Morgunblaðið - 20.07.2020, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 2020
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Flest í náttúrunni leitar jafn-
vægis og óværur aðlagast að-
stæðum. Lifur sem nú leita á birk-
ið eru vissulega hvimleiðar,
hægja á vexti og skaða ásýnd
skóganna. En í ljósi reynslu okkar
af öðrum plágum tel ég ástæðu-
laust að hafa miklar áhyggjur af
þessum óvelkomna gesti, sem
sennilegt er að missi þróttinn
þegar fram líða stundir,“ segir
Hreinn Óskarsson, sviðsstjóri hjá
Skógræktinni.
Síðustu sumur hefur birki-
kemba gerst aðsópsmikil á birki-
trjám, fyrst á sunnanverðu land-
inu og nú víðar um landið. Fyrst
varð lirfu þessarar vart í Hvera-
gerði árið 2005; en þetta eru
agnarsmá fiðrildi sem verpa í
laufblöðum og sækja sér í þau
næringu. Af þeim sökum verða
blöðin brún og uppétin að inn-
anverðu. Birkiþéla sem hagar sé
með líku lagi og birkikemban, þó
síðar á sumrin, nam svo land fyrir
örfáum árum og er ekki síður til
ama og skaða, að sögn Hreins.
Lifrur halda lífi yfir vetur
„Mér finnst sennilegast að
þessar lífverur hafi hingað komið
með innfluttum plöntum, trjákurli
eða í gróðurmold. Birkikemban,
þélan og aðrar maðkaplágur hafa
eflst síðustu árin sem ég tel meðal
annars stafa af loftslagsbreyt-
ingum. Sumrin eru hlý og veturn-
ir ekki jafn kaldir og áður var.
Lirfurnar ná því frekar en ella að
halda lífi yfir veturinn,“ segir
Hreinn og heldur áfram:
„Auðvitað er engin leið að
segja neitt til um framhaldið.
Mögulegt er að náttúrulegir óvin-
ir úr lífríkinu komi fram og hægi
á útbreiðslu og fjölda maðka. Fyr-
ir rúmum áratug gerðu ryð-
sveppir usla í ösp og gjávíði, sem
víða var í skjólbeltum. Víða var
gripið til þess að fjarlægja víðinn,
en þau belti sem eftir voru losn-
uðu við sveppinn fyrir löngu og
dafna vel. Við skulum því ekki
flana að neinu. En vissulega er
birkið ljótt á að líta víða núna, svo
sem í nágrenni höfuðborgarinnar
og víða á suðvesturhorninu, auk
þess að ummerki um kembur eru
farin að sjást víða svo sem í Þjórs-
árdal, Þórsmörk, Borgarfirði og í
Kjarnaskógi við Akureyri. Sér-
fræðingar Skógræktarinnar á
Mógilsá munu fylgjast vel með
framvindunni og lirfurnar og líf-
ferlar þeirra eru til rannsóknar.“
Afurðir og tekjur aukast
Líðandi sumar hefur verið
hlýtt og gróskumikið. Á Suður-
landi, þar sem Hreinn hefur að-
setur, eru á annað hundrað bænd-
ur að taka þátt í bændaskógrækt
sem í nokkrum mæli er nú farinn
að skila afurðum og þar með
tekjum. Þær munu aukast á kom-
andi árum og þar með verður
skógrækt orðinn gildur þáttur í
landbúnaði og þá er allt landið
undir. Sömuleiðis eru talsverðar
nytjar í þjóðskógunum svo sem í
Haukadal í Biskupstungum. Grisj-
unarviður þaðan er eftirsóttur
bæði sem kurl í brennsluofna
stóriðjunnar sem og til sögunar í
timburvinnslu. Ónefnt er þá gildi
skógræktar við kolefnisbindingu
sem er mótleikur við hlýnun and-
rúmsloftsins.
„Verkefnin á sviði skógrækt-
ar og landgræðslu sem nú er unn-
ið hér á landi eru spennandi og
skipta framtíðina miklu,“ segir
Hreinn. Í því samhengi tiltekur
hann Hekluskóga, en þeir munu
spanna um 1% af flatarmáli lands-
ins eða 100 þúsund hektara. Und-
ir eru svæði frá Hellu á Rangár-
völlum, Landsveit, í Þjórsárdal og
allt inn fyrir Sigöldu. Í sumar hef-
ur mikið verið unnið á Árskóga-
svæði austan Sultartangavirkjun-
ar. Stefnt er að því að í
framtíðinni nái birkiskógar inn
fyrir Sigöldu, svæði sem í dag eru
auðnin ein enda á áhrifasvæði
Heklu, hins máttuga eldfjalls á
Suðurlandi.
