Morgunblaðið - 20.07.2020, Side 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 2020
duka.is
Einfalt að sníða sinn brúðargjafalista á duka.is
Kartell Jellies
matarstell
Kahla Pronto
matarstell
Flora matarstell Aida RAW matarstell
„EF ÞÚ GETUR EKKI HJÁLPAÐ MÉR AÐ SAFNA
JURTUM SKALTU BARA SEGJA ÞAÐ. ÉG ÞARF
EKKI FLÓKIÐ MYNDMÁL TIL ÚTSKÝRINGAR.”
„KAFFIÐ KOSTAR 150 KRÓNUR FYRIR FYRSTA
HÁLFTÍMANN OG SVO 75 KRÓNUR EFTIR ÞAÐ
FYRIR HVERJA HÁLFA KLUKKUSTUND.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... koss vegna þess að
þú elskar hann.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
GRETTIR!
VAKNAÐU!
ÞÚ ERT BÚINN AÐ
SOFA Í ALLAN DAG!
HA?
ÞETTA VERÐUR
GOTT ÁR!
ÉG HEF EKKI REKIST Á
MEÐEIGANDA ÞINN Í LENGRI
TÍMA!
HANN HEFUR EKKI VERIÐ
HÉR EFTIR AÐ HANN TAPAÐI
FJÁRDRÁTTARMÁLI …
HANN VARÐI SIG
SJÁLFUR!
ÁI!
steinn Einarsson, f. 16.9. 1960, for-
stjóri Set ehf., maki: Hafdís Krist-
jánsdóttir, f. 17.4. 1959, bóka-
vörður; 2) Guðfinna Elín Einars-
dóttir, f. 14.3. 1963, d. 29.12. 2013,
tækniteiknari, maki: Einar Jóns-
son f. 28.1. 1958, húsasmíðameist-
ari og sölumaður hjá Húsasmiðj-
unni; 3) Örn Einarsson, f. 16.2.
1966, framkvæmdastjóri hjá Set
ehf., maki: Steinunn Fjóla Sigurð-
ardóttir, f. 7.7. 1973, lögfræðingur
og skrifstofustjóri hjá umhverf-
isráðuneytinu; 4) Sigrún Helga
Einarsdóttir, f. 25.5. 1970, við-
skiptafræðingur hjá Mast, maki:
Sverrir Einarsson, f. 3.3. 1967,
rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar á
Selfossi. Barnabörn Einars og Sig-
ríðar eru tólf og barnabarnabörnin
eru ellefu.
Albróðir Einars er Sigfús Þór
Elíasson f. 31.1.1944, tannlæknir
og prófessor emeritus, búsettur í
Reykjavík. Sammæðra bróðir var
Sigurbergur Hávarðsson f. 12.11.
1927, d. 30.8. 2015, útvarpsvirki í
Vestmannaeyjum og iðnskóla-
kennari í Reykjavík; samfeðra
systkini voru Erna Kristín, f. 27.3.
1926, d. 17.4.2020, húsmóðir á
Egilsstöðum og í Kópavogi, og
Sigfús Ágúst f. 29.9. 1927, d. 4.11.
1948, sjómaður í Vestmanna-
eyjum.
Foreldrar Einars voru hjónin Guð-
finna Einarsdóttir f. 22.7. 1906, d.
16.10. 1999, húsmóðir og verkakona í
Vestmannaeyjum, og Elías Sigfús-
son f. 17.3. 1900, d. 7.5. 1997, verka-
maður og formaður Verkalýðsfélags
Vestmannaeyja.
Einar Pálmar
Elíasson
Magnús Árnason
vinnumaður á
Rangárvöllum og í Fljótshlíð
Vilborg Jónsdóttir
húskona á Kaldbak
á Rangárvöllum
Þórhildur Magnúsdóttir
verkakona í Hafnarfirði
Sigfús Þórðarson
sjómaður í Hafnarfirði
Elías Sigfússon
verkamaður og formaður
Verkalýðsfélags Vestmannaeyja
Þórunn Ólafsdóttir
húsfreyja í Móhúsum
Þórður Sigurðsson
sjómaður í Móhúsum á Miðnesi
Oddbjörg Sigurðardóttir
húsfreyja á Bjarnastöðum
Einar Einarsson
sjómaður á Bjarna-
stöðum á Álftanesi
Einar Einarsson
sjómaður á Mjóafirði
Sigurbjörg Sigurðardóttir
húsfreyja í Vestmannaeyjum
Guðfinna Árnadóttir
húsfreyja á Stuðlum
Sigurður Finnbogason
bóndi og sjómaður á Stuðlum í Norðfirði
Úr frændgarði Einars Pálmars Elíassonar
Guðfinna Einarsdóttir
verkakona og húsmóðir í
Vestmannaeyjum
Áfimmtudag skrifaði Gunnar J.Straumland á Boðnarmjöð:
„Kötturinn hefur gaman af því að
slaka á í garðinum og horfa á fugla.
„Bara horfa,“ segir hann og veifar
Fuglavísi með fallegum litmyndum
og fróðlegum upplýsingum um lífs-
hætti fugla. Í morgun var hann í ró-
legheitum að dást að syngjandi
músarrindli, malandi með sjálfum
sér, en „þá kom steypiregn og vatnið
óx og óx.““
Mænandi á músabróðurinn
mjálmandi rauk hann svo óður inn,
en stoppaði að bragði
og stóískur sagði:
„Þetta er svo gott fyrir gróðurinn!“
Indriði á Skjaldfönn segir: „Lang-
barðar og fleiri í vondum málum“:
Úti á Langbarðalandi
lífið er þyrnum stráð,
vondslegur veirufjandi
víkur þar ekki í bráð.
Leggst hún á limi alla
lungu og heilabú.
Heilsu fer mjög að halla,
hörðustu garpar falla.
Staðan er sem sé sú.
Jón Gissurarson bauð góðan dag-
inn og sagði: „Eftir allnokkra rign-
ingu undanfarna daga hefur sólin nú
náð að víkja henni til hliðar um sinn
og merlar nú Skagafjörðinn með fal-
legum litum“:
Nú skal hefja dagsins dund
þó dignað hafi jörðin.
Sólarinnar mæta mund
merlar Skagafjörðinn.
Jóhann frá Flögu segir frá því, að
Jón Jónsson á Hafsteinsstöðum í
Skagafirði hafi mætt í rétti móti
presti, sem var nýkominn frá messu.
Kastaði hann þá fram vísu þessari:
Það er sómi þeirri stétt,
þegar prestur stígur
fram úr stólnum fyrir rétt,
flækir mál og lýgur.
Guðfríður Jónsdóttir húsfreyja í
Múlakoti í Lundarreykjadal hafði oft
þröngt í búi. Eitt sinn fór maður
hennar með hest er Bleikalingur hét
út á Skipaskaga (Akranes) og var
búið þá bjargarlaust. Þá kvað Guð-
ríður:
Heyrðu, drottinn, sárt ég syng
særð af hungri löngu:
Sendu björg á Bleikaling
börnunum mínum svöngu.
Bjarni Gunnlaugur Bjarnason
yrkir:
Ykkur það ég segi satt
að svoddan er ég maður
er hann rignir ofan í flatt
ekki verð ég glaður!
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af rigningu, ketti
og músarrindli