Morgunblaðið - 08.07.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.07.2020, Blaðsíða 22
22 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2020 1. DEILD Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is ÍBV og Fram eru enn með fullt hús stiga í Lengjudeild karla í fót- bolta eftir sigra í fjórðu umferð- inni í gær. ÍBV hafði betur gegn Leikni Reykjavík á útivelli, 4:2. Gary Martin tryggði ÍBV sigurinn með tveimur mörkum á síðustu ellefu mínútunum, en það fyrra átti ekki að standa þar sem hann skoraði það með hendinni. Dóm- arateymið missti hins vegar af at- vikinu og er Martin markahæstur í deildinni með fimm mörk, en hann hefur alls skorað 24 mörk í 29 leikjum í 1. deild hér á landi. Leiknismenn eru með sjö stig í fjórða sæti. Sólon Breki Leifsson gerði bæði mörk Breiðhyltinga er hann jafnaði í tvígang eftir að ÍBV hafði komist yfir með mörkum Jo- nathans Glenns og Óskars Elíasar Zoëga Óskarssonar. Var mark Óskars það fyrsta sem hann gerir í deildinni með ÍBV og markið hjá Glenn það fyrsta í 1. deild, en framherjinn hefur skorað 32 mörk í 82 leikjum í efstu deild. Fram gerði góða ferð til Ólafs- víkur og vann þar 2:1-sigur á Vík- ingi. Hefur Víkingur farið upp í efstu deild og leikið þar í tvö tíma- bil og fallið aftur síðan Fram lék síðast í efstu deild. Framarar líta hins vegar vel út í ár undir stjórn Jóns Sveinssonar, sem lék 312 leiki fyrir félagið á sínum tíma. Már Ægisson skoraði sitt fyrsta mark í sumar er hann kom Fram yfir og Brasilíumaðurinn Fred gerði sitt fimmta mark í öllum keppnum er hann tvöfaldaði for- skotið. Spánverjinn Gonzalo Za- morano skoraði einnig sitt fimmta mark í sumar í öllum keppnum er hann minnkaði muninn í 2:1. Voru Ólsarar mun sterkari það sem eft- ir lifði seinni hálfleiks en Fram- arar fögnuðu þremur stigum. Vík- ingar eru með þrjú stig eftir aðeins einn sigur í fyrstu fjórum umferðunum. Þór Akureyri getur jafnað Fram og ÍBV að stigum með sigri á Vestra í kvöld. Fyrirliðinn skoraði fjögur Afturelding vann sinn fyrsta sigur í sumar er liðið fékk Magna í heimsókn í Mosfellsbæinn. Voru heimamenn í stuði því þeir skor- uðu sjö mörk gegn engu. Fyrirlið- inn Andri Freyr Jónasson hafði ekki skorað í deildinni í sumar fyrir leikinn, en hann gerði sér lít- ið fyrir og skoraði fjögur mörk. Skoraði Andri átta deildarmörk á síðustu leiktíð og 21 mark í 18 leikjum í 2. deildinni sumarið 2018. Jason Daði Svanþórsson, Eyþór Aron Wöhler og Ragnar Már Lárusson komust einnig á blað hjá Mosfellingum. Magna- menn hafa verið í miklu basli til þessa í sumar og enn ekki náð í stig. Þá hefur liðið aðeins skorað eitt mark og fengið á sig 13. Fram og ÍBV áfram á sigurbraut  Á toppnum með fullt hús stiga Morgunblaðið/Árni Sæberg Eldlínan Gary Martin og Brynjar Hlöðversson eigast við í Breiðholti í gær. Chelsea er komið upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 3:2-útisigur á Crystal Palace í gær. Leicester, sem hefur verið í þriðja sæti stærstan hluta tímabils- ins, er fallið niður í fjórða sæti eftir 1:1-jafntefli við Arsenal. Crystal Palace lét Chelsea hafa fyrir hlutunum á Selhurst Park þrátt fyrir að Oliver Giroud og Christian Pulisic kæmu Chelsea í 2:0 