Morgunblaðið - 08.07.2020, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2020
✝ Sigurbjörn M.Theodórsson
(Sibbi Tedda, eins
og hann var ávallt
kallaður) fæddist 4.
júlí 1960 í Keflavík.
Hann lést á heimili
sínu í Vest-
mannaeyjum 22.
júní 2020.
Foreldrar hans
eru hjónin Theodór
S. Ólafsson, f. 1933,
og Margrét Sigurbjörnsdóttir, f.
1934. Hann var næstelstur sjö
systkina, en systkini hans eru
Þorbjörg, f. 1959, Hafþór, f.
1961, Júlíanna, f. 1962, Bára, f.
1966, Björk, f. 1971, og Harpa, f.
1975. Sibbi var ókvæntur og
barnlaus.
Sibbi lauk landsprófi frá
Gagnfræðaskólanum í Vest-
mannaeyjum. Hann fór síðar í
Vélskóla Íslands í Reykjavík þar
sem hann lauk IV. stigi vél-
stjórnar með láði
1985. Sibbi starfaði
lengst af sem vél-
stjóri til sjós. Var
m.a. á Sæbjörg VE,
Dagstjörnunni KE,
Gissuri ÁR, Hugin
VE, Gjafari VE,
Breka VE, Snorra
Sturlusyni RE,
Bergi VE og á skip-
um Eimskipa-
félagsins. Árið 1991
starfaði Sibbi í MAK-vélaverk-
smiðjunni í Kiel í Þýskalandi.
Eftir að hann kom í land starfaði
hann lengst af í Skipalyftunni í
Vestmannaeyjum. Sibbi var ein-
staklega listrænn og hannaði og
smíðaði ýmsa muni úr járni fyrir
vini og vandamenn. Sibbi var
bókhneigður og var mikill
stuðningsmaður Leeds United.
Útförin fer fram frá Landa-
kirkju í Vestmannaeyjum í dag,
8. júlí 2020, klukkan 14.
Með sorg í hjarta rita ég þessi
minningarorð um elskulegan
Sibba bróður minn sem lést um
aldur fram. Það er erfitt að hugsa
til þess að líf þitt hafi tekið enda
og þú fáir ekki að njóta fleiri tæki-
færa í þessu lífi en kerti þitt
brann út allt of fljótt.
Sibbi hafði mikla sköpunargáfu
sem hann nýtti í hönnun nytja-
muna, skriftir og sagnagerð.
Systkinabörnin nutu sérstaklega
góðs af skáldskap hans en hann
gat spunnið upp ótrúlegustu sög-
ur þannig að þau göptu af undrun.
Hann hafði sérstaklega gaman af
því að krydda sögurnar og endaði
þær oft með því að verja sann-
leiksgildi þeirra. Honum þótti
mikilvægt að krökkunum gengi
vel í skóla og fylgdist með árangri
þeirra.
Herbergi Sibba var ævintýra-
legt fyrir mig sem krakka; þar
voru ótal bækur sem gáfu her-
berginu dulúðugan blæ en hann
las flest sem hann komst yfir og
var afar fróðleiksþyrstur. Bóka-
áhugi hans hafði áhrif á mig sem
barn og vakti forvitni.
Sibbi var ævintýragjarn og
vildi upplifa og sjá nýja staði.
Hann bjó um tíma í Þýskalandi og
Danmörku og hafði sérstaklega
sterkar taugar til Danmerkur.
Það er okkur í fjölskyldunni af-
ar þungbært að kveðja Sibba.
Hann var stór karakter sem verð-
ur sárt saknað.
Ef dimmir í lífi mínu um hríð
eru bros þín og hlýja svo blíð
Og hvert sem þú ferð
og hvar sem ég verð
þarf fólk eins og þig
fyrir fólk eins og mig
(Rúnar Júlíusson)
Þín systir,
Björk.
