Morgunblaðið - 08.07.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.07.2020, Blaðsíða 14
14 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2020 Hvert stefnum við, ágæta þjóð, hefur sam- félagið okkar snúist upp í samfélag frum- skógarlögmála þar sem öllum er alveg sama hvernig okkar minnsta bróður og minnstu systur vegnar, ef maður hefur það bara gott sjálfur? Aldraðir og öryrkjar eru ekki ofsælir af sinni tekjuinn- komu til framfærslu, það ætti ráða- mönnum að vera orðið ljóst, sama á við um fjölda heimila og fjölskyldna, barnafólkið hér á landi, þar sem víða er grátur og gnístran tanna daglegt brauð, og er mörg fjölskyldan í sár- um, jafnvel sundruð, eftir að hafa tapað heimilum sínum í bankahrun- inu 2008, enn eitt óréttlætið og ójöfnuðurinn sem aldrei verður gert upp hér á landi, heldur sett í 110 ára leyndarmálakistu niðri á Þjóðskjala- safni. Staðreyndin er sú að grunneining þjóðfélagsins, fjölskyldan, á undir högg að sækja vegna þess að ekki er að henni hlúð, sama á við um ellilíf- eyrisþega og öryrkja, þetta eru hóp- ar samfélagsins sem því miður fáir vilja vita af, nú eða hafa algjörlega gleymst í kerfis-einkavinavæðingu okkar kjörnu fulltrúa á Austurvelli. Er ekki tímabært að endurmeta aðferða- fræði ráðamanna og koma hér á réttlæti og jöfnuði til handa öllum eða er okkur bara al- veg sama hvert við stefnum sem þjóð, þar sem óréttlætið og ójöfnuðurinn er alls- ráðandi? Það er ekki verjandi að á meðan margir sem vinna fullan vinnudag eða eru á bótum geta ekki lifað á laununum sínum án fé- lagslegrar aðstoðar þegar líða fer á mánuðinn er fámennur hópur fólks að taka inn fleiri milljónir á mánuði og jafnvel milljarða af auðlind sem á að heita sameign þjóðar. Það sjá það allir sem vilja sjá að þetta er ekki neitt annað en ójöfnuður og stór- brenglað siðferði, hlutir sem eiga ekki að líðast á 21. öldinni í 350.000 manna samfélagi þar sem allir eiga að geta haft það þokkalegt. Hvað finnst þér, ágæti Íslending- ur, væri það ekki góð og gild regla að allir hefðu jöfn tækifæri, alveg sama í hvaða fjölskyldu þeir fæðast? Það er svo hvers og eins að spila úr þeim spilum sem honum eru gefin, en um leið er algjörlega óviðunandi að öll tromp séu á einni hendi í upp- hafi leiks vegna ættartengsla og silfurskeiðar einna og sér. Það er vel mögulegt við núverandi aðstæður að fólk geti lifað mann- sæmandi lífi af vinnu sinni og að samfélagið okkar hlaupi undir bagga með þeim sem ekki geta séð sjálfum sér farborða, það eina sem vantar til að svo gæti orðið er skilningur og vilji ráðamanna sem og rétt for- gangsröðun fjárveitingarvaldsins. Ágæta þjóð, ef það er frjáls mark- aður sitjandi ráðamanna sem veldur svona óréttlæti og ójöfnuði þá er slíkt bara ekki boðlegt lengur og okkar sem þjóðar að gera breyt- ingar á. Að lokum: Fólk mætti spyrja sig að einu: Er forsetinn okkar meðvit- aður um stöðu ofangreindra hópa? Og ef hann er meðvitaður, væri ekki lag fyrir hann að minnast á það, þó ekki væri nema í eitt skipti með orð- unum „svona gerum við ekki“? Hver veit, kannski mun þing- heimur leggja við hlustir og koma einhverju í verk, ofangreindum hóp- um til góða. Misskipting auðs, ójöfnuður og spilling eru mannanna verk Eftir Sigurjón Hafsteinsson » Staðreyndin er sú að