Morgunblaðið - 20.07.2020, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 20.07.2020, Qupperneq 13
Karlmaður sem handtekinn var á laugardag og yfirheyrður vegna elds sem kviknaði í dómkirkju í borginni Nantes í Frakklandi um nóttina var látinn laus í gærkvöldi. Maðurinn starfaði sem sjálfboða- liði í kirkjunni og sá meðal annars um að ganga frá og loka henni á föstudagskvöld. Saksóknarar stað- festu í gærkvöldi að maðurinn hefði verið látinn laus og sætti ekki ákæru. Tilkynning um eld í dómkirkjunni barst skömmu fyrir klukkan átta á laugardagsmorgun að frönskum tíma. Slökkviliðsmönnum tókst að koma í veg fyrir stórtjón en orgel kirkjunnar, sem er frá 17. öld, er gerónýtt. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í kirkjunni því eldur logaði á þremur stöðum í byggingunni þeg- ar slökkviliðsmenn komu á vettvang. Byrjað var að byggja dómkirkjuna í Nantes á fimmtándu öld en hún var ekki fullbyggð fyrr en um aldamótin 1900. Hún hefur tvívegis áður skemmst í eldi, síðast árið 1972 og tók 13 ár að gera við skemmdirnar sem þá urðu. Starfsmaður dóm- kirkju látinn laus  Grunur um íkveikju í Nantes í Frakklandi AFP Slökkvistarf Slökkviliðsmenn við dómkirkjuna í Nantes á laugardag. 50 70 90 Fólksfjöldi jarðarinnar gæti náð 8,8 milljörðum árið 2100 samkvæmt spám Lífslíkur, í árum Frjósemistíðni, fjöldi barna á hverja konu 1990 3,12 2,37 1,87 1,66 2017 2050 2100 1990 2017 2050 2100 Hvernig fólksfjöldinn gæti breyst, talið í milljónum manna Fólksfjöldaspár Heimild: The Lancet Norður-Afríka og Mið-Austurlönd Afríka sunnan Sahara Asía Rómanska Ameríka og Karíbahaf Eyjaálfa Evrópa Bandaríkin og Kanada 3.077,6 82,9 80,9 79 Konur Karlar 76,5 7,64 milljarðar 8,79 milljarðar árið 2100 árið 2017 Heimurinn 3.071,2 978,2 560,5 641,7 379,9 1.026 Heimurinn í heild Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Ný rannsókn, sem birtist í hinu virta læknatímariti The Lancet á miðviku- daginn, vakti töluverða athygli, en þar var spáð að 8,8 milljarðar manna myndu búa á jörðinni árið 2100, eða um tveimur milljörðum færra en nú- verandi spár Sameinuðu þjóðanna gera ráð fyrir. Í rannsókn The Lancet, sem náði til nær allra ríkja heims, var mann- fjöldaþróun næstu áratuga skoðuð út frá þáttum eins og frjósemistíðni og aldursdreifingu mannfjöldans, en í mörgum ríkjum er meðalaldur fólks að verða sífellt hærri. Á sama tíma gerir spáin ráð fyrir að fæðingartíðnin í 183 af 195 ríkjum heims muni ekki vera næg til þess að viðhalda mannfjölda ríkjanna án til- komu innflytjenda. Þar af verða um tuttugu ríki, á borð við Japan, Taí- land, Spán, Ítalíu, Portúgal, Suður- Kóreu og Pólland, þar sem mann- fjöldinn mun fækka um að minnsta kosti helming. Gangi spárnar eftir mun mannfjöldinn í Kína þróast eftir svipuðum línum, en þær gera ráð fyr- ir að í stað um 1,4 milljarða manna verði Kínverjar einungis um 730 milljónir árið 2100. Á sama tíma mun mannfjöldinn í ríkjum Afríku sunnan Sahara-eyði- merkurinnar þrefaldast gangi spárn- ar eftir, og fara úr um milljarði manna upp í um þrjá milljarða. Samkvæmt þeim spám verður mannfjöldinn í Nígeríu um 790 milljónir manna árið 2100, sem myndi gera ríkið hið næst- fjölmennasta í heimi á eftir Indlandi, með um 1,1 milljarð manna. Breytt aldursdreifing En fólksfjöldatölurnar segja bara hálfa söguna, þar sem aldurssam- setning ríkjanna mun einnig breyt- ast töluvert á næstu áttatíu árum, gangi niðurstöður rannsóknarinnar eftir. Þannig er gert ráð fyrir að börnum undir fimm ára aldri muni fækka úr 681 milljón árið 2017 í 401 milljón árið 2001. Á sama tíma verður meira en fjórðungur allra jarðarbúa yfir 65 ára aldri árið 2100, eða um 2,37 milljarðar manns. Þar af verða 866 milljónir yfir áttræðu, en þeir eru í dag um 140 milljónir. Fyrirséð er að þessar breytingar munu hafa gríðarleg áhrif á þau sam- félög þar sem þeirra verður mest vart, sér í lagi þar sem færri verða á vinnualdri til þess að borga skatta