Morgunblaðið - 20.07.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 2020
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
©2019 Disney/Pixar
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
Hörkuspennandi þriller byggð á sögu
eftir Lizu Marklund og James Patterson
Sýndmeð
íslensku tali
Í TILEFNI AF 40 ÁRA AFMÆLI
FRÁBÆR NÝ MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA. SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI.
90% Variety
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Á Hvammstanga leynist menningar-
setrið Holt og bókaútgáfan Skriða
sem stofnuð var í fyrra. Birta Þór-
hallsdóttir rithöfundur stendur fyrir
þessari menningarstarfsemi ásamt
kettinum Skriðu og sinnir af mikilli
hugsjón. Nú þegar hafa þær gefið út
þrjú verk, tvö ný og íslensk auk
einnar þýðingar, og ýmis verk eru
væntanleg.
Birta keypti hús á Hvammstanga
fyrir tveimur árum eftir að hún hafði
lokið námi í myndlist og ritlist. „Þá
fór ég að finna fyrir löngun til að
vera í ró og næði úti á landi og hafa
tíma til að skrifa og vinna að hugðar-
efnum. Ég á ættir að rekja hingað
svo það var ekki alveg út í bláinn.“
Það hefur bæði kosti og galla að
halda úti bókaútgáfu utan við hring-
iðu höfuðborgarsvæðisins. „Það er
ótrúlega gaman að vera með litla út-
gáfu úti á landi en að sama skapi fær
það ekki sérlega mikla athygli. Það
er eini gallinn. Maður er lítið að
hitta aðra sem eru í sama bransa.“
Mikilvæg bókmenntaform
Í útgáfunni leggur Birta áherslu á
ljóð, örsögur og smásögur, sem hún
segist sjálf hafa mikinn áhuga á og
sækja í. „Þetta eru bókmenntaform
sem hafa átt svolítið erfitt upp-
dráttar og eru ekkert sérlega sölu-
vænleg heldur, en engu að síður
mjög mikilvæg.“ Síðasta haust gaf
Skriða út ljóðabókina Vínbláar varir
eftir Sigurbjörgu Friðriksdóttur og
örsagnasafnið Einsamræður eftir
Birtu sjálfa.
Þýðingar skipa einnig stóran sess
hjá bókaútgáfunni. Í lok síðasta árs
kom út Mannveran eftir Maxím
Gorkí, í þýðingu Freyju Eilífar úr
rússnesku. „Með þýðingunum er ég
svolítið að setja markið á bækur sem
eru ekki þessar dæmigerðu í hill-
unum og heldur ekki endilega þess-
ar söluvænlegustu en hafa bók-
menntalegt gildi.“
Tvær þýðingar eru nú væntan-
legar hjá Skriðu, skáldsögur frá
rómönsku Ameríku. „Það eru vissu-
lega lesnir einhverjir höfundar það-
an, þessir þekktustu, en höfundarnir
sem Skriða gefur út eru mjög þekkt-
ir þar en hafa ekki náð hingað enda
bækurnar af dálítið öðrum meiði.“
Annað verkið er eftir Rosario
Castellanos sem Birta segir vera
eina þekktustu mexíkósku skáldkon-
una. „Þetta er klassískt verk eftir
hana sem heitir Balún Canán.“
Hin þýðingin er líka á verki eftir
höfund frá Mexíkó. „Mario Bellatin
er mjög þekktur í Rómönsku Am-
eríku og víðar og hefur hlotið fjölda
verðlauna og verið þýddur á yfir 18
tungumál síðast þegar ég vissi.
Hann er með sérstakan stíl og
skrifar öðruvísi tegund af bók-
menntum. Hann hefur til dæmis
leikið sér með að nota ekki kyn í
sumum bókunum sínum þannig að
maður finnur hvað maður er sjálfur
með fastmótaðar hugmyndir um
kynin. Hann er mjög vinsæll víða en
það vita fáir hver hann er hérna.“
Birta bjó sjálf í Mexíkó, les mikið
á spænsku og reynir að fylgjast með
bókmenntalífinu þar. Þannig kynnt-
ist hún verkum Bellatin. „Ég ætla að
reyna að kynna fólki höfunda sem
hafa annaðhvort gleymst eða eru
þekktir en hafa einhverra hluta
vegna ekki ratað hingað.“
Fyrsta barnabók Skriðu er einnig
væntanleg og búast má við fleiri
barnabókum eftir íslenska höfunda
frá Skriðu í framtíðinni. „Stærsti
hlutinn held ég þó að verði ljóð, ör-
sögur og smásögur, svo koma barna-
bækur út öðru hverju og þýðingar,“
segir Birta og nefnir að önnur ljóða-
bók Skriðu bókaútgáfu sé einnig
væntanleg í haust.