grunneiningar þjóðfélagsins eiga undir högg að sækja vegna þess að ekki er að þeim hlúð. Sigurjón Hafsteinsson Höfundur er íbúi í Reykjanesbæ. molikarlinn@simnet.is Píanistinn Yuja Wang útskýrði eitt sinn í viðtali að hún hefði ánægju af að tjá tónverk eftir rúss- neska tónsmiði og bætti við að hún hefði ánægju af rökvissri og stærðfræðilegri nálg- un þeirra. Síðan bætti hún við að Beethoven væri djúpur og heim- spekilegur en lét ósagt hvað henni fyndist persónulega. Í öðru viðtali örfáum árum síðar ræddi hún eingöngu um Beethoven í öðru viðtali og dvaldi þá við heim- speki hans og rómantík. Í báðum viðtölum mátti skilja að hún gæti lesið þessa menn í gegnum tón- smíðar þeirra eingöngu. Annar píanisti, Daniel Baren- boim, er þekktur fyrir aðdáun sína og túlkun á tónlist Beethovens. Áhugaverð er meistarasmiðja hans sem til er á myndskeiði, þar sem hann vann með viðurkenndum pían- istum í blæbrigðatjáningu píanósins og voru stef úr tónsmíðum Beet- hovens áberandi. Við ritun þessara orða eru fiðlu- tónleikar eftir Bach spilaðir í bak- grunni og þar á eftir mandólín- tónleikar eftir Vivaldi. Engin sérstök ástæða er fyrir þessu vali en síðar stendur til að hlusta á upptöku af níundu symfóníu Beethovens und- ir stjórn Barenboims. Fyrst þegar ég hlustaði á upp- tökur Valentinu Lisitsa fann ég henni allt til foráttu. Ekkert sem hún gerði við píanóið var rétt eða í lagi. Í dag er Lisitsa ásamt Wang og Barenboim efst á óskalistanum þeg- ar kemur að klassískum píanóleik. Hvernig Lisitsa endurmenntaði fag- urkerann án þess að vita af tilvist hans er utan efnistaka. Tónleikar Lisitsa í Austur- Úkraínu um árið sem nærri bann- færðu hana á Vesturlöndum fengu mann til að velta fyrir sér hlutum. Athugasemdir Wang um heimspeki í tónum er innbrennd. Blæbrigði Bar- enboims, vinna hans með palestínsk- um tónlistarmönnum og vel valin en hæversk orð hafa framkallað óræða dýpt. Allt framangreint er frumspeki en óvíst hvort það sé augljóst. Hver er tónninn ef enginn heyrir hann? Ef enginn hefði eyru, væri þá hávaði, tónn, framsögð orð, eða aðvörunar- hljóð eitthvað sem hefur merkingu fyrir heyrnarlausa lífveru? Að stakir tónar í tónverkum geti túlkað og tjáð hugtök og þau hafi enn fremur breidd og dýpt, er augljóst sumu fólki en öðrum merkingarlaust kvak. Ást, vinátta, þolgæði, réttlæti, löggjöf, fyrirgefning, útsjónarsemi, vitundarlæg kjölfesta, ábyrgð og yfirsjón. Allt saman frumspekileg hugtök sem hafa vægi, fyrir okkur sem einstaklinga en ekki síst fyrir samfélagslega tilveru og umfram allt við samfélagsmótun. Heimspekingurinn Friðrik Nítsje (Friedrich Nietzsche) ritaði í „Handan góðs og ills“ að þótt vert væri að kunna skil grískra harm- leikja, þá væri undanskilin spurn- ingin; Hvernig hljómaði tónlist þeirra og hvernig voru dansarnir? Einnig ritaði hann í sömu bók að þótt gott væri að þekkja skil allrar heim- speki, hver væri þá til- finningin? Hver er tilfinning þess að þekkja skil á frumspekilega hugtak- inu þjóð? Heimspek- ingar þráttarefnis- hyggju gætu hér stokkið til og fullyrt að þjóð sé mælanlegt og efnislegt fyrirbæri. Enginn guðfræðingur myndi taka undir með slíku og fáir heimspekifræðingar. Þráttarefnishyggja er grunn- hugtak þeirrar sálfræði sem er upp- nefnd marxísmi og af sumum