Morgunblaðið - 20.07.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.07.2020, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 2020 Nú í ágúst næst- komandi eru liðin 25 ár síðan fyrst voru haldin hjónanámskeið undir heitinu „Já- kvætt námskeið um hjónaband og sam- búð“. Ætlunin var í upphafi að bjóða upp á eitt eða tvö nám- skeið, en nú er erfitt að henda reiður á hversu mörg þau eru orðin og hversu mörg pör hafa tekið þátt í þeim, en þau eru orðin fleiri en 8.000. Á námskeiðunum ríkir algjör þagnarskylda og er gaman að segja frá því að í öll þessi ár hefur aldrei verið talað um að þessi eða hin pörin hafi verið á námskeiðunum. Á hverjum vetri þessi 25 ár hafa verið haldin milli 10 og 15 nám- skeið og hefur verið fullt á hverju einasta. Fjöldi þátttakenda hverju sinni hefur verið mismunandi, allt eftir aðstæðum; frá 10 og upp í 250 pör þegar mest er. Námskeiðin sækir fólk af öllu landinu. Þau hafa verið haldin í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Hveragerði, á Selfossi, Eyrar- bakka, Kirkjubæjarklaustri, Höfn í Hornafirði, Stykkishólmi, Akranesi, Akureyri, Hvammstanga, Ísafirði, Egilsstöðum, Eyjafirði, Borgarnesi, Keflavík, Seltjarnarnesi, Vest- mannaeyjum, í Árnesi, á Suðureyri, Grindavík og í Þorlákshöfn. Einnig hafa námskeiðin verið haldin um öll Norðurlönd, nema í Finnlandi. Námskeiðin hafa frá upphafi ver- ið algerlega frjáls og óbundin og ekki hlotið neina styrki. Aftur á móti hafa fjölmargir hóp- ar, félög, klúbbar, söfnuðir, vinnu- staðir og skólar boðið upp á nám- skeiðið. Í tengslum við námskeiðin hafa verið gefnar út tvær bækur um fjölskyld- una, sambúðina og hjónabandið, „Ham- ingjuleitin“ árið 2001 og „Hjónaband og sambúð“ árið 2006. Á námskeiðunum er fjallað um samskipti og sambúð. Nú er unnið að bókinni „Níu skref til betra lífs“ sem væntanleg er haustið 2021. En hvað er gert á þessum námskeiðum? Farið er í gegnum helstu gildrur sambúðar- innar og fjallað um væntingar, von- ir og vonbrigði para á öllum aldri. En fyrst og fremst er fjallað um þær leiðir sem hægt er að fara til að styrkja innviði fjölskyldunnar, efla ástina og kærleikann og gera lífið skemmtilegra. Og svo er að sjálfsögðu líka fjallað um kynlífið, börnin, stjúpbörnin, fjármálin, vinnuálagið – og margt, margt fleira. Í kjölfar námskeiðsins fá pörin með heim sjö vikna heimavinnu byggða á námskeiðinu. Námskeiðin henta öllum, óháð aldri, kynhneigð, trúarskoðunum eða hjúskapar- stöðu. Það verður spennandi að byrja nýtt starfsár námskeiðanna, það tuttugasta og fimmta. Tímarnir breytast og mennirnir með, en draumarnir, vonirnar og vandamál lífsins eru söm við sig. Sem skýrir betur en flest annað að námskeiðin skuli enn vera við lýði eftir öll þessi ár. Eftir Þórhall Heimisson » Tímarnir breytast og mennirnir með, en draumarnir, vonirnar og vandamál lífsins eru söm við sig. Þórhallur Heimisson Höfundur er prestur. thorhallur33@gmail.com Hjónanámskeið í 25 ár Í ágúst 1959 héldu til Bandaríkjanna frá Íslandi fjórir kenn- arar, sem valdir höfðu verið til þátttöku í The International Educa- tional Exchange pro- gram. Það náði yfir sex mánaða námsdvöl vestra og var hluti af The Fulbright Pro- gram, því gagnmerka menningar- og menntaframtaki bandarískra stjórn- valda, sem árlega styrkir nú nálægt 4.500 nema. Héðan lögðu af stað Gerður H. Jó- hannsdóttir, Björn Guðmundsson, Runólfur Þórarinsson og Hinrik Bjarnason; þrjú þau fyrstnefndu eru nú horfin af sjónarsviðinu. Þau voru hluti af hópi 450 kenn- ara frá 80 löndum sem söfnuðust saman í Washington D.C. í ágúst 1959. Þar biðu þeirra nokkrir dagar með öflugri kynningu á því, sem yrði verkefni þeirra næstu mánuði: Fyrst kynning og hópaskipti í Wash- ington, síðan um fjög- urra mánaða námsdvöl við háskóla, svo ferðir um Bandaríkin og að lokum yrði komið sam- an á ný og dvölin gerð upp. Frá þessum heitu Washingtondögum er það líklega minnis- stæðast þegar 34. for- seti Bandaríkjanna, Dwight D. Eisenho- wer, bauð hópnum til sín og ávarpaði í rósa- garðinum við Hvíta húsið. Hann lauk máli sínu með þessum orðum: „I confidently expect the teaching profession to write a new and one of the finest chapters in human history by developing the priceless commo- dity of genuine understanding.