Morgunblaðið - 20.07.2020, Síða 11
Morgunblaðið/sisi
Grjóthrúgurnar sem sturtað var á
grasbletti við Eiðsgranda fyrr í
sumar hafa að vonum vakið mikla
athygli. Formaður skipulags- og
samgönguráðs Reykjavíkur upp-
lýsti í viðtali hér í blaðinu að verið
væri að búa til eins konar „strand-
garð“ og myndu grjóthrúgurnar
gegna lykilhlutverki þegar kæmi
að því að rækta upp strandplöntur
á borð við melgresi, sæhvönn,
fjörukál, blálilju og baldursbrá. Þá
myndu hrúgurnar skapa svæði sem
krefðust minni umhirðu og sem
þyrftu ekki grasslátt. Svo virðist
sem náttúran hafi tekið fram fyrir
hendur borgaryfirvalda því sjálfs-
prottið gras hefur fest rætur í
grjótinu eins og sjá má.
Áður hefur Morgunblaðið greint
frá því að veðurfræðingur hafi
áhyggjur af því að hrúgurnar fjúki
í vetur.
Ítrekað gerir vestanátt á svæðinu
þar sem hrúgurnar standa við Eiðs-
granda. Þar er vindur oft um og yf-
ir 20 m/s og getur grjót farið af
stað við slík skilyrði.
Gras skýt-
ur rótum
á nýjasta
verkinu
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 2020
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Settir voru sendar á fimm helsingja
í Skaftafellssýslum við fuglamerk-
ingar um miðjan mánuðinn. Er
þetta í fyrsta skipti sem GSM/GPS-
sendar eru settir á helsingja hér á
landi. Hægt verður að fylgjast ná-
kvæmlega með ferðum fuglanna,
meðal annars hvort þeir fara mikið
inn á ræktarlönd bænda.
Helsingjar byrjuðu að verpa hér
á landi fyrir aldamót. Þeir voru nú
merktir í fjórða sinn á Suður- og
Suðausturlandi í samvinnu Verkís
og Náttúrustofu Suðausturlands,
undir stjórn Arnórs Þóris Sigfús-
sonar, dýravistfræðings hjá Verkís.
Merktir voru 360 fuglar á þremur
dögum. Fyrst 160 helsingjar við
Hólmsá á Álftaversafrétti í Vestur-
Skaftafellssýslu og síðan 200 fuglar
á hefðbundnum slóðum helsingja-
merkinganna við Jökulsárlón og
víðar á Breiðamerkursandi.
Gáfu sendi í afmælisgjöf
Fylgst hefur verið með ferðum
heiðagæsa og grágæsa með því að
festa senda á þær. Helsingjar eru
minni fuglar, en Arnór segir að nú
hafi fengist minni sendar sem hægt
er að nota á þá. Senda þeir upplýs-
ingar í gegnum símkerfi tvisvar á
sólarhring. GSM-sendarnir eru
nokkuð dýrir, kosta um 270 þúsund
hver, en Arnór og náttúrustofan
hafa fengið fyrirtæki og einstak-
linga til að styrkja kaup á þeim.
Meðal annars styrktu Sveitarfélagið
Hornafjörður og Búnaðarsamband
Austur-Skaftafellssýslu kaup á sitt-
hvorum sendinum. Þá má nefna að
vinir veiðimannsins og fuglaáhuga-
mannsins Guðmundar Tryggva Sig-
urðssonar söfnuðu fyrir einum sendi
sem þeir gáfu í nafni hans í tilefni af
sextugsafmæli hans. Gassinn sem
ber sendinn fékk að sjálfsögðu nafn
hans, heitir Guðmundur Tryggvi.
Arnór Þórir segir að hægt verði
að fylgjast með hvernig helsingjar
nýta beitiland og hvort þeir fari
mikið inn á ræktarlönd bænda.
„Komið hefur í ljós að heiðagæs og
grágæs hegða sér á ólíkan hátt.
Grágæsin heldur sig mikið á sama
svæði en heiðagæsin fer víðar.
Verður gaman að sjá hvernig hels-
ingjar hegða sér,“ segir Arnór.
Helsingjar eru enn í sárum og halda
sig á svipuðum slóðum en Arnór á
von á því að þeir fari að hreyfa sig í
byrjun ágúst.
Fylgst með Guðmundi Tryggva
Sendar settir
á helsingja í
Skaftafellssýslum
Ljósmyndir/Arnór Þórir Sigfússon
Nafnar Guðmundur Tryggvi Sigurðsson veiðimaður með nafna sinn,
Guðmund Tryggva, sem sleppt var með sendi á Álftaversafrétti.
Merkingar Náttúrufræðingar og sjálfboðaliðar smala helsingjum í sárum
inn í netgirðingu til þess að hægt sé að taka fuglana og merkja.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Von er á ýmsum káltegundum og
nýuppteknum íslenskum gulrótum í
verslanir nú í vikunni. Bætist kálið
við nýjar íslenskar kartöflur sem
þegar hafa rutt sér til rúms í versl-
unum í sumar.
Sölufélag garðyrkjumanna hefur
verið að fá nýskorið kál síðustu
daga en í litlu magni, eiginlega
sýnishorn, að sögn Guðna H.
Kristinssonar, framkvæmdastjóra
afurðasviðs SFG. „Það gerist mikið
í þessu í vikunni og þeirri næstu
og vonandi verður allt komið á fullt
fyrstu vikuna í ágúst,“ segir Guðni.
Hann á við uppskeru af spergil-
káli, blómkáli, hvítkáli og kínakáli.
Þá reiknar hann með að fá ný-
uppteknar gulrætur á næstunni.
Ágæt skilyrði hafa verið til úti-
ræktunar á grænmeti í sumar og
er það að koma á markað á svip-
uðum tíma og vant er. Grænmetis-
dagatalið stenst því nokkurn veg-
inn þetta árið. Nokkuð er síðan
fyrstu íslensku kartöflurnar komu
á markað og hefur SFG sótt kart-
öflur til bænda á hverjum virkum
degi í rúma viku. Það eru þó aðeins
fljótsprottin afbrigði enn sem kom-
ið er, til dæmis premier. Guðni á
von á því að fá gullauga og rauðar
íslenskar eftir þessa viku og jafnvel
fyrr.
Eru að bæta við sig
Af grænmeti sem ræktað er í
gróðurhúsum er það að frétta að
nú berst töluvert af tómötum á
markað og nóg af gúrkum og nokk-
uð af papriku en megnið af papriku
sem landsmenn neyta er þó flutt
inn.
Nokkrir garðyrkjubændur eru
að stækka gróðurhús sín svo að
von er á aukinni framleiðslu í vetur
eða á næsta ári. Guðni segir að sár-
lega hafi vantað tómata á mark-
aðinn. Ekki sé sama vöntun á gúrk-
um en nokkuð hefur verið flutt út
af þeim og býst Guðni við því að
það muni aukast. Þá er svigrúm til
að auka framleiðslu á papriku.
Íslenskt blómkál og hvítkál á markað
Blómkál Garðyrkjubændur eru nú
að hefja uppskerustörf.
Grænmetisdagatalið hjá garðyrkjubændum stenst nokkurn veginn í ár