Morgunblaðið - 08.07.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.07.2020, Blaðsíða 6
FRÉTTASKÝRING Sighvatur Bjarnason sighvaturb@mbl.is Það er af sem áður var þegar flug- leiðir í Íslandsflugi skiptu tugum og flogið var á hvert horn. Nú eru fáar leiðir taldar nægilega arðbærar án beinnar niðurgreiðslu úr ríkissjóði. Í síðastliðnum mánuði var opnað tvískipt útboð Vegagerðarinnar í áætlunarflugi innanlands. Annars vegar voru boðnar út flugleiðirnar á Bíldudal/Gjögur og hins vegar á Höfn í Hornafirði. Útboðið miðar að því að tryggja samgöngur í lofti og lágmarksfjölda ferða. Heildarkostnaðaráætlun hljómar uppá rúma 1,2 milljarða króna, en þrjú flugfélög buðu í verk- in, Flugfélag Austurlands, Flug- félagið Ernir og Norlandair. Tilbúnir að stækka hratt Athygli vekur að Flugfélag Aust- urlands (FA) bauð langlægst í verk- ið eða 60% af heildarkostnaðar- áætlun. Félagið er ungt að árum, fékk starfsleyfi í apríl í fyrra og hef- ur eina fjögurra sæta vél til umráða. Aðspurður um hið lága tilboð segir Kári Kárason, framkvæmdastóri FA: „Við fórum út í þetta á okkar forsendum og þetta er niðurstaðan.“ Hann segir félagið tilbúið til að stækka hratt og hafi tilbúna samn- inga um kaup eða leigu á viðeigandi flugvélakosti og þjálfun áhafna. Flugfélagið Ernir (FE), sem á sér 50 ára sögu, hefur haldið uppi þjón- ustu á umrædda staði frá árinu 2007. Tilboð þess var um 5% yfir kostn- aðaráætlun, en næstlægst á flugleið- ina til Hafnar. Forstjóri félagsins, Hörður Guðmundsson, segir að fé- lagið hafi byggt upp sitt leiðarkerfi á síðustu 13 árum, með lítilli framlegð. Hann segir félagið hafa alla innviði og reynslu til að halda þjónustunni áfram, en bendir jafnframt á að erf- itt geti verið að ná endum saman í slíkum rekstri nema til komi stærra leiðarkerfi til fullnýtingar á flug- vélum og mannafla. Norlandair, sem einnig stendur á gömlum merg, bauð 4% yfir heild- arverði en næstlægst í flugleiðina Bíldudal/Gjögur. Félagið þjónustar nú ríkisstyrktar leiðir á Vopnafjörð og Grímsey, en meginstarfsemi þess er á austurströnd Grænlands. Í sam- tali segist framkvæmdastjórinn, Friðrik Adólfsson, ekki skilja hvern- ig hægt er að „bjóða svo langt undir kostnaðaráætlun“. Hann segir félag- ið eiga þann vélarkost og mannskap sem til þarf í byrjun, en hafi í hyggju að bæta við flugvélaflotann og horfi þar til samlegðaráhrifa við aðra starfsemi, t.d. flug til Constable Point á Grænlandi. Deildar meiningar Útboðið gerir ákveðnar kröfur um lágmarkstíðni ferða til áfangastaða. Gert er ráð fyrir því að í öllum til- vikum séu notaðar skrúfuþotur bún- ar jafnþrýstibúnaði, sem að lág- marki geti rúmað 15 farþega á leiðinni til Hafnar og Bíldudals (að sumri) eða níu farþega til Gjögurs og Bíldudals (að vetri). Ákveðnar kröf- ur eru gerðar til reynslu flugrek- anda m.a. að hafa minnst tveggja ára marktæka reynslu af flugrekstri við vetraraðstæður á norðurslóðum og þriggja ára reynslu af svæðisaðflugi (RNAV). Viðmælendur blaðsins hafa látið í ljós efasemdir um hæfi FA í því samhengi, en Kári segir að frekari eftirgrennslan hafi leitt í ljós að vísað sé til reynslu flugmannanna sjálfra, sem hann segir að verði tryggð. Útboðið gerir ráð fyrir því að nýr samningstími hefjist í byrjun nóv- ember þessa árs. Um aðdraganda útboðsins lýsir Hörður því að núver- andi samningur hafi verið laus í vor. Vegagerðin hafi sent út svokallaða „verðkönnun“ til að brúa bilið en verðkönnun FE hafi verið birt með útboðsgögnum. Þannig hafi allir haft aðgang að upplýsingum félagsins, sem skýri mögulega þann litla verð- mun sem er á milli þeirra tveggja sem hærra buðu. „Þetta tel ég vera brot á jafnræðisreglum,“ segir Hörður og telur hann þetta geta haft áhrif á lögmæti útboðsins. Hvað sem öðru líður vinnur tím- inn ekki með hinum unga flugrek- anda. Innleiðing nýrrar flugvélateg- undar getur verið langt og flókið ferli sem auðveldlega getur tafist. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Útboð Vegagerðin hefur opnað tilboð í flug frá Reykavík til Bíldudals, Gjögurs og Hafnar í Hornafirði. Á myndinni aðstoðar flugmaður Ernis farþega um borð. Fáar flugleiðir arðbærar án niðurgreiðslu ríkisins  Útboð á flugi til Bíldudals, Gjögurs og Hafnar  Mikill munur milli tilboða Morgunblaðið/Árni Sæberg Innanlandsflug Margir landsmenn leggja traust sitt á öruggar flug- samgöngur við höfuðborgina, sem Reykjavíkurflugvöllur sinnir. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2020 Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta Hjá Bíljöfri starfa þaulreyndir bifvélavirkjar með áralanga reynslu að baki og hafa yfir að ráða fullkomnum tölvum til að lesa og bilanagreina bílinn þinn Sérhæfð þjónusta fyrir 544 5151tímapantanir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Runólfur Oddsson, ræðismaður Ís- lands í Slóvakíu og umboðsmaður Jessenius-læknaskólans, segir þrjú inntökupróf munu fara fram á næstu vikum vegna náms ytra. Í fyrsta lagi vegna náms í tann- lækningum og læknisfræði við Pal- acký-háskóla í Olomouc í Tékklandi. Umsóknarfrestur sé til 13. júlí en netpróf fari fram 20. júlí. Í öðru lagi vegna náms við Jess- enius-læknaskólann í borginni Mart- in í Slóvakíu. Umsóknarfrestur sé til 17. júlí en netpróf fari fram 15. ágúst. Um 160 Íslendingar eru við nám í Jessenius-læknaskólanum og um 10 í læknadeild SDU- háskóla í Dan- mörku sem tóku fyrstu þrjú árin í Jessenius-lækna- skólanum. Skól- inn er deild innan Comenius-há- skóla, helsta há- skóla Slóvakíu. Í þriðja lagi fari fram inntöku- próf í dýralæknaskólann í Košice í Slóvakíu. Umsóknarfrestur sé til 14. ágúst og fari netpróf fram 21. ágúst. „Þetta eru viðurkenndir og mjög góðir skólar. Alls 19 Íslendingar voru í dýralæknanámi í Košice síðastliðinn vetur. Þá voru rúmlega 160 Íslendingar í Jessenius-lækna- skólanum og þrír í tannlæknaskól- anum við Palacký-háskóla. Það er mjög góður tannlæknaskóli. Stutt á milli skólanna Skólagjöld eru hófleg í þessum skólum. Það búa orðið margir Ís- lendingar á þessum slóðum en það er ekki langt á milli þessara skóla. T.d. eru 184 kílómetrar á milli Palacký- háskóla og Jessenius-læknaskólans og beinar lestarferðir á milli.“ Runólfur segir námið ytra skapa góð atvinnutækifæri. Þótt Háskóli Íslands hafi fjölgað sætum í lækna- deildinni sé það hvergi nærri nóg. Þá sé það dýrmæt lífsreynsla að nema í góðum háskólum og búa erlendis. Inntökuprófin á netinu  Hægt að þreyta inntökupróf um nám í læknisfræði, tann- lækningum og dýralækningum við skóla í Austur-Evrópu Runólfur Oddsson „Hin seinni ár hafa menn oft byrjað um þetta leyti. Þetta eru fljót- sprottnar premier-kartöflur sem við ræktum undir plasti,“ segir Hjalti Egilsson, kartöflubóndi á Seljavöll- um í Hornafirði. Hann tók í gær upp fyrstu kartöflurnar til að senda á markað á höfuðborgarsvæðinu. Hann tók upp þrjú tonn þennan fyrsta dag. „Við tókum aðeins upp fyrir heimamarkað í síðustu viku en erum nú að byrja að taka upp fyrir þéttbýlið. Við sendum það til Reykjavíkur á morgun [í dag] og því verður dreift í verslanir á fimmtu- dag,“ segir Hjalti. Hann reiknar með að geta tekið upp gullauga seinnihluta næstu viku. Hjalti segir að aðstæður til kart- öfluræktar hafi verið ágætar það sem af er sumri. Maí og júní hafi komið nokkuð vel út, verið hlýtt og rigning eins og eftir pöntun. Veit hann ekki annað en að staðan sé svipuð hjá öðrum kartöflurækt- endum og von geti verið á send- ingum af kartöflum á markaðinn víð- ar að á næstu dögum. Uppskeruhorfur eru góðar en af fenginni reynslu þykir Hjalta viss- ara að fagna ekki uppskeru fyrr en hún er komin í hús. helgi@mbl.is Ljósmynd/Halldóra Hjaltadóttir Uppskera Hjalti Egilsson með kartöfluuppskeru dagsins. Fyrstu kartöflur á markað Vinnuslys varð í umdæmi lögregl- unnar á Suðurnesjum í fyrradag þegar vinnupallur gaf sig og tveir menn féllu á jörðina. Um var að ræða 3,5 metra fall. Annar þeirra fékk högg á höfuðið og var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja. Hinn slapp án meiðsla, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Vinnupall- ur gaf sig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.