eftir tæpan hálftíma. Wilfried Zaha minnkaði muninn fyrir Palace áður en Tammy Abraham kom Chelsea aftur tveimur mörkum yfir. Christian Benteke minnkaði muninn fyrir heimamenn og þar við sat. Framherjinn ungi Eddie Nke- tiah vill væntanlega gleyma leik Arsenal og Leicester sem fyrst en hann kom inn á sem varamaður í stöðunni 1:0 á 71. mínútu. Fjórum mínútum síðar var hann kominn með rautt spjald og á 84. mínútu var Leicester búið að jafna og 1:1 urðu lokatölur. Þá er Norwich tíu stigum frá öruggu sæti eftir tap fyrir Watford, 1:2. Chelsea upp í þriðja sætið með naumum sigri í London AFP Skotskór Christian Pulisic var á skotskónum á Selhurst Park í gærkvöld. Lengjudeild kvenna ÍA – Völsungur ......................................... 4:0 Víkingur R. – Grótta ................................ 1:3 Tindastóll – Augnablik............................. 1:0 Fjölnir – Keflavík ..................................... 0:4 Staðan: Keflavík 4 3 1 0 14:1 10 Tindastóll 4 3 1 0 7:2 10 Haukar 4 2 2 0 7:4 8 Grótta 4 2 2 0 5:2 8 ÍA 4 1 3 0 8:4 6 Afturelding 4 1 1 2 3:4 4 Fjölnir 4 1 0 3 3:7 3 Víkingur R. 4 0 1 3 3:9 1 Augnablik 3 0 1 2 1:7 1 Völsungur 3 0 0 3 0:11 0 Lengjudeild karla Afturelding – Magni................................. 7:0 Leiknir R. – ÍBV....................................... 2:4 Víkingur Ó. – Fram.................................. 1:2 Staðan: ÍBV 4 4 0 0 10:3 12 Fram 4 4 0 0 8:2 12 Þór 3 3 0 0 7:3 9 Leiknir R. 4 2 1 1 7:6 7 Keflavík 3 2 0 1 10:3 6 Grindavík 3 2 0 1 5:4 6 Afturelding 4 1 0 3 9:8 3 Leiknir F. 3 1 0 2 4:6 3 Víkingur Ó. 4 1 0 3 3:8 3 Vestri 3 0 1 2 2:5 1 Þróttur R. 3 0 0 3 1:6 0 Magni 4 0 0 4 1:13 0 2. deild karla Haukar – Selfoss ...................................... 1:2 Völsungur – Fjarðabyggð ....................... 2:2 Dalvík/Reynir – KF ................................. 2:4 Víðir – ÍR................................................... 0:3 Njarðvík – Þróttur V................................ 0:1 Kári – Kórdrengir .................................... 0:0 Staðan: Kórdrengir 4 3 1 0 9:0 10 Haukar 4 3 0 1 9:6 9 Selfoss 4 3 0 1 9:7 9 Fjarðabyggð 4 2 1 1 13:6 7 KF 4 2 0 2 7:6 6 ÍR 4 2 0 2 8:8 6 Njarðvík 4 2 0 2 5:6 6 Þróttur V. 4 1 2 1 4:4 5 Dalvík/Reynir 4 1 1 2 7:11 4 Víðir 4 1 0 3 2:12 3 Kári 4 0 2 2 6:8 2 Völsungur 4 0 1 3 6:11 1 3. deild karla Vængir Júpíters – Augnablik.................. 0:0 Staðan: Reynir S. 3 3 0 0 8:5 9 KFG 3 2 0 1 10:6 6 KV 3 2 0 1 9:5 6 Ægir 3 2 0 1 7:5 6 Álftanes 3 1 2 0 3:2 5 Augnablik 4 1 2 1 6:6 5 Elliði 3 1 1 1 6:3 4 Tindastóll 3 1 1 1 5:6 4 Sindri 3 1 1 1 4:5 4 Höttur/Huginn 3 0 1 2 5:7 1 Einherji 3 0 1 2 5:11 1 Vængir Júpiters 4 0 1 3 2:9 1 England Crystal Palace – Chelsea ......................... 2:3 Watford – Norwich................................... 2:1 Arsenal – Leicester .................................. 1:1 Staðan: Liverpool 33 29 2 2 72:25 89 Manch.City 33 21 3 9 81:34 66 Chelsea 34 18 6 10 63:46 60 Leicester 34 17 8 9 64:32 59 Manch.Utd 33 15 10 8 56:33 55 Wolves 33 13 13 7 45:36 52 Arsenal 34 12 14 8 50:42 50 Tottenham 33 13 9 11 52:44 48 Sheffield Utd 33 12 12 9 34:33 48 Burnley 33 13 7 13 37:46 46 Everton 33 12 8 13 40:48 44 Newcastle 33 11 10 12 35:45 43 Southampton 33 13 4 16 42:55 43 Crystal Palace 34 11 9 14 30:43 42 Brighton 33 8 12 13 35:44 36 West Ham 33 8 7 18 40:58 31 Watford 34 7 10 17 31:53 31 Aston Villa 33 7 6 20 36:62 27 Bournemouth 33 7 6 20 32:59 27 Norwich 34 5 6 23 26:63 21 B-deild: Nottingham Forest – Fulham................. 