Morgunblaðið - 20.07.2020, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.07.2020, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 2020 Dolorin Hita- og verkjastillandi paracetamól Á HAGSTÆÐUVERÐI! Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220 Hafnarfjörður | www.wh.is Lesiðvandlegaupplýsingarnaráumbúðumogfylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til lækniseða lyfjafræðingsséþörfá frekari upplýsingumumáhættuogaukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is Nýjar umbúðir Dolorin500mg paracetamól töflur - 20stkog30stk Hið stóra samhengi sögunnar, um- hverfismál, traust fólks á meðal og samskipti á viðsjárverðum tímum kórónuveirunnar bar á góma í ræð- um á Skáholtshátíð sem haldin var í gær. Kristján Björnsson vígslu- biskup og Katrín Jakobsdóttir for- sætisráðherra fluttu hátíðarræður dagsins, en fjölmenni var í Skálholti í gær. Hátíðarmessa hófst á því að prósessía kórs og hempuklædds kennifólks gekk frá skólahúsi í kirkju. Fremstar í flokki voru þær María Rut Baldursdóttir, prestur á Hornafirði, sem hér sést til vinstri, og Aldís Rut Gísladóttir, prestur við Langholtskirkju í Reykjavík. Hinar stóru áskoranir samtímans eru loftslagváin og tæknibylting þar sem við færumst á ógnahraða inn í nýjan heim og vélar taka ákvarðanir fyrir okkur, stundum án þess að við vitum það sjálf, sagði Katrín Jakobs- dóttir í ávarpi sínu. Vék hún einnig að vísindum og trausti á tímum COVID-19 og sagði að jöfnuður og traust ætti að ríkja á meðal fólks og þar yrðu stjórnmálamenn að leggja sitt af mörkum. sbs@mbl.is Stóru mál samtímans áberandi í ræðum á Skálholtshátíð í gær Prósessían til kirkju Morgunblaðið/Sigurður Bogi Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Daginn eftir að öllum flugliðum Icelandair Group var sagt upp hittust samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair á fundi sátta- semjara á laugardag þar sem úrslita- tilraun var gerð til þess að skrifa und- ir nýjan kjarasamning. Samningurinn var undirritaður að- faranótt sunnudags. Hann gildir út september 2025 og byggir á sömu forsendum og fyrri samningur sem felldur var í atkvæðagreiðslu fé- lagsmanna 8. júlí. Gerðar voru breyt- ingar á tveimur atriðum sem hingað til hafa verið ásteytingarsteinar. Er þar um að ræða ákvæði um aukafrí- dag eldri flugfreyja og svokallaða sex daga reglu. Í samtali við mbl.is sagðist Guð- laug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, vera bjartsýn á að flugfreyjur myndu samþykkja nýundirritaðan kjarasamning. Atkvæðagreiðsla hefst á næstunni og lýkur henni 27. júlí. „Við erum mjög sátt og göngum frá borði bjartsýn á að geta lagt þetta fyrir félagsmenn okkar,“ sagði Guðlaug og bætti því við að félagið væri að mæta hagræðingarkröfu flugfélagsins og styðja það í verki í þeirri erfiðu stöðu sem það væri í. „Flugfreyjufélagið er ekki með miklar kröfur í þessum samningi. Við erum að taka þátt í að aðstoða félagið á þessum erfiðum tímum,“ sagði Guðlaug eftir undirritun samnings. Að sögn Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair Group, er nýr kjarasamningur í takt við það sem félagið stefndi að. „Það voru ákveðnir liðir sem voru skýrðir bet- ur í þessum samningi. Hann byggir að langmestu leyti á fyrri samningi en auk þess kemur til viðbótarhag- ræðing fyrir fyrirtækið,“ sagði Bogi við mbl.is í fyrrinótt. Spurður hvort félaginu hafi verið bjargað með samningnum sagði Bogi: „Þetta er mikilvægur þáttur í þessari vegferð sem við erum í, að koma félaginu í gegnum þennan storm og klára þetta verkefni sem við erum í, mjög mikilvægt, já.