Morgunblaðið - 20.07.2020, Side 26

Morgunblaðið - 20.07.2020, Side 26
FÓTBOLTINN Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Íslandsmeistarar KR eru komnir upp í toppsætið í Pepsi Max-deild karla í fótbolta eftir 3:0-útisigur á Fylki í gær. Var staðan markalaus í hálfleik en KR-ingar voru sterkari og var sigurinn verðskuldaður. „KR-vélin virðist svo sannarlega komin af stað. Vesturbæingar eru svo ótrúlega vel skipulagðir og agaðir í öllum sínum aðgerðum inni á vell- inum að stundum virðist nær von- laust að brjóta þá á bak aftur,“ skrif- aði Kristófer Kristjánsson m.a. um leikinn í umfjöllun sinni á mbl.is.  Óskar Örn Hauksson skoraði 77. mark sitt í efstu deild og er hann í 14.-15. sæti yfir markahæstu leik- menn deildarinnar ásamt Steven Lennon.  Pablo Punyed er búinn að skora fjögur mörk í fyrstu sex leikjunum, en hann hefur aldrei áður skorað meira en þrjú mörk á tímabili.  Ólafur Ingi Skúlason fékk ann- að rauða spjald sitt á tímabilinu. Ólafur var í þjálfarateymi Fylkis í gær og fékk spjaldið eftir leik. Það fyrra fékk hann í fyrstu umferðinni, þá sem leikmaður. Líður betur á útivelli Valsmönnum líður greinilega mun betur á útivöllum en heima á Hlíðar- enda því liðið hefur unnið alla fjóra útileiki sína eftir 2:1-sigur á Breiða- bliki á Kópavogsvelli. Breiðablik hef- ur nú leikið fjóra leiki í röð án sigurs eftir þrjá sigurleiki í röð í byrjun móts. Einar Karl Ingvarsson skoraði sigurmarkið úr glæsilegri auka- spyrnu á 81. mínútu, fjórum mín- útum eftir að hann kom inn á sem varamaður, og eru Valsmenn í öðru sæti með 13 stig. „Valsmenn mættu á Kópavogsvöll í kvöld og létu svo sannarlega finna fyrir sér. Þeir sköpuðu sér hættu- legri færi í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik, og því auðvelt að rétt- læta það að sigur þeirra hafi verið sanngjarn,“ skrifaði Bjarni Helgason m.a. um leikinn á mbl.is.  Thomas Mikkelsen hjá Breiða- bliki hefur skorað sjö mörk í fyrstu sjö umferðunum, eins og Óttar Magnús Karlsson hjá Víkingi og eru þeir markahæstir.  Blikinn Benedikt V. Warén spil- aði fyrsta leik sinn í efstu deild er hann kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik. Markaveisla í Fossvogi Það vantaði ekki fjörið í Fossvog- inn þar sem Víkingur vann 6:2- heimasigur á ÍA. Eftir hæga byrjun hefur Víkingur nú unnið tvo leiki í röð. Skagamenn eru búnir að vinna þrjá leiki, tapa þremur og gera eitt jafntefli í sjö leikjum. „Skagamenn þurftu að taka áhættu eftir að hafa lent 2:0 undir og það hentaði Víkingum fullkomlega. Þeir gátu sótt hratt á þá, sérstaklega á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiks þegar þeir gerðu út um leikinn,“ skrifaði Víðir Sigurðsson m.a. í um- fjöllun sinni um leikinn á mbl.is.  Skagamaðurinn Benjamín Me- hic var byrjunarliði ÍA og lék fyrsta leik sinn í efstu deild. Kristall Máni Ingason og Atli Barkarson hjá Vík- ingi voru í fyrsta skipti í byrjunarliði í efstu deild. Eiður og Logi byrja vel Eiður Smári Guðjohnsen og Logi Ólafsson fara vel af stað með FH, en þeir félagar tóku við liðinu af Ólafi Kristjánssyni síðastliðinn fimmtu- dag. FH vann öruggan 3:0-útisigur á Fjölni í frumraun Eiðs Smára á hliðarlínunni, en Logi er öllu reynd- ari. Botnlið Fjölnis er eina liðið sem ekki hefur fagnað sigri í sumar. „Það hlýtur að gefa leikmönnum FH kraft að spila fyrir mann eins og Eið Smára Guðjohnsen og eru þeir væntanlega allir staðráðnir í að heilla eina mestu stórstjörnu ís- lenska boltans frá upphafi,“ skrifaði undirritaður m.a. um leikinn á mbl.is.  Jónatan Ingi Jónsson er kominn með þrjú mörk í sex leikjum í sumar, en hann hafði skorað þrjú mörk í 35 leikjum í deildinni fyrir þetta tímabil.  Guðmann Þórisson fékk sjötta rauða spjald sitt í efstu deild. Arnar nagaði neglurnar KA fer vel af stað undir stjórn Arnars Grétarssonar og vann nýliða Gróttu á heimavelli í fyrsta leik, 1:0. Var sigurinn sá fyrsti hjá KA í sumar. Með sigrinum fór KA upp úr fallsæti og í 9. sæti en Grótta fór nið- ur í næstneðsta sæti. „Arnar hefur eflaust verið farinn að naga neglur undir lokin þegar leikurinn stefndi í markalaust jafn- tefli. KA skoraði sigurmarkið á 90. mínútu og gat því Blikinn geðprúði fagnað sigri í sínum fyrsta leik,“ skrifaði Einar Sigtryggsson m.a. um leikinn á mbl.is.  Steinþór Freyr Þorsteinsson skoraði annað mark sitt fyrir KA í deildinni, en það fyrra kom árið 2018.  Jibril Abubakar hjá KA og Kier- an McGrath hjá Gróttu léku fyrstu leiki sína í efstu deild hér á landi þeg- ar þeir komu inn á undir lok leiksins. Íslandsmeistararnir á kunnuglegum slóðum Morgunblaðið/Sigurður Ragnarsson Færi Daninn Patrick Pedersen hjá Val í færi á Kópavogsvelli í gærkvöldi. Anton Ari Einarsson í marki Breiðabliks er til varnar.  KR-ingar aftur í toppsætið  Víkingar skoruðu sex  Sterkur útisigur Vals 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 2020 Pepsi Max-deild karla Fjölnir – FH.............................................. 0:3 KA – Grótta............................................... 1:0 Fylkir – KR............................................... 0:3 Víkingur R. – ÍA ....................................... 6:2 Breiðablik – Valur .................................... 1:2 Staðan: KR 6 5 0 1 11:5 15 Valur 7 4 1 2 15:7 13 Fylkir 7 4 0 3 11:9 12 Breiðablik 7 3 2 2 14:11 11 Víkingur R. 7 3 2 2 14:11 11 Stjarnan 4 3 1 0 10:3 10 ÍA 7 3 1 3 17:14 10 FH 6 3 1 2 13:12 10 KA 6 1 3 2 6:10 6 HK 7 1 2 4 12:19 5 Grótta 7 1 1 5 7:17 4 Fjölnir 7 0 2 5 5:17 2 Lengjudeild karla Þór – ÍBV .................................................. 1:1 Leiknir F. – Vestri ................................... 0:1 Leiknir R. – Magni ................................... 2:1 Staðan: ÍBV 6 4 2 0 12:5 14 Keflavík 6 4 1 1 20:8 13 Leiknir R. 6 4 1 1 14:9 13 Fram 6 4 1 1 11:8 13 Þór 6 3 1 2 9:7 10 Vestri 6 3 1 2 5:5 10 Afturelding 6 3 0 3 16:9 9 Grindavík 6 2 3 1 11:10 9 Víkingur Ó. 6 2 0 4 6:12 6 Leiknir F. 6 2 0 4 5:11 6 Þróttur R. 6 0 0 6 1:12 0 Magni 6 0 0 6 3:17 0 2. deild karla Kórdrengir – Völsungur .......................... 4:1 3. deild karla Höttur/Huginn – Elliði ............................ 2:1 KFG – Einherji......................................... 1:3 Ægir – Tindastóll ..................................... 1:1 Sindri – KV ............................................... 2:1 Pepsi Max-deild kvenna Selfoss – Þór/KA ...................................... 2:1 Staðan: Valur 6 5 1 0 18:3 16 Breiðablik 4 4 0 0 15:0 12 Selfoss 6 3 1 2 8:5 10 Fylkir 4 2 2 0 7:4 8 Þór/KA 5 2 0 3 9:10 6 Stjarnan 6 2 0 4 8:14 6 Þróttur R. 5 1 2 2 8:9 5 FH 5 1 0 4 2:10 3 ÍBV 5 1 0 4 5:15 3 KR 4 1 0 3 4:14 3 2. deild kvenna Álftanes – HK ........................................... 1:7 Fjarðab/Höttur/Leiknir – Hamar .......... 2:1 ÍR – Hamrarnir ........................................ 1:1 Sindri – Fram ........................................... 3:0 England Norwich – Burnley.................................. 0:2  Jóhann Berg Guðmundsson lék fyrsta klukkutímann með Burnley. Bournemouth – Southampton................. 0:2 Tottenham – Leicester ............................ 3:0 Bikarkeppnin, undanúrslit: Arsenal – Manchester City ..................... 2:0 Manchester United – Chelsea................. 0:3 B-deild: QPR – Millwall ......................................... 4:3  Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem varamaður á 11. mínútu hjá Millwall. Ítalía AC Milan – Bologna................................. 5:1  Andri Fannar Baldursson kom inn á sem varamaður á 60. mínútu hjá Bologna. Úkraína Kolos Kovalivka – Dynamo Kiev ........... 2:0  Árni Vilhjálmsson kom inn á sem vara- maður hjá Kolos og skoraði annað markið. Tyrkland Rizespor – Yeni Malatyaspor................. 3:0  Viðar Örn Kjartansson kom inn á sem varamaður á 38. mínútu hjá Yeni Malatya- spor. Bandaríkin Houston Dash – Utah Royals......... 3:2 (0:0)  Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kom inn á sem varamaður á 14. mínútu hjá Utah. Danmörk FC Köbenhavn – AGF ............................. 2:4  Ragnar Sigurðsson lék ekki með FCK vegna meiðsla.  Jón Dagur Þorsteinsson lék fyrstu 70 mínúturnar með AGF. OB – Randers ........................................... 2:0  Aron Elís Þrándarson lék seinni hálfleik- inn með OB. Svíþjóð Sirius – Norrköping ................................ 4:2  Ísak B. Jóhannesson lék allan leikinn með Norrköping. Umeå – Rosengård .................................. 0:3  Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik- inn með Rosengård. Kristianstad – Uppsala ........................... 2:1  Svava Rós Guðmundsdóttir lék fyrstu 65 mínúturnar með Kristianstad. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið.  Anna Rakel Pétursdóttir lék allan leik- inn með Uppsala.  BREIÐABLIK – VALUR 1:2 0:1 Kristinn Freyr Sigurðsson 46. 1:1 Thomas Mikkelsen (víti) 49. 1:2 Einar Karl Ingvarsson 81. M Thomas Mikkelsen (Breiðabliki) Brynjólfur A. Willumsson (Breiðab.) Kristinn Steindórsson (Breiðabliki) Kwame Quee (Breiðabliki) Hannes Þór Halldórsson (Val) Haukur Páll Sigurðsson (Val) Patrick Pedersen (Val) Kristinn Freyr Sigurðsson (Val) Valgeir Lunddal Friðriksson (Val) Einar Karl Ingvarsson (Val) Dómari: Ívar Orri Kristjánsson – 6. Áhorfendur: 1621. VÍKINGUR R. – ÍA 6:2 1:0 Óttar Magnús Karlsson (víti) 23. 2:0 Davíð Örn Atlason 37. 2:1 Stefán Teitur Þórðarson 41. 3:1 Nikolaj Hansen 50. 4:1 Erlingur Agnarsson 52. 4:2 Hlynur Sævar Jónsson 59. 5:2 Ágúst Eðvald Hlynsson 66. 6:2 Ágúst Eðvald Hlynsson 78. MM Davíð Örn Atlason (Víkingi) Ágúst Eðvald Hlynsson (Víkingi) M Kári Árnason (Víkingi) Atli Barkarson (Víkingi) Erlingur Agnarsson (Víkingi) Nikolaj Hansen (Víkingi) Brynjar Snær Pálsson (ÍA) Stefán Teitur Þórðarson (ÍA) Dómari: Jóhann Ingi Jónsson – 8. Áhorfendur: Um 1.000. FYLKIR – KR 0:3 0:1 Pablo Punyed 50. 0:2 Óskar Örn Hauksson 57. 0:3 Tobias Thomsen 80. M Arnór Gauti Jónsson (Fylki) Arnór Borg Guðjohnsen (Fylki) Sam Hewson (Fylki) Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR) Atli Sigurjónsson (KR) Beitir Ólafsson (KR) Kennie Chopart (KR) Óskar Örn Hauksson (KR) Pablo Punyed (KR) Dómari: Helgi Mikael Jónasson – 6 Áhorfendur: 2020. FJÖLNIR – FH 0:3 0:1 Jónatan Ingi Jónsson 6. 0:2 Steven Lennon 44. 0:3 Jónatan Ingi Jónsson 86. M Gunnar Nielsen (FH) Daníel Hafsteinsson (FH) Steven Lennon (FH) Jónatan Ingi Jónsson (FH) Þórir Jóhann Helgason (FH) Sigurpáll Melberg Pálsson (Fjölni) Arnór Breki Ásþórsson (Fjölni) Christian Sivebæk (Fjölni) Rautt spjald: Guðmann Þórisson (FH) 85. Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson – 8. Áhorfendur: Um 700. KA – GRÓTTA 1:0 1:0 Steinþór Freyr Þorsteinsson 90. M Brynjar Ingi Bjarnason (KA) Rodrigo Gómez (KA) Hrannar Björn Steingrímsson (KA) Bjarni Aðalsteinsson (KA) Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA) Kristófer Melsted (Gróttu) Arnar Þór Helgason (Gróttu) Axel Sigurðarson (Gróttu) Pétur Theódór Árnason (Gróttu) Dómari: Pétur Guðmundsson – 6. Áhorfendur: 785.  Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot- bolti. Morgunblaðið/Sigurður Ragnarsson Peysutog KR-ingurinn Finnur Orri Margeirsson og Ásgeir Eyþórsson, fyrirliði Fylkis, eigast við á Würth-vellinum í Árbænum í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.