0:1 Brentford – Charlton ............................... 2:1 Luton – Barnsley...................................... 1:1 Reading – Huddersfield .......................... 0:0 Cardiff – Blackburn ................................. 2:3 Staða efstu liða: Leeds 41 23 9 9 63:34 78 WBA 41 21 14 6 71:40 77 Brentford 42 22 9 11 75:34 75 Fulham 42 21 10 11 56:44 73 Nottingham F. 42 18 14 10 54:42 68 Cardiff 41 16 16 9 58:51 64 Derby 41 16 13 12 56:53 61 Swansea 41 15 15 11 52:48 60 Millwall 41 14 17 10 48:44 59 Preston 41 16 10 15 52:50 58 Ítalía Lecce – Lazio ............................................ 2:1 AC Milan – Juventus................................ 4:2 Staða efstu liða: Juventus 31 24 3 4 63:30 75 Lazio 31 21 5 5 67:33 68 Inter Mílanó 30 19 7 4 63:31 64 Atalanta 30 19 6 5 83:39 63 AC Milan 31 14 7 10 43:39 49 Roma 30 14 6 10 54:42 48  1. DEILD Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Keflavík virðist ekki ætla að stoppa lengi við í 1. deild kvenna í knatt- spyrnu, Lengjudeildinni, en liðið vann öruggan 4:0-sigur gegn Fjölni í 4. umferð deildarinnar á Extra- vellinum í Grafarvogi í gær. Dröfn Einarsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu fyrir Kefla- vík í leiknum en staðan að loknum fyrri hálfleik var 3:0, Keflvíkingum í vil. Natasha Anasi skoraði fyrsta mark leiksins áður en Dröfn bætti við þremur mörkum til viðbótar en Keflavík féll úr efstu deild síðasta haust og stefnir hraðbyri á endur- komu í úrvaldeildinni. Liðið er með 10 stig í efsta sæti deildarinnar eftir fyrstu fjórar um- ferðirnar og markatöluna 14:1. Tindastóll fylgir fast á hæla Keflavíkur en Hugrún Pálsdóttir reyndist hetja Sauðkrækinga þegar liðið fékk Augnablik í heimsókn á Sauðárkróksvöll. Hugrún skoraði sigurmark leiks- ins á 21. mínútu en Augnablik var án þriggja leikmanna sem voru í sóttkví vegna kórónuveirusmits í liði Breiðabliks. Augnablik er vara- lið Breiðabliks. Tindastóll jafnaði Keflavík að stigum á toppi deilarinnar en Sauð- krækingar hafa skorað sjö mörk í sumar og fengið á sig tvö. Þá eru nýliðar Gróttu komnir upp í fjórða sæti deildarinnar eftir afar sterkan 3:1-sigur gegn Víkingi á Víkingsvelli í Fossvogi. Helga Rakel Fjalarsdóttir, María Lovísa Jónasdóttir og Emelía Ósk- arsdóttir skoruðu mörk Gróttu, lið- ið er með átta stig í fjórða sætinu. Skagastúlkur unnu sinn fyrsta leik í deildinni í sumar þegar botn- lið Völsungs kom í heimsókn á Norðurálsvöllinn á Akranesi. Leiknum lauk með 4:0-sigri ÍA en þær Jaclyn Poucel, Erla Karítas Jóhannsdóttir, Unnur Ýr Haralds- dóttir og Fríða Halldórsdóttir skor- uðu mörk ÍA í leiknum, sem er með sex stig í fimmta sæti deild- arinnar. Keflavík og Tindastóll á toppnum Morgunblaðið/Árni Sæberg Tækling Víkingskonan Nadía Atladóttir hoppar upp úr tæklingu í gær.  Nýliðar Gróttu í fjórða sætið  Fyrsti sigur ÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.