Morgunblaðið - 20.07.2020, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 20.07.2020, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 2020 Elsku afi Addi. Þegar við hugsum um þig færist yfir okkur ró. Nærvera þín var svo góð, örugg. Það var sér- stök yfirvegun sem fylgdi þér. Þú varst afar fróður og við trúð- um öllu sem þú sagðir. Allar sög- urnar þínar og minningar frá ævi þinni sem þú mundir upp á ná- kvæma dagsetningu, veðurfar og jafnvel tíma. Okkur leiddist aldr- ei að sitja í eldhúsinu með ykkur ömmu, við hlustuðum með að- dáun á allar sögurnar þínar, allt frá hetjudáðum til hversdags- leikans. Allt var það jafn merki- legt. Þegar aðrir fjölskyldumeðlim- ir kepptust við að tala sem mest og hæst hélst þú alltaf þínu striki, enda hlustuðu allir þegar þú tókst til máls. Okkur fannst alltaf svo merkilegt hversu sterkur og kraftmikill þú varst. Fimleikahetja og glímukappi. Við dáðumst að sögunum frá því þú varst að kenna í Framhalds- skólanum á Laugum og vannst alla í því að ganga á höndum upp stigana. Við rembdumst líka við að reyna að flagga eins og þú gast enn gert kominn á sjötugs- aldurinn og stólatrikkið fræga, þetta hljómuðu allt eins og ýktar hetjusögur en við trúðum þeim samt. Arngrímur Geirsson ✝ Arngrímurfæddist 29. maí 1937. Hann lést 6. júlí 2020. Útförin fór fram 17. júlí 2020. Það voru þó ekki kraftar þínir eða íþróttaafrek sem okkur þótti tilkomu- mest heldur var það hversu góður þú varst, hlýr og traustur. Þú sýndir okkar afrekum mik- inn áhuga, fylgdist vel með og varst með á hreinu hvern- ig okkur gekk. Ein- staka brosið þitt, hestaferðirnar, svörtu klossarnir, ljóðin, vísurn- ar, danssporin, þorrablótin, laufabrauðsdagarnir, jólaboðin, reykti silungurinn … En sérstaklega samband ykk- ar ömmu. Hversu ástfanginn þú varst af ömmu. Eins og þú sagðir sjálfur: ástin sem alla tíð var sterk og mikil varð meiri með ár- unum sem þið áttuð saman. Sam- band ykkar var einstakt, fallegt, fullt af virðingu og vináttu. Það er dýrmætt að hafa slíkar fyrir- myndir í okkar lífi. Takk fyrir allt, elsku afi. Við söknum þín sárt en vitum að þú fylgist áfram vel með okkur. Við erum þakklát og stolt af því að vera barnabörnin þín. Við höfum lært svo mikið af þér og munum reyna að taka þig til fyrirmyndar í lífsins glímum. Týnt hef ég hnífi mínum troðið af mér skó hallast ég á hestinum en ríða verð ég þó. (höf. ókunnur) Elskum þig. Arna Benný, Gígja Val- gerður og Freyþór Hrafn. ✝ Jónasína Þór-ey Guðnadótt- ir fæddist á Ísa- firði 25. október 1935. Hún lést á Droplaugarstöðum 30. júní 2020. Foreldrar henn- ar voru Guðni Marinó Bjarnason, f. 27.3. 1881, d. 17.2. 1958, og Ragnheiður Jónas- dóttir, f. 28.4. 1904, d. 22.5. 1991. Jónasína eignaðist þrjú börn: Guðnýju sem lést ung- barn. Soninn Guðna Ragnar Ólafsson, f. 6.9. 1963, d. 23.9. 1997. Faðir Guðna var Ólafur Magnússon. Jónasína giftist 31.7. 1965 Sigurði Tómassyni, f. 18.8 1933, d. 20.4. 1976. Þeirra sonur er Njörður, f. 4.9. 1966, hann er búsettur í Reykjavík. Synir Guðna eru Björn Húnbogi og Guðni Hávarður. Birna Björns- dóttir, barnsmóðir Guðna, átti fyrir börnin Sigrúnu og og Kolbjörn og eru synir Sigrún- ar þeir Matthías Leó og Björn Bóas, kær langömmubörn Jónasínu. Jónasína lauk Samvinnu- skólanum í Reykjavík 1953, síðan námi við Hjúkrunar- kvennaskóla Íslands 1958 og seinna framhaldsnámi við Röntgendeild Landspítalans. Starfsvettvangur hennar inn- an hjúkrunar varð fjöl- breyttur en síðast starfaði hún á Eir, hjúkrunarheimili. Útför hennar fór fram í kyrrþey að hennar ósk. Nú hefur hún Sína, okkar kæra hollsystir kvatt þessa til- vist. Við minnumst þess dags þegar við hittumst, tilbúnar og spenntar að takast á við nýja tilveru sem var nám í hjúkrun við Hjúkrunarkvennaskóla Ís- lands árið 1955. Sá skóli var þriggja ára/heilsársheimavista- skóli með stuttum sumarfríum, auk forskóla. Í byrjun var heimavistin á þriðju hæð Land- spítala og vorum við minnst tvær, allt upp til fjórar í her- bergi sem hafði þau áhrif að margar okkar tengdust sterk- um vináttuböndum. Í hjúkrun- arnámi