“ „Risastór orð látin falla“ Talvert hefur verið rætt um þær uppsagnir sem Icelandair réðst í á föstudag. Spurður hvers vegna ráð- ist hafi verið í uppsagnir á þessum tímapunkti í ljósi þess að kostur var á að semja sagði Bogi: „Svona gerist þetta bara. [Á föstudag] var ekki út- lit fyrir að það væri möguleiki að semja. Það hafði slitnað upp úr við- ræðum en síðan fara aðilar að nálg- ast aftur og svo þetta endar þetta svona,“ sagði Bogi. Að sögn Drífu Snædal, forseta ASÍ, voru „risastór orð látin falla á föstudaginn, um að sniðganga við- semjendur sína, og það er mikið áhyggjuefni ef það á að fara að beita slíkum kröfum á vinnumarkaði.“ „Við vorum líka tilbúin að bregð- ast mjög harkalega við, enda var fullt tilefni til þess,“ bætti hún við. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra segir deiluna hafa verið komna á mjög óheppilegan stað og í harðan hnút, en hún átti í samskipt- um við Aðalstein Leifsson ríkissátta- semjara í tengslum við fund félag- anna tveggja á laugardagskvöld. „Þessar lyktir eru auðvitað ánægjulegar enda er það þannig að svona deilur á að leysa við samn- ingsborðið. Þess vegna var mjög mikilvægt að deilendur brugðust við því þegar ríkissáttasemjari boðaði þau til fundar í gær og gerðu þessa úrslitatilraun,“ sagði Katrín. Mættu hagræðingarkröfu Icelandair Morgunblaðið/Snorri Másson Kjarasamningar Bogi Nils Bogason gat andað léttar um helgina eftir að samningar Icelandair Group við Flugfreyjufélag Íslands voru undirritaðir.  Guðlaug Líney segist bjartsýn á að flugfreyjur samþykki nýjan samning  Bogi segir viðbótarhag- ræðingu fyrir Icelandair hafa náðst  Deilan var komin á óheppilegan stað segir forsætisráðherra Andrés Magnús- son hefur verið ráðinn fulltrúi rit- stjóra við Morgunblaðið frá og með deginum í dag. Andrés hóf störf í blaða- mennsku hjá Morgunblaðinu árið 1986 en hélt síðar til Pressunnar, Eintaks og síð- ar DV, auk þess sem hann var leið- beinandi hjá Prenttæknistofnun. Auk hefðbundinnar blaðamennsku fékk hann snemma áhuga á tölvu- og tæknihlið útgáfustarfsemi og var frumkvöðull í tölvugrafík og skjá- umbroti fjölmiðla. Hann var einn stofnenda Kjarnorku, eins af fyrstu veffyrirtækjum á Íslandi, en hóf aft- ur störf á Morgunblaðinu árið 1996 á nýstofnaðri netdeild Morgunblaðs- ins og tók þátt í undirbúningi og uppsetningu fréttavefjar Morgun- blaðsins, mbl.is, sem hefur verið mest sótti fréttavefur landsins frá fyrsta degi. Um aldamót réðist hann til Íslenskrar erfðagreiningar og fékkst þar við vefþróun, m.a. við gerð Íslendingabókar. Hann sneri aftur í blaðamennsku árið 2005 við stofnun Blaðsins en réðist til Við- skiptablaðsins 2007, þar sem hann hefur verið við störf síðan, nú síðast sem ritstjórnarfulltrúi, en þar hefur hann m.a. ritað vikulega fjölmiðla- gagnrýni. Andrés hefur verið búsettur á Englandi undanfarinn áratug en flutti aftur til Íslands í upphafi mán- aðar. Hann er 55 ára gamall, sonur Magnúsar Þórðarsonar og Áslaugar Ragnars, sem bæði voru blaðamenn á Morgunblaðinu, en eru nú látin. Hann er kvæntur Auðnu Hödd Jónatansdóttur blaðamanni og eiga þau sex börn. Morgunblaðið býður hann vel- kominn til starfa enn á ný. Andrés Magnússon ráðinn fulltrúi ritstjóra  Hóf störf í blaðamennsku hjá Morgunblaðinu árið 1986 Andrés Magnússon Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.