Morgunblaðið - 20.07.2020, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 20.07.2020, Qupperneq 32
Hljómsveitin Góss, sem er skipuð þeim Sigurði Guð- mundssyni, Sigríði Thorlacius og Guðmundi Óskari, er á flakki um landið í júlímánuði. Næsti viðkomustaður þeirra er hinn vinsæli tónleikastaður Græni hatturinn á Akureyri en þar leikur Góss annað kvöld, þriðjudag, klukkan 21. Fyrsta plata Góss, Góssentíð, var tilnefnd sem plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Á tónleikunum á morgun hyggjast þau bjóða upp á „létt og skemmtilegt prógramm þar sem aðalmarkmiðið er að skapa hugljúfa kvöldstund fyrir tónleikagesti“. Þremenningarnir í Góss skemmta gestum á Græna hattinum Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Gróður hér dafnar, enda leggjum við okkur eftir því að hirða vel um garðinn og sýna starfi þess fólks sem til hans sáði fulla virðingu,“ segir Sigríður Hjartar í Múlakoti í Fljótshlíð. Á sunnudag um komandi helgi, 26. júlí, verður þar efnt til há- tíðar í tilefni þess að 150 ár eru liðin frá fæðingu Guðbjargar Þorleifs- dóttur sem þar var húsfreyja. Hún var nafntoguð fyrir garðinn í Múla- koti, þar sem fyrstu plöntur voru settar niður um aldamótin 1900. Venusvagn, kóngaljós og risaklukka „Upphaf ræktunarstarfsins var 1897, en þá setti Guðbjörg niður í garði sínum reyniplöntur sem feng- ar voru í Nauthúsagili undir Eyja- fjöllum. Þær urðu stæðileg tré og eru til prýði í garðinum. Er viður úr sumum þessum trjám nú í bekkjum og borðum sem við höfum komið fyr- ir í garðinum hérna,“ segir Sigríður. Guðbjörg Þorleifsdóttir var fædd í Múlakoti árið 1870 og átti heima þar alla tíð. Þau Túbal Karl Magnússon maður hennar hófu þar búskap 1897 og áttu þar heima til dauðadags – en Guðbjörg lést 1958. Hún fékk ung mikinn áhuga á hvers konar ræktun og lýðveldisárið 1944 var garðurinn orðinn 1.000 fer- metrar. „Af þessum stað í Rangárvalla- sýslu fóru miklar sögur um land allt, enda var oft frá honum greint í blöð- um og útvarpi. Þá kom ræktunar- fólk, jafnvel frá útlöndum, í Múlakot til að sjá með eigin augum hvaða yndisgróður þrifist þar, en Guðbjörg var einkar lagin að koma plöntum á legg. Sprotar sem hún gróðursetti öðluðust líf,“ segir Sigríður og nefnir úr flóru Guðbjargargarði til dæmis venusvagn, kóngaljós, risaklukku, garðabrúðu og fingurbjargarblóm; að ógleymdri eldliljunni, sem ásamt venusvagninum varð einkennisblóm staðarins. Menningarstarfsemi Elsti hluti Múlakotsbæjarins er frá árinu 1897. Húsið var stækkað árið 1928 og aftur 1946, en lengi var á þessum stað gistihús og veitinga- sala sem lagðist af árið 1982. Endur- gerð hússins, sem sjálfseignar- stofnunin Gamli bærinn í Múlakoti stendur fyrir, er komin vel á veg. „Við sjáum fyrir okkur að í húsinu geti verið margvísleg menningar- stafsemi í framtíðinni, svo ríkur er þessi staður af sögum og ævintýrum sem við viljum halda til haga,“ segir Sigríður um hátíðina á sunnudag sem hefst klukkan 15. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ræktunarkonur Sigríður Hjartar hér í Múlakoti við lágmynd af Guðbjörgu Þorleifsdóttur eftir Einar Jónsson. Afmæli í yndisgarði  Fallegur reitur í Fljótshlíðinni er fullur ævintýra Múlakot Í garðinum sem var kominn í órækt en er að nýju orðinn fallegur. Sá hluti gamla Múlakotsbæjarins sem hefur verið endurgerður í bakgrunni. MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 202. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Tíu met litu dagsins ljós á Íslandsmótinu í 50 metra laug í sundi í Laugardalslaug um helgina. Fimm þeirra komu í gær og fimm á laugardag. Karen Mist Arngeirs- dóttir kom fyrst í mark í þremur greinum á mótinu og Kristín Helga Hákonardóttir sigraði í þremur greinum á mótinu og lenti einu sinni í öðru sæti, eins og Patrik Viggó Vilbergsson. Anton Sveinn McKee vann allar fjór- ar greinarnar sem hann tók þátt í, en Anton er eini ís- lenski íþróttamaðurinn sem hefur tryggt sér sæti á Ól- ympíuleikunum í Tókýó. »27 Tíu met á Íslandsmótinu í 50 metra laug í Laugardalslauginni ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.