þessa skóla var ekki til siðs að tala um bekkjarfélaga heldur vorum við hollsystur, og er okkur öllum sérlega kært enn þann dag í dag. Sína var fé- lagslynd og hafði mörg áhuga- mál og tók þátt í hinum ýmsu félögum og var m.a. félags- starfið í Fella– og Hólakirkju henni mjög mikilvægt. Sína kom víða við á sínum starfsferli og hafði ánægu af fjölbreyttum starfsvettvangi innan hjúkrunar og starfaði víðsvegar um landið að sinni hjúkrun. Lífið fór ekki ætíð mjúkum höndum um hana Sínu en hún tókst ætíð á við erfiðleikana á sinn hátt og gafst ekki upp við að gera líf sitt og sinna sem best hún gat. Á seinni árum átti hún einnig við að stríða heilsubrest en hún lét það ekki aftra sér frá því að ferðast og taka þátt í ýmsum góðum samverustundum með vinum eins og okkur holl- systrum sínum og má þar nefna mánaðarlegar samverustundir okkar til fjölda ára, þar sem oft er glatt á hjalla og skiptar skoð- anir um hin ýmsu málefni og lét Sína sitt ekki þar eftir liggja. Við kveðjum hana með þessari bæn. Nú legg ég augun aftur ó, guð þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mér að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt (Sveinbjörn Egilsson) Innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldunnar frá hollsystr- um hennar. Fyrir hönd hollsystra: Bjarney Tryggvadóttir, Ólöf Hafliðadóttir og Sólveig Guðlaugsdóttir. Jónasína Þórey Guðnadóttir Vinkona kvödd Það birtir að vori, hvert blómstur nú vaknar og bráðum mun sólin reka myrkrið á flótta en hjarta mitt grætur og hugurinn saknar því höndin er köld og mín sál fyllist ótta. Þá man ég hlýju orðin þín, mildina þína og mannkærleikann, sem fyllti þitt hjarta. Ég brosi gegnum tárin, brátt mun sorg- in dvína og bjartar nætur vorsins lýsa myrkrið svarta. Við sjáumst ekki aftur, söngur þinn er hljóður en sálir okkar mætast í ljósinu’eins og fyrrum. Tíminn sem við áttum var tær hreinn og góður Valgerður Marinósdóttir ✝ ValgerðurMarinósdóttir fæddist 1. júní 1951. Hún lést 23. júní 2020. Útför Valgerðar fór fram í kyrrþey. tryggðaböndin ofin á ljúfum stundum kyrrum. (Rut Gunnarsdóttir) „Trúr vinur er öruggt athvarf og auðugur er sá sem finnur hann.“ (Sírak) Nú er elsku Val- gerður farin frá okk- ur. Á einu og hálfu ári hafa tvær úr hópi okkar æskuvinkvenna kvatt. Við þökkum Valgerði okkar gjöful og ljúf kynni og tryggðabönd frá unga aldri, æskuárin okkar góðu á Akranesi og samverustundir alla tíð. Við héldum hópinn og hlúðum hver að annarri. Við reyndum að hittast eins oft og hægt var og var þá kátt á hjalla. Réðu þá hláturinn, gleðin og vin- arkærleikurinn ríkjum. Minning þín lifir í hjörtum okkar. Elsku Guðmundur, Guðbjörg Erla, bræður og fjölskyldur, hjartans samúðarkveðjur. Hafdís Hákonardóttir, Krist- rún Valtýsdóttir, Rún Elfa Oddsdóttir, Sigrún Rafnsdótt- ir, Sigurlaug Jóhannsdóttir, Sigþóra Sigurjónsdóttir og Sólveig Ásgeirsdóttir Hausler. Ástkær móðir mín, ÞURÍÐUR FREYSDÓTTIR Rúrý Sólbrekku 10, Húsavík, lést þriðjudaginn 14. júlí. Útför hennar fer fram frá Húsavíkurkirkju miðvikudaginn 22. júlí klukkan 14. Ágúst Örn Gíslason Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, kær vinur, afi, og langafi, HELGI JÓNSSON, fyrrverandi bankaútibússtjóri, sem andaðist á Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi þriðjudaginn 14. júlí, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju miðvikudaginn 22. júlí klukkan 13. Áslaug Helgadóttir Gunnar Guðmundsson Jón Helgason Sigríður K. Valdimarsdóttir Sigríður Helgadóttir Ólafur Þorsteinsson Helgi Teitur Helgason Guðrún Hildur Pétursdóttir Margrét Ingvarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, amma og langamma, FINNFRÍÐUR B. HJARTARDÓTTIR, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Hólmavík 15. júlí. Útför hennar fer fram frá Hólmavíkurkirkju laugardaginn 25. júlí klukkan 14. Gunnar Örn Númason Rósmundur Númason Grazina Norkeviciene Jónína Númadóttir Jón Logi Sigurbjörnsson Hjörtur Númason Hafdís Gunnarsdóttir Ingibjörg Númadóttir Vignir Helgi Sigurþórsson Jóhann Víðir Númason Ragna Kristín Árnadóttir Freyja Dís Númadóttir Valentínus G. Baldvinsson Ólafur Freyr Númason Katrín Ágústa Thorarensen barnabörn og barnabarnabörn Elsku hjartans eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, sonur og tengdasonur, GUNNAR M. ERLINGSSON, löggiltur endurskoðandi, Hæðarseli 14, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut 11. júlí umvafinn ástvinum sínum. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 23. júlí klukkan 13. Lilja Guðjónsdóttir Kolbrún F. Gunnarsdóttir Sigurður Dagur Sigurðarson Andri Örn Gunnarsson Dagný Jónsdóttir Gunnar Örn Sigurðarson Björgvin Logi Sigurðarson Lilja Kristín Sigurðardóttir Birkir Úlfar Sigurðarson Kolbrún Gunnarsdóttir Erling J. Sigurðsson Sigfríður Runólfsdóttir systkini og fjölskyldur þeirra Yndisleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ARNHEIÐUR ÁRNADÓTTIR, Hraunbæ 103, áður Glæsibæ 1, lést á líknardeild Landspítalans 14. júlí. Útförin verður miðvikudaginn 22. júlí klukkan 13 frá Árbæjarkirkju. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Theódór Óskarsson Guðrún Theódórsdóttir Kristján Georg Björnsson Óskar Theódórsson Katla Sveinbjörnsdóttir Bryndís Theódórsdóttir Gísli Kristján Birgisson Guðni G. og Arna María Kristjánsbörn Theódór, Arnheiður Rós, Pétur og Pálmi Óskarsbörn Hildur Sif, Theódóra og Hinrik Hjaltabörn og barnabarnabörn Kæra mamma, eftir að hafa hjálpað þér við að setja inn minningargreinar um ættingja og vini í blöðin í gegnum tíðina, þá er þessi erfið- ust, hún er um þig. Eftir alla þá erfiðleika sem þú hefur gengið í gegnum öll þessi ár og alltaf stað- ið þá af þér, þá kom upp þessi sjúkdómur í haust og hann var óvinnandi, það var vitað frá byrj- un, og af tveim slæmum kostum tókst þú ákvörðun um að nú væri nóg komið. Það þurfti hugrekki að taka þessa ákvörðun, mig langaði að malda í móinn, en varð að vera sammála, það var engin önnur leið. Ég reyndi ýmsar jurtatöflur og fleira á þig til að hægja á þessu ferli og kallaðir þú mig hómópat- ann þinn en það tókst ekki hjá mér. Það er margs að minnast á leið okkar saman gegnum lífið, en þú varst kletturinn minn og hjálpaðir mér mikið og oft. Þegar ég villtist af leið þá vísaðir þú mér á réttu brautina, sama hefur þú gert fyrir börnin mín og sakna þau þín mik- ið, kaffi hjá ömmu Dísu á sunnu- dögum í Baldurshaganum var fastur punktur og var jafnvel beð- ið eftir því alla vikuna, því að þar var bakkelsið ekki sparað. Mér gengur ekki allt of vel að skilja að þú sért farinn í þitt síð- asta ferðalag og oft langar mig að Þórdís Vilborg Sigfúsdóttir ✝ Þórdís VilborgSigfúsdóttir fæddist 10. septem- ber 1936. Hún lést 22. júní 2020. Útförin hefur farið fram í kyrr- þey. taka upp síman og hringja í þig og at- huga stöðuna eða kíkja í kaffi eftir vinnu í Baldurshag- ann, en þú ert ekki þar lengur. Þú naust þess að ferðast þessi síðari ár og fannst þér fínan ferða- félaga, hann Edda, sem stóð þétt við hliðina á þér fram á síðustu stund og kann ég Edda ómetanlegar þakkir fyrir það. Við náðum því að fara öll sam- an til Calpe 2016 og halda uppá 80 árin þín þar, það var skemmtileg ferð og langaði mig að fara aftur með þér aftur í haust eitthvert er- lendis, en af því verður víst ekki. En með þessum fátæklegu orð- um langar mig að þakka þér sam- fylgdina öll þessi ár, sem verða þó aldrei fullþökkuð, en nú ertu kom- inn til pabba sem er búinn að hinkra eftir þér í 11 ár og öll systkinin þín, sem fóru flest of snemma, tóku eflaust vel á móti þér. Við fjölskyldan eigum ógrynni af góðum minningum um þig og njótum þeirra saman, en ég sakna þín óskaplega. Hverfur margt huganum förlast sýn þó er bjart þegar ég minnist þín. Allt er geymt allt er á vísum stað engu gleymt, ekkert er fullþakkað. (Oddný Kristjánsdóttir) Þorgeir, Þórdís, Richard (Rikki), Sigurjón, Daníel Orri og Eydís Ósk. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgun- blaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minn- ingargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóð- ina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.