Morgunblaðið - 08.07.2020, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2020
Styrmir Gunnarsson, fv. ritstjóriMorgunblaðsins, bendir á að
samtöl hafi átt sér stað um næstu
ríkisstjórn sem eigi að vera vinstri-
stjórn. Hefur hann Kjarnann fyrir
sér:
Miðað við þær upplýsingar semfram koma í umfjöllun Kjarn-
ans má telja líklegt
að undirbúningur að
myndun vinstri-
stjórnar sé þegar
hafinn með aðild
Samfylkingar, Við-
reisnar og Pírata og
að hugmyndir séu
um aðild VG að
slíkri ríkisstjórn, sem jafnvel mundi
sitja undir forsæti Katrínar Jak-
obsdóttur.
Fyrirmyndin væri samstarf þess-ara flokka í borgarstjórn
Reykjavíkur enda kallar Kjarninn
slíka hugsanleg stjórn „Reykjavík-
urstjórn“. Þótt Viðreisn verði varla
skilgreind sem vinstriflokkur er
hins vegar ljóst að sameiginlegt
markmið Viðreisnar og Samfylk-
ingar er aðild Íslands að Evrópu-
sambandinu.
Þess vegna eru meiri líkur enminni á því, að slík ríkisstjórn
mundi endurvekja aðildarumsókn
Íslands að ESB, sem aldrei hefur
verið afturkölluð með formlegum
hætti. Allt eru þetta vangaveltur
enn sem komið er, sem hins vegar
kalla á að núverandi stjórnar-
flokkar, sem allir hafa andstöðu við
aðild að ESB á stefnuskrá sinni, hafi
sig nú í það verk að afturkalla um-
sóknina með formlegum hætti. Það
mundi alla vega gera málið flóknara
fyrir aðildarsinnaða ríkisstjórn.“
Rétt er hjá Styrmi að þetta eruvangaveltur. En Þórður Kjarn-
ans er innanbúðarmaður og „t.......t
fyrir Dodda“ telst 10 í einkunn hjá
VG.
Styrmir
Gunnarsson
Spáð innanbúðar
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Plokk- og Grænfánadagur Vinnu-
skóla Kópavogs fór fram í gær,
með formlegri setningarathöfn í
Hörðuvallaskóla. Þar mættu ung-
lingar úr Kórnum auk starfsmanna
Vinnuskólans, Sigurlaugar Arn-
ardóttur, fulltrúa Landverndar, og
Margrétar Friðriksdóttur, for-
manns bæjarstjórnar Kópavogs,
sem setti daginn.
Tæplega 900 nemendur og
starfsmenn á vegum Vinnuskóla
Kópavogs voru á ferðinni í gær.
Þetta er í fjórða sinn sem Vinnu-
skóli Kópavogs skipuleggur hreins-
unardag og var dagurinn haldinn í
samvinnu við Vinnuskóla Hafnar-
fjarðar.
Vinnuskólinn hvatti alla Kópa-
vogsbúa til að taka þátt í að hreinsa
bæinn og fjarlægja allt plast í görð-
um, sem og annars staðar í um-
hverfinu. Hægt var að hringja í
Vinnuskólann og tilkynna staðsetn-
ingu afrakstur dagsins, sem var þá
hirtur upp af starfsmönnum.
Plokkað í Kópavogi
900 nemendur og starfsmenn Vinnu-
skóla Kópavogs að störfum í gær
Morgunblaðið/Eggert
Kópavogur Nemendur Vinnuskóla Kópavogs að störfum í gær.
Héraðsdómur Reykjaness hefur
með tilkynningu í Lögbirtinga-
blaðinu kallað fyrir dóminn tvo rík-
isborgara Litháen vegna þess sem
kallað er stórfelldur þjófnaður á
reyktóbaki úr Fríhafnarversluninni í
Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Fram kemur í ákæru lögreglu-
stjórans á Suðurnesjum að fjórir
Litháar hafi á tímabilinu 22. október
2017 til 31. desember 2018 í alls 8
skipti keypt sér flugmiða, innritað
sig í flug, farið í Fríhafnarverslan-
irnar, þar sem þeir tóku mörg karton
af sígarettum ófrjálsri hendi en yfir-
gáfu flugstöðina svo án þess að fara
um borð í loftförin. Þess er krafist að
ákærðu verði dæmdir til refsingar
og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Í
málinu liggur fyrir einkaréttarkrafa
Fríhafnarinnar ehf. um að ákærðu
verði dæmdir til greiðslu skaðabóta,
samtals að fjárhæð krónur
13.266.000.
Málin verða tekin fyrir í héraðs-
dómi 8. september 2020. Í tilkynn-
ingunni eru ákærðu kvaddir til að
koma fyrir dóm, hlýða á ákæru,
halda uppi vörnum og sæta dómi.
Sæki ákærðu ekki þing megi þeir bú-
ast við því að fjarvist verði metin til
jafns við það að þeir viðurkenni að
hafa framið brot það sem ákært er
fyrir og dómur verði lagður á málið
að þeim fjarstöddum .
sisi@mbl.is
Tóbaksþjófar kallaðir fyrir dóm
Keyptu flugmiða en fóru aldrei um borð Fríhöfnin krefst 13,2 milljóna króna
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Fríhöfnin Þjófarnir stungu inn á sig
sígarettum en slepptu áfenginu.