Morgunblaðið - 06.07.2020, Side 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 2020
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
©2019 Disney/Pixar
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
Póstkortamorðin , hörkuspennandi þriller byggð
á sögu eftir Lizu Marklund og James Patterson,
sem komið hefur út í íslenskri þýðingu. EXTENDED EDITION
EXTENDED EDITION EXTENDED EDITION
Í FYRSTA SINN Í BÍÓ Á ÍSLANDI
Í FYRSTA SINN Í BÍÓ Á ÍSLANDI Í FYRSTA SINN Í BÍÓ Á ÍSLANDI
Sýnd með
íslensku tali
Hinn kunni listamaður Ólafur
Elíasson hefur verið feginn í hlut-
verk listræns ráðgjafa við skipu-
lagningu græns svæðis við hlið
Tívoli í Kaupmannahöfn. Frá þessu
er sagt á vef Politiken. Um er að
ræða svæði við Ráðhústorgið, hluta
Vesterbrogade og torgið Axel
Torv. Gert er ráð fyrir að um að 14
þúsund fermetrum verði breytt í
grænt og bíllaust svæði ætlað gang-
andi vegfarendum og hjólafólki.
Verkefnið hefur áhrif á stóra um-
ferðaræð og því þarf að endur-
skipuleggja umferð um svæðið.
Verkefnið hefur þó ekki verið fjár-
magnað svo enn er talsvert í land
áður en hægt verður að ráðast í
framkvæmdir.
Tölvumynd/Gehl Architects
Grænt Miklar framkvæmdir eru fyrirhug-
aðar við Tívolí í Kaupmannahöfn.
Ólafur Elíasson
með græna fingur
Hilmir Snær
Guðnason leikari
verður fastráð-
inn við Þjóðleik-
húsið frá og með
næsta hausti. Á
næsta leikári
mun hann fara
með hlutverk í
Framúrskarandi
vinkonu, sem
byggist á Napólí-
sögum Ferrantes, og nýju verki eft-
ir Tyrfing Tyrfingsson sem sett
verður upp á Stóra sviðinu. Hann
mun einnig koma fram í nýju verki
eftir Jón Gnarr sem sýnt verður í
nýju hádegisleikhúsi Þjóðleikhúss-
ins. Hilmir bætist þar með í hóp
listamanna sem Þjóðleikhúsið hefur
ráðið til sín að undanförnu.
Hilmir Snær til
Þjóðleikhússins
Hilmir Snær
Guðnason
»Bassaleikarinn og tónskáldið
Ingibjörg Elsa Turchi hélt
upp á útgáfu fyrstu breiðskífu
sinnar, Meliae, með líflegum út-
gáfutónleikum í Kaldalóni í
Hörpu á fimmtudaginn var.
Kom hún fram með hljómsveit
sinni, sem skipuð er valinkunn-
um og fjölhæfum hljóðfæraleik-
urum, og flutti þau lögin af nýju
plötunni. Ingibjörg hefur líka
nýlokið námi í tónsmíðum við
Listaháskóla Íslands.
Ingibjörg Elsa Turchi hélt útgáfutónleika í Hörpu
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Hljómsveitin Magnús Jóhann Ragnarsson, Tumi Árnason, Magnús Trygvason Eliassen, Ingibjörg Elsa og Hróðmar Sigurðsson á sviðinu.
Gestir Margrét Laxness, Þórmundur Bergsson, Óöf Helga og Jóhann Turchi. Ánægð Sara Dögg Sigurðardóttir, Jóhannes H. Karlsson og Paulo Turchi.
Áhugasamar Steinunn Ása og Soffía Björg. Einbeitt Ingibjörg tekur bassann til kostanna.