Galdur í lundum
„Galdurinn við Hekluskóga
er að gróðursetja birki í lundi.
Birkið byrjar að mynda frærekla
eftir 5-10 ár og sáir sér síðan um
nærliggjandi svæði. Núna er trjá-
gróður í sumum lundum kominn
vel á legg og þar sjáum við að-
ferðafræðina virka,“ segir
Hreinn. „Svo gróðursetjum við
líka eins og enginn sé morg-
undagurinn, í ár um 600 þúsund
plöntur og verðum að langt fram
á haust. Þarna vinnur líka vel
með okkur að uppgræðsla með
áburði eða lúpínu hefur víða
stöðvað sand- og vikurfok og
bundið og byggt upp jarðveg svo
annar gróður nær þar að skjóta
rótum. Þetta er mikilvæg reynsla
sem nýtist í sambærilegum skóg-
ræktarverkefnum sem eru fram-
undan, svo sem við Þorlákshöfn
og á Hólasandi norður í Þing-
eyjarsýslum.“
Öflugt starf hjá skógræktarfólki en lirfuplága í birkinu setur strik í reikninginn
Sumarið hlýtt og gróskumikið
Hreinn Óskarsson er frá Sel-
fossi og fæddist þar árið 1971.
Stúdent frá F.Su. og auk kandí-
datsprófi í skógfræði frá Land-
búnaðarháskólanum í Kaup-
mannahöfn árið 1997 og
doktorsprófi í skógfræði frá
Kaupmannahafnarháskóla árið
2011 með sérstakri áherslu á
næringarfræði trjáplantna.
Hefur unnið að skógrækt og
skyldum verkefnum síðan á
unglingsárum. Var um langt
árabil skógarvörður Skógrækt-
arinnar á Suðurlandi og verk-
efnisstjóri við ræktun Heklu-
skóga. Er nú sviðsstjóri
þjóðskóga á landsvísu hjá
Skógræktinni.
Hver er hann?
Ljósmynd/Brynja Hrafnkelsdóttir
Birkikemba Laufin skipta lit af völdum lirfunnar, þessarar óværu sem
hefur orðið vart við í birkiskógum fyrst sunnanlands og nú æ víðar.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ræktunarmaður Uppgræðsla með áburði eða lúpínu hefur víða stöðvað
sand- og vikurfok og bundið jarðveginn, segir Hreinn í viðtalinu.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Fljótshlíð Víða á Suðurlandi hafa verið ræktaðir upp stórir og afar fal-
legir skógar, svo sem í Fljótshlíðinni í landi Tungu og Tumastaða.
Áskell Þórisson, fyrrverandi rit-
stjóri og blaðamaður, verður með
ljósmyndasýningu í Gallerý Grá-
steini, Skólavörðustíg 4, í Reykjavík,
frá 23. júlí til 3. ágúst. Sýningin er
opin daglega frá 11 til 18.
Árum saman hefur Áskell einbeitt
sér að því að mynda það smáa og lit-
ríka í náttúrunni og styrkir síðan liti
og form í myndvinnsluforritum.
Myndirnar á sýningunni eru af ýms-
um stærðum. Þær eru prentaðar á
striga og þandar á blindramma.
Sýning Ljósmyndir Áskels Þóris-
sonar verða í Gallerý Grásteini.
Hið smáa
og litríka í
náttúrunni
Áskell Þórisson
sýnir myndir sínar
Sýkla- og veirufræðideild Landspít-
alans sá um greiningu allra sýna
sem tekin voru við landamæri Ís-
lands í gær og hefur nú tekið við
því hlutverki sem Íslensk erfða-
greining hefur haft með höndum
hingað til. ÍE, með forstjórann
Kára Stefánsson í broddi fylkingar,
tilkynnti með viku fyrirvara í upp-
hafi mánaðar að fyrirtækið hygðist
hætta að greina sýni á landamær-
um Íslands 14. júlí. Sú áætlun tafð-
ist um fimm daga en er nú komin í
gagnið. Að sögn Karls G. Krist-
inssonar, yfirlæknis á Sýkla- og
veirufræðideild, gekk greining sýna
vel í gær. Segir hann afkastaget-
una vera um 2.000 sýni á dag og að
hún hafi verið aukin með því að
setja fimm sýni saman í safnsýni
og þau greind á þann hátt. Þörf
hafi verið á því í ljósi þess að skim-
unaraðgerðir á Keflavíkurflugvelli
hafi verið komnar að þolmörkum.
Þó sé von á nýju einangrunartæki
um mánaðamótin sem eigi að auka
afkastagetuna enn frekar.
Landspít-
alinn tekinn
við af ÍE