heim- speki. Marxistar fullyrða að Marx hafi byggt á heimspekingnum Georg Hegel en raunhyggja þess síðar- nefnda átti ekkert skylt með þeirri kvoðu sem Marx lét eftir sig og auð- velt er að sýna fram á það með rýni. Heimspeki er sú nálgun manna sem hjúpar skilgreinda og ábyrga leit eftir þekkingu og skilningi. Inn- an heimspekinnar eru mörg huglæg hugtök og önnur hlutlæg . Eitt af því sem gerir frumspeki skemmtilega íþrótt er einmitt spurningin, hvað greinir á milli huglægs og hlutlægs mats á því sem í fljótu bragði kunna að virðast óefnisleg hugtök? Kant, Hegel, Heidegger og Nítsjé eyddu ævi sinni í að svara þessum spurn- ingum, svo ég læt lesandanum eftir þá fimi að greiða úr. Í kyrrð hugans og orðræðustorm- um fæðist hugmynd og er hún í fyrstu óræð. Þegar henni er lýst (fæðist setning og stundum verður til nýtt orð. Þegar orðið er útskýrt verður til hugtak og hið óræða fær merkingarflutning til fleiri huga en þess sem fyrst opnaði eyrun. Sá sem fleytir hugtakinu áfram og notar við leik og störf, gefur því birtingarform í veruleika. Hugtakið þjóð hefur ýmsar ræðar merkingar og ást hefur sex skil- greindar merkingar. Þetta er deild hugtakagreininga. Vísindi er grein mælanlegra uppgötvana, verkfræði er sú aðferð að gera uppgötvanir nothæfar og raunhæfar. Húmanistavísindi hafa uppnefnt hugtakagreiningar sem heimspeki og gert að grein innan þess frum- spekihugtaks sem nútímafólk kallar vísindi. Heimspeki lítur hins vegar á vísindi sem deild innan sín og hug- takagreiningar aðra. Íslenskur ríkisráðsmaður lét út úr sér nýlega að hlutverk hans væri „sameiningartákn þjóðar“ (sem er trúarlegt fyrirbæri) en ekki leiðtogi ábyrgrar ríkissmiðju (Statecraft). Hann lét enn fremur uppi vafasam- an skilning á þeim lagabókstaf sem skilgreinir hlutverk hans þegar hann sagði að skilgreina þyrfti hlut- verk þetta upp á nýtt. Ábyrg smiðja vandaðs ástands Eftir Guðjón E. Hreinberg Guðjón E. Hreinberg » Af farvegi þess að gaumgæfa þegar hugmynd verður að hugtaki og að frum- spekilegur trassaskapur er varasamur. Höfundur er heimspekingur. gudjonelias@gmail.com „Auk þess legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði,“ sagði Kató gamli, og þóttist góður, þótt ræður hans væru eintóna að þessu leytinu. Svipað fer Sunnlendingi, að honum er tamt að nefna ferðaþjónustuna og framtíð hennar. Nú er það svo að flest sem Sunnlendingur hefur imprað á á þessum síðum hafa aðrir einnig nefnt, ýmist á undan eða eftir. Þannig má álykta að margir séu sammála um nokkur meginatriði þessa máls, t.d. að flugfélög fóru fram úr sér, bankar voru óvarkárir í lánveit- ingum, stjórnvöld ýttu um of undir stjórn- lausan vöxt greinarinnar, skattlagning var í ólestri og ákvarðanafælni ríkti um komu- gjöld et cetera. Nú er líka kominn upp á yfirborðið djúp- stæður ágreiningur um hvort eigi að galopna landið og fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Nú þyrfti að taka þá umræðu fyrir opnum tjöldum, á öllum stigum. Á Alþingi, í fræðasamfélaginu og á samfélagsmiðlum. Það er mikið í húfi. Enginn má undan líta. Hvar eru hinir staðföstu Katóar þessa lands? Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Tökum umræðuna Ferðamenn Á að galopna landið ferðamönnum? Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.