Morgunblaðið - 20.07.2020, Síða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 2020
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar
BAKSVIÐ
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Þau tíðindi komu eins og köld gusa
inn í þýska fjármálageirann um miðj-
an júní að 1,9 milljarða evra vantaði í
efnahagsreikning fjártæknifyrir-
tækisins Wirecard. Þetta unga félag
hafði náð miklum hæðum og varð á
endanum svo verðmætt að árið 2018
var það tekið inn í DAX-30 vísitöluna í
stað Commerzbank. Áður en upp
komst um meiriháttar misferli innan
félagsins var markaðsvirði Wirecard
hærra en virði Deutsche Bank, og
skrifaðist það ekki síst á ævintýraleg-
an vöxt í Asíu sem reyndist síðan
byggja að stórum hluta á sýndarvið-
skiptum.
Svindlið hjá Wirecard hvíldi að
töluverðu leyti á fölsuðum gögnum
sem áttu að sýna himinháar innistæð-
ur hjá bönkum á Filippseyjum. Þá
hafa endurskoðendur fyrirtækisins
verið harðlega gagnrýndir fyrir að
hafa ekki komist miklu fyrr að hinu
sanna, auk þess að stjórnvöld þykja
hafa sofið á verðinum enda liðin fimm
ár síðan Financial Times fjallaði um
að eitthvað væri bogið við viðskipta-
módel og bókhaldsaðferðir fyrir-
tækisins, en tveimur árum síðar birti
þýska viðskiptatímaritið Manager
Magazin grein í svipuðum dúr.
Rannsókn stendur enn yfir og
mörgum spurningum er ósvarað. Má
þó reikna með að Wirecard-hneykslið
muni hafa áhrif á þýska fjármálaeftir-
litsgeirann og mögulega valda breyt-
ingum sem nái til allrar álfunnar.
Mátti snemma heyra raddir sem ótt-
uðust að fall Wirecard kynni meðal
annars að knýja stjórnvöld í Evrópu
til að draga úr því svigrúmi sem fjár-
tæknifyrirtækjum hefur verið veitt á
undanförnum árum til að auðvelda
þeim að þróa nýjar lausnir, laus við
margar þær íþyngjandi reglur sem
hefðbundin fjármálafyrirtæki þurfa
að fylgja.
Að ganga of langt
veldur líka tjóni
Gunnlaugur Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Fjártækniklasans, seg-
ir að gæta þurfi að því að stjórnvöld
bregðist ekki of harkalega við. Frá
sjónarhóli embættismanna og kjör-
inna fulltrúa geti verið æskilegast að
ganga of langt frekar en of skammt.
„Enda myndu þau líta mjög illa út ef
annað sambærilegt mál kæmi upp
þrátt fyrir breytingar á regluverkinu.
Að ganga of langt væri samt alveg
jafn alvarleg mistök og að setja of
vægar reglur, þó að tjónið komi ekki í
ljós með sama hætti.“
Gunnlaugur minnir jafnframt á að
það sem klikkaði í tilviki Wirecard
hafi ekki haft neitt með fjártækni að
gera heldur hafi endurskoðendurnir
brugðist skyldum sínum og óprúttnir
aðilar villt um fyrir þeim. Fjártækni-
lausnir Wirecard voru ekki notaðar til
að féfletta nokkurn mann heldur
bendir flest til að hefðbundið skjala-
fals og viðskiptaflækjur hafi verið
helstu verkfæri höfuðpauranna í
svindlinu:
„Endurskoðendurnir brugðust
þegar kom að mjög veigamiklum
þáttum sem er samt ekkert mál að
leysa með fjártækni. Það sem ætti að
skoða er ekki hvort fjártæknifyrir-
tækjum hafi verið veitt of mikið svig-
rúm heldur mun frekar hvernig
endurskoðendur geti bætt störf sín og
hvernig megi nota fjártæknilausnir til
að auðvelda störf þeirra, auka
gagnsæi og gera alls kyns fjármála-
starfsemi öruggari,“ segir hann. „Og
jafnvel ef útkoman verður sú að
stjórnvöld hér og þar leggja nýjar
kvaðir á fjártæknifyrirtæki á stöðug
framþróun sér stað og greinin er vís
til að finna góðar lausnir þrátt fyrir
slíkar hindranir.“
Bálkakeðja gæti leyst vandann
Sveinn Valfells, framkvæmdastjóri
Monerium, tekur í sama streng og
segir Wirecard-hneykslið einkum
snúa að því að endurskoðendur og eft-
irlitsaðilar í Þýskalandi hafi brugðist
seint við umfjöllun og ábendingum
um meint brot Wirecard. Því miður
komi mál af svipuðum toga upp af og
til, s.s. Enron-hneykslið og fjárfest-
ingasvindl Bernie Madoff, og gefi til-
efni til að skoða betri leiðir til að gera
hlutina. „Ég vil benda á bálkakeðju-
tæknina í því sambandi því hún býður
upp á mikið gagnsæi og gerir mörg-
um aðilum kleift að halda utan um
upplýsingarnar í sameiginlegum
dreifðum gagnagrunni. Með þess
háttar kerfi væri mun erfiðara að
skálda í eyðurnar eins og Wirecard
virðist hafa gert,“ segir hann. „Bálka-
keðjulausn sem heldur utan um fjár-
hag fyrirtækja eins og Wirecard og
getur veitt ólíkum aðilum aðgang að
upplýsingum fjármálafyrirtækja, og
t.d. gætu almenningur og fjárfestar
séð reksturinn í megindráttum á með-
an eftirlitsaðilar og endurskoðendur
gætu fengið að kafa dýpra.“
Sveinn á ekki von á því að brugðist
verði við falli Wirecard með því að
þrengja verulega að fjártæknigeiran-
um en hann segir að sama skapi brýnt
að vönduð og opin umræða fari fram
um að betrumbæta jafnvægi á milli
eftirlits, öryggis og gagnsæis, og geti
fjártæknilausnir eins og bálkakeðjur
nýst í því samhengi.