“ (Ég vænti þess staðfastlega að kennara- stéttin muni skrá nýjan afbragðs- kafla í sögu mannkyns með því að þróa þau ómetanlegu verðmæti sem felast í sönnum skilningi.) Rósagarðurinn við Hvíta húsið er einn sá staður, sem kunnastur er af fréttaflutningi fjölmiðla um allan heim. Þær fréttir geta verið af ýmsu tagi. En vert er að minnast þess sem vel er gert. Þessi ágúststund í rósa- garðinum 1959 er enn í fersku minni að 60 árum liðnum og einu betur, og án efa hafa áhrifin orðið hin sömu á alla kennarana 450 vítt og breitt af heimsbyggðinni, sem hlustuðu á orð Eisenhowers forseta. Þeir hafa á þann hátt og ýmsan annan notið hinna ómetanlegu áhrifa og tæki- færa, sem Fulbright-styrkjakerfið veitti þeim. Það er einstaklega ánægjulegt og þýðingarmikið að það skuli enn standa styrkum fótum, einstætt og öflugt tæki þjóðar sinn- ar í alþjóðasamskiptum. Ágúststund í rósagarðinum … Eftir Hinrik Bjarnason » Þessi ágúststund í rósagarðinum 1959 er enn í fersku minni að 60 árum liðnum og einu betur. Hinrik Bjarnason Höfundur er kennari og fjölmiðlamaður á eftirlaunum. hinrikb@simnet.is Ávarp Eisenhower forseti ávarpar alþjóð- legan kennarahóp við Hvíta húsið 1959. Hvern hefði grunað að heimurinn skyldi fara á hvolf út af þess- um kínverska vírus með sæta nafnið kóróna, eins og hann væri kon- ungborinn? Við ættum heldur að kalla helvítið gaddavírus. Uslinn sem hann er búinn að gera er ótrúlegur. Það er kannski ekki það allra alvarlegasta að ekki megi lengur taka í höndina á nokkrum manni eða faðma að sér kvenmann. Persónulega, þótt ég sé ekki að hæla sjálfum mér, tel ég mig hafa þétt handtak. Eitt sinn fyrir óra- löngu, þegar ég var í fisksöluerindum í Texas, var ég að tala við ráðskonu sem sá um kaup á fiskmeti fyrir stórt skólakerfi. Ég var yfir mig ánægður því hún hafði tekið ákvörðun um að nota eingöngu íslenska fiskinn fyrir blessuð börnin. Ekki þorði ég að faðma hana að mér, svo ég gaf henni gott handtak. Hún kveinkaði sér og kippti að sér hendinni og sagði að ég hefði beyglað hringinn á fingri hennar. Það var mikið lán að hún skyldi ekki hætta við fiskkaupin. Verandi með sterkt handtak sjálf- ur fann ég oft til með mönnum sem voru með tuskuhandtak. Þetta voru oft stórir og stæðilegir menn, en þeg- ar þeir heilsuðu stungu þeir fram handleggnum og tóku í hönd án þess að hreyfa nokkurn vöðva í lófa eða fingrum. Algert tuskuhandtak. Ég kynntist sendiráðsritara sem var með svoleiðis handtak. Eins og allir ungir menn í utanríkisþjónustunni reiknaði hann með að verða gerður að sendi- herra seinna á ferlinum. En með tuskuhandtak gat ég ekki séð að það myndi nokkru sinni verða því ekkert var meira áríðandi í utanríkismálum en hressilegt handtak. En á þessum gaddavírustímum mun tuskumaður- inn líklega hafa góða möguleika bara með hnefum og olnbogum. Hann gæti jafnvel orðið utanríkisráðherra á end- anum! Stundum er það þannig að eitthvað gott getur hlotist af þegar slæmir hlutir gerast. Nú þegar handtök, faðmlög og kossar eru bönnuð þarf maður ekki lengur að tvístíga þegar heilsa skal ættingjum og vinum. Ekki vil ég segja að það sé gott að útiloka fjölskyldu- faðmlög og vinakossa, en stundum hefir mað- ur verið í vafa um hve mikla ástúð á að sýna í vissum til- fellum. Líka er