og halda þannig uppi hagvexti og þjón- ustustigi hins opinbera. Í Kína er til dæmis gert ráð fyrir að um 350 milljónir manna verði á vinnu- aldri árið 2100, en þeir eru nú um 950 milljónir. Á Indlandi mun fólki á vinnualdri fækka úr um 762 milljón- um manna, sem nú er, niður í 578 milljónir. Ekki verða þó öll ríki fyrir barðinu á þessari þróun, en rannsóknin gerir ráð fyrir að í Nígeríu muni fólki á vinnualdri fjölga úr 86 milljónum nú og upp í rúmlega 450 milljónir manna árið 2100. Mikil áhrif á efnahaginn Í rannsókninni er aftur reynt að færa þessar breytingar á vinnuafla ríkjanna yfir á hver líkleg þjóðar- framleiðsla þeirra verði, og má búast við nokkrum sviptingum. Þannig hefur verið gert ráð fyrir að þjóðarframleiðsla Kínverja muni taka fram úr Bandaríkjamönnum á þessari öld, og rannsóknin segir að það verði raunin um árið 2035. Aftur á móti þýði mannfjöldaþróunin að Kínverjar muni aftur falla niður í annað sætið árið 2098, og Bandaríkin þá aftur ná forystunni sem stærsta hagkerfi heims. Í spálíkaninu er einnig gert ráð fyr- ir að þjóðarframleiðsla Indverja muni gera Indland að þriðja stærsta hag- kerfi heimsins, en Japan, sem nú situr í þriðja sæti, detti niður í það fjórða fyrir árið 2100. Þýskaland, Frakkland og Bretland fylgja svo í humátt á eftir, en spárnar gera ráð fyrir að þessi ríki verði áfram meðal tíu stærstu hagkerfa heims. Brasilía og Rússland, sem nú sitja í áttunda og tíunda sæti, munu hins vegar bæði gefa eftir á þeim lista og enda í 13. og 14. sæti árið 2100, á sama tíma og því er spáð að Nígería verði með níunda stærsta hagkerfi heims- ins árið 2100. Og hvaða áhrif gæti þessi þróun haft á alþjóðamál? Í rannsókninni er nefnt að sumir sagnfræðingar séu á þeirri skoðun að stærð tiltekins hag- kerfis geti verið beintengd því hversu mikil völd viðkomandi ríki hefur á al- þjóðavettvangi. Höfundar rannsókn- arinnar benda hins vegar á að þjóð- arframleiðsla segi ekki alla söguna, þótt hún hafi vissulega mikið að segja. Hitt virðist þó víst að gangi allar spár hennar eftir verði nokkuð um sviptingar á alþjóðavettvangi og ríki eins og Nígería og Indland muni jafn- vel geta keppt við Bandaríkin og Kína um áhrif og ítök í heiminum. Spáð fyrir um sviptingar  Nýleg spá um mannfjöldaþróun í heiminum vekur athygli  Breytt aldurs- samsetning ríkjanna endurspeglast í efnahag  Mun fleiri yfir áttræðu árið 2100 FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 2020 Ung kona lést þegar bátur lenti á ísjaka og sökk úti fyrir Nuuk á Grænlandi á laugardagskvöld. Sjö voru í bátnum og voru allir fluttir á sjúkrahús. Grunur leikur á að þeir sem stjórnuðu bátnum hafi verið undir áhrifum áfengis. Fram kemur á fréttavefnum Ser- mitsiaq að báturinn hafi verið á mikilli ferð þegar hann lenti á jak- anum. Haft er eftir lögreglu að ekki liggi ljóst fyrir hver stjórnaði bátn- um þegar slysið varð en tekin hafi verið blóðprufa úr tveimur ein- staklingum sem séu grunaðir um að hafa stýrt bátnum og verið undir áhrifum áfengis. Hafi þeir verið ákærðir fyrir manndráp af gáleysi. GRÆNLAND Ljósmynd/Ingvar Örn Ingvarsson Grænland Frá Nuuk á Grænlandi. Kona lést þegar bátur rakst á ísjaka Þriggja manna fjölskylda, sem kom með flugvél til Færeyja á laugardag, reyndist smituð af kórónuveir- unni. Fram kemur á vef færeyska út- varpsins að fólk- ið, sem ekki er frá Færeyjum, hafi verið sett í ein- angrun og smitrakning sé hafin. Á þriðja hundrað þúsund nýrra tilfella kórónuveiru greinast nú daglega á heimsvísu. Alls hafa rúm- lega 14,5 milljónir manna um allan heim greinst með kórónuveiruna, flestir í Bandaríkjunum eða um 3,9 milljónir. Nærri 607 þúsund manns hafa látist af völdum veirunnar en nærri 8,7 milljónir hafa náð sér. FÆREYJAR Þrír greindust með kórónuveirusmit Skimað fyrir kórónuveiru ER PLANIÐ SKÍTUGT? Fáðu tilboð í s: 577 5757 GÖTUSÓPUN ÞVOTTUR MÁLUN www.gamafelagid.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.