Tækifæri til að efla fjártækni
frekar en íþyngja greininni
AFP
Ógagnsæi Það sem klikkaði hjá Wirecard sneri að hefðbundinni starfsemi banka og endurskoðunarfyrirtækja.
Fall Wirecard gæti leitt til þess að svigrúm fjártæknifyrirtækja minnki
Meintar viðskiptabrellur fyrirtækisins höfðu þó lítið með fjártækni að gera
Gunnlaugur
Jónsson
Sveinn
Valfells
20. júlí 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 140.27
Sterlingspund 175.95
Kanadadalur 103.29
Dönsk króna 21.517
Norsk króna 15.115
Sænsk króna 15.509
Svissn. franki 149.02
Japanskt jen 1.3092
SDR 194.75
Evra 160.2
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 189.0859
Hrávöruverð
Gull 1802.9 ($/únsa)
Ál 1651.0 ($/tonn) LME
Hráolía 43.4 ($/fatið) Brent
● Bandaríska af-
þreyingarveldið
Disney hefur
ákveðið að draga
úr auglýsinga-
kaupum hjá Face-
book og bætist
þannig við stóran
hóp heimsþekktra
fyrirtækja sem vilja
þrýsta á samfélagsmiðilinn vinsæla að
leggja harðar að sér við að hamla út-
breiðslu hatursorðræðu og annars
óæskilegs efnis. Wall Street Journal
greinir frá þessu og segir útreikninga
markaðsrannsóknafyrirtækisins
Pathmatics benda til að Disney hafi ver-
ið stærsti kaupandi auglýsinga á Fa-
cebook á fyrstu sex mánuðum þessa
árs. Á síðasta ári var Disney annar
stærsti viðskiptavinur Facebook á eftir
Home Depot.
Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa
dregið úr viðskiptum sínum við Face-
book í mótmælaskyni má nefna Uni-
lever, Starbucks, Verizon og bílafram-
leiðandann Ford. Disney tilkynnti ekki
formlega um þvingunaraðgerðir sínar
heldur breytti auglýsingakaupum sín-
um svo lítið bæri á. ai@mbl.is
Disney þrýstir á Facebook
Mikki Mús
● Gjá virðist hafa
myndast á milli
„sparsamari“ að-
ildarríkja ESB og
þeirra sem væru
líklegri til að njóta
góðs af fyrirhug-
uðum aðgerðum
til að örva hagkerfi
álfunnar. Fundur
leiðtoga ríkjanna
hófst á föstudag
og stóð enn yfir á sunnudag vegna
deilna um hvernig útfæra skyldi örv-
unarpakkann og hve stór hann mætti
vera.
FT segir viðræðurnar líka hafa
strandað á þeirri tillögu Hollendinga að
til að geta notið góðs af örvunar-
aðgerðum þurfi ríki að geta sýnt að þau
virði lög og reglur. Virðist Viktor
Orban, forsætisráðherra Ungverja-
lands, hafa tekið þetta til sín og sakar
hann hinn hollenska starfsbróður sinn,
Mark Rutte, um að leggja fæð á sig per-
sónulega og á Ungverjaland.
Hafa ESB-ríkin skipst í ólíkar fylk-
ingar þar sem Austurríki, Svíþjóð, Dan-
mörk og Holland standa saman og vilja
útdeila lægri upphæð, en Ítalía, Spánn
og bandamenn þeirra vilja rausnarlegar
aðgerðir. Þá hefur Ungverjaland stuðn-
ing Póllands í deilunni við Holland.
Fréttaskýrendur segja fund helgar-
innar geta markað kaflaskil í sögu evr-
ópskrar samvinnu og að það verði talið
veikleikamerki fyrir álfuna ef ekki takist
að finna farsæla lausn.
Þær tillögur sem leiðtogar ESB-
ríkjanna ræddu um helgina eru afrakst-
ur margra mánaða vinnu sérfræðinga í
Brussel og myndu m.a. fela í sér þá ný-
breytni að leyfa ESB að taka risaupp-
hæðir að láni á mörkuðum. Einnig eru
til umræðu drög að næstu langtíma-
fjárhagsáætlun ESB. ai@mbl.is
Leiðtogar Evrópu deila
um örvunarpakka
Patt Merkel hefur
reynt að finna lausn.
STUTT