðum og gerðum. Er Siggi hætti í byggingabras- anum var hann ráðinn bygginga- fulltrúi í Sandgerði, eitt af verk- um hans þar var að mæla og teikna gömul hús sem víða eru í bæjarfélaginu. Hin seinni ár hafði Siggi smíðað módel af mörgum gömlum húsum hér í bæjarfélaginu. Tónlist var eitt af áhugamálum Sigga en þegar lúðrasveit var stofnuð í Sand- gerði var Siggi formaður sveit- arinnar til margra ára. Þær eru ófáar samkomur sem haldnar hafa verið þar sem Siggi spilaði á harmonikuna. Hann smíðaði sumarhús í Vaðnesi og var þar oft. Hann gekk í Harmonikufélag Selfoss þar æfði hann og spilaði á samkomum. Einu sinni vorum við Siggi á björgunartækjasýningu í Hannover í Þýskalandi. Eitt kvöldið erum við á gangi í mið- bænum þar sem gangstéttir voru á tveim hæðum er við heyrum harmonikuspil. Þar var gamall maður með frekar lúna nikku. Siggi fær að prufa og tekur hressilega á svo það heyrist mjög. Sá gamli hafði ekki fengið mikið í hattinn en kynnti hann nú að það væri Íslendingur að spila sjómannalög, peningunum rigndi þá niður og gladdi það þann gamla. Siggi var alla tíð mjög virkur í Lionsklúbbi Sandgerðis. Það var hátíðleg stund er stæsta og öflugasta björgunar- skip SVFÍ sigldi inn á Sandgerð- ishöfn frá Þýskalandi. Forseti Ís- lands, Vigdís Finnbogadóttir, gaf skipinu nafnið Hannes Hafstein og aukabát nafnið Siggi Guðjóns. Ógleymanlegar eru allar þær stundir sem við félagar í Sigur- von áttum með Sigga í Báru, það væri hægt að skrifa margar blað- síður um samstarfið enda frábær og einstakur maður. Með þessum fáu orðum vil ég votta Sæunni og börnum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Megi minningin um góðan og frábæran félaga lifa að eilífu. Reynir Sveinsson. Það var reiðarslag sem dundi á okkur þegar símtalið kom um að einn af okkar bestu vinum væri látinn á Spáni eftir stutt veikindi. Siggi, sem var alltaf svo hress og hraustur. Enginn veit hvað tím- inn ber í skauti sér. Leiðir okkar Sigga hafa legið saman frá því við vorum krakkar, vináttan sterk og erum við ennþá nágrannar. Við fórum saman í Iðnskólann í Reykjavík og útskrifuðumst sem húsasmíðameistarar, vorum í lúðrasveit, í Stereó sextett, slökkviliðinu, Lionsklúbb Sand- gerðis og ásamt mökum okkar í björgunarsveitinni Sigurvon. Við Siggi sátum saman eitt kjörtíma- bil í bæjarstjórn Sandgerðis. Við tókum þátt í að flytja inn SVD- flugelda með björgunarsveitinni Sigurvon ásamt björgunarsveit- unum í Grindavík, Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Þegar ég svo kynnt- ist Sólrúnu minni og hún flutti hingað frá Færeyjum fyrir 56 ár- um voruð þið fyrstu hjónin sem hún kynntist. Erum við ævinlega þakklát fyrir þau kynni og vin- áttu ykkar, öll ferðalögin innan- og utanlands. Mikið eigum við eftir að sakna þín kæri vinur. Við kveðjum þig með þessu lagi sem kemur upp í hugann, lag sem við sungum svo oft saman og þið Óli spiluðuð undir. Þú ert blómið fegurst blóma með brosið hlýtt og augun skær. Augu sem af öllu ljóma atlot mild sem vorsins blær. Hvert sem lífið okkur leiðir liggja saman okkar spor. Ástarstjarnan sæla seiðir sumar, vetur, haust og vor. Fagra blóm sem fegurst prýðir fjalla tinda, berg og skörð. Byggð og eyjar yndi skríðir hvað er fegurra á jörð. Það er sem bálið ástar brenni í bjartri fegurð hennar hér, Rósin rjóðust líkist henni rósin sem ég valdi mér. Blóm mun vaxa móti vori visnar allt er haustar að. Hún ber blómsins ilm í spori þó að blási um vetrar hlað. Hún blómgast aðeins einu sinni fölni hún, ég fölna með. Hús ég finn í konu minni ég fell við hennar hinsta beð. (þýskt þjóðlag, Árni Johnsen þýddi) Hvíl friði. Elsku Sæja, börn og fjölskyld- ur, við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Þínir vinir, Sólrún og Óskar. Hún var óvænt og sár andláts- fregn vinar okkar Sigurðar H. Guðjónssonar (Sigga í Báru). Leiðir okkar Sigga, Óla og Dedda lágu saman 1961, á Trésmíða- verkstæði Þórarins Ólafssonar í Keflavík. Árin hjá Þórarni með öndvegisvinnufélögum voru við- burðarík og undanfari áralangrar samvinnu og vináttu. Að áeggjan Sigga fórum við þrír út í sjálf- stæðan rekstur, sem hófst í bíl- skúr við heimili Dedda í Njarð- vík, þar sem vélin Jósefína fyllti nær út í skúrinn. Við fluttum okkur til Sandgerðis og byggðum þar verkstæði og hófum rekstur undir nafninu Hús og innrétting- ar hf. Verkefnin voru ærin, m.a. Ytri-Njarðvíkurkirkja, íþrótta- hús í Sandgerði, einbýlis- og rað- hús, hurðir og innréttingar, en Siggi teiknaði mörg húsanna sem við byggðum. Ekki var lífið bara vinna því ákveðið var að huga að áhuga- málum og frítíma. Keyptum trillu, það átti að færa okkur ánægju og slökun að veiða í soðið en brátt var farið í útgerð á fullu, fórum á grásleppuveiðar. Lítið varð því um slökun, því eftir dag- vinnu var farið á sjó, net lögð eða dregin og hrogn söltuð í tunnur. Helgarnar fóru í það að greiða úr netunum með fjölskyldunni. Í minningunni voru þetta þó dýrðardagar, þótt dauðþreyttir værum. Margt skondið skeði eins og þegar Deddi datt í sjóinn, hon- um var fljótt kippt um borð, Siggi snaraðist úr buxunum, sem Deddi klæddi sig í. Siggi reri síð- an á jullunni á nærbuxunum að næstu bauju, ógleymanleg sjón. Eftir samvinnu í nær 20 ár hættum við rekstri Húsa og inn- réttinga og héldum hver í sína áttina. Áfram héldust vináttu- böndin milli okkar og fjölskyldna okkar og glaðst var saman hve- nær sem færi gafst. Við kveðjum hér kæran vin og félaga með þökk fyrir allt og allt. Sendum þér, kæra Sæunn, börnum ykkar og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Eðvald, Sigrún, Ólafur, Jórunn og fjölskyldur. Það er fátt betra en góð vin- átta. Í dag kveðjum við góðan vin, Sigurð Hilmar, sem við strákarnir í vinahópnum höfum átt samleið með frá æsku. Fyrstu minningar okkar eru frá leikjum og uppátækjum sem oftar en ekki voru hugmyndir Sigga, það var eins og hulið aðdráttarafl fylgdi Sigga og Bárugerði. Eitt sinn var ákveðið að fara í stríð við strákana í norðurbænum með bogum og örvum, sem við smíð- uðum sjálfir. Fékk sá yngsti í hópnum það hlutverk að sækja örvarnar inn á „vígvöllinn“ og mátti þá litlu muna að ekki færi illa. Siggi var hugmyndaríkur og átti stóra drauma, hann hafði lag á að koma hugmyndum sínum í réttan farveg; þótt það tæki tíma þá náði hann sínu fram. Hvað þú varst, kæri vinur, alltaf viss um að hugmyndir þínar væru fram- kvæmanlegar ef allir legðust á eitt. Því til sönnunar er bygging Björgunarstöðvarinnar í Sand- gerði. Á einhvern óskiljanlegan hátt fékkst þú alla með, bæði konur og karla, í Björgunarsveit- inni Sigurvon og það tókst með ótrúlegri elju allra og trú þinni á mikilvægi þessa verkefnis að byggja stöðina í sjálfboðavinnu. Fjölskyldur okkar hafa átt því láni að fagna að eiga samleið. Við æskuvinirnir ásamt eiginkonum okkar höfum upplifað ógleyman- leg ævintýri saman. Fyrir rúm- um 30 árum hóf vinahópurinn að halda árleg þorrablót og fara í sumarferðir bæði hér heima og erlendis. Skipst var á að skipu- leggja blót og ferðir, meginmark- miðið var að uppgötva eitthvað nýtt og njóta samvista. Hvert sem farið var tók Siggi harmon- ikkuna með og spilaði meðan maturinn var undirbúinn, eftir mat var síðan spilað og sungið. Þín verður sárt saknað, kæri vinur, en við munum halda hóp- inn og hugsa vel um hana Sæju þína og fjölskyldu. Við þökkum þér ógleymanlegar samveru- stundir, minningarnar munu ylja um ókomin ár. Elsku Sæunn, börn og fjöl- skyldur, við sendum ykkur inni- legar samúðarkveðjur. Ólafur, Jórunn, Óskar, Sólrún, Guðni og Sigríður. Sigurður Guðjónsson, sem nú er kvaddur, var einn af öflugustu liðsmönnum björgunarsveitar- innar Sigurvonar í Sandgerði. Við aðalgötuna í Sandgerði stendur stórt og reisulegt hús Sigurvonar. Hús þetta var í byggingu á miðjum áttunda ára- tugnum, þegar sá er hér skrifar kom til starfa sem erindreki fyrir Slysavarnafélag Íslands. Húsið var reist af miklum stórhug og dugnaði, að mestu leyti í sjálf- boðavinnu og fyrir frjáls framlög. Þarna fór hann Siggi Guðjóns fremstur í flokki, enda maðurinn húsasmiður og dró ekki af sér í vinnu við að koma upp þessu stóra húsi. Í félagi við formann- inn og öðlinginn Kidda Lár og með mörgum fleiri góðum liðs- mönnum vannst þetta þrekvirki. Óhætt mun að fullyrða að vinnu- stundir Sigurðar í húsinu má telja í hundruðum frá upphafi til enda. Þótt margir aðrir kæmu þar að verki var hlutur Sigga þó stærstur allra. Uppbygging og rekstur björgunarsveitarinnar Sigurvonar var hans hjartans mál sem hann hafði mikinn metn- að fyrir og þar stóð hann líka fast á sínu, ef á þurfti að halda. Skrif- ari minnist atviks sem varð á Landsþingi SVFÍ vorið 1976. Þá kom til orðasennu milli Sigga og félagsgjaldkera Slysavarna- félagsins. Tilefnið var gamalt ákvæði sem enn stóð í lögum SVFÍ á þessum tíma og hljóðaði upp á að félagsdeildir skyldu skila inn til félagsins stærstum hluta þess fjár sem þær öfluðu. Siggi fór í pontu og hélt sannkall- aða eldmessu um þetta mál yfir fulltrúum Landsþingsins. Hann sýndi fram á það með einföldum og sterkum rökum að þessi regla væri tímaskekkja og að frelsi til þess að ráðstafa fjármunum sem sveitirnar öfluðu heima fyrir væri lykilatriði fyrir góðum ár- angri í uppbyggingarstarfinu á vegum sveitanna um allt land. Þessi ræða Sigga hafði mikil áhrif og enginn kom upp til þess að andmæla hans sjónarmiðum. Siggi var hörkuduglegur og ósér- hlífinn og hann virtist beinlínis sækjast eftir því að standa í stór- ræðum. Nokkrum árum síðar þegar við hittumst sagði hann mér að nú væri hann að smíða eigin skútu. Og það kom í ljós að sú fleyta var engin smásmíði heldur stór skúta sem sigla mætti um öll heimsins höf. Kynni okkar Sigga Guðjóns urðu fyrst og fremst á vettvangi björgunar- og slysavarnamála. Í starfinu fyrir björgunarsveitina Sigurvon í Sandgerði nýttust vel hans frábæru mannkostir. Hús björgunarsveitarinnar Sigurvon- ar stendur til vitnis, sem minn- isvarði um það mikla starf sem Siggi innti af hendi fyrir björg- unarsveitina sína. Sigurður Guð- jónsson var mikill öðlingsmaður sem vildi öllum vel. Það var bæði gefandi og lærdómsríkt að kynn- ast slíkum mannkostamanni sem Siggi var. Góður drengur er genginn. Aðstandendum hans og ástvinum færi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Sigurðar Hilmars Guðjónssonar Óskar Þór Karlsson. Fallinn er frá góður drengur. Siggi var einn af frumbyggjum í Vaðnesi í Grímsnesi, en þar byggði hann sumarbústað fyrir liðlega fjörutíu árum. Hann tók þátt í ýmsum störfum fyrir litla samfélagið okkar og var oft gott að leita til hans. Fyrir tveimur árum var ákveðið að endurnýja vatnsveitu á staðnum og var Siggi fenginn til liðs við stjórnina enda reyndur maður og útsjón- arsamur. Siggi og eiginkona hans, Sæunn, dvöldu oft lang- dvölum í sveitinni og þótti hvergi betra að vera. Þá var oft hringt í þau og spurt um færð og annað slíkt og ekki stóð á svörum. Þau hjónin tóku þátt í öllu sem til stóð í litla samfélaginu okkar, stjórn- arstörfum, fundarhöldum, skemmtunum, golfi og öðum uppákomum. Það verður erfitt að sjá ekki Sigga með bros á vör og veit ég að þar mæli ég fyrir munn margra nágranna í Vaðnesinu. Að leiðarlokum bið ég algóðan Guð að styrkja Sæunni og fjöl- skylduna á þessari erfiðu stundu. Blessuð sé minning Sigurðar. F.h. stjórnar Hvítárbrautarveitu, Magnús Tryggvason. Ástkær eiginkona, móðir okkar og systir, BERGÞÓRA KRISTINSDÓTTIR, lést á heimili sínu í Madison í Bandaríkjunum hinn 10. júní. Útför hennar fór fram í Madison 21. júní. Minningarathöfn um Bergþóru verður haldin í Bústaðakirkju fimmtudaginn 9. júlí kl. 15. Luv Passi Rame Valgeir Luv Garðar Guðmundur Kristinsson Guðrún Kristinsdóttir Ragnar Kristinsson og aðrir aðstandendur Elsku faðir minn, sonur, bróðir og frændi, JÓN SKÚLI TRAUSTASON, lést miðvikudaginn 24. júní. Útför fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 10. júlí klukkan 15:30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarreikning í hans nafni: rkn. 0370-22-028843, kt. 070790-2549. Ingvar Breki Skúlason Ragnheiður Helga Jónsdóttir Helga, Ingi Hrafn, Ragna Bergmann, Lóa og Rögnvaldur Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.