Útlitið vísar í skissubækur
Um hönnun bókanna sér Snæfríð
Þorsteins. Hún er þekkt fyrir einfalt
útlit sem Birta segir henta mjög vel
fyrir sína útgáfu. „Sumir eru að fara
að gefa út fyrstu verk sín hjá Skriðu.
Svo að hugsunin var að þrátt fyrir
að höfundarnir fái auðvitað yfirlest-
ur og ritstjórn fái þeir frelsi til þess
að leika sér. Þess vegna ákváðum
við Snæfríð að hafa þetta skissu-
bókarútlit á bókunum, hafa kantana
rúnaða og lesband sem vísar í þess-
ar skissubækur sem eru verk í
mótun.“
Hugsunin var líka að þægilegt
væri að grípa bækurnar með sér.
„Þegar ég bjó í Mexíkóborg var ég
mikið að kaupa svona litlar bækur.“
Þar segir Birta mikið vera framleitt
af bókum í þessari vasastærð sem
auðvelt er hafa með sér á ferðinni.
„Mér fannst það alveg frábært að
geta stungið þeim í rassvasann og
vera einmitt með lesband þannig að
þegar maður stekkur út úr neðan-
jarðarlestinni veit maður nákvæm-
lega hvar maður er staddur í bók-
inni,“ segir hún.
„Annars á þetta að vera mjög ein-
falt og ekki nein markaðssetning
með það. Ég vissi þegar ég fór út í
þetta að þetta væri ekkert gert í
gróðaskyni.“ Það var meðvitað frá
byrjun að reyna ekki að klæða bæk-
urnar söluvænlegum kápum heldur
láta hefðbundið útlitið standa fyrir
sínu. Það hefur heppnast vel enda
eru bækur Skriðu bæði handhægir
og fallegir gripir.
Ljósmynd/Rakel Hinriksdóttir
Útgefendur Stöllurnar Birta Þórhallsdóttir og kötturinn Skriða hyggjast
gefa út þýðingar á tveimur verkum eftir höfunda frá Rómönsku Ameríku.
Öflug útgáfa á Hvammstanga
Birta Þórhallsdóttir og kötturinn Skriða standa fyrir bókaútgáfu Ljóð, ör-
sögur og smásögur auk þýðinga og barnabóka Fjögur verk eru væntaleg
Stofnun Wilhelms Beckmann hefur
auglýst eftir umsóknum um starfs-
laun eða styrki frá ungu myndlistar-
fólki, yngri en 35 ára. Heimilt er að
veita styrki listafólki sem starfar að
höggmyndalist, tréskurðarlist eða
annarri mótunarlist, listteikningu,
listskrift, málaralist, listrænni ljós-
myndun, grafíklist, textíl eða leir-
list. Heildarfjárhæðin sem á að út-
hluta jafngildir starfslaunum í þrjá
til sex mánuði, eftir því hvort einn
eða fleiri styrkir eru veittir.
Styrkþegar fá að kynna verk sín í
Listasafni Kópavogs eða annars
staðar samkvæmt ákvörðun stjórn-
ar Stofnunar Wilhelms Beckmann.
Umsóknir með ferilskrá og lýsingu
á verkefni sem umsækjandi hyggst
vinna að skulu berast formanni
matsnefndar, Jónu Hlíf, forstöðu-
manni Gerðarsafns, á netfangið
jona.hlif@kopavogur.is fyrir 10.
ágúst næstkomandi.
Wilhelm Erst Beckmann (1919-
1965) kom til Íslands árið 1935 á
flótta frá Þýskalandi nasismans og
settist hér að. Hann vann um árabil
við útskurð og skúltpúragerð, mál-
aði og teiknaði myndir og vann við
grafíska hönnun. Eftir hann liggja
margvísleg tréskurðarverk, mörg
með trúarlegri skírskotun og einnig
smærri hlutir úr tré, beini, horni og
silfri.
Börn Wilhelms og Valdísar
Einarsdóttur, Einar og Hrefna
Beckmann, höfðu frumkvæði að því
að stofnun Wilhelms Beckman var
sett á laggirnar árið 2013 til þess að
kynna listamanninn, halda nafni
hans á lofti og styrkja efnilega
myndlistarmenn til verka. Bók um
ævi og listsköpun Wilhelms verður
gefin út í haust.
Hagur Wilhelm Beckmann (1909-1965)
heggur út eitt hinna fögru verka sinna.
Óska umsókna
um starfslaun