nú auðveldara að heilsa ókunnugum. Áður rétti maður fram hönd, en hinn ókunnugi tók ekki alltaf í hana. Nú er nóg að segja bara halló og skjóta kannski fram olnboga ef vill. Þið þarna á Fróni hafið staðið ykk- ur ofsavel í þessum alheimsgadda- vírusfaraldri. Aðrar þjóðir dást að ykkur og fálkaorðuþríeykinu. Einu sinni enn hefir hin íslenska þjóð sýnt að hún hefir á að skipa toppfólki á næstum öllum sviðum, þótt eitthvað vanti enn upp á í malbikunarmálum. Vesalings Ameríkaninn hefir alger- lega dottið á rassinn og vírusinn grasserar hér um allt. Hver höndin er upp á móti annarri og aulinn í Hvíta húsinu sýnir betur en nokkru sinni áður að hann átti þangað ekkert er- indi. Hér í Georgíuríki þar sem ég bý hleypti ríkisstjórinn lýðnum inn á veitingahús, bari og aðrar stofnanir fyrir nokkrum vikum. Nú eru smitin að koma í ljós og spítalarnir fylla hvert rúm. Það eru ekki lengur bara gamlingjar sem veikjast heldur fólk á besta aldri. Ég veit ekki hvort þið hafið gefið fyrirsögn þessarar greinar, „Eitt handtak með fætinum“, nokkurn gaum eða hvort þið kannist við orða- tiltækið. Fyrrverandi samstarfs- maður minn í fisksölu hérna í henni Ameríku, heiðursmaðurinn Othar Hansson, sem nú er látinn, notaði það oftsinnis, en ég heyrði hann aldrei út- skýra hvernig það væri tilkomið. Þegar upp kom eitthvert vandamál sem leysa þurfti sagði hann: „Það er bara eins og eitt handtak með fæt- inum“, sem þýddi að það væri ekki allt of erfitt mál. Mér datt þetta orða- tiltæki Othars í hug þegar ég var að hugsa um allar þær líkamlegu tak- markanir sem vírusfaraldurinn hefir skapað. Samt er það ekki þannig að ég sé að leggja til að við byrjum að heilsast með fótunum. Eitt leiðir af öðru og þegar ég minnist á Othar Hansson er stutt í fisksölumálin. Hann var feikivel gef- inn og sérmenntaður í fiskimálum. Var hann einn af brautryðjendunum sem sköpuðu markað fyrir íslenskan fisk í Vesturheimi. Hann vann lengst af hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og dótturfyrirtæki þess í Ameríku. Einnig starfaði hann við sölufyrir- tæki SÍS. Hann, eins og þeir aðrir Ís- lendingar sem unnu að uppbyggingu íslensku félaganna hér vestra, gladd- ist þegar þau voru sameinuð og til varð Icelandic USA. Það öfluga fyrir- tæki seldi fisk undir íslenskum merkjum gegnum kerfi hundraða umboðsmanna og þúsunda heildsala. En allt þetta starf var gert að engu þegar móðurfirmað, Icelandic Group í Reykjavík, seldi Icelandic USA til kanadískra keppinauta 2011. Hér réðu ríkjum ungir fjármálagreifar sem urðu til í bankabrjálæðinu fræga. Þeim hafði tekist að vefja móður- fyrirtækið skuldum og til að bjarga eigin skinni seldu þeir sölufyrirtæki sín. Og næstum enginn sagði bofs á Íslandi. Þessi stærstu afglöp Íslend- inga í útflutningsmálum virðast nú að mestu gleymd, en ég gat ekki á mér setið að rifja þau upp. Þau voru sko langt, langt frá því að vera bara eitt handtak með fætinum. Eitt handtak með fætinum Eftir Þóri S. Gröndal » Aulinn í Hvíta hús- inu sýnir nú betur en nokkru sinni fyrr að hann átti þangað ekkert erindi. Þórir S. Gröndal Höfundur er fyrrverandi fisksali og ræðismaður. floice9@aol.com ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA? Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auð- velt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðs- ins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgun- blaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leið- beiningar fylgja hverju þrepi í skráning- arferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lyk- ilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nán- ari upplýsingar veitir starfsfólk Morg- unblaðsins alla virka daga í síma 569- 1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.