Morgunblaðið - 20.07.2020, Page 27

Morgunblaðið - 20.07.2020, Page 27
SUND Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Tíu met litu dagsins ljós á Íslands- mótinu í 50 metra laug í sundi í Laugardalslaug um helgina. Fimm þeirra komu í gær og fimm á laugar- dag. Boðsundssveit Sundfélags Hafnarfjarðar sló eigið met í 4x50 metra skriðsundi í blönduðum flokki. Jóhanna Elín Guðmunds- dóttir, Símon Elías Statkevicius, Dadó Fenrir Jasminuson og Stein- gerður Hauksdóttir skipuðu sveit- ina, sem synti á 1:39,16 mínútum, en gamla metið var 1:39,95 og var sett í mars 2019. Hjörtur Ingvarsson úr Firði setti Íslandsmet í flokki S5 í 100m baksundi á tímanum 1:47,16. Gamla metið var 1:49,91 frá árinu 2018. Sonja Sigurðardóttir úr ÍFR setti met í flokki S4 í 100 m skriðsundi. Hún synti á tímanum 2:13,04. Metið var 2:15,73. Í síðustu grein mótsins bætti sveit SH piltametið í 4x100 m fjórsundi en þeir syntu á tímanum 4:07,25 og bættu þar 8 ára gamalt met ÍRB sem var 4:16,12. Sveitina skipuðu þeir Veigar Hrafn Sigþórsson, Snorri Dagur Einarsson, Símon Elí- as Statkevicius og Daði Björnsson. Birnir Freyr Hálfdánarson úr SH sló eigið drengjamet í 50 metra bak- sundi þegar hann endaði í öðru sæti á tímanum 29,16 sekúndur en gamla metið var 29,28 sekúndur frá janúar á þessu ári. Hann bætti sömuleiðis sjö ára gamalt met í 400 metra fjór- sundi er hann synti á 4:47,90 mín- útum og 50 metra flugsundi með tímanum 26,39 sekúndur. Þá bætti Ylfa Lind Kristmannsdóttir úr ÍBR sitt eigið meyjamet í 50 metra flug- sundi er hún synti á tímanum 32,35 sekúndum en gamla metið hennar var 32,77 sekúndur sem hún setti í febrúar. Sveit SH í 4x100 metra skriðsundi setti piltamet þegar hún synti á tím- anum 3:42,00 mínútu. Sveitina skip- uðu þeir Símon Elías Statkevicius, Daði Björnsson, Veigar Hrafn Sig- þórsson og Snorri Dagur Einarsson. Gamla metið átti sveit Ægis frá árinu 2017 sem synti á 3:45,89. Þá bætti Róbert Ísak Jónsson Ís- landsmetið í fötlunarflokki S14 í 200 m flugsundi en hann synti á 2:16,08. Gamla metið var 2:25,93. Anton vann fjórum sinnum Karen Mist Arngeirsdóttir kom fyrst í mark í þremur greinum á mótinu og Kristín Helga Hákonar- dóttir sigraði sömuleiðis í þremur greinum og lenti einu sinni í öðru sæti, eins og Patrik Viggó Vilbergs- son. Jóhanna Elín Guðmundsdóttir kom fyrst í mark í öllum fjórum greinum sínum á mótinu og Anton Sveinn McKee vann allar fjórar greinarnar sem hann tók þátt í, en Anton er eini íslenski íþróttamaður- inn sem hefur tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó. Tíu met í Laugardalslauginni  Sterkir keppendur á Íslandsmótinu í 50 metra laug í Laugardalnum Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Bringusund Anton Sveinn McKee á fleygiferð í lauginni í Laugardalnum. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 2020  Körfuknattleiksmaðurinn Tómas Þórður Hilmarsson hefur samið við Aquimisa Carbajosa á Spáni. Leikur liðið í C-deild spænska körfuboltans. Tómas hefur leikið með Stjörnunni allan ferilinn og verið viðloðandi landsliðið síðustu ár.  