Elsku yndislegi Sibbi bróðir er
fallinn frá og það er óraunveru-
legt að skrifa þau orð. Dagurinn
sem ég fékk fréttirnar af andláti
hans er mesti sorgardagur lífs
míns. Það er óbærilegt að hugsa
til þess að Sibbi eigi ekki framar
eftir að vera meðal okkar á þessu
jarðríki. Ég finn huggun í því að
minningin hans verður ávallt
sterk og eilíf í huga mínum og
hjarta. Sem betur fer eru minn-
ingarnar margar.
Sibbi var góður stóri bróðir.
Við sem þekktum hann vel vitum
hversu miklum gáfum og hæfi-
leikum hann var gæddur. Við vit-
um hversu gjafmildur hann var.
Við vitum hversu stríðinn hann
gat verið. Við vitum hversu stað-
fastur hann var og við vitum líka
hversu mikinn kærleik hann átti.
Sibbi var með fallegt og stórt
hjarta. Það fólk sem hann elskaði
elskaði hann mjög heitt. Hann
notaði gjarnan orðin elskan mín
eða ástin mín og hann sagði þau af
heilum hug. Hann var ofboðslega
góður frændi og systkinabörn
hans áttu mjög stórt pláss í hans
hjarta. Sibbi gerði allt sem hann
gat fyrir þau.
Það er erfitt að finna orðin
núna. En þótt sorgin sé mikil eru
fallegar minningar um kærleiks-
ríkan bróður meiri. Ástarþakkir
fyrir allt elsku Sibbi minn.
Dagurinn kveður, mánans bjarta brá
blikar í skýja sundi.
Lokkar í blænum, leiftur augum frá,
loforð um endurfundi.
Góða nótt, góða nótt,
gamanið líður fljótt,
brosin þín bíða mín,
er birtan úr austri skín.
Dreymi þig sólskin og sumarfrið,
syngjandi fugla og lækjarnið.
Allt er hljótt, allt er hljótt
ástin mín, góða nótt.
(Ási í Bæ)
Þín litla systir,
Bára.
Elsku bróðir minn.
Þó sólin nú skíni á grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem blý,
því burt varst þú kallaður á örskammri
stundu
í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga
og góða
svo fallegur, einlægur og hlýr.
En örlög þín ráðin – mig setur hljóða
við hittumst samt aftur á ný.
Megi algóður guð þína sálu nú geyma
gæta að sorgmæddum, græða djúp sár.
Þó kominn sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Sigríður Hörn Lárusdóttir)
Þín systir,
Júlíanna.
Það eru erfið spor að ganga að
þurfa að fylgja þér í þína hinstu
för. Skarð er komið í systkinahóp-
inn minn, Sibbi bróðir hefur kvatt
okkur, hann var næstelstur af
okkur systkinum og á milli mín og
Sibba var einhver órjúfanlegur
strengur. Þú varst svo klár og víð-
lesinn, og ég man hvað ég var
stolt er ég heimsótti þig þegar þú
varst kominn í Vélskólann í
Reykjavík og þegar þú og Haffi
bróðir útskrifuðust á afmælisdag-
inn hans pabba, þú sem vélstjóri
eins og pabbi og Hafþór sem
stýrimaður. Því miður áttir þú
engin börn en hefðir orðið frábær
pabbi, þú elskaðir börnin mín og
barnabörn og öll frændsystkinin
þín og þau elskuðu þig og að segja
þeim sögur sem sumar hverjar
voru vel skreyttar fannst þér
skemmtilegt. Elsku Sibbi bróðir,
ég kveð þig með miklum söknuði
og segi við sjáumst síðar.
Horfinn, farinn héðan,
svo hljótt er allt um stund.
Við horfum öll til himins,
er hinsta sofnum blund.
Þá kvaddur kær er bróðir,
er kvikan alltaf sár,
þú enda varst hér alltaf,
öll hin liðnu ár.
Og hvar sem þurfti hjálpar,
þín hönd var komin þar
og fyrir vini og frændur,
sem fastur punktur var.
En líf þitt var allt vinna
og vandlát höndin er,
hvort húsin byggði og báta,
eða bitill myndir sker.
Þér list í blóð var borin,
og blýanturinn rann,
á hvítan hrjúfan pappír,
þín hönd fram myndir spann.
En oft var lífið erfitt,
og oft var lífið glatt,
en alltaf áfram haldið,
þó erfitt væri og bratt.
Er bróðir svefns þér bíður,
útbreidda himinsæng
og bjartir englar brosa
og blaka svölum væng.
Þeir vagga veikum bróður,
í væran svefn og þá,
þú eigir eilíft ljósið
og athvarf himnum á.
(Sigr. Guðný Jónsdóttir)
Þín stóra systir
Þorbjörg.
Elsku fallegi bróðir minn.
Mig vantar orð til að þakka þér,
í þögninni geymi ég bestu ljóðin,
gullinu betra gafstu mér,
göfuga ást í tryggða sjóðinn
og það sem huganum helgast er,
hjartanu verður dýrasti gróðinn.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Þín systir,
Harpa.
Hann Sibbi frændi hefði orðið
60 ára þann 4. júlí. Það var alltaf
þvílíkt ævintýri að koma heim til
hans. Hann átti heilu hillurnar af
bókum og fullt af alls konar
nammi sem hann kom heim með
af sjónum og þurfti maður að
snúa takka til að fá nammið úr
krukkunni. Skemmtilegastur
fannst mér samt spilakassinn
hans sem hann átti og að fá að
setja peninga þar ofan í. Eitt
skiptið vann ég svo mikið að ég
sprengdi kassann og hann bilaði.
Hann var alltaf svo góður maður
og svo hæfileikaríkur. Ég á ennþá
gólf-kertastjaka sem hann smíð-
aði og gaf mér í fermingargjöf og
held ég mikið upp á hann.
Hann var alltaf að segja manni
sögur og þegar krakkarnir hittu
Sibba frænda átti hann alltaf til
sögu af mömmu þeirra. Sögurnar
sem hann sagði voru samt oft
bara bullsögur eins og Alexandra
átta ára hafði orð á, „algjör bullari
og brandarakall“. „Sibbi sagði
mér margar sögur sem voru
skemmtilegar. Svo var hann oft
að þykjast borða flugur sem voru
á veggnum hjá ömmu og afa.
Sibbi er besti frændi í heiminum.
Og við elskum hann öll eins og
hann elskaði okkur.“
Hans verður sárt saknað af
okkur öllum.
Minning hans lifir í hjörtum
okkar.
Þín frænka,
Hrefna og fjölskylda.
Elsku hjartans frændi minn og
góði vinur, hvernig má þetta
vera?
Mér er alveg ómögulegt að
skilja að þú skulir vera farinn í
ferðalagið mikla og að ég hitti þig
ekki aftur á röltinu í Eyjum. Ég
hef verið til lítils gagns síðan
hringt var í mig um kvöldið 22.
júní eftir að þú lést. Hugur minn
hefur reikað fram og til baka frá
því við vorum lítil og til dagsins í
dag. Tárin renna af söknuði, en
líka væntumþykju og þakklæti,
já, þakklæti fyrir að hafa átt þig
að.
Það má segja að æskuheimili
Sibba hafi verið mitt annað heim-
ili fram að eldgosinu í Heimaey
1973. Theodór móðurbróðir minn
og kona hans Margrét byggðu sér
hús að Hólagötu 24 í Vestmanna-
eyjum, sem var aðeins steinsnar
frá æskuheimili mínu og var sam-
gangur því mikill. Magga og
Teddi eignuðust 7 börn, sem öll
eru mér afar kær. Aldrei nokkurn
tímann fann ég annað en að ég
væri meira en velkomin í hópinn
þeirra á Hóló 24, enda vorum við
Þorbjörg, elsta barnið, nær óað-
skiljanlegar í æsku. Tobba er
árinu eldri en ég og því gátum við
ekki byrjað á sama tíma í skóla,
þá var gott að eiga Sibba að sem
jafnaldra og vin. Að vísu fengum
við ekki að vera í sama bekk og
voru vonbrigðin mikil í fyrstu hjá
mér, en allt fór þó vel. Sibbi fylgd-
ist vel með frænku sinni bæði á
skólaárunum og eftir að við urð-
um unglingar og síðan fullorðin.
Hann var afar barngóður en því
miður auðnaðist honum ekki að
eignast börn. Þvílíkt hjartalag,
sem hann hafði, og nutu synir
mínir góðmennsku hans og hlýju
af heilum hug. Sibbi vildi í hvert
sinn, er við hittumst, fá að vita allt
um strákana mína og fjölskyldur
þeirra. Þá átti Sibbi stað í hjarta
mömmu minnar og þegar hann
var til sjós sendi hann henni oft
fisk, nýjan og vel snyrtan. Tilfinn-
ingar mömmu voru augljósar
þegar hún opnaði kassann frá
elsku frænda sínum.
Sibbi var afburðanámsmaður
og dúxaði m.a. í vélstjóranáminu
og var víðlesinn og átti auðvelt
með að vitna í margar góðar sög-
ur. Einnig var hann fagurkeri og
listunnandi mikill og átti t.d. mál-
verk eftir marga þekkta listmál-
ara. Einn tónlistarmaður átti hug
hans og hjarta þótt auðvitað
kæmu ýmsir til greina, en það var
Kim Larsen. Þeir höfðu hist í
Danmörku, tekið tal saman og
eftir það varð Kim góður vinur
hans.
Að stikla á stóru í einni minn-
ingargrein segir ekki mikið, þeg-
ar nær 60 ára ævi og vinátta er
annars vegar. Ég mun halda fast í
allar minningar um Sibba frænda,
sérstaklega þá síðustu, er við sát-
um hlið við hlið hjá strákunum á
Brothers, hann með Gölla í glasi
og ég með hvítvínsglas, og spjöll-
uðum um margt og mikið, sem
ekki verður gefið upp hér. Það var
bara okkar á milli.
Elsku yndislega fjölskyldan
hans Sibba, Magga og Teddi,
Tobba, Haffi, Júlla, Bára, Björk,
Harpa og fjölskyldur ykkar.
Hjarta mitt grætur og sál mín
grætur, ekki hvað síst vegna ykk-
ar sem eigið um sárt að binda og
ég bið almættið um styrk ykkur
til handa.
Ég vil trúa að Sibbi sé á góðum
og kærleiksríkum stað raulandi á
englamáli lög með Kim vini sínum
Larsen.
Elsku frændi þar til við hitt-
umst næst.
Þín frænka,
Sædís María.
Stóri frændi minn. Uppáhalds-
frændi minn.
Þvílík ævintýraveröld sem það
var að vera litla frænka þín. Í
uppvexti mínum minnist ég sögu-
stunda sem voru svo ótrúlegar að
ég var með stjörnur í augum,
hugsandi hverslags ofurhetja þú
værir eiginlega! Sögur um sigl-
ingar til framandi landa þar sem
þú slóst við sjóræningja, ljón og
krókódíla og vannst alla bardaga.
Það skipti engu máli hversu ótrú-
verðug sagan væri, ég trúði öllu
sem þú sagðir!
Þá daga sem þú varst í landi
sótti ég í að vera hjá þér, hjá þér
mátti nefnilega allt og þú sagðir
aldrei nei við neinu. Mér fannst
þú svo skemmtilegur, fyndinn og
klár. Þú last fyrir mig, við sung-
um saman, þú leyfðir mér að spila
í spilakassanum þínum, fikta í
glymskrattanum og fá tyggjó í
tyggjókúluvélinni. Já, þú áttir
spilakassa, glymskratta og
tyggjókúluvél, – fyrir mér var
enginn eins svalur og þú!
Best af öllu voru svo
hamborgarakvöldin okkar. Þar
hentirðu borgurunum eins hátt
upp í loft og hægt var og fíflaðist
og grínaðist. Það var allt í lagi
þótt allt færi út um allt, svo lengi
sem það var gaman hjá okkur!
Eftir því sem ég varð eldri
myndaðist með okkur gott og
dýrmætt vina- og trúnaðarsam-
band. Við deildum skoðunum á
fótbolta, tónlist, stjórnmálum,
myndlist, mönnum og málefnum.
Á lífinu sjálfu. Öllu milli himins og
jarðar. Órjúfanleg vinátta og
gagnkvæm virðing.
Lífið er flókið fyrirbæri og öll
höfum við bresti sem okkur
fylgja. Við reyndum að hjálpast
að í gegnum þennan öldudal sem
lífið er og ég vildi óska að ég hefði
getað gert meira.
Takk fyrir að láta aldrei langan
tíma líða á milli þess að láta mig
vita hvað þér þótti vænt um mig.
Þú sagðir mér ítrekað að þú værir
stoltur af mér, bæði í leik og
starfi, rósinni þinni eins og þú
kallaðir mig svo oft.
Ég vona að þú vitir hversu
vænt mér þótti um þig líka og að
ég sakna þín svo sárt. Ég vona
líka að þú munir fylgjast með mér
og haldir áfram að vera stoltur af
mér.
Þú ert og verður alltaf stærsta
stjarna heimsins í mínum augum.
Þín frænka,
Margrét Rós.
Elsku Sibbi vinur okkar, „Sibbi
er kominn á stóra flotta bílnum“.
Rauði Dodge Ram-inn var í miklu
uppáhaldi hjá okkur systkinun-
um. Mikið sem okkur þótti alltaf
gaman að fá þig í heimsókn, alltaf
gafstu okkur alla þína athygli og
fórst á rúntinn með okkur. Enn
skemmtilegra þótti okkur þó þeg-
ar við fengum að fara með pabba í
heimsókn til þín, okkur leið eins
og við værum að labba inn í spila-
víti, spilakassi, nóg af nammi og
gos í flösku í þessari glæsilegu
piparsveinaíbúð. Við tölum enn í
dag um spilakassann hans Sibba.
Svo komstu heim úr siglingum og
utanlandsferðum með gjafir
handa okkur, hvernig gátum við
annað en dýrkað þig? Leeds-bún-
ingurinn varð að sjálfsögðu fyrir
valinu hjá þér því þú reyndir hvað
þú gast að koma okkur yfir í
Leeds. Þeir unnu auðvitað góðan
sigur á 60 ára afmælinu þínu um
helgina, við munum hugsa til þín
þegar að þeir komast loksins upp
í Ensku úrvalsdeildina í sumar.
Elsku Sibbi, með árunum varð
nú oft þungskýjað hjá þér en allt-
af þótti okkur svo vænt um þig og
það skemmtilega er að af öllum
okkar fjölskylduvinum og vanda-
mönnum hittum við þig oftast í
Eyjum.
Við sóttum sömu staðina, skál-
uðum á Brothers eða Lundanum
og þú sagðir okkur gamlar sögur
af ykkur pabba.
Takk fyrir að vera yndislegur
vinur.
Þínir vinir,
Svava Kristín, Kristgeir Orri
og Ágúst Emil Gretarsbörn.
Kallið er komið og maður á
besta aldri hverfur á braut. Það
var mikið áfall fyrir okkur hjónin
og syni að fá tilkynningu um að
hann Sibbi Tedda hefði fallið frá
rétt tæplega sextugur. Það er
ekki hár aldur og sárt fyrir for-
eldra og systkini að horfa á eftir
einum úr samheldnum hópi stórr-
ar fjölskyldu.
Ég hef fylgst með Sibba í gegn-
um tíðina hér í Eyjum allt frá því
hann var ungur og galsamikill í
glaðværum hópi stráka og fram á
fullorðinsárin, þegar ég tengdist
fjölskyldu hans. Maður fann fljótt
að þar fór vel gefinn maður með
mikla hæfileika. Þegar ég kynnt-
ist frænku hans, henni Sædísi
Maríu, fann ég fljótt að milli
hennar og Sibba var óvenju kær-
leiksríkur vinskapur og mikil
frændsemi. Hann var einn af
stórum barnahópi Tedda og
Möggu og var hvert tækifæri nýtt
til að hitta fjölskylduna. Það var
greinilegt að Sibba þótti afar
vænt um frænku sína, hann tók
þessum nýja gaur með fyrirvara
og var eflaust ekki alls kostar
sáttur í byrjun við að við værum
að rugla saman reytum. Seinna
urðum við ágætir kunningjar,
enda hélt hann mikla tryggð við
Sædísi og okkar fjölskyldu. Þegar
við Sædís eignuðumst syni okkar
bar hann mikla umhyggju fyrir
strákunum og eignaðist hann
stóran sess í hjörtum þeirra.
Með árunum og breyttum bú-
setuháttum fækkaði samveru-
stundunum, en flest tækifæri
voru þó nýtt til að hitta á Sibba og
fjölskyldu hans þegar leið okkar
lá til Eyja. Stundum var það bara
á götuhorni eða í eldhúsinu í
Bessahrauni hjá Möggu og Tedda
og alltaf var manni tekið eins og
einum af fjölskyldunni. Vinskap-
ur Sibba og Sædísar smitaði út
frá sér og maður fann að hann var
byggður á traustum grunni, enda
þau jafnaldrar og nánast eins og
systkini. Maður fann að hjarta-
hlýja og væntumþykja var ein-
lægur þáttur í fari Sibba og hann
vildi sínu fólki allt það besta.
Elsku Magga, Teddi og fjöl-
skylda, þið eruð einstök og ég
votta ykkur mína innilegustu
samúð og vona að ljúfar minning-
ar um góðan dreng hjálpi ykkur í
gegnum sárustu sorgina. Ég
þakka Sibba fyrir samfylgdina í
gegnum tíðina og ég mun passa
upp á frænku hans eftir bestu
getu.
Guðlaugur Sigurgeirsson.
Við fráfall vinar setur mann
hljóðan. Ég kynntist Sibba þegar
hann var ráðinn sem yfirvélstjóri
á Breka VE 61 árið 1999. Hæglát-
ur og ekki margsögull mætti hann
og við tókum tal saman. Við
fyrstu kynni kom fljótt í ljós að
þar var skarpgreindur drengur á
ferð.
Vinnubrögð hans voru að hann
beið ekki eftir bilunum heldur fór
í fyrirbyggjandi viðhald sem skil-
aði sér í minni viðhaldskostnaði
fyrir útgerðina. Um borð á hans
vakt sást hann varla í matsal
nema á matmálstímum og svo var
hann horfinn til starfa og setti
öðrum vélstjórum fyrir hvað hann
vildi að yrði klárað á þeirra vakt.
Við áttum margar góðar stund-
ir í spjalli og ekki brást að „gull-
kornin“ komu frá honum eftir að
órætt glottið kom á andlitið. Oft
þegar ég hitti Sibba á förnum vegi
í gegnum árin tókum við tal sam-
an og bar gömlu tímana á Breka
oft á góma. Brosandi sagði hann
mér frá þegar hann kom úr sigl-
inu með eitthvert lítilræði „um-
fram“ að hann skellti þessu bara á
þrifbrúsa sem var merktur
„tandur“. Það var meginástæðan
að samviskan var alveg hrein.
Það er missir að svo góðum
dreng. En enginn spyr að leiks-
lokum. Sjúkdómar spyrja heldur
ekki um leyfi né þyrma þeim sem
þeir hrjá.
Ég kveð góðan dreng með
söknuði og bið góðan Guð sem
Sibbi trúði á að styrkja aðstand-
endur í sorg þeirra og söknuði um
góðan dreng sem nú er genginn.
Sigurmundur G. Einarsson.
Sigurbjörn M.
Theodórsson
HINSTA KVEÐJA
Elsku Sibbi okkar, við
söknum þín óendanlega
mikið. Takk fyrir allar
hlýju og fallegu minning-
arnar okkar og öll þau heil-
ræði í gegnum tíðina sem
við munum ávallt geyma í
hug okkar og hjarta.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Rósa Guðmundsdóttir)
Þínar frænkur,
Salka Sól og Klara.