Morgunblaðið - 06.07.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.07.2020, Blaðsíða 27
ENGLAND Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Slagurinn um sæti í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeild UEFA verð- ur geysiharður í síðustu fimm um- ferðum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, miðað við þá stöðu sem nú er í deildinni. Liverpool er eina liðið sem hefur tryggt sér Meistaradeildarsæti, sem enskur meistari. Manchester City væri allajafna komið með níu fingur á annað sætið en þar sem félagið er komið í tveggja ára Evrópubann bendir allt til þess að fimmta sætið, þar sem Manchester United situr eftir 5:2-sigur á Bournemouth á laugardaginn, verði fjórða og síðasta Meistaradeildarsæti Englands. Ekki nema Alþjóðaíþróttadómstóllinn taki áfrýjun City til greina. Þrjú ensk lið fara í Evrópudeild- ina, bikarmeistararnir og liðið í fimmta og sjötta sæti, en vegna City- málsins, og vegna þess að þau fjögur lið sem eftir eru í bikarnum eru öll í sjö efstu sætum deildarinnar, bendir allt til þess að áttunda sætið, þar sem Sheffield United situr nú, verði Evr- ópusæti. Viðureign Tottenham og Everton í kvöld er lykilleikur fyrir bæði lið í þeirri baráttu en sigurliðið kemst í áttunda eða níunda sæti. Reyndar má segja að lið allt niður í fjórtánda sæti geti enn gert sér vonir um að ná áttunda sætinu með góðum enda- spretti.  Mason Greenwood (2), Marcus Rashford, Anthony Martial og Bruno Fernandes skoruðu fyrir Manchest- er United í 5:2-sigrinum á Bourne- mouth.  Jamie Vardy skoraði tvö marka Leicester í 3:0-sigri á Crystal Palace. Fyrra markið var hans 100. mark í úrvalsdeildinni.  Olivier Giroud, Willian og Ross Barkley skoruðu fyrir Chelsea í 3:0- sigri á Watford í fyrrakvöld.  Sadio Mané og Curtis Jones tryggðu Liverpool sigur á Aston Villa á Anfield, 2:0, í gær með mörk- um á síðustu 20 mínútunum.  Che Adams tryggði Southampt- on óvæntan sigur á Manchester City, 1:0, í gærkvöld þegar hann lyfti bolt- anum glæsilega yfir Ederson í marki City af hátt í 40 metra færi.  Jóhann Berg Guðmundsson fékk loksins að stíga inn á völlinn í gær eftir langvarandi meiðsli og kom við sögu hjá Burnley í fyrsta sinn í hálft ár, eða síðan 4. janúar. Það var þó stutt gaman, honum var skipt inná í lok uppbótartímans þegar Burnley og Sheffield United skildu jöfn, 1:1, í gær og leikurinn var flaut- aður af nánast strax eftir skipt- inguna. En hann gæti spilað meira gegn West Ham á miðvikudaginn. Mikill Evrópuslagur fram undan  Baráttan farin að snúast um fimmta og áttunda sæti úrvalsdeildarinnar AFP Sigurmark Leikmenn Southampton fagna Che Adams eftir að hann skoraði sigurmarkið gegn Manchester City með skoti af fjörutíu metra færi. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 2020  Birkir Bjarnason og félagar í Brescia eygja enn von um að halda sæti sínu í ítölsku A-deildinni í knatt- spyrnu. Þeir sigruðu Hellas Verona 2:0 í gærkvöld, komust með því úr botn- sætinu og eru nú sex stigum frá því að sleppa úr fallsæti þegar átta umferð- um er ólokið. Birkir lék fyrstu 83 mín- útur leiksins.  Hinn 18 ára gamli Andri Fannar Baldursson kom inná sem varamaður á 88. mínútu hjá Bologna sem vann óvæntan útisigur á Inter Mílanó, 2:1, í gær í ítölsku A-deildinni. Tíu leikmenn Bologna jöfnuðu metin og Musa Barr- row skoraði sigurmarkið eftir að jafn- að hafði verið í liðunum á ný með öðr- um brottrekstri. Bologna er í 9. sæti.  Emil Hallfreðsson og félagar í Pad- ova komust í gærkvöld í sextán liða úr- slit umspilsins um sæti í ítölsku B- deildinni í knattspyrnu. Þeir unnu Fe- ralpisaló á heimavelli 1:0 og Emil spilaði allan leikinn. Alls eru 25 lið að leika um tvö sæti í B-deildinni.  Eiður Aron Sigurbjörnsson, mið- vörður knattspyrnuliðs Vals sem meiddist á ökkla í leiknum gegn KR í fyrstu umferð Íslandsmótsins, reiknar með að verða klár í næsta leik. Hann sagðist við mbl.is í gær vonast til þess að spila gegn Víkingum á miðvikudag- inn. „Ég tel að ég sé klár í 90 mínútur eins og staðan er í dag,“ sagði Eiður Aron.  Sigvaldi Eggertsson er genginn til liðs við úrvalsdeildarlið ÍR í körfu- knattleik og mun hann leika með lið- inu á komandi leiktíð. Sigvaldi hefur leikið með Obradorio á Spáni undan- farin tvö tímabil, en hann lék með Fjölni í 1. deildinni veturinn 2017-18 þar sem hann var stigahæsti Íslend- ingurinn í deildinni með 19 stig að meðaltali.  Stórveldin í þýska fótboltanum fögnuðu sigrum í bikarkeppninni þar í landi um helgina. Robert Lewand- owski skoraði tvö mörk fyrir Bayern München sem vann Leverkusen 4:2 í úrslitaleiknum í karla- flokki sem fram fór í Berlín. Í kvennaflokki varð Wolfsburg bik- armeistari eftir víta- spyrnukeppni gegn Essen en liðin gerðu 3:3-jafntefli í úr- slitaleiknum í kvöld. Eftir leik- inn fögnuðu leikmenn Wolfsburg með því að veifa treyju Söru Bjarkar Gunn- arsdóttur sem gat ekki leikið með þeim því hún gekk til liðs við Evr- ópumeistara Lyon um mán- aðamótin. Eitt ogannað KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Kaplakriki: FH – Þróttur R ................ 19.15 Origo-völlur: Valur – Stjarnan ............ 19.15 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Fagverksv.: Afturelding – Haukar ..... 19.15 Í KVÖLD! Glódís Perla Viggósdóttir var valin maður leiksins hjá Svíþjóðarmeist- urum Rosengård eftir að hún tryggði þeim útisigur á Kristian- stad, 1:0, í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Sigur- markið skoraði Glódís með skalla eftir hornspyrnu á 43. mínútu og meistararnir hafa þar með unnið tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu. Svava Rós Guðmundsdóttir lék seinni hálfleikinn með Kristianstad og gerði oft usla í vörn Rosengård en lið hennar hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum. Best og skoraði sigurmarkið Ljósmynd/FC Rosengård Lykilhlutverk Glódís Perla Viggós- dóttir skoraði sigurmarkið. Arnór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu skoraði fyrir CSKA Moskva í öruggum sigri á Akhmat Grozní, 4:0, á laugardaginn. Leikið var á heimavelli Akhmat í Grozní, höfuðstað sjálfstjórnarlýðveldisins Téténíu í Kákasusfjöllunum. Arnór lék í 70 mínútur, var skipt af velli stuttu eftir að hann kom CSKA í 3:0 með fallegu skoti, og Hörður Björg- vin Magnússon lék allan leikinn í vörn Moskvuliðsins. CSKA er í 5. sæti og er nánast öruggt með Evr- ópusæti þegar fjórum umferðum er ólokið í Rússlandi. Arnór skoraði í Kákasusfjöllum Ljósmynd/CSKA Moskva CSKA Arnór Sigurðsson skoraði sitt fjórða mark á tímabilinu. Grindvíkingar unnu á laugardag sinn annan sigur í fyrstu þremur umferðum 1. deildar karla í fót- bolta, Lengjudeildarinnar, þegar þeir sigruðu nýliðana í Vestra, 3:2, á Ísafirði. Stefán Ingi Sigurðarson og Gunnar Þorsteinsson komu Grindavík í 2:0 en Sigurður Grétar Benónýsson og Rafael Navarro jöfnuðu fyrir Vestra. Alexander Veigar Þórarinsson skoraði sigur- mark Grindvíkinga á 87. mínútu. Vestramenn hafa ekki unnið leik enn sem komið er og sækja Þór heim til Akureyrar á miðvikudag. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigurmark Alexander Veigar Þórarinsson skoraði undir lokin. Annar sigur Grindvíkinga Real Madrid tók eitt skref enn í átt að spænska meistaratitlinum í knatt- spyrnu í gær með því að sigra Athle- tic Bilbao 1:0 á útivelli. Sergio Ramos skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu. Real er áfram fjórum stigum á undan Barcelona þegar fjórar umferðir eru eftir, og dugar auk þess að liðin endi jöfn að stigum. Barcelona vann Vill- arreal á útivelli, 4:1, þar sem Luis Suárez, Antoine Griezmann og Ansu Fali skoruðu, auk sjálfsmarks. Suá- rez varð með markinu jafnframt í 3.-4. sæti yfir markahæstu menn Barcelona í sögunni. Meistaratitillinn í augsýn Real AFP Sigur Sergio Ramos og Rodrygo fagna marki Real gegn Bilbao. Hólmbert Aron Friðjónsson er orð- inn fjórði markahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar í knatt- spyrnu eftir sex umferðir. Hann skor- aði bæði mörk nýliða Aalesund sem gerðu jafntefli, 2:2, við Vålerenga í Ósló á laugardaginn og er kominn með fjögur mörk. Þó hefur Hólmbert aðeins spilað fjóra leiki af sex og verið tvisvar í byrjunarliði Aalesund í þess- um sex umferðum. Davíð Kristján Ólafsson lagði upp fyrra markið fyrir Hólmbert í leikn- um en þriðji Íslendingurinn í liðinu, Daníel Leó Grétarsson, er frá keppni vegna meiðsla sem stendur. Matthías Vilhjálmsson hjá Våler- enga er líka ofarlega á markalistanum með þrjú mörk en hann lagði upp fyrra mark Óslóarliðsins í leiknum. Alfons Sampsted er á miklu flugi með liði Bodö/Glimt sem fer á kostum í hverjum leiknum á fætur öðrum. Bodö/Glimt burstaði Brann 5:0 í gær og hefur unnið alla sex leikina með markatölunni 24:6. Alfons hefur spil- að sem hægri bakvörður í öllum leikj- unum en hann kom til liðsins frá Norrköping í vetur. Ef svo heldur fram sem horfir verða lið hans og meistarar Molde í sérflokki í deildinni í ár. Hólmbert skorar mörk og Alfons er á flugi Ljósmynd/Aalesund Mark Hólmbert Aron Friðjónsson fagnar marki gegn Vålerenga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.