Nigel Pearson hefur verið rekinn úr starfi knattspyrnustjóra hjá Wat- ford, sem leikur í ensku úrvalsdeild- inni. Aðeins tvær umferðir eru eftir af tímabilinu en Watford er rétt fyrir of- an fallsæti. Watford situr í 17. sæti með 34 stig, þremur stigum fyrir ofan fallsæti, en tvær umferðir eru eftir af tímabilinu. Liðið mætir Manchester City á morgun og svo Arsenal í loka- umferðinni um næstu helgi.  Lewis Hamilton bar sigur úr býtum í ungverska kappakstrinum í Formúlu 1 í gær og hefur hann unnið tvær keppnir af þrjár á tímabilinu, en hann keyrir fyrir Mercedes.  Bikarmeistarar Skallagríms hafa samið við miðherjann Nikita Teles- ford um að leika með liðinu á Íslands- mótinu í körfuknattleik kvenna í vetur en Telesford kemur beint úr kanad- íska háskólaboltanum. Telesford er 23 ára og 189 sentímetrar en hún er uppalin í Toronto í Kanada. Á síðustu leiktíð spilaði hún með Concordia í kanadíska háskólaboltanum þar sem hún skoraði 11,5 stig og tók 7,8 frá- köst að meðaltali í leik. Áður spilaði hún í þrjú ár í Bandaríkjunum.  Albert Ólafsson, Anna María Al- freðsdóttir, Izaar Arnar Þorsteinsson og Guðbjörg Reynisdóttir unnu Ís- landsmeistaratitla á Íslandsmótinu í bogfimi utanhúss á laugardag, en keppt var í berboga og trissuboga í hávaðaroki á Víðistaðatúni í Hafnar- firði. Hefur Guðbjörg staðið uppi sem sigurvegari síðustu þrjú ár.  Knattspyrnufólkið Kristinn Stein- dórsson og Bergþóra Sól Ásmunds- dóttir hafa framlengt samninga sína við Breiðablik. Gerðu þau bæði samn- ing sem gildir til loka tímabils 2022.  Knattspyrnumaðurinn Andri Fann- ar Baldursson mun skrifa undir fimm ára samning við ítalska A-deildar- félagið Bologna á næstu dögum. Andri, sem er 18 ára, lék fyrsta leik sinn með Bologna gegn Udinese í febrúar og hefur fimm sinnum komið inn á sem varamaður í deildinni, síð- ast gegn AC Mílan á laugar- dag, þar sem hann lék í rúman hálf- tíma. Eitt ogannað KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Kaplakriki: FH – ÍBV ............................... 18 Meistaravellir: KR – Þróttur R........... 19.15 Würth-völlur: Fylkir – Stjarnan ......... 19.15 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Norðurálsvöllur: ÍA – Augnablik........ 19.15 Í KVÖLD! Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir vann öruggan sig- ur í Hvaleyrarbikarnum í golfi í Hafnarfirði í gær. Lék hún tvo hringi á þremur höggum undir pari og var fimm höggum á undan Huldu Clöru Gestsdóttur, sem varð önnur. Ragnhildur Kristinsdóttir varð þriðja. Hákon Örn Magnússon vann eftir spennandi keppni í karla- flokki. Lék hann hringina tvo á fjórum höggum undir pari og var einu höggi á undan Guðmundi Rúnari Hallgrímssyni, sem varð í öðru sæti. Íslandsmeistar- inn í sérflokki Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Meistari Guðrún Brá Björgvins- dóttir bar sigur úr býtum. Alls voru sjö mótsmet slegin á ung- lingameistaramóti Íslands í frjáls- íþróttum sem fram fór í Kaplakrika um helgina. Efnilegasta frjáls- íþróttafólk landsins tók þátt og setti Tiana Ósk Whitworth mótsmet í 200 hlaupi stúlkna 20-22 ára er hún hljóp á 24,58 sekúndum. Þá stökk Viggó Sigurfinnsson 2 metra í há- stökki og sló mótsmetið í flokki 17- 18 ára. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, ein efnilegasta frjálsíþróttakona landsins, vann 100 og 200 metra hlaup 18-19 ára. Frekari úrslit af mótinu má nálgast á mbl.is/sport. Sjö mótsmet í Kaplakrika Morgunblaðið/Sigurður Ragnars Fyrst Tiana Ósk Whitworth kemur fyrst í mark í Kaplakrika. Lundúnaliðin Chelsea og Arsenal leiða saman hesta sína í úrslitum enska bikarsins í fótbolta 1. ágúst næstkomandi eftir sigra í undan- úrslitum á Wembley um helgina. Chelsea er á leiðinni í 14. bikarúr- slitaleik sinn eftir 3:1-sigur á Man- chester United í gær. Oliver Giroud og Mason Mount skoruðu fyrir Chelsea og þriðja markið var sjálfs- mark. Bruno Fernandes lagaði stöð- una fyrir United úr vítaspyrnu. Varð Chelsea síðast bikarmeistari árið 2018 eftir sigur á United í úrslitum. Arsenal er á leiðinni í 21. bikar- úrslitaleik sinn, en ekkert félag hefur eins oft komist í úrslit. Ars- enal hefur unnið enska bikarinn þrettán sinnum, oftast allra. Ars- enal vann 2:0-sigur á Manchester City á laugardag, en Pierre- Emerick Aubameyang skoraði bæði mörkin. Hefur hann skorað 25 mörk í 41 leik fyrir Arsenal á leiktíðinni og er markahæstur hjá liðinu. Arsenal varð síðast bikar- meistari árið 2017 eftir sigur á Chelsea, 2:1. AFP London Olivier Giroud fagnar marki sínu gegn Manchester United í gær. Lundúnaliðin mæt- ast í bikarúrslitum Selfoss er komið upp í þriðja sæti í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta eftir 2:1-heimasigur á Þór/KA í gær. María Catharina Ólafsdóttir Gros kom Þór/KA yfir á 21. mín- útu með öðru marki sínu í sumar og þriðja marki sínu í deildinni. Gerði hún eitt mark í átta leikj- um á síðustu leiktíð. Var staðan í hálfleik 1:0, en Harpa Jóhanns- dóttir í marki Þórs/KA varði víti frá Dagnýju Brynjarsdóttur um miðjan fyrri hálfleik. Það kom ekki að sök fyrir Sel- foss því Magdalena Anna Remus og Tiffany McCarthy sneru taflinu við snemma í seinni hálfleik og Selfoss fagnaði þriðja sigri sínum í sumar. Magdalena hefur nú skorað þrjú mörk í sex leikjum í sumar, jafn- mörg og hún skoraði í átján leikj- um á síðustu leiktíð. McCarty er komin með tvö mörk í sumar, á fyrsta tímabili sínu hér á landi. Selfoss er með tíu stig, sex stig- um minna en topplið Vals. Fylkir getur tekið þriðja sætið af Selfossi á nýjan leik með sigri á Stjörnunni á heimavelli í kvöld. Þór/KA er með sex stig, en liðið hefur nú tap- að þremur leikjum í röð eftir tvo sannfærandi sigra í fyrstu tveimur umferðunum. „Þó að eins marks forskot sé ekki þægilegur veruleiki fyrir Sel- fyssinga virtust Akureyringar aldrei líklegir til þess að jafna metin. Selfyssingar voru nær því að bæta við marki en allt kom fyrir ekki,“ skrifaði Guðmundur Karl Sigurdórsson m.a. um leikinn á mbl.is. Selfyssingar fóru upp í þriðja sætið SELFOSS – ÞÓR/KA 2:1 0:1 María C. Ólafsdóttir Gros 21. 1:1 Magdalena Anna Reimus 53. 2:1 Tiffany McCarty 57. M Clara Sigurðardóttir (Selfossi) Barbára Sól Gísladóttir (Selfossi) Áslaug Dóra Sigurbjörnsd. (Selfossi) Dagný Brynjarsdóttir (Selfossi) Magdalena Anna Reimus (Selfossi) Anna Björk Kristjánsd. (Selfossi) Margrét Árnadóttir (Þór/KA) María Ólafsdóttir Gros (Þór/KA) Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA) Harpa Jóhannsdóttir (Þór/KA) Dómari: Bríet Bragadóttir – 6. Áhorfendur: 285.  Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og grein um leikinn – sjá mbl.is